Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Síða 16

Vikublaðið - 24.03.1994, Síða 16
16 iW VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 ,6» ifeT .*=?*. Utboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Nesjavallavirkjun - Safnhæð frá borholu 9“. Verkið feist í lagningu 0 400 mm stállagnar, sem skal vera einangruð með steinull og klædd með áli, ásamt tilheyrandi jarðvinnu og steypu á undirstöðum og festum. Helstu magntölur eru: Lengd lagnar: 650 m Stálundirstöður: 3.000 kg Einangrun og álklæðning: 1.200 m2 Steyptar undirstöður og festar: 95 m3 Gröftur og skeringar: 1.200 m3 Fyllingar: 1.900 m3 Verkinu skal lokið fyrir 1. nóv. 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. apríi 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegí 3 - Sími 25800 Ql Útboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð steyptra kantsteina víðvegar um borgina. Heildarlengd er u.þ.b. 20 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning- ar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2,105 Reykjavík. Happdrætti Alþýðubandalagsins VINNINGAR 1. vinningur, Nissan Sunny, frá Ingvari Helgasyni, kom á miða nr. 20942 2. vinningur, Nissan Micra, frá Ingvari Helgasyni, kom á miða nr. 32040 Vinningar 3.-11, níu tölvuvinningar frá Örtölvutækni, hver að andvirði kr 110,000, komu á miða nr. 3972, 3404, 141, 32018, 24398, 6972, 11302, 8495, 17803 Vinningar 12-19, átta ferðavinningar frá Flugleiðum hf., komu á miða nr. 32743, 20559, 24824, 3392, 31130, 20397, 26834, 10356 Vinningar 20-50, þrjátíu bókavinningar frá Máli og menn- ingu, komu á miða nr. 13863, 2823, 120, 12454, 2948, 16899, 9746, 16417, 28936, 5209, 19186, 26373, 17266, 23300, 23819, 23021, 7479, 16643, 16965, 16890, 6768, 12891, 11515, 22720, 9438, 22138, 22968, 14142, 32231, 24600, 8844 Meirihluti bæjarstjómar- innar í Kópavogi er skip- aður fimm körlum um fimmtugt. Þeir hafa veðsett fram- tíð ungs fólks með óheyrilegri skuldsetningu bæjarsjóðs. Við upphaf kjörtímabilsins vom skuld- ir bæjarfélagsins um 1400 milljónir króna en núna em skuldimar 3000 milljónir króna. Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjómar, sagði að skuldimar væm of miklar þegar hann tók við og ég á eftir heyra út- skýringu hans á því að hafa meira en tvöfaldað skuldimar og biðja samt um áframhaldandi umboð. Sá sem hér talar er Flosi Eiríks- son, 24 ára húsasmiður, en hann skipar þriðja sætið á lista Aljrýðu- bandalagsins í Kópavogi. Flosi þekkir það í gegnum atvinnu sína og störf í skipulagsnefnd Kópa- vogsbæjar að þeir óhemju fjár- munir sem lagðir hafa verið í skipulagningu nýrra hverfa munu ekki skila sér í náinni framtíð. - Þótt byggingaverktakar hafi sótt um og fengið lóðir í Fífu- hvammslandi og víðar munu þeir ekki helja framkvæmdir í bráð vegna þess að það er offramboð á húsnæði á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Eg verð líka var við efasemdir hjá byggingarmönnum sem telja að það mikla framboð sem er á lóðum lækki húsnæðisverð niður úr öllu valdi, segir Flosi og telur á- stæðu til að hafa verulegar áhyggj- ur af skuldum bæjarsjóðs enda muni þær bitna á öllum rekstri bæjarins. honum að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Aljrýðubandalagsins lagði Flosi sögubækurnar á hilluna, í biii að minnsta kosti. - Það var mikill skóli að vera frarn- kvæmdstjóri flokksins og ég er enn að vinna úr mörgu af því sem ég kynntist þá. Eftir tvö ár á flokksskrifstofunni fór Flosi í iðnskóla þar sem hann lauk sveinsprófi í húsasmíði. Undanfarið hefur hann starfað við smíðar en úti- lokar ekki að taka upp þráðinn í sagn- fræðinni. Framkvæmdastjóri fer í smíðar Flosi hefur starfað í Aljrýðu- bandalaginu í nokkur ár en hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa verið í liði Menntaskólans í Kópavogi þegar það sigraði í spurningakeppni framhaldsskól- anna árið 1989. - Fólk er enn að óska mér til hamingju með sigur- inn, segir Flosi. Hann hóf nám í sagnffæði við Háskólann en þegar Olafur Ragnar Grímsson bauð Við eigum að sinna unglingum betur en við höfum gert hingað til, segir Flosi Eiríksson Unglingum þarf að gefa tækifæri Meirihlutinn í Kópavogi hefur lítt sinnt málefnum unglinga og ekki ból- ar á félagsmiðstöðinni sem fulltrúar meirihlutans lofuðu unglinguin. Flosa hugnast ekki sú lausn að flyja félags- miðstöðvar inn í skólana. - Ef þú starfaðir á stórum vinnu- stað, til dæinis Landsbankanum, myndir þú vilja fara þangað á kvöldin til að skemmta þér í kjallaranum þar sem þú hefði sömu yfirmennina yfir þér og þú hefur allan daginn? Ég held ekki, segir Flosi. - Það þarf að gefa unglingunuin tækifæri. Ég óttast að það sé verið að búa til unglingavandamál í Engihjallanuin. Þar búa margir unglingar án þess að hafa nokkra aðstöðu og það býður hættunni heim. Flosi telur rakið að'opna félags- miðstöð fyrir unglinga í miðbæn- um í húsi Krossins sem bærinn er nýbúinn að kaupa. ITúsnæðið hentar ákaflega vel sem félagsmið- stöð og er svo gott sem tilbúið til notkunar. Eitthvað liggur í loftinu Fyrir skömmu mættu uin 60 ungmenni á stofnfund Vakningar í Kópavogi, félags ungs Aljiýðu- bandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggjufólks. Vakning er sýnilegt merki þess að ungt fólk leitar í auknum mæli á vettvang Alþýðubandalagsins til að vinna að framgangi sinna mála. - ímynd Alþýðubandalagsins er orðin meira aðlaðandi og ungt fólk gengur til liðs við flokkinn meðal annars vegna áhuga á um- hverfis- og náttúruverndarmálum. „Uppafílingur" síðasta áratugs er búinn að vera og fólk er að takast á við annan veruleika. Það liggur eitthvað í loftinu sem bendir til að breytingar séu í nánd„segir Flosi. Hann ætlar að taka þátt í þeim breytingum og skipar baráttusæti Alþýðubandalagsins í Kópavogi.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.