Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 llmrædan 5 AUMINGJA HAGFRÆBIN í öllu atvinnuleysinu Ati Skúlason hagfræðingnr ASI skammaði fitndarmenn fyrir aðgagnrýtm hagfrœðikemtingar. Við horðiðsitja Kristín Ólafs- dóttir fitndarstjóri og Már Guðtnundsson hagfrccðingur. M-yndir: ÓI.Þ. Minnimáttarkenndin gagn- vart hagfræðinni er ótrú- leg. Það mætti halda að ég hefði beðið ykkur að hlusta á mig, sagði Ari Skúlason hagfræð- ingur Alþýðusambandsins á fundi stjómmálafélagsins Birtingar um atvinnuleysi á Komhlöðuloítinu við Bankastræti miðvikudaginn 6. apríl. Hugarástand Ara lá einhvers staðar milli hneykslunar og reiði þegar hann sendi áheyrendum tón- inn undir lok fundarins. Hann hafði komið til að ræða um ráðstaf- anir til að bregðast við auknu at- vinnuleysi en ekki til að taka á móti gagnrýni á hagfræðikenningar frá fundarmönnum. Andófið gegn hagfræðinni braust fram á firndi Birtingar eftir að fundar- menn höfðu hlýtt á erindi frummæl- enda sem voru þrír hagfræðingar: Már Guðmundsson hjá Seðlabankanum, Ari Skúlason ffá ASI og starfssystir hans hjá BSRB, Rannveig Sigurðar- dóttir. Hörður Bergmann var eini fyr- irlesarinn sem ekki er hagfræði- menntaður. Gagnrýni fundarmanna á framsetn- ingu hagfræðinganna var af ýmsum toga. Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkffæðingur sagði hag- fræðinga of fyrirferðarmikla í umræð- unni. Gísli Gunnarsson sagnfræðing- ur benti á að fyrst ætti að setja niður pólitísk markmið og síðan að fá hag- fræðinga til að útfæra leiðina að þess- um markmiðum. Iðulega væri þessu öfugt farið, hagffæðin kæmi fýrst og pólitíkin þar á effir. Guðmundur Bjarnleifsson sagði að atvinnuleysið yrði ekki leyst á Excel-töflureikni. - Við eigum að nota hagfræðingana til að ná því fram sem við viljum, sagði Guðmundur og gagnrýndi hagfræð- inga fyrir að hafa hugann um of bund- inn við údönd. Björn Guðbrandur Jónsson umhverfisráðgjafi taldi að einna síst væri að leita til hagfræðinn- ar með lausn á atvinnuleysisvandan- um. - I hagfræðinni er ekki þverfótað fyrir þversögnum og við erunt kontin á þann punkt að þversagnirnar eru ó- bærilegar, sagði Björn Guðbrandur. Við erum bara að lýsa vandanum Hagfræðingarnir í hópi fruinmæl- cnda vörðu sig með því að þeir hefðu í raun ekki talað um hagfi'æði í erindum sínuni heldur lagt ffam upplýsingar um ástand mála. - Við þurfuin að hafa staðreyndirn- ar á hreinu, sagði Már Guðmundsson. Ari tók undir þetta og réttlætti áhuga hagfræðinga á erlendri umræðu um atviimuleysi með því að vísa til þess að sífellt væri reynt að troða útlcnskum lausnum inná okkur. Andófið á fundi Birtingar gegn hagfræði beindist ekki gcgn hagffæð- ingunum sem tóku þar til máls heldur gegn því hvernig hagfræðin hefur ver- ið notuð tíl að réttlæta ástand sem vaxandi fjölda fólks finnst óþolandi. Kjarnyrtastur í þessari gagnrýni var rcyndar einn af hagfræðingunum. - Verkalýðshreyfingin er máttvana vegna þess að hún hefur gengist inn á rök markaðarins [les viðteknar hag- fræðikenningar] og fallist á markaðs- forsendurnar, sagði Rannveig Sigurð- ardóttir hagfræðingur BSRB í lok er- indis síns. Einar Valur Ingimundar- son sagði það sæta tíðindum að jafn opinská yfirlýsing kæmi frá hagfræð- ingi samtaka opinberra starfsmanna. Hagfrœði er pólitík sinn- ar tegundar I vörn sinni fýrir ffamsetningu hag- ffæðinga á vandamálum atvinnuleysis Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur BSRB: Verkalýðsbreyfingin er mátt- vana vegna /tess að bún hcfitr gengist inn á rök markaðarins og fallist á markaðsforsendurnar. sagði Ari Skúlason að hann liti á hag- ffæði sem pólitík. Ef það er rétt þá er sú pólitík hlaðin gilduin sem nú unt stundir cru fjandsamleg verkalýðs- hreyfingunni. Viðteknar hagfræði- kenningar um flókinn þjóðfélagslegan veruleika eru háðar tískusveiflum eins og önnur félagsvísindi. Frjálshyggja síðasta áratugar setur enn mark sitt á greinina. Gísli Gunnarson sagnfræðingur vakti athygli á því að jafnvel kenning- in um hagvöxtinn, en flestir láta eins og hagvöxturinn sé sjálfsönnuð frum- setning í samfélaginu, er í raun ekki nema 200 ára gömul eða svo. Veiga- minni kennisetningar eru bæði yngri og vafasamari. Tortryggnin gagnvart hagvísindum er öðrum þræði sprottin af veikleikum fræðigreinarinnar en hinum þræðin- um af vangetu hagfræðinga til að koma með lausnir á þeim vanda sem við er að etja. Hér er vitanlega um að ræða tvær hliðar á sömu myntinni. Veik fræðigrein getur ekki boðið upp á annað en vanmáttugar úrlausnir. Olán hagfræðinnar er að hún varð staðgengili pólitískrar hugmynda- fræði einhvern tíman á síðasta áratug en getur vitanlega ekki staðið undir þeim kröfum sein gerðar eru til hug- myndafræði, Kemur hjálpræðið að utan? I lagfræðingar vita manna best hversu fræðigreinin er ófullveðja og hversu gildishlaðin hún er, þótt þeir stundum gorti af því að hún sé drottn- ing félagsvísindanna. Og Ari Skúlason er ekki alltaf jafii hörundsár og hann var á fundi Birtingar. I erindi sem hann flutti á atvinnu- málaráðstefnu Alþýðusambandsins fyrir skemmstu sagði hann að „[ajuðvitað er því þannig farið að hér er ekki um að ræða hagfræðilega deilu varðandi lausnir í atvinnumálum, deilan er auðvitað pólitísk. Það iná ekki gleyma því að að við erum nú að upplifa endalok mikillar hægri frjáls- hyggjubylgju í Evrópu og umheimin- um. Aherslur verkalýðshreyfingarinn- ar hafa átt undir högg að sækja á und- anförnum áratug og við súpum enn seyðið af því. En nú virðist hilla undir að vindarnir séu að snúast og víða í Evrópu nái ríkisstjórnir völdum sem skilja áherslur verkalýðshreyfingar- innar betur. Eftir 5-10 ár verðum við kannski í betri stöðu og þá verður kannski von á betri OECD-skýrsl- um. Ekki hægt að bíða með hendur í skauti Við höfum bara ekki ríma til að bíða í 5-10 ár eftir hagfelldri OECD- skýrslu og það kom glöggt ffam á fundi Birtingar. Þorvaldur Þorvalds- son er einn þeirra þúsunda sem hafa misst vinnuna á síðustu misserum. Hann sagði umræðuna um atvinnu- leysið ntikla að vöxtum en lausnirnar fáar. Einnig væri áberandi hversu fáir atvinnulausir tækju þátt í umræðunni um vandann og tóku aðrir fundar- menn undir það sjónarmið. Þorvaldur sagði kerfið ekki gera at- vinnulausu fólki kleift að standa upp- rétt. Fólk missti húsnæði sitt og væri gert gjaldþrota vegna þess að atyinnu- leysisbæturnar eru svo lágar. Hann taldi að fyrsta skrefið ætti að vera að Hörður Bergmann rithöfundur: Or- sakir atvinnuleysisins eru vistkrcppa, offramleiðsla og ójöfnuður. hækka atvinnuleysisbæturnar um 20 prósent. - Auðvaldsþjóðfélagið getur ekki leyst atvinnuleysisvandann. Það sem við þurfum er gamaldags klassískan sósíalisma, staðhæfði Þorvaldur. Enginn tók undir lausnina sem Þorvaldur boðaði og Gísli Gunnars- son andæfði með því að minna á mið- stýringarbáknið sem sósíalisminn leiddi af sér í fyrrum austantjaldsríkj- um. Valkostir Hörður Bergmann rithöfundur og ffæðimaður var róttækastur fyrirlesar- anna. Hann sagði orsakir atvinnuleys- isins vera vistkreppa, offfamleiðsla og ójöfhuður. - Við eigum að viðurkenna minni vinnuþörf og njóta þess að svo er komið. Við eigurn að draga úr neyslu og beina ffamleiðslu og þjónustu að því sem veldur minnstum umhverfis- spjölluin. Annað verkefni er að breyta vinnutímanum og tryggingakerfinu. Þá verðum við að auka jöfiiuð og hætta að hugsa á grunni vaxtahyggju, sagði Hörður. Á vettvangi stjórnmálanna er nauð- synlegt að berjast fyrir slyttri vinnu- tíma, 35 stunda vinnuvika væri fyrsti áfangi. Aukinn launajöfnuður er einnig á verkefnasviði stjórnmálanna. Hörður vísaði með velþóknun til við- miðunarinnar til sjós þar sem skip- stjórinn hefur aldrei rneira en tvöfald- an hlut hásetans. Afnema ber yfir- vinnu og vinnu lífeyrisþega hjá hinu opinbera og sömuleiðis fríðindi og forréttindi í ríkisgeiranum. Þá taldi Hörður Bergmann að lög- festa ættd rétt til lágmarkslauna og nefndi hugmynd um atvinnutrygg- ingu í stað atvinnuleysistryggingu. Nýpólitík hafhar hag- fræðihugsun Ohefðbundnar liugmyndir Harðar féllu í góðan jarðveg á fundinum. Hugur manna stóð til þess að skilja at- vinnuleysið og finna lausn á því út ffá öðruin forsendum en þeim sem hefð- bundin hagfræði leggur til. Einar Valur lngimundarson sagði að hrossakaup hefðu ráðið of miklu í pólitíkinni. Stjórnun okkar á auðlind- um hefur einkennst af græðgi og sóun verið áberandi. Björn Guðbrandur Jónsson benti á að hagkerfið væri inettað af auðlegð og sagði kapítalísk hagkerfi eiga erfitt mcð að fóta sig í því ástandi. - I dag leitar kapítalið fálmandi höndum eftir möguleikum til fjárfest- inga. I lvalfjarðargöngin eru dæmi um þetta. Við látum vanahugsun og sókn eftir cfnislegum gæðum ráða ferðinni, sagði Björn Guðbrandur. Hann sagði að við yrðuin að skipta um gír og leita vaxtar, sem við getum ekki verið án, á öðrum sviðum en því efnislcga. - Það eru óhlutbundin gildi sem verða að svala þörf okkar fyrir vöxt, við verðum að leita vaxtar í merkingu, sagði Björn Guðbrandur. Til að út- skýra mál sitt nefndi hann taflið. Við getum ffamleitt óendanlega mörg töfl en þau eru einskis virði ef ekki er til fólk sem gefur þeim merkingu með því að tefla. Um það bil sem menn komust á flug í gagnrýni sinni á vanahugsun var kvöldið liðið á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í Reykjavík og Kristín Ó- lafsdóttir fundarstjóri sendi fyrirlesara og áheyrendur heim í háttinn. En á morgun kemur nýr dagur og hann er óskrifað blað. Við skulum vona að á það blað verði skráð mest pólitík og minnst hagffæði. -pv

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.