Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.09.1994, Side 2

Eintak - 15.09.1994, Side 2
I FYRSTA LAGI Hvers vegna er nauðsynlegt að koma Markúsi Erni á þing? I fyrsta lagi hefur Markús aldrei verið á þingi áður. Margir af þeim mönnum sem hann ólst upp með i Heimdalli og SUS hafa farið á þing. Hvers vegan skyldi Markús ekki mega fara þangað líka? í öðru lagi er engin ástæða fyrir sjálfstæðismenn ,að núa Markúsi ' þvi um nasir að hann hafi tapað borginni. Hann var ekki einu sinni borgarstjóri þegar hún tapaðist. Reyndar var hann ekki heldur borgarstjóri þegar hún vannst en það má lika segja um svo marga aðra. í þriðja lagi Aðstoðarpresturinn fyrrverandi í Grensáskirkju Skipuleggur kirkjuviku Nýbúið að leysa hann frá starfi vegna hjúskaparbrots. Gylfi Jónsson, sá er vísað var frá starfi aðstoðarprests í Grensás- kirkju fyrir þá sök að hafa átt í ást- arsambandi við Solveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarprest í Seltjarnarneskirkju, hefur ’verið ráðinn framkvæmdastjóri kirkju- viku sem halda á í október. Það er biskup sem skipaði Gylfa til þess að skipuleggja kirkjuvikuna og mun hann starfa við það næstu þrjár vik- urnar. Gylfi mun hafa aðstöðu til starfans á skrifstofu Grafarvogs- kirkju. Síðast var haldin kirkjuvika fyrir tveimur árum og gaf hún góða raun þannig að ákveðið var að halda aðra nú. Tilgangurinn með kirkjuviku er að kynna þá starfsemi sem kirkjan býður upp á almennt í vetur. Reynt verður að hafa kjrkj- urnar opnar meðan á kirkjuvik- unni stendur og þá getur fólk kom- ið og kynnt sér dagskrána, börn, gamalmenni, og allir þar á milli. Allar kirkjurnar í báðum prófasts- dæmunum standa að kirkjuvik- unni. Samkvæmt heimildum EINTAKS, frá aðila sem starfar við Grensás- sókn, þar sem Gylfi var áður að- stoðarprestur, er ráðning Gylfa til að sjá um kirkjuvikuna aðeins und- anfari að því að hann taki við starfi aðstoðarprests í Grafarvogskirkju þar sem hann hefur nú aðsetur. Biskup muni ólmur vilja bæta Gylfa upp starfsmissinn, auk þess sem sóknarpresturinn í Grafar- vogskirkju, séra Vigfús Þór Árna- son, sé vinur Gylfa og hafi staðið með honunt í hjúskaparbrotsmál- inu. Grafarvogskirkja hefur nýlega farið fram á heimild til að ráða að- stoðarprest og þykir það styðja þessar grunsemdir. Séra Vigfús Þór segir það af og frá að Gylfa sé ætlað aðstoðarprest- starfið. Hann segist vonast til að Grafarvogskirkju verði veitt heim- ild til að ráða aðstoðarprest og að Alþingi afgreiði það í næstu fjárlög- um því sóknarbörn séu orðin svo mörg. „Hægt er fá leyfí til að ráða að- stoðarprest, fari sóknarbörn yfir fjögur þúsund, en hjá mér eru þau nú tvöfalt fleiri. Við erum því næst- ir á dagskrá. Ef af verður þá verður það ekki fyrr en næsta vor. Við er- um ekki enn búin að fá heimildina auk þess sem ekki er vitað hvað Gylfi ætli sér að gera. Hann er hér með aðstöðu tímabundið til að skipuleggja kirkjuvikuná. Þessar sögusagnir koma kannski.af því við Gylfi þekkjumst vel. Það er ekki stef í þessu,“ segir Vigfús Þór. O Krötum er álíka illa við Guðmund. Sjálfstæðismenn voru umburðalyndastir gagnvart honum. Ef niðurstöður skoðanakönn unar sem EINTAK birti á mánu- daginn, um álit almennings á störfum ráðherranna, eru bornar saman við fylgi fólks við stjórn- málaflokka kemur í Ijós að Guð- mundur Árni Stefánsson nýtur síður en svo meira fylgis meðal sinna eigin flokksmanna en and- stæðinga. Hann fékk aðeins 3,7 í meðaleinkunn frá sínu eigin fólki. Bæði sjálfstæðismenn og stuðn- íngsmenn Jóhónnu Sigurðar- dóttur gáfu honum hærri einkunn. Þeir sem hafa minnst álit á Guð- mundi eru fylgjendur Alþýðu- bandalagsins. Þeir gáfu honum aðeins 2,5 í meðaleinkunn. Og 42,5 prósent kjósenda Alþýðubanda- lagsins gáfu Guðmundi núll fyrir störf hans. Þeir sem voru næst grimmastir við Guðmund með núll-einkunn- unirnar voru Framsóknarmenn. 26,6 prósent þeirra létu hann hafa núll. Og þar næst komu stuðnings- menn Jóhönnu en 24,3 prósent þeirra gáfu honum núll í einkunn fyrir ráðherratíðina. Frá því að sambærilegar kann- anir hófust hefur enginn ráðherra fengið jafn bága einkunn og Guð- mundur nú. Hann er því óvinsæl- asti ráðherra sögunnar - alla vega frá því að marktækar mælingar hófust. © Guðmundur Arni Stefánsson Mesl fýríiiitinn af allaböllum þá á Markús þetta inni hjá flokknum. Hann tók við borginni í vonlausri stöðu og lét af góðu embætti sem flokkurinn hafði útvegað honum. Nú hefur hann ekkert annað en einhver myndbönd sem Jóhann Briem réttir að honum. í fjórða lagi er ekkert sem bendir til þess að Markús verði með einhver leiðindi á þingi. Hann er enginn Ingi Björn. Markús hefur hingað til gert það sem honum er sagt að gera og hann á það þvi fullkomlega inni að fara í prófkjör ef hann vill það sjálfur. Hann má nú einu sinni ákveða fyrir sig sjálfan. í fimmta lagi er Markús hógvær. Hann stefnir ekki á sætið eins og sumar frekjurnar sem aldrei fá nóg. Hann stefnir á fjórða sætið af því enginn virðist vilja það. Ef fólk kýs ekki Markús er þvi hætt við að enginn verði i þessu sæti. Markús er betri en enginn - þar sem annars staðar. Hvað segir þú, heitir gaflarinn Ólafur? Það má ekki á milli sjá hvor er glæsifegri, Guðmundur eða Ólafur. Guðmundur Arni Stefánsson Hér heldur hann á Gaflara, minjagrip úr Hafnarfirði. Röð hneykslismála úr Firðinum og áframhald þeirra í ráðherratíð hans hafa gert hann að óvinsælasta ráðherra sögunnar. Eins og kunnugt er ákvað Há- skólilslands að banna allar reykingar I húsum sinum fyrir skömmu. Þeir nemendur skólans sem reykja eru mjög ósáttir við þessa ákvörðun og segja hana fá- ránlega. Það skipti engu máli þó að á einni eða tveimur kaffistofum séu leyfðar reykingar, þeir sem reyki ekki hefðu enn einar fimm eða sex reyklausar kaffistofur um að velja og, geti þá far- ið þangað geti þeir ekki hugsað sér að vera innan um tóbaksreyk. Reyk- ingamennirnir benda á að ef það eigi að þanna reykingar sé alveg eins hægt að banna mönnum að taka í nefið. En enginn virðist sjá ástæðu til þess, þó að sumir kenn- arar skólans séu frægir fyrir að skila ritgerðum og prófum til baka útöt- uðum í neftóbaksslummum sem hafa lekið úr nefum þeirra þegar þeir hafa verið að fara yfir... Heyrst hefur frá afar ábyggi- legum heimildum að Guðríð- ur Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur Ríkisspítalanna, sé einn umsækjanda um stöðu ríkissátta- semjara. Hún hefur unnið sér ýmis- legt til frægðar um dagana eins og til dæmis að vera formaður Jafn- réttisráðs og fuiltrúi (slendinga í Jafnfréttisnefnd Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Ekki er síður merki- legt að Guðríður er móðir Ingi- BJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, UpplýS- ingafulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins... Aföstudaginn ætlar hljóm- sveitin Glampar að leggja undir sig þjóðveg og þétfþýl- iskjarna suð-vestan og suð-austan lands, og þreyta maraþon-spila- mennsku aftan á flutningaþíl frá Reykjavík og austur til Hafnar í Hornafirði. Samvinna hefur tekist á milli HSÍ og Glampa og mun HSÍ nota ferð þessa sem áheitasöfnun til styrktar landsliði íslands í hand- knattleik. Hugmyndin er að pening- urinn sem safnast verði notaður í undirbúning landsiiðsins fyrir vænt- anlegt heimsmeistaramót. Ætlunin er að fólk heiti á hvern spilaðan kílómetra eða leggi fram frjáls fram- lög. Bylgjan ætlar að útvarpa öðru hvoru frá ferðinni svo fólk þurfi ekki að keyra á eftir blessuðum flutn- ingabílnum til að fylgjast með... 2 FIMMTUDAGUFS 15. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.