Eintak - 15.09.1994, Síða 24
BIO
JEinsog
hunaiKj
I’m a Grrrl
Mynd eftir Bynke Maiböll
Duchin um Rauða
kross-nunnur.
segir Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nordisk
Panorama, um þær kvikmyndir sem verða sýndar á hátíðinni.
Total Balalaika Show eftir Aki Kaurismaki
Opnunarmynd Nordisk Panorama. Þetta er heimildamynd um tón-
leika hinna kostulegu Leningrad Cowboys. Tónleikarnir fóru fram í
Helsinki ífyrra að viðstöddum 70.000 áhorfendum.
„Þetta er stærsta kvikmyndahátíð
sem hefur verið haldin á ísiandi en
von er á um það bil 250 erlendum
gestum til landsins eingöngu henn-
ar vegna,“ segir Marín Magnús-
dóttir, framkvæmdastjóri kvik-
myndahátíðarinnar Nordisk Pa-
norama, sem verður haldin hér á
landi dagana 21. til 25. september.
„Norræna kvikmyndahátíðin,
sem við vorum með í fyrra, lukkað-
ist ákaflega vel og sló öll met. Fimm
þúsund manns komu að sjá mynd-
irnar, en það er mun meiri aðsókn
en hefur til dæmis verið nokkru
sinni á kvikmyndahátíð Listahátíð-
ar. Þetta var sérstaklega skemmti-
legt, því þetta voru allt myndir frá
Norðurlöndunum," segir Marín.
Á hátíðinni í íyrra voru sýndar
leiknar myndir í fullri lengd. Nor-
disk Panorama snýst hins vegar
eingöngu um stuttmyndir og heim-
ildamyndir. Hátíðin hér verður sú
fimmta í röðinni, en þetta er í fyrsta
skipti sem hún er haldin á íslandi.
Aðalhluti hátíðarinnar er keppni
um bestu stuttmynd Norðurlanda
‘94 og bestu heimildamynd Norð-
urlanda ‘94. Alls taka 57 myndir
þátt í keppninni, en þar af eru fjór-
ar íslenskar. Miklu fleiri myndir
tóku þátt í forvali að hátíðinni, eða
rösklega 140, og þar af voru á þriðja
tug íslenskra mynda. íslensku
myndirnar sem sluppu í gegnum
síuna eru: Húsey heimildamynd
eftir Þorfinn Guðnason og stutt-
myndirnar Matarsýki eftir Reyni
Lyngdal og Arnar Jónasson, De-
butanten eftir Sigurð Hr. Sigurðs-
son og Ertu sannur eftir Jóakim
Reynisson og Lýð Árnason.
Fjölmargar aðrar athyglisverðar
myndir eru í keppninni og margar
þeirra hafa þegar hlotið ýmis verð-
laun.
Einnig verða sýndar myndir á
hátíðinni, sem
ekki taka þátt í
k e p p n i n n i.
Þannig er til
dæmis opnun-
armyndin Total
Balalaika Show
eftir Finnann
Aki Kau-
rismáki utan
keppni. Kau-
rismáki er mik-
ill sérvitringur
og mun víst
ekki vera fús til
að taka þátt í
keppni af þessu
tagi. Total Bal-
alaika Show er
heimildamynd um tónleika
hinna kostulegu Leningrad
Cowboys, sem fóru fram í
Helsinki í fyrra að viðstödd-
um 70.000 áhorfendum.
Margir kvikmyndaunnendur
minnast eflaust Leningrad-
kúrekanna úr mynd Kau-
rismákis um för þeirra á
rokkslóðir í Vesturheimi.
Annar leikstjóri, sem hefur
getið sér gott orð á heimsvísu
og verður með mynd á hátíð-
inni, er Mike Leigh, en á af-
rekalista hans er til dæmis
myndin Naked sem var sýnd í
Háskólabíó síðasta vetur. Úr
smiðju Leigh kemur kómed-
ían A Sense of History sem
hlaut verðlaun á stærstu stutt-
myndahátíð heims í Clermont-
Ferrand.
Marín segir að flestir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi á hátíð-
inni og hvetur fólk til að koma og
kynnast stuttmynda- og heimilda-
kvikmyndaforminu.
„Aðal áherslan með hátíðinni er
að vekja forvitni hjá íslenskum bíó-
gestum og sýna þeim að til sé meira
í bíó en langar leiknar myndir.
Margar af þessum myndum er eins
og hunang fýrir bíóáhugafólk. Þær
eru svo ólíkar hver annarri, sumar
eru ein mínúta á lengd, aðrar átta-
tíu. Það er hægt að fínna allt
þarna.“0
LaugarAsbíó endursýnir í nokkra
daga gamanmyndina Serial
Mom í leikstjórn John Waters.
Myndin er frábær ádeila á
hvernig fjöldamorðingjar eru
gerðir að stjörnum og hið tvö-
falda siðgæði sem ríkir í svefn-
bæjum Bandaríkjanna. Kathle-
en Turner fer á kostum sem hin
geggjaða húsmóðir sem fríkar
út ef fólk spennir ekki öryggis-
beltin, en hikar ekki við að
drepa fólk fyrir jafn fáránlegar
sakir og að ganga í hvítum
skóm á veturna. Sjúk mynd fyr-
ir fólk með sjúkan húmor.
Bíöborgin
Hraði Speed ★★★ Ótrúleg spenna
frá upphafi til enda um strætó sem
spríngur ef hann fer undir 80 km
hraða. Lögga um borð og eiginkon-
an er bílstjórínn.
4:40, 6:50, 9 og 11:15
Umbjóðandinn The Client ★★★
Magnaður en nokkuð hefðbundinn
lögfræðitryllir eins og við erað búast
af John Grisham.
4:40, 6:50, 9 & 11:15
Úti á þekju Clean Slate ★★ Hálf-
kjánaleg gamanmynd sem maður
glottir af frekar en hlær. Dana Car-
vey úr Waynes World stendur fyrír
sínu. 9 & 11:05
Þumalína ★★★ Falleg teiknimynd
en þó enginn Disney - alla vega ekki
í sama klassa og allra síðustu Disn-
ey-myndir. Islenskt tal. 5 & 7
BiÓHÖLLIN
Hraði Speed ★★★ Ótrúleg spenna
frá upphafi til enda um strætó sem
spríngur ef hann fer undir 80 km
hraða. Lögga um borð og eiginkon-
an er bílstjórínn.
4:40, 6:50, 9 og 11:15
Sannar lygar True Lies ★★★ Stór
skammtur fyrir Schwarzenegger,
spenna, dráp, kímni og ótrúlegar
brellur. Betrí Bond en Bond.
5, 6:45, 9 & 11
Þumalína ★★★ Islenskir leikarar
gera þessa fallegu teiknimynd að
stórri skemmtun fyrir yngstu áhorf-
endurna. 5 & 7
Valtað yfir pabba Getting Even
With Dad ★★ Ágæt skemmtun fyrir
sunnudagapabba og börnin þeirra.
5 & 9
Maverick ★★ Jody Foster skýtur
James Garner og Mel Gibson ref
fyrír rass íþessum grínvestra sem er
lengri en hann er fyndinn. 9 & 11:15
Ace Ventura ★★★ Davíð Alexand-
er, 9 ára gagnrýnandi EINTAKS, seg-
ir myndina fyndna. Fullorðnir geta
hlegið með góðum vilja. 7 & 11
Háskólabíó
Sannar lygar True Lies ★★★
Hörkuspennandi stórmynd í Cinem-
ascope og með úrvalsleikurum. Að-
dáendur 007 finna sér nýtt átrúnað-
argoð, sem dansar ef til vill ekki eins
vel en er tuttugu sinnum klárarí.
5, 6:30, 9 & 11
Fjögur brúðkaup og jarðarför
Four Weddings and a Funeral ★★
Hlýleg mynd í gamansömum tón um
ástir og heitbindingar. Þrátt fyrír
nokkuð erfiði nær hún aldrei að
verða mjög skemmtileg.
5, 7:15, 9 & 11
Blóraböggulinn Hudsucker Proxy
★★ Þrátt fyrír óborganleg atríði nær
þessi mynd því ekki að verða brillj-
ant. 5, 7,9 & 11:10
Kika ★★★ Enn ein mynd frá Almo-
dóvar og ekki hænufeti frá fyrri
myndum hans. Gaman.
5, 7, 9 & 11:10
Negli þig næst og Spurning um
svar Tvær islenskar stuttmyndir fyr-
ir þá sem þora ekki að taka séns á
einni langri og útlenskri. 9:30
Laugarásbíó
Endurreisnarmaðurinn Renaiss-
ance Man ★★ Þeir sem alltaf geta
hlegið að Danny DeVito geta hlegið
að honum i þessarí. Aðrír munu
þreytast þegar tekur að líða á mynd-
ina. 4:50, 6:50, 9 & 11:20
Apaspil ★ Gamanmynd um kláran
apa (og líklega klárari en flestir aðrir
aðstandendur). 5 & 7
Serial Mom ★★★ John Waters-
mynd eins og þær gerast bestar.
Kathleen Turner fer á kostum sem
kolgeggjuð húsmóðir. 5, 7,9 & 11
Krákan The Crow ★★ Mynd fyrir
áhugamenn um rokk, dulrænu,
teiknimyndir og annað þesslegt.
5 & 11
Regnboginn
Allir heimsins morgnar Tous les
Matins du Monde ★★★ Enn eitt
stórstykkið frá frökkum. Gerard De-
pardieu fer á kostum og tónlistin er
með því besta sem heyrst hefur í
kvikmynd lengi.
4:50, 6:50, 9 & 11:10
Bad Boy Buddy ★★ Metnaðarfull
áströlsk-hollensk mynd um eins
konar Kasper Hauser og kynni hans
af lífinu þegar hann loks sleppur út
fyrír hússins dyr. Þvi miður dugar
metnaðurinn ekki til þess að áhorf-
endur heillist - hvorki af sögunni né
Buddy. 4:50, 6:50, 9 & 11
Flóttinn The Getaway ★★★ Fag-
mannlega gerð spennumynd með
eilítið flottara fólki en fyrri myndin
þar sem Steve Macóuinn var að
kyssa Ali McGraw. Kim Basinger er
ólíkt kyssilegri. 4:50, 6:50, 9 & 11:10
Gestirnir Les Visiteurs ★★★
Frönsk della sem má hafa mikið
gaman af. Hraður og hlaðinn farsi.
5, 7, 9 & 11
Kryddlegin hjörtu Como Aqua
Para Chocolate ★★★ Ástir undir
mexikóskum mána. 7, 9 & 11
Stjörnubíó
Úlfur Wolf ★★★ Spennutryllir með
gamansömu ívafi um mann sem er
bitinn af úlfi og breytist í varúlf.
Jack Nicholson er frábær í hlutverki
sinu og leikstjórínn fær lika prik fyrir
að missa ekki svona fáránlega hug-
mynd úr böndunum.
4:30, 6:45, 9 & 11:30.
Heilaþvottur Brainscan ★ Dell-
umakerí 9 & 11
Debutanten
Mynd Sigurðar Hr. Sigurðssonar fjallar um
tónskáld sem ímyndunaraflið hleypur með í gönur.
Marín Magnúsdóttir,
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Nordisk Panorama
„Aðal áherslan með hátíðinni er að
vekja forvitni hjá íslenskum bíógestum
og sýna þeim að til sé meira íbíó en
langar leiknar myndir.
Þrír ninjar snúa aftur 3 Ninjas
Kick Back ★ Mynd sem eingöngu er
ætluð fólki sem er á mörkum þvi að
vera börn og unglingar. 5 & 7
Bíódagar ★★★ Besta mynd Norð-
urlanda gn þó ekki nægjanlega góð
til að vera afbragðs góð. 5, 7 & 9
Sögubíó
Umbjóðandinn The Client ★★★
Vandaður og vel fléttaður tryllir.
4:50, 6:50, 9 & 11:15
Ég elska hasar I Love Trouble ★
Voðalega vel frágengin mynd en
einhvern veginn steindauð hið innra.
6:50, 9 & 11:15
Steinaldarmennirnir The Flint-
stones ★ Eftir hina ágætu sendingu
frá steinöld í Júragarðinum kemur
hér ein mjög vond. Manni verður
nánast illt i veskinu að sjá jafn mörg-
um milljónum kastað á glæ. 5 & 9:15
Kvikmyndahátíð Amnesty
Regnboganum
Trahir Myndin er rúmensk/frönsk
frá 1993. Hún fjallarum kjör rithöf-
unda og menntamanna undir stjórn
kommúnista i Rúmeniu. Einn sterk-
asti þátturínn í myndinni er lýsingin
á hinum skörpu skilum milli„góðs“
og „ills“ í einræðisríkjum. Sýnd
föstudag kl. 17:00 og sunnudag kl.
21:00.
Tango Feroz Hér er sögð saga
nokkurra ungra hugsjónarmanna i
Buenos Aires i lok sjöunda áratug-
arins. Myndin sýnir hvernig nota má
orð og tónlist æskunnar til að berj-
ast gegn kúgunaröflum. Myndin er
talin timamótaverk í argentískrí kvik-
myndagerð. Sýnd föstudag kl.
19:00 og kl. 23:00, laugardag kl.
21:00 og sunnudag kl. 23:00.
Reporting on Death Myndin er
byggð á mannskæðri uppreisn sem
gerð var í fangelsi i Perú árið 1984.
Sjónvarpsfréttakona er send á vett-
vang. Myndavéiin hefur óvænt og
einkennileg áhrif á gang mála. Sýnd
föstudag kl. 21:00, laugardagu
kl. 19:00 & 23:00 og sunnudag kl.
19:00.
Defending Our Lives Þetta er
bandarísk heimildamynd frá árinu
1993. Hún fjallar um konur sem eru
fangelsaðar fyrir að hafa banað karl-
mönnum sem misþyrmdu þeim.
Hrikalegar frásagnir kvennanna af-
hjúpa vægðarleysi ofbeldis á
bandariskum heimilum. Myndin
hefur hlotið verðlaun og fjölda við-
urkenninga. Sýnd laugardag kl.
17:00.
Fire Eyes Myndin fjallar um þá út-
breidda sið að umskera stúlkubörn
á unga aldri. Höfundurinn var sjálf
umskorin 13 ára en hún er fædd í
Sómalíu. Myndin hefur vakið gífur-
lega athygli, hér er ekki einungis um
persónulegan vitnisburð að ræða
heldur eftirminnilega pólitíska yfir-
lýsingu og sögulega heimild. Sýnd
sunnudag kl. 17:00.
StefnumiMnðn
„Halló ég er 17 úra stúlka og
langar að hafa náin kynni við
aðra stúlku. Ég vil vera í karl-
tnannlega hlutverkitiu og er
hávaxin. Þú mátt alveg vera
lœgri en ég. Ég vil helst hafa
þœr Ijóshærðar en þið megið
vera dökkhærðar. Mig latigar
að kynnast yður og efþér viljið
kynnast mérýtið þá á einn.
Tah, tah.“
24
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994