Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 9 um og síðan aðgerðaleysi á hungur- launum. Tryggja þyrfti að sá tími sem menn eru frá beinni atvinnuþátttöku nýtist á jákvæðan hátt með því að fólki yrði tryggður framfærslueyrir. Bent var á ný orlofslög í Danmörku þar sem verkafólki gefst kostur á þrenns konar leyfi frá störfum. Leyfi til frjálsrar ráðstöfimar, námsleyfi og leyfi til um- önnunar barna. Slík leyfi geta varað frá einni viku til heils árs og á meðan njóta menn greiðslna, sem vel duga til framfærslu. Með þessum eða öðrum viðlíka ráðstöfunum vinnst margt. Fleiri fá möguleika til að komast inn á vinnumarkaðinn og kynnast atvinnu- þátttöku. Símenntun eykur fólki lífs- gleði og stuðlar að hæfni þess til að takast á við ný vandamál í atvinnulíf- inu. Fjölskyldulíf getur dafhað en með því ætti að draga úr ýmsum félagsleg- um vandamálum. Hér er í raun verið að stíga fyrstu skrefin frá hef'ðbund- inni launavinnu og til kerfis þar sem öllum er tryggður ffamfærsluréttur án mikils tillits til þess hverju þeir sinna. A ráðstefnunni var einnig fjallað sérstaklega um atvinnuleysið eins og það snýr að konum. Hulda Finnboga- dóttir sagði nokkuð ffá störfum nefndar sem hafði það verkefhi að út- hluta 60 milljónutn til atvinnumála kvenna sérstaklega. Eftir þá reynslu kvaðst Ilulda ekki í vafa um að full þörf væri á að sérmerkja fjármagn til atvinnumála kvenna. Það væri ein- faldlega þannig að konur hugsuðu þau mál öðruvísi en karlar. Aðalatriðið Hulda Finnbogadóttir sagði fé til at- vinnusköpunar fyrir konur hafa nýst vel, en konur sem vilja fara út í at- vinnurekstur <ettu þá reynslu sam- eiginlega að eiga erfitt með að afla lánsfjár. Vatnsgreiddu viðskiptafrceð- ingamir skilja einfaldlega ekki hug- tnyndir þcirra. væri ekki að stórgræða heldur að reka trausta og örugga atvinnustarfsemi. Upphaflegu hugmyndirnar væru oft- ast nær smáar í sniðum því konurnar vildu frekar hafa fyrirtækið lítið en ör- uggt en að steypa sér í skuldir til að byrja stórt og flott. Þetta sé hins vegar hugsunarháttur sem vatnskembdu viðskiftafræðingarnir skilja ekki og því væru konum flestar bjargir bannaðar þegar að því kæmi að leita sér aðstoð- ar til að hefjast handa. Fleiri konur en karlar eru nú á atvinnuleysisskrá og ineðal hægriafla samfélagsins hefur orðið vart ríkrar tilhneigingar til að Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins ræddi nauðsyn aukinnar starfifrceðslu og stmenntunar til að draga úr atvinnuleysi. Ingólfur V. Gíslason nota ástandið til að ýta konum aftur inn á heimilin. Verkalýðshreyfing- unni ber skylda til að verjast þeirri árás á þann árangur sein náðst hefur í jafnréttismálunum og því er sérstak- lega ánægjulegt að þetta mál skuli hafa fengið góða umfjöllun á ráðstefnunni. Margt fleira bar á góma á þessari ráðstefhu Alþýðusainbandsins. Björn Grétar Sveinsson og Gylfi Arnbjörns- son ræddu um fjárfestingarstefnu og var þar ineðal annars vikið að hlut- verki lífeyrissjóðanna í að leggja til á- hættufjármagn í atvinnulífið. Jafn- framt kom fram að vinnuhópur innan ASI um nýja fjárfestingarstefnu legði til að fallið yrði frá mótun fiskveiði- stefhu en þess í stað unnið að því að móta heilsteypta fiskvinnslustefnu. Þá var einnig rætt um úrbætur fyrir at- vinnulausa og nauðsyn þess að vinnu- miðlanir verði annað og meira en skráningarskrifstofur. Eðlilegt er að vinnumiðlanir sveitarfélaga verði efldar verulega og gegni í raun því hlutverki að miðla þeirri vinnu sem fyrir hendi er. Er ef til vill rétt að taka upp svipaða reglu og gildir í Svíþjóð að allar lausar stöður verði að fara um hendur vinnumiðlunar viðkomandi sveitarfélags? Það er augljóst að innan ASI eru margir sem vilja taka til endurskoðun- ar þá stéttasamvinnu og vísi að kor- poratisma, sem í nokkur ár hefur sett mark sitt á samskipti aðila vinnumark- aðarins. Af hálfu atvinnurekenda hef- ur þessi stefha í ríkum mæli verið nýtt til að herja á verkalýðshreyfinguna. í skjóli atvinnuleysisins hamast Versl- unarráðið og VSI við að leggja fram hugmyndir urn þrengingu á kjörum og réttindum verkafólks. Jafnframt hafa einstakir atvinnurekendur fært sig upp á skaftið í samskiptum við starfsfólk sitt og þrengja kosti þess leynt og ljóst. Undir slíkum kringum- stæðum verður verkalýðshreyfingin að endurskoða stefnu sína, markmið Utboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lagningu aðalæðar VR 2, 7. áfangi. Smálönd - Laxalóni. Helstu magntölur eru: Þvermál pípna: 0 800 mm og 0 250 mm. Lengd: u.þ.b. 750 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 og leiðir. Umrædd ráðstefna er einn liður þeirrar endurskoðunar. ITún sýnir atvinnurekendum og stjórnvöld- um, ekki síður en félagsmönnum ASI, að verkalýðshreyfingin bæði getur og vill taka frumkvæði í sköpun atvinnu- stefitu, sem tryggir alntenna velrneg- un í landinu, atvinnu fyrir alla án kjaraskerðinga. Það sem á skortir núna er ef til vill fyrst og frernst að skapa hérlendis stjórnmálaafl af verulegri þyngd, sem fylgt getur eftir þeim hugsunum, sem ffam hafa komið innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar á milli yrði að ríkja gagnkvæmt traust og virðing án þess að annar aðilinn segi hinum fyrir verkum eða hafi yfirleitt hug á slíkri sambúð. Hornsteinn þess háþróaða velferðakerfis, sem þekkist á hinum Norðurlöndunum er einmitt slíkt samstarf hreyfingar og flokks. Þar er einnig að finna forsendu þeirrar al- mennu samstöðu og samvitundar, sem einkennir þessi samfélög og gerir að verkum að við meiriháttar ákvarð- anir er leitað breiðrar sainstöðu. Þar er ekki ríkjandi það pólitíska hugarfar, sein svo lengi hefur eitrað íslenskt andrúmsloft að menn séu í pólitík fyrst og fremst til að skemma hver fyr- ir öðrum. Innganga forystu Alþýðu- flokksins í frjálshyggjuklúbbinn dreg- ur úr líkum þess að takist að mynda slíkt stjórnmálaafl á næstunni. A móti kentur að sameiginlegt framboð fé- lagshyggjuafla í Reykjavík og víðar um landið vekur vonir um að undir- alda slíkrar samvinnu verði það þung að forysmmönnum, sem í raun eru orðnir dragbítar, verði vísað á sinn rétta stað. Ruslahaug sögunnar. StuSningsmenn Reykiavíkurlistans, sem verSa aS heiman á kjördag, 28. maí: Utankiörfundarkosning vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hófst þriSjudaginn 5. apríl oa fer fyrst um sinn fram á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík, SkógarhlíS 6, frá kl. 9:30 til 15:30 virka daga. Reykvíkingar, sem verSa ekki heima á kjördag, 28. maí, geta kosiS utan kjörfundar á ofangreindum tíma með jbví að rita listabókstaf á atkvæðaseðil sinn. Reykjavíkurlistinn hefur óskað eftir því að bókstafurinn R verði einkennisstafur listans. Stuðningsmenn Reykjavíkurlistans skrifa R á kjörseðilinn! REYKjAVÍKUR LISTINN Laugavegi 31 - Sími 15200- Bréfasími 16881 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunar tilkynnir: ISLANDSMOTI ♦ ♦ HANDFLOKUN Laugardaginn 23. aprfl nk. verður haldin landskeppni íhandflökuní Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði. Dæmt verður eftir hraða, nýtingu og gæðum. Flakaður verður þorskur, karfi og flatfiskur. Ekkert þátttökugjald. Skilyrði fyrir þátttöku: Að kunna að flaka. Skráning, upplýsingar og afhending á keppnisreglum í síma 91-652099. Fyrstu verðlaun: Keppnisferð á heimsmeistaramótið í handflökun í Bellingham á NV-strönd Bandarrkjanna í sumar. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar FISKVINNSLUSKÓLINN ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR HF MARELHF RANNSÓKNASTOFNUN FISKIDNAÐARINS SAMTÖK FISKVINNSLUSTÖÐVA SAMVINNUFERIHR-LANDSVN SÖLUMIDSTÖÐ HRADFRYSTIHÚSANNA SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.