Eintak

Issue

Eintak - 15.09.1994, Page 4

Eintak - 15.09.1994, Page 4
...fær Guðrún Helgadóttir fyr- ir að hafa bent á þá augljósu staðreynd að Alþýðubanda- lagið morar af hæfari for- mönnum en Ólafi Ragnari Grímssyni og að Bjöm Grétar Sveinsson væri til dæmis miklu betur til þess fallinn en Ólafur. í sjálfu sér vissu þetta allir fyrir og flestir - fyrir utan Ólaf og Mörð - hafa áttað sig á að það gengur ekki til lengdar að flokkur sitji uppi með formann sem flokkurinn erí nöp við. Eða fyrir for- manninn að fara í fylkingar- brjósti fyrir hópi fólks sem honum er hreint og beint illa við og leiðist. Kjarninn i til- lögu Guðrúnar var nefnilega ekki að Bjöm Grétar væri góður kostur. Hún sagði ein- faldlega að Björn Grétar væri betri kostur en Ólafur. Og það segir i sjálfu sér ekkert um Bjöm Grétar. ... fær Steingrímur J. Sigfús- son, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, fyrir að hafa gengið með það i maganum i mörg ár að fella Ólaf Ragnar úr formannssæti en aldrei mannað sig upp i það. Hann hefur ekki einu sinni þorað að minnast á þetta við fleiri en tvo i einu. En nú þegar meira að segja Guðrún Helgadóttir hefur gefist upp á Ólafi, þá rýkur Steingrímur J. til og gerir tilkall til þess að vera sá fyrsti i röðinni til að fella Ólaf þvi hann hefur langað lengst. Þetta eru aulaleg rök. Tími Steingríms J. kom og fórán þess að hann þyrði að nota hann. Nú er annarra tími kominn — meira að segja tími Jóhönnu Sigurðardóttur í allt öðrum flokki. TUÐ Nú þegar Alþýðuflokkurinn er örugglega klofinn i tvennt og Alþýðubandalagið i Reykjavik örugglega iþrennt, hyllir loksins undir frið á vinstri vængnum. Með þessu áfram- haldi munu allir verða ánægðir, hver formður i sín- um flokki. Ásakanir um svik og pretti í kókosbolluframleiðslu ganga á víxl á milli framleiðenda og þeir saka hvor annan um að selja óekta kókosbollur KókosbollustríÖ í Reykiavík Þessa dagana geisar í Reykjavík stríð tveggja sæigætisgerða sem framleiða báðar kókosbollur og ganga ásakanir um svik og pretti á víxl. Annar framleiðandinn segir hinn hafa stolið frá sér uppskrift- inni að kókosbollunum og að sá sé núna að reyna að sölsa undir sig kókosbollumarkaðinn á landinu. Tildrög málsins eru þau að fyrr á þessu ári hætti einn starfsmaður, sem heitir Bjami Jóhannesson, störfum hjá sælgætisgerðinni Völu hf. og hóf í samvinnu við fyrirtækið Parma sf. að ffamleiða kókusboll- ur. Málið er töluvert snúið því sæl- gætisgerðin Vala tók í fyrrahaust yfir framleiðsluvörur íslensks sæl- gætis hf. en það fyrirtæki hafði áður tekið yfir framleiðsluvörur annars sælgætisfyrirtækis sem hafði orðið gjaldþrota. Það bar nafnið Vala hf. sælgætisgerð og ffamleiddi kókos- bollur til margra ára. Eignarhaldið á uppskriftunum er því töluvert á reiki. Erlíng Laufdal Jónsson er for- svarsmaður sælgætisgerðarinnar Völu hf. og telur sig hafa einkarétt á kókosbolluframleiðslu. Hann er Jonni Sighvats stækkar enn Þann 7. september birtist heils- íðuauglýsing með mynd af Sigur- jóni Sighvatssyni í blaðinu Daily Variety. í auglýsingunni, sem er frá Kodak, segir Sigurjón í stuttu máli ffá ferli sínum sem framleið- andi í Hollywood, og fyrirtæki sínu Propaganda. Sigurjón segir í auglýsingunni að það sé mikilvægt að leyfa lista- mönnum að njóta sín, en ekki njörva þá niður í dagsskipanir. Hann segir einnig að mynd- bandatæknin hafi gefið kvik- myndargerðarmönnum aukið rými og tíma til að vinna að list sinni. í framtíðinni muni það skipta meira máli fyrir kvikmyndafyrir- tæki að finna hæfileikafólk og leyfa því að njóta sín, en að eyða mildum peningum í dýr upptöku- ver eða hljóðver. Það hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Sigurjón að verða fyr- ir valinu hjá Kodak til að prýða heilsíðuauglýsingu og kannski endanleg staðfesting á því að Sig- urjón sé orðinn stór kvikmynda- mógull í henni Hollywood. © ekki par ánægður með hina nýju samkeppnisaðila og telur fyrrver- andi starfsmann fyrirtækisins hafa brotið af sér með því að hefja fram- leiðslu á kókosbollum eftir sömu uppskrift og hann framleiðir. Hann segir þetta hafa komið sér illa að ýmsu leyti. Á mánudaginn var sagði EINTAK frá því að ákveðnum tannlækni hér í bæ hefði verið boðnar kókosbollur sem greiðslu á 50.000 króna skuld. Erling sagði í samtali við blaðið að þessi saga væri óheppileg fýrir hann því sumir halda að það hafi verið hann sem bauð þessa greiðslu. Sjálfur er hann ekki í neinum vafa um að það voru samkeppnisaðilar hans sem buðu þessi vöruskipti og segir þetta dæmigert fyrir vinnubrögð þeirra. „Þessir menn skipta á ömmu sinni ef þeir gætu, og meira að segja kókosbollum Iíka,“ sagði Erling. Annars vildi Erling sem minnst tjá sig um málið og sagði að lög- fræðingur hans væri að vinna í því og ekki tímabært fyrir hann að út- tala sig um það í fjölmiðlum. Enginn einn eigandi að uppskriftunum Sigurður Örn Sigurðsson er meðeigandi Bjarna Jóhannessonar að Parma sf. sem auk kókosboll- anna framleiðir lakkrís. Hann er alls ekki sammála þeirri skoðun Erlings að hann sé sá eini sem hafi rétt á að framleiða kókos- bollur. „Ef einhver hefur átt þessar upp- skriffir var það þrotabú Völu hf. á sínum tíma. Málið er þannig vaxið að þessi drengur, sem nú er með- eigandi minn, vann hjá Völu hf. ffá upphafi, og var þar áður en Erling kom til sögunnar. Hver segir að hann eigi uppskriftirnar? Félagi minn kenndi honum þessar upp- skriftir. Við framleiðum núna kók- osbollur og sú framleiðsla er ósköp eðlileg. Eru ekki margir að baka vínarbrauð, til dæmis? Á einhver uppskiftina að þeim, spyr ég? Þetta er mjög sambærilegt. Og ég sé ekki betur en samkeppni sé af hinu góða.“ Aðspurður hvort hann sé að taka yfir kóskosbollumarkaðinn segir Sigurður að hann muni hiklaust gera það ef hann geti. Hann segir líka að viðbrögðin við kókosbollu- framleiðslu Parma sf. hafi verið mjög góð og umboðsmenn hafi leitað eftir því af fyrra bragði að dreifa kókosbollunum. „Ég get bent á það að fólk sem var umboðsmenn fyrir Völu úti á landi hringdi í okkur af fyrra bragði og spurði hvort við værum farnir að framleiða kókosbollur og hvort það gæti fengið að dreifa vörunni fyrir okkur. Athugaðu þetta, það hringdi af fyrra bragði, við vorum ekki einu sinni farnir að falast eftir því við nokkurn mann að selja þetta út á landi.“ Forsvarsmenn Völu kannast ekki við þetta og segja engan umboðs- mann þeirra úti á landi hafa hætt að dreifa fyrir þá, að undanskildum einum sem þeir hættu að skipta við þar sem hann stóð ekki í skilum. Sigurður Örn segir að af hans hálfu sé engin málatilbúnaður í gangi vegna kókosbolluframleiðsl- unnar og að hann hafi engan áhuga á að standa í slíku. „Ég er ekki að deila við einn né neinn,“ segir hann. © Kókosbolluframleiðsla er umdeild þessa dagana en einn kókosbollufamleiðandi sakar annan um að hafa stolið frá sér uppskrift af bollunum. Otvarp búkolla ÉG GERI ALLT FXRIR UUXÓ5-I.ANI FYRIR LVXU&1AM04 W MAKINN FRAM 't! / EG GERI Allt KOMA AÐ NEMA ER ÞA EKKI LANb SK yN 5 AMLE G A5T- HAUSPOKA! 4 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.