Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 7
i VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Undarlegt sambland af feimni og furðu hefur gripið um sig í kjölfar þingkosninganna á ítal- íu: ífyrsta skipti frá stríðslok- um er nú unnið að stjórnar- myndun í hjarta Evrópu með stjórnmálaöflum sem rekja l pólitískan arf sinn tilfas- I ismans og til samvinnu við 1 nasista í heimsstyrjöldinni Jr síðari. Slíkt hefur ekki gerst y Vesturlöndum frá stríðslok- um, og allra síst í lýðveldi eins og Ítalíu sem byggir á i pólitískum arfi og stjórnarská andspyrnuhreyfingarinnar gegn fasismanum. Lærdómurinn af sögulegi kosningaúrslitum á ítaliu Það er ekki nema von að menn spyrji: hvað er eigin- lega að gerast? Erum við að horfa upp á nýtt afturhvarf í Evr- ópu til þeirrar gömlu hugmynda- ffæði, sem leiddi af sér heimsstyrj- öldina síðari? Sigurvegararnir í ítölsku kosning- unum eru af þrennum toga: I fyrsta lagi ijölmiðlakóngurinn Sjl- vio Berlusconi og flokkur hans, Forza Italia, sem í raun er ekki stjórnmála- flokkur í hefðbundnum skiiningi þess orðs, heldur eins konar aðdáenda- bandalag með uin 12.000 aðdáenda- klúbba um alla Italíu, sem stofnaðir voru á mettíma á tveim mánuðum í upphafi þessa árs samkvæmt fyrir- mynd aðdáendaklúbba knattspyrnufé- lagsins AC Milan, sem Berlusconi er eigandi að. Nýja hœgrið A bak við kosningavél Berlusconi liggja ekki lýðræðisleg samtök er byggja á opinni lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, heldur úthugsuð í- mynd sem gerir alla umræðu í raun ó- merka. Imynd Berlusconis er engu að síður hlaðin gildum sem hann heldur sjálfur ákaft á lofti: hann er ímynd einka- framtaksins sem kraftaverkamaður í frumskógi kapítalismans. Hann er á móti ríkisafskiptum og telur sig fórn- arlamb þeirra í fjölmiðlarekstri sínum, en honum hafa verið úthlutaðar þrjár af fjórum einkareknum sjónvarpsrás- um sem sjónvarpa um gjörvalla Italíu. Sem slíkur hefur hann því í raun nán- ast einokunaraðstöðu á sjónvarps- markaðnum. Hann er ímynd neyslu- hyggjunnar sem eigandi stærstu versl- unarkeðju á Ítalíu og eins stærsta aug- lýsingafyrirtækis í Evrópu. Hann vill aukið ffelsi til handa athafnamann- anna, til dæmis með lægri sköttum og minni félagslegra þjónustu í höndum ríkisins. Hann vill einkavæða heil- brigðisþjónustuna og skólakerfið. Fyst og síðast telur hann sig geta rek- ið samfélagið Ítalíu með jafn árang- ursríkum hætti og fyrirtæki sín út frá lögmálum markaðarins og lögmálum skilvirkrar stjórnunar. Annar aðilinn að hinum nýja meiri- hluta á Ítalíu er Þjóðarbandalagið, Alleanza nazionale, myndað af MSI- flokknum, sem haldið hefur á lofti pólitískum arfi Mussolini og sem slík- ur staðið utan við alla þátttöku í mót- un ítalsks samfélags ffá því að lýðveld- ið var stofhað upp úr stríðslokum á forsendum andspyrnuhreyfingarinnar gegn fasismanum. Flokkur þessi hefur í kosningabaráttunni reynt að þvo af sér sína pólitísku fortíð og sýna nýtt andlit, en pólitísk stefhumið hans nú beinast einkum að því að komið verði á forsetalýðveldi með beinni kosningu valdamikils forseta, sem velji sér for- sætisráðherra. Flokkurinn vill með þessu leggja áherslu á einingu lýð- veldisins, en segist nú reiðubúinn að samþykkja myndun þrískipts sam- bandslýðveldis undir sterku mið- stjórnarvaldi þjóðkjörins forseta. Flokkurinn sækir fylgi sitt að miklu leyti til lægri millistéttar og verkalýðs- stéttar á Suður-Ítalíu. Flokkurinn hef- ur litið samrunaþróunina í Evrópu með meiri tortryggni en önnur stjórn- málaöfl á Italíu og geymir enn vissa tortryggni í garð Bandaríkjanna vegna þátttöku Bandaríkjamanna í sigri bandamanna á Ítalíu. Flokkurinn er hefðbundið athvarf þeirra sem líta með tortryggni til innflytjenda og út- lendinga. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt í kosningunum, og er talið að af- staða Berlusconis til flokksins hafi ráðið miklu þar um. Liðast ríkið í sundur? Þriðji aðilinn í hinum nýja stjórnar- meirihluta er Lega Nord, sem sældr fylgi sitt einkum til millistéttarhópa á norðurhluta Pósléttunnar, ekki síst í Lombardíu. Flokkur þessur hefur á undanförnum árum ráðist hatramm- lega gegn hinu gamla og spillta flokkakerfi á Italíu, og ekld síst gegn miðstjórnaraflinu í Róm. Flokkur þessi hefur stundum krafist þrískipt- ingar lýðveldisins, en setur nú fram þá meginkröfú að stofhað verði sam- bandslýðveldi með þrem þjóðþingum, þrem sjálfstæðum fjárlögum og sjálf- stæðu skattlagningarvaldi. Hlutverk ríkisstjórnarinnar eigi að takmarkast við mótun utanríkisstefhu og yfir- stjórn dómsmála, en sambandsríkin eigi annars að stjórna sínum málum sjálf. Samkvæmt hefðbundnum mæli- kvarða myndi flokkur þessi teljast til hægri með sterkan þjóðernislegan undirtón, sem er staðbundinn, á með- an þjóðernishyggja Þjóðarbandalags- ins byggir frekar á stórveldisdraumum fasismans. Berlusconi vinnur nú að því að sameina þessi þrjú öfl um stjórnar- stefnu er byggi á fyrrnefndri mála- miðlun: stofnun forsetalýðveldis og sambandsríkis, og bendir margt til að sú málamiðlun muni takast. Þá yrði ný stjórnarskrá lögð undir dóm kjósenda innan tveggja ára. Yrði hún samþykkt ásamt með nýrri kosningalöggjöf, færu síðan fram nýjar kosningar, þar sem reikna má með Silvio Berlusconi sem líklegum og sigurstranglegum forsetaframbjóðenda. Umberto Bossi, leiðtogi Lega Nord, yrði þá líklegt forsætisráðherraefni í Padaníu (Norð- ur-Italíu), og Gianffanco Fini, leið- togi síðfasista, líklegt forsætisráð- herraefhi Suður-Italíu. Etruria, eða Mið-Ítalía, er trúlega eina sambands- lýðveldið sem myndi halda hinni and- fasísku hefð og kjósa sér forsætisráð- herra úr röðum Demókrataflokksins, sem væntanlega verður búið að mynda þá upp úr núverandi Vinstri- flokki og þeim smáflokkum sem með honum standa að núverandi þing- minnihluta (að frátöldum Endurreista kommúnistaflokknum). T rúlega verður leiðtogi þess flokks ekki Achille Occhetto. Kirkjan í tilvistarvanda Hér hefur verið brugðið upp mögulegri framtíðarsýn, sem byggir á forsendum h'ðandi stundar, en er þó langt í frá örugg. Margar blikur eru á lofti og margt óvisst um framvinduna, ekki síst sú spurning hvort hinum nýja stjórnarmeirihluta muni endast aldur í tvö ár og hvort hin þversagnakennda efnahagsstefna meirihlutans verði ekki búinn að sigla öllu í strand áður. Atburðarásin á Ítalíu hefur verið lærdómsrík undanfarin tvö ár og á eft- ir að verða enn lærdómsríkari á næstu árum. Endanlega verður lærdómur- inn af þessari reynslu prófraun fyrir lýðræðið eins og við höfum þekkt það þróast hér í álfunni frá stríðslokum. Úrslit kosninganna var mikið áfall fyrir Kristilega demókrataflokkinn, en leifar hans virðast eiga litla sem enga framtíð sem mótandi afl í ítölskum stjórnmálum á komandi árum. Þessi niðurstaða skapar kirkjunni tilvistar- vanda, þar sem hún er nú neydd til að taka afstöðu til vinstri og hægri í ríkari inæli en áður. Staðreyndin er sú að kjósendur Kristilega flokksins hafa kosið Berlusconi. Berlusconi er hins vegar fulltrúi fyrir þá neysluhyggju, sýndarmennsku og það sjónvarpsveldi sem núverandi páfi hefúr á stundum talið runnið undan rifjum djöfúlsins. Oftrúin á markaðslögmálin annars vegar og etnísk þjóðernishyggja hins vegar eru sömuleiðis eitur í beinurn flestra málsmetandi forsvarsmanna kaþólsku kirkjunnar. Allt þetta er að finna í hinum nýja þingmeirihluta á Ítalíu, sem fyrrverandi kjósendur Kristilega demókrataflokksins hafa flykkt sér um. Sögulegu tækifæri glutrað niður Þótt áfall Kristilega flokksins sé mikið, þá var það fyrirsjáanlegt. Kosningabandalag vinstri manna hafði hins vegar gert sér vonir um sig- ur og því eru vonbrigðin á þeim væng kannski ennþá meiri. Og ábyrgð leið- toga þeirra á ósigrinum verður ekki af þeim þvegin. Þeir höfðu í rauninni sögulegt tæki- færi til þess að styrkja lýðræðið í sessi með sigri sínum í þessum kosningum. Lýðræðislegi vinstri flokkurinn hafði komist tiltölulega óflekkaður í gegn- um hneykslismálin sem skekið hafði gamla flokkakerfið frá grunni. Gamli kommúnistaflokkurinn var búinn að ganga í gegnum erfiða en mjög lýðræðislega umræðu um fortíð- ina og ffamtíðarhlutverk sitt, sem skilað hafði einstökum árangri með stofnun Lýðræðislega vinstri flokksins haustið 1989. Þeir höfðu náð banda- lagi við frjálslynd, umbótasinnuð og umffarn allt óspillt öfl sem hrakist höfðu úr gömlu stjórnarflokkunum í kjölfar spillingamálanna. Þeir vissu að þjóðin krafðist róttækra breytinga, að snúið yrði við blaðinu frá fyrri stjóm- arháttum. En þeir glutruðu niður þessu tækifæri. Á þessum sögulega ósigri eru efa- laust margar og flóknar skýringar. Þær gætu meðal annars verið eftirfar- andi: Slagorð Berlusconis; „Við erum ffelsið - þeir eru óffelsið" hitti í mark hjá kjósendum. Hvers vegna? Hneykslismál undanfarinna tveggja ára höfðu sýnt þjóðinni að leiðtogar hennar voru þjófar sem fóru höndum um opinbert fé eins og það væri þeirra einkaeign. Þeir höfðu komið á „kerfi“ sem var í raun fordæmi allra hugvit- samra manna sem vildu koinast áffam í ffumskógi markaðarins. Frelsið var fólgið í því að koma sér undan settum reglum samfélagsins og hafa fé af hinu opinbera. Þetta þekkir millistéttin á Italíu best. Hin stóra synd Lýðræðislega vinstri flokksins og forvera hans, Koinmúnistaflokksins, var ekki sú að hafa tekið beinan þátt í svindlinu, heldur hitt að hafa ekld verið búnir að afhjúpa það fyrir löngu. I augum kjós- enda var flokkurinn öðrum þræði hluti af gainla kerfinu, þó ekki væri nema af þessari sök. Hins vegar sýndi spillingin fram á að það þurfti nýjar leikreglur. Þar hafði Berlusconi á reiðum höndum fallegt svar sem sagði lítið: aukið frelsi, minni skattar, minni ríkisaf- skipti, minna ríkisvald, minni skrif- finnska o.s.frv. Vantraust á lýðræðið Lýðræðislegi vinstri flokkurinn setti í raun aldrei fram skýran valkost um hverju hann vildi breyta í stjórn- kerfinu. Hann vildi halda hinu félags- lega öryggisneti, hann vildi halda rík- isreknum skólum og heilsugæslu - en hvernig? Það var ekki lögð ffam trú- verðug áætlun um uppskurð á hinu spillta kerfi ríkisvaldsins, sem hefúr fengið á sig óorð vegna kostnaðar og lélegrar þjónustu. Flokkurinn setti sig í varnaraðstöðu. Hann bar að mörgu leiti verðskuldað lof á efnahagsstefnu ffáfarandi ríkisstjórnar seðlabanka- stjórans Ciampi og varaði sig á að setja fram gyllivonir um skjótan ár- angur. Það var ábyrgðarleysi að lofa lækkun skatta, það var fyrirsjáanlegt áframhaldandi atvinnuleysi, jafnvel þótt þeir kæmust til valda. Það þyrfti að efla eftirlitshlutverk ríkisvaldsins til þess að uppræta spillinguna. Þannig töluðu forsprakkar vinstrimanna án þess að segja nákvæmlega hvað þeir vildu. Og það var í raun skiljanlegt að þeir skyldu tapa. Kosningasigúr hægrimanna á Italíu var uppgjör við stjórnmálaöfl sem höfðu komið óorði bæði á lýðræðið og ríkisvaldið. Úrslitin endurspegla ekki bara andúð kjósenda á þeim stjóm- málamönnum sem hafa farið ráns- hendi um fjárhirslur ríldsins, heldur líka á stjórnmálaflokkunum sem slík- um. Þessum stofnunum, sem við höf- um talið forsendur lýðræðisins. Ur- slitin endurspegla þannig visst van- traust á lýðræðið. I stað lýðræðislegr- ar umræðu er kosin haglega tilreidd í- mynd sem verður eins og lausnarorð á vandanum. Kosningin sjálf er um leið viss aðferð til að firra sig ábyrgð. Og niðurstaðan veitir sumum kjósendum að minnsta kosti viss fyrirheit um að inenn muni geta haldið áffam að fara sínu fram á Ítalíu, þrátt fyrir allt. Það á að minnka skattana á þeim ríku þótt ríkissjóður sé að sligast undan þeirri sjálfrirku skuldamaskínu sem nagað hefúr hann innan undanfarna áratugi hins spillta stjórnarfars. Og Ijárlögin eiga að verða hallalaus og það eiga að koma miljón ný störf. Þannig voru kosningaloforðin. „Nú taka þeir að sér að stjórna“ sagði Achille Occhetto, leiðtogi vinstri manna á kosninganóttinni og mátti eins vel skilja að hann finndi til nokkurs léttis. Einnig hann gat firrt sig óþægilegri ábyrgð. Spurningin er hins vegar hvort slík firring ábyrgðar, hvort sem hún kemur frá kjósendum eða ffainbjóðendum, sé ekki gleggsta einkennið á kreppu lýðræðisins og vísasti vegurinn til að gera það að skrípaleik.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.