Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Síða 1
Laugardagur 21.5. | 2005 [ ]Fado-tónlist | Portúgalska söngkonan Mariza fer frjálslega með fado-hefðina | 10Hljóðfæri hugans | Í ljóðlistinni rís hljóðfæraleikur hugans hæst | 6–7Dómar um Dieter | Ögrandi húmor, léttúð og róttækni 8–9 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 Morgunblaðið/Golli Hraðfleygum ferðalöngum nútímans þykir langur aksturinn gegnum Húnavatnssýslur. Um það bil á miðri leið er skilti við veginn, sem upplýsir á nokkrum tungumálum að þar liggi stígur að Þrístöpum kippkorn norðar, en þar var árið 1830 framkvæmd síðasta af- taka á Íslandi. Þá voru hálshöggvin þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson fyrir morð og morðbrennu á Illugastöðum á Vatnsnesi tæpum tveim árum fyrr. Hinir myrtu voru Natan Ketilsson, húsbóndi á Ill- ugastöðum, og Pétur Jónsson sem þar var næturgestur. Eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur sighuld@hotmail.com Agnes og Friðrik – fyrir og eftir dauðann M orðin og aftaka þeirra Agnesar og Friðriks höfðu á sínum tíma áhrif um allt land, en eðlilega hvergi meir en í Húnavatns- sýslum. Morðið var hroðalegt, framið á sofandi og varnarlausum mönnum og bærinn brenndur. Allt málið var rekið heima í héraði, þar sátu fangarnir í haldi á sveitabæjum, deildu kjörum með heimafólki og gengu til verka með því. Loksins var svo sjálf aftakan, með hætti sem okkur nútíma- fólki finnst hrein villimennska: sakamennirnir hálshöggnir opinberlega og afhöggvin höfuðin síðan fest upp á stengur og andlitin látin snúa að alfaraleið. Auk þess voru allir bændur sýsl- unnar skikkaðir til að vera viðstaddir eða senda fullgildan karlmann í sinn stað. Um 150 manns voru á Þrístöpum 12. janúar 1830. Slíkir atburðir verða ekki án eftirmála. Sumir þeirra eru geymdir á bókum embættis- manna: hvað var gert við öxina, hver borgaði hverjum hvað og fyrir hvað, rétt eins og alltaf hefur þurft að skrá og skrifa. Um önnur atriði ríkir þjóðsagan ein. Morðin á Illugastöðum Aðfaranótt 14. mars árið 1828 var vakið upp á bænum Stapakoti á Vatnsnesi. Þar var kom- in Agnes Magnúsdóttir, 33 ára vinnukona á Illugastöðum, næsta bæ, og sagði þau válegu tíðindi að bærinn á Illuga  4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.