Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 R-listi er hreyfing fólks gegn fiokki Ingibjörg Sólrún: Eina leiðin til að breyta borginni er aðfella meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Árni: Hvað er hœgri og hvað vinstri? Reykjavíkurlistinn er hreyfing fólks gegn valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. A fjölmennum fundi í Háskólabíó sagðist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggja höfuð sitt að veði að hún myndi ekki setjast inn í óbreytt kerfi Sjálfstæðisflokksins næði hún kjöri. Þegar Ami Sigfússon borgarstjóri var spurður um skyndilegan ffjáls- hyggjusnúning Sjálfstæðisflokksins svaraði hann því til að hugtökin vinstri og hægri hefðu enga merk- ingu í sínum huga. I framsögu sinni á fundinum í Háskólabíó, sem haldinn var að frum- kvæði Stúdentaráðs, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjórnarefni Reykjavíkurlistans, að forsenda breyt- inga í Reykjavík sé að Sjálfstæðis- flokkurinn fari frá völdum en flokk- menntaskólanemum. Hún svaraði því til að allt væru þetta staðreyndir og maður væri ekki á móti staðreyndum. A sínum tíma hefði hún talið að pen- ingunum væri betur varið í önnur verkefni. Árni Sigfússon var spurður að því hvernig stæði á því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði snúist til félags- hyggju og hvort flokkurinn væri kominn til vinstri við miðju í pólitík- inni. Arni kom sér undan því að svara spurningunni með því að segja skipt- inguna í hægri og vinstri ekki skipta máli í sínum huga. Ingibjörg Sólrún botnaði hugsun Árna með því að segja að stjórnmála- starf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík snerist um það eitt að halda völdum. Félagshyggja í dag, ffjálshyggja á morgun eins og í gær. urinn hefur stjórnað borginni nær óslitið í 60 ár. - Reykjavíkurlistinn er hreyfing fólks gegn flokki. Við viljum opnara og lýðræðislegra stjórnkerfi í borginni til að geta brugðist við þeim vanda- málum sem við blasa, sagði Ingibjörg Sólrún. Atvinnunrál, skólamál og félagsleg þjónusta væru þeir málaflokkar sem framboðið taldi mikilvægasta, sagði Ingibjörg Sólrún. Reykjavíkurlistinn hefur boðað til funda um þessa mála- flokka þar sem frambjóðendur kynna þá og leita eftir sjónarmiðum borgar- búa. (Sjá umfjöllun annarsstaðar hér á síðunni). I ffamsögu sinni lagði Arni Sig- fússon borgarstjóri áherslu á þrjátíu lykla að betri borg sem hann hefur kynnt á tveim blaðamannafundum. •• i * i i * fjoisottur at- vinnumálaí'und- Við verðum að skoða nýjar bugmyndir fordómalaust, en það er ekki nóg að vera með lykla efþaðfinnast engar dyr, sagði Ingibjörg Sólrún á fundi um atvinnumál. Fjölmenni var á atvin- numálafundi Reykjavíkurlistans og líf- leg skoðanaskipti milli málshefjenda og áheyrenda. hugmyndir fordómalaust, en það er ekki nóg að vera með lykla ef það finnast engar dyr, sagði Ingibjörg Sólrún. Ymis athyglisverð sjónarmið komu fram hjá framsögumönnum. Gríinur Valdimarsson sagði ffá hugsanlegri stofnun „Matvælagarðs" sem hefði að fyrirmynd Tæknigarð Háskólans en það er vettvangur fyrir atvinnulífi og háskólamenn að vinna saman. „Matvælagarður" myndi gera fyrirtækjum og einstaklingum í nrat- vælaiðnaði mögulegt þróa hugmyndir sínar um fullvinnslu matvæla. Orn, Vilhjálmur og Þuríður fjöll- uðu nokkuð um reynslu annarra þjóða og hvernig hið opinbera getur stutt við bakið á atvinnulífinu. Tilheyrendur brugðust við máls- hefjendum með athugaseindum og spurningum. Atvinnumálin brenna á borgarbúum enda eru þúsundir karla og kvenna atrinnulausar í Reykjavík. Umræðan á fyrsta fundi Reykja- víkurlistans um breytta tíma og betri borg mun haida áfram á næstu dögum og vikum. Þegar nýr meirihluti tekur við stjórn borgarinnar í vor inun hann búa að þeirri unrræðu ffambjóðenda og borgarbúa sem hófst á þriðju- dagskvöld í Rúgbrauðsgerðinni. Árni gagnrýndi R-listann fyrir leggja ekki fram afdráttarlausari tillögur til úrbóta. Þetta var í fyrsta skipti sem þau Ingibjörg Sólrún og Arni Sigfússon mættust á kosningafundi. Salurinn var sneisafúllur og áberandi var að mun betur var tekið undir málflutning Ingibjargar Sólrúnar en Arna. Eftir að ffambjóðendurnir höfðu lokið ffamsögu sinni bauðst áheyr- endum tækifæri til að spyrja. Ingi- björg Sólrún fékk þá spurningu hvort hún væri á móti byggðinni í Grafar- vogi, skíðasvæðinu í Bláfjöllum og gervigrasinu á Laugardalsvelli. Þetta var sama spurningin og hún hafði fengi fyrr um daginn á fundi með Fróðleg erindi og líflegar um- ræður einkenndu atvinnu- málafúnd sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, boðaði til í Rúgbrauðsgerðinni á miðviku- dagskvöld. Fundurinn var sá fyrsti í röð fúnda um þau mál sem efst eru á baugi í kosningabaráttunni. Fundirnir eru hvorttveggja hugs- aðir sem framlag Reykjavíkurlistans til umræðunnar um það hvernig hægt er að bregðast við vandainálum sem er við að etja og ekki síður til að heyra hugmyndir og tillögur borgarbúa. Auk Ingibjargar Sólrúnar voru málshefjendur á atvinnumálafúndin- um í Rúgbrauðsgerðinni þeir Orn D. Jónsson deildarstjóri Sjávarútvegs- stofnunar Háskólans, Gunnar Levy Gissurarson forstjóri Gluggasmiðj- unnar, Vilhjálmur Þorsteinsson kerf- isfræðingur, Þuríður Magnúsdóttir forstöðumaður ffæðsludeildar Iðn- tæknistofnunar og Grímur Valdi- marsson framkvæmdastjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Fundarstjóri var Halldór Guð- mundsson framkvæmdastjóri Máls og menningar. I inngangserindi sínu benti Ingi- björg Sólrún rrieðla annars á það að Island er smáfyrirtækjasamfélag og lausnir á atvinnuleysisvandanum yrðu að taka mið af þeim veruleika. Hún vísaði á bug hugmyndum um að til væri ein „patent“ lausn á atvinnu- leysinu. Ef okkur á að takast að tryggja öllum vinnu þurfúm við að leita víða fyrir okkur. Hún kyniiti hugmynd Reykjavíkurframboðins að setja á laggirnar áhættulánasjóð til að aðstoða lítil fyrirtæki í nýsköpun. Ekki síst gæti slíkur sjóður liðsinnt fyr- irtækjum sem konur eiga og reka. Konur hafa löngum átt erfitt upp- dráttar á hefðbundnum lánamörk- uðum. - Við verðum að skoða nýjar ur R-listans REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINNTÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMALASTJORI

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.