Vikublaðið


Vikublaðið - 17.12.1993, Qupperneq 15

Vikublaðið - 17.12.1993, Qupperneq 15
VIKUBLAÐIÐ 17. DESEMBER 1993 15 Rithöndin Vilt hafa þinn innsta hugarheim friðaðan Samkvæmt skriftínni hefurðu styrka og staðfasta skapgerð en ert ef til vill óþarflega vanaföst. Þér virðist hætta til að verða háð vinum þínum og eins vinnustöðum eða skólum sem þú ert í. Þú vinnur nákvæmt og skipu- lega og kannt vel við að vinna á eig- in vegum. Þú hefur góða greind og ágætt viðskiptavit. Fremur bjartsýn og þó raunsæ. Hugsunarháttur þinn er jákvæður. Góður viljastyrk- ur, þú hættir ekki auðveldlega við það sem þú hefur ákveðið. Þú virðist hafa ríka móður- og verndartilfinningu og einnig virka ábyrgðarkennd. Þú hefur ánægju af fjölbreytni, getur bæði fellt þig við að vinna heima og heiman. Þér finnst skemmtilegt að hlusta á fólk og setja þig í spor þess, en mátt gæta þín að frásögur þess hafi ekki of djúp áhrif á þig. Þér finnst líka gaman að vinna og vinnur oft mik- ið. Viðskiptastörf ætm vel við þig. í umgengni erm jafalynd og þægileg en þú hugsar margt sem enginn veit. Þú vilt hafa þinn innsta hugarheim ffiðaðan. Kannski tekurðu þennan vegg nið- ur seinna þegar þér finnst það tímabært, en varla strax. Sniðugt væri þó fyrir þig að gera á hann lít- inn glugga. Mundu að allir hlutír eru breytilegir. Gangi þér vel. RSE VO exvoo C) . KlaraJ. Ottósdóttir Jólapistill Steinunnar Um jólagjafir Sameiginleg klofitígvél á alla jjölskylduna er hin fínasta jólagjöf og hefði jákvceð áhrif á tengsl foreldra og barna. Teikning: Brian Pilkington Tólagjafir - jólagjafir. Hvað eig- I urn við að gefa vinum og vanda- mönnum í jólagjöf? Hér er úr ótrú- lega vöndu að ráða. Ætti maður að fylgja tískunm og sameina til að spara, eins og blessaðir stjómmála- mennirnir, mundi maður að sjálf- sögðu gefa allri fjölskyldunni sam- eiginlegan eina jólagjöf. Allir hljóta að sjá hversu hagkvæmt þetta er. Auðvitað verður að brynja sig gegn gantaldags hugsunarhætti og skella skollaeyrum við því þó barnið sé að suða um brúðu, unglingurinn um geisladisk eða afi og amma um bók. Maður gefar allri fjölslyddunni góða og hagkvæma jólagjöf, til dæmis klofstígvél. Fullorðna fólkið getur skipst á um að nota þau og litlu bornin skriðið inn í þau þegar rignir. An efa yrði stórkostleg ánægja með þetta fyrirkomulag. En sumt fólk getur ekki með neinu móti séð kosti sameiningar- innar og má þar nefna landsbyggð- arfólk allflest. Þetta fólk þarf þó líka að gefa jólagjafir. Hvað getur það gert? Við þurfúm þó raunar ekki að vorkenna því. Eins og vitað er, þá er það þegar neyðin er stærst sem hjálpin er næst. Yndisleg verð- stríð geta hvenær sem er geisað á landsbyggðinni - einkum í norðan- veðri - svo fólk getur keypt allt sem hugurinn girnist fyrir nærri því ekki neitt. Það er ekki lakara að eitthvað inatarkyns sé í jóla- bögglinutn - hver mundi ekki vilja fá héilan kassa af bónusmat í jóla- gjöf, t.d. grænum baunum? Jóla- gjöfin verður hvort eð er að hafa notagildi. Engin hugsandi mann- eskja gefur ónothæfa jólagjöf. Þannig að þessi hugmynd er líka yfrið góð. En ef hvorugur ofangreindra möguleika höfðar til manns - hvað er þá til ráða? Þess má þá minnast að oft er það gott er garnlir kveða. I mörg hundruð ár hafa jólagjafir verið búnar til á íslenskum heimil- um - og gengið bara vel. Það er enginn sem segir að þetta sé ekki ennþá gerlegt og er það út af fyrir sig merkilegt, þvf allar okkar gerð- ir mega orðið heita „planlagðar" í tölvuin. Sem sagt megum við búa til jólagjafir heima. Opnast þá ótal möguleikar. Prjóna rná allt frá rúmábreiðum til trefla og nær- buxna. Fer stærð og þyngd gjafar- innar eftir dugnaði gefandans. Smíða má allskonar koppa og kirn- ur úr tré eða járni. Hér rná skjóta því að í veikri von að sjálfa hefar mig lengi dreymt unt að eignast fiskfat úr tré með feitiskollu áfastri í miðju, eins og Strandamenn not- uðu áður fyrr. En hingað til hafa hugskeyti mín varðandi slíka jóla- gjöf ekki borið árangur. Nú, svo má klippa og líma og sauma í það óendanlega. Glottketti, glottjóla- sveina, kirkjur og hof. Ef ekkert af þessu fellur í kramið þá cm líka til jólagjafir sem kosta alls ekki neitt, hvorki vinnu né pen- inga og vekja allsstaðar óblandna ánægju. Þær hafa að vísu þann galla aðekki er hægt að vefja þær í bögg- ul og því eru þær oft látnar fylgja öðruin gjöfuin. En þær eru líka vel frambærilegar einar sér. Slíkar gjafir eru kossar og faðmlög, kyrrð og ró í húsið, skilningur og um- hyggja, til dæmis. Sérstaklega er mælt með gjöfam í þessum flokki fyrir ungt fólk. Loks iná ekki gleyma jólakertun- um. Kerti er sígild jólagjöf sem ættí að tíðkast mikið meira. Stjórn- málamönnum ætti hiklaust að gefa kerti, jafnvel stormkerti, cf vera mætti að ljós rynni upp fyrir þeim á jólahátíðinni. Svo skuluin við bara öll gleðjast við að útbúa jólagjafirnar. Guðmundur Rúnar Lúð- víksson sýnir í Hafnarborg Guðmundur Rúnar er nú um stundarsakir búsettur í Rott- erdam í Hollandi við framhalds- nám í myndlist. Þær myndir sem hann sýnir nú í desember í kaffi- stofú Hafaarborgar eru ljósþrykk eða ljósgrafík, eins og Guðmundur Rúnar kýs að kalla það. Þetta er röð þrjátíu mynda, en af þeim eru að- eins ellefa sýndar hér. Mjmdirnar sýna útigangsmenn í sambandi við myndir úr listasögunni og myndir sem tengjast reynslu Guðmundar Rúnars af dvölinni í Rotterdam. A myndunum má einnig sjá brot úr bréfum sein kona hans hefúr skrif- að honum frá íslandi, svo og vega- kort af þeim ferðum er hann hefur farið. Saman við þessi brot blandast síðan eldri listsköpun og ýmislegt það sem hæst ber í listum þessa dagana. Aðeins er gert eitt eintak af hverri mynd og er hver þeirra reynsla eða upplifan út af fyrir sig - jafavel á við einn dag í lífi eða eina kvöldstund. Guðmundur Rúnar hefúr áður sýnt í Hafaarborg og víða annars staðar, meðal annrs í Gallerí 11, á Mokka, á Óháðri listahátíð 1991, á Kunstpavillion Aalborg í Dan- mörku, í Umeá í Svíþjóð og í Nor- ræna húsinu í Færeyjum. Sagt mei inynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir Eins og við höfum sagt frá erum við hætt að draga úr innsendum ráðningum á verðlaunagátunni. Því höfum við ákveðið að birta rétta lausn verðlaunagátunnar strax í næsta tölublaði eftir að hún birtist í stað þess að lesendur þurfi að bíða í tvær vikur eftir réttri lausn: Ráðning 53. myndagátu: „Ólæsi er ört vaxandi vandamál hér á landi eins og víða erlendis." Nú skal rætt um söfaunar- áráttu. Burtséð ffá bókum hef ég verið blessunarlega laus við löngun til að sanka að mér hlutum. Á æskuárunum var Æskan keypt handa mér og einn þátturinn þar fjallaði um þá nautn sem því fylgdi að draga að sér frímerki og raða í þar til gerðar möppur. Um- sjónarmaður þessa þáttar var þá formaður félags sem frímerkjasafn- arar höfðu með sér og raunar held ég að hann sé þar enn í forsvari. I pistlum sínum í Æskunni talaði maðurinn oft fjálglega um gildi þess að safaa frímerkjum. Þetta átti að vera á allan hátt „karakterstyrkj- andi“ svo slett sé útlensku. Það var fátt sem tók því fram að safaa þess- um litlu kvittunum fyrir því að maður hefði greitt fyrir að bréfið manns kæmist til viðtakanda. Tvennt stóð uppúr samkvæmt Æskunni. Af ffímerkjunum mátti læra bæði landafræði og sögu. Það fór þannig ffam að jafaffamt því sem maður raðaði kvittununum snyrtilega í bókina veitti maður at- hygli myndunum sem skrejTitu merkin, andlitsmyndir, landslag, fúglar og aðrar skepnur, skip, fugl- ar og ýmislegt annað sem hægt var að sjá hvað var. Stefaa hins óræða í myndlist hefur algerlega farið fram hjá þeim sem frímerki hanna og taldi Æskan það eitt af því sem mælti með ffímerkjasöfnun. Myndir þessar myndu kveikja með börnum og óhörðnuðum ung- lingum óstöðvandi þrá til að kynn- ast betur kvikindum þeim sem þar birtust eða löndunum þar sem byggi svo undarlegt fólk að það setti furðufugla á frínterki sín. Þessvegna færi tnaður beint í al- fræðibækur, sagnfræðirit, landa- bréfabækur og rit um náttúm- fræðileg efai til að viða að sér frek- ari fróðleik um það sein á frímerkj- ununt var að finna. Pistiahöfandur kunni rnargar dæmisögur úr raun- veruleikann um börn og unglinga sem foreldrar og kennarar höfðu verið í standandi vandræðum með allt þar til hinn frelsandi engill hirtist í gerfi ffímerkjasala. Og sjá, börn sem áður höfðu ekki haft á- huga á nokkmm sköpuðum hlut lágu skyndilega í öllu því lesefai sein þau komu höndum yfir og urðu efst á öllum próffim og end- uðu sem forsetar eða trúboðar. Ég féll fyrir boðskapnum og hóf frímerkjasöfnun. Eitthvað gekk nú samt treglega að ná upp áhuganum fyTÍr þessari fáným iðju og þegar ég áttaði mig á því að það hlyti að gera sama gagn að skoða myndir af frí- merkjum í bæklingum eins og að vera að kaupa þetta fyrir stórfé þá hætti ég með góðri samvisku. Reyndar útvegaði ég mér aldrei bæklinginn enda verð ég trúlega aldrei forseti hvað þá trúboði og sjálfsagt öllum fyrir besm. Hitt atriðið sem Æskan taldi mæla með frímerkjasöfnun var að unglingarnir færu þá Vonandi með frímerkjabækurnar upp í rúm á kvöldin til að skoða. Þá væri ininni hætta á að hendurnar færu undir sængina, en fátt var hætmlegra hinum ungu óflckkuðu sálum. Og eftir að hafa eitt sinn uppgiitvað hvað það gat nú verið notalegt að hafa hendurnar undir sænginni þá gaf ég endanlega frímerkjasöfnun upp á bátinn. Raunar Æskuna líka.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.