Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 2
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Pjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-17500 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Atvinnustefna fólksins gegn atvinnustefnu flokksins Reykjavíkurlistinn er hreyfing gegn flokki sem stjórnað hefur borginni nær óslitið í 60 ár. Reykjavík- urlistinn er hreyfing gegn spilltum stjórnarháttum sem einkenna meirihluta sjálfstæðismanna. Síðast en ekki síst er Reykjavíkuriistinn uppréish gcgn lííváiia- flokksmaskínu sem hefur þá einu hugsjón að halda völdum sér og sínum til hagsbóta. Tveir atburðir í þessari viku varpa ljósi á þau rnegin- atriði sem kosningabaráttan í Reykjavík snýst um. I borgarráði var það upplýst að einn frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins hefur þegið þrjár milljónir króna íyrir verk sem aldrei var unnið í venjulegum skilningi þess orðs. Inga Jóna Þórðardóttir skrifaði reikninga á borgarsjóð íyrir „ráðgjöf1 sem hún veitti þáverandi borgarstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, munnlega í einkasamtölum. Ekkert, ekki stafkrókur, er til um nið- urstöður Ingu Jónu Þórðardóttur ráðgjafa og fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Það eina sem þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins skrifaði var reikingur á borgarsjóð. Þetta kalla sjálfstæðismenn „ráðgjöP en á mannamáli heitir þetta einkavinavædd atvinnubótavinna. Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki fyrir almenning, hann starfar íyrir þröngan sérhags- munahóp sem notar flokkinn til að maka krókinn og lætur almenning greiða brúsann. A sama tíma og Markús Örn Antonsson lagði sig í líma við að rifja upp í borgarráði tæplega þriggja milljóna króna munnlega ráðgjöf sem Inga Jóna veitti honum einum boðaði Reykjavíkurlistinn til atvinnu- málafundar með borgarbúum. Umræðuefnið var hvernig við getum ráðið bug á atvinnuleysinu sem er alvarlegasta vandamálið í borginni í dag. Það er erfitt um vik því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skuldsett borgina með því að byggja stórhýsi á borð við ráðhús- ið og Perluna þegar þensla var í atvinnulífinu. Núna hefði verið rétti tíminn til að raðast í fjármagns- og vinnuaflsfrek verkefni. En þrátt fyrir það að við höf- um ekki borð fyrir báru er ekki öll nótt úti. Á atvinnu- málafundi Reykjavíkurlistans komu fram tillögur og hugmyndir að nýsköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir á- heyrendur á fundinum lögðu sitt til málanna, gerðu athugasemdir við erindi málshefjenda og vildu fá meira að heyra. Atvinnumálafundur Reykjavíkurlistans er upphafið að samræðu borgaryfirvalda og borgarbúa um breytta og betri borg. Atvinnumálastefna Sjálfstæðisflokksins er að borga flokksgæðingtim margföld árslaun verkafólks fyrir að spjalla sín á milli. Atvinnumálastefna Reykjavíkurlist- ans skapar atvinnutækifæri fyrir almenning. Sjónarhorn SkÍDtum við máli? Frá ritara karlaklúbbsins Gleði og ánægja var ekki bein- línis það sem háði mér þar sem ég arkaði heim af lands- fundi Verðandi seinnipart síðasdiðins sunnudags eítir regnvotum Reykja- víkurgötunum. Þeirri hugsun skaut upp í kollinn á mér hvort ég nennti virkilega að halda áfram í þessu þrefi. Hvort ég ættí ekki bara að láta lóga þessari skrýtnu tík sem þeir nefna pólitík og snúa mér að einhverju meira gefandi og minna særandi. Þar sem ég var ekki að fullu sátt við það, ákvað ég að grein í Vikublaðið væri ágætis málamiðlun. Helvítis væl er í „enni“ hugsa eflaust margir og þeir hinir sömu mega bara fletta áfram og lesa eitthvað annað. En þeir sem hafa opnari huga mega gjarnan lesa til enda og vita hvort þeir finni ekki í hjarta sér að örlítið sannleikskorn leynist innan um vælið. Höfum þær með en... Aðdragandi málsins er sá að tveir aðilar sóttust eftir því að verða vara- formenn í Verðandi, samtökum ungs Alþýðubandalagsfólks og óflokks- bundins félagshyggjufólks, og í kosn- ingu vann annar en hinn tapaði. (Eins og ókunnuga kann að gruna tapaði undirrituð þessari kosningu.) Þetta er auðvitað daglegt brauð í pólitísku starfi og í því ljósi hvorki sérstætt né sérlega harmrænt. Hin hliðin, og sú sem ég tel skipta máli, er sú að þarna áttust við karl og kona, að mínu mati og fleiri jafnhæf tíl að gegna umræddu embætti, og karlinn fór með sigur af hólmi. Þá þegar var búið að velja for- mann samtakanna Helga Hjörvar sem, eins og glöggir lesendur kunna að geta sér til, er. líka karlkyns. Þarmeð er sú ágæta hreyfing Verð- andi, samök ungs fólks á vinstri væng, samtök fólks sem var ýmist ófætt eða á barnsaldri þegar rauðsokkahreyfingin og fleiri hópar börðust fyrir réttind- um kvenna, samtök sem hafa jöfhuð og jafnrétti í stefnuskrá sinni, með tvo karlmenn í forystusveit annað starfsár sitt af tveimur. Sér til málsbóta geta þessir drengir vissulega bent á um það bil jafha kynjaskiptingu í hinni nýju Verðandistjórn því að meðal aðal- manna eru 4 karlar og 3 konur og ef litið er á bæði aðal og varamenn eru Sigþrúður Gunnarsdóttir strákarnir 6 en stelpurnar 4. Það ber hins vegar líka að skoða að karlar gegna þremur embættum, formanns, varaforinanns og gjaldkera á meðan ritarinn er kona auk þess sem tvö af þremur sætum meðstjórnenda skipa konur. I þessu tel ég kristallast viðhorf margra ungra karlkyns upprennandi pólitíkusa á vinstri væng; það verður að hafa þær með en í guðanna bænum látum þær ekki stjórna neinu. Einmitt þess vegna setjast þær í sæti ritara og meðstjórnanda (skyldi það e.t.v. heita meðstýrur). Hvatningar erþörf En skiptir þetta máli? A ekki bara að láta meirihlutann ráða og sætta sig við það sem hann vill? Er ekki sama hvaðan gott kemur? Það er álitamál. Það hefur ekki verið í tísku á undan- förnum árum meðal ungs fólks að starfa með stjórnmálahreyfingu. En sérstaklega hefur þó verið erfitt að fá ungar konur til starfa. Við í Verðandi höfum ekki verið ríkari af konuin en aðrar hreyfingar. Sem dæmi um það má nefna að á landsfundinum sátu að- eins 5 stelpur af nokkrum tugum fundarmanna. Ástæðurnar fýrir þátt- tökuleysi kvenna í stjórnmálastarfi eru eflaust fjölmargar; það tekur tíma frá lærdómnum en þar eru stelpur á þess- um aldri (þá á ég við menntaskólaárin) oft samviskusamari en strákar, það kemur í veg fyrir vinnu með skóla, en á henni þurfa stelpur oftar að halda en drengir vegna þess að þær komast síð- ur í vel launuð sumarstörf og fleira má tína til. En eitt megum við ekki van- meta: stelpur sem Iangar út í stjórn- málastarf þurfa að fá hvatningu og þær þurfa að sjá að starf þeirra sé til einhvers. En fýrirmyndirnar eru ekki margar: þrátt fýrir áralanga stjórn- málaþátttöku kvenna er kynjahlutfall alþingismanna ójafnara hér en víðast hvar á vesturlöndum, kvenkyns ráð- herrar heyra til undantekninga, for- menn og oftast einnig varaformenn stjórnmálaflokka eru og hafa alltaf verið karlkyns, hátt settir embættis- menn á vegum ríkis og sveitarfélaga; ráðuneytisstjórar, yfirmenn ríkisiýrir- tækja og bankastjórar, allt eru þetta karlmenn; gamlir og þreyttir jakka- fátaklæddir karlmenn sem fýrir. mislöngu síðan voru ungir menn á uppleið. Þegar forystumenn ungliða- hreyfinga eru líka karlkyns ár eftir ár verð ég að segja sem ung kona að út- litið er ekki gott, það er fátt freistandi við stríðsvöll stjórnmálanna. Því með fullri virðingu fýrir aðdráttarafli þeirra Helga og Róberts á ég ekki von á að formennska þeirra lokki ungar konur til starfa í þeint samtökum sem þeir kjósá sem vettvang fýrir lifandi umræðu um jöfnuð og jafhrétti. Burt með karlaklúbbs- stimpilinn Það var með þessum rökum sem ég gaf kost á mér til varaformennsku í Verðandi. Með þeim rökum að félag ungs félagshyggjufólks yrði að sýna að þar ríkti jafnrétti, að það væri ekki ó- frávíkjanleg regla að for- og varafor- maður væru ungir menn, þó að svo hafi verið á fýrsta starfsári þess. Og satt að segja bjóst ég frekar við að þessi rök yrðu meðtekin. Ég hélt í sakleysi mínu að þessir drengir skildu að þeir eru ekki einir í heiminum, skildu að styrkur samtakanna lægi ekki í því að flagga eintómum ungum mönnum á uppleið. En allt kom fýrir ekki og ég opinbera það hérmeð að persónulega er ég ekki illa haldin eftir þessar kosningar, hins vegar vona ég, og skal leggja mitt af mörkum til þess, að þegar næsta stjórn Verðandi verð- ur kosin, skuli konur skipa þar emb- ætti formanns og varaformanns og vera jafhframt kurteislegur meirihluti stjórnarinnar. Um leið vil ég hvetja þær stelpur sem hafa áhuga á starfi með félagsskapnum Verðandi að koma og hjálpa mér að uppfýlla þetta loforð. Einungis þannig getur Verð- andi losað sig við karlakhibbs stimpil- inn og það skiptir máli. Höfundur er ritari Verðandi 4

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.