Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Síða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 3 V ið ökum um eyðimerkurvegi, einstaka hirðingi á ferð í fjarska. Loftkælingin í bílnum þurrkar í mér augun; sólin er hátt á lofti og sterk. Beygjum inn á afleggjara sem liggur upp í fjalllendið framundan. Við enda veg- arins blasir við mér klaustrið sem liggur utan í hlíðunum og er að hluta til höggvið inn í klettana. Síðasta spölinn upp að bygging- unum þurfum við að ganga; vandlega byggð- ur stígurinn hlykkjast upp hlíðarnar. Hér eru húsdýr; hænsn, það klingir í bjöllum geit- anna um leið og þær jarma og mér heyrist svín rýta þarna ein- hvers staðar á bak við. Vel er tekið á móti mér, ég leiddur inn í aðalbygginguna um inn- gang sem er um rúmur metri að hæð og boð- ið upp á te þar sem hægt er að horfa út yfir eyðimörkina og fjöllin. Klaustrið, Deir Mar Musa, er sagt vera það eina í heiminum sem hýsir bæði munka og nunnur; samfélagið stendur saman af átta einstaklingum og þrír til viðbótar eru að læra á Ítalíu, auk nokk- urra verkamanna. Menn hafa löngum dvalið á þessum stað í fjöllunum. Forsögulegir veiðimenn og hirðar höfðust hér við sökum hagstæðra skilyrða og sóttu í góð beitilönd og vatnsból sem hér var að finna; tilvalinn áningarstaður fyrir hjarð- irnar. Talið er að Rómverjar hafi byggt turn á svæðinu til þess að geta fylgst með leiðinni milli Damaskus og Palmyra. Kristnir ein- setumenn notuðu hella síðar fyrir hugleiðslu og byggðu upp lítið samfélag. Samkvæmt þjóðsögum kom sonur konungsins í Eþíópíu, heilagur Móses frá Abyssíu, hingað á 5. öld. Hann hafnaði krúnunni, skyldum sínum og hjónabandi í heimalandi sínu og lagðist í ferðalög leitandi að konungdæmi Guðs. Hann ferðaðist til Egyptalands og Landsins helga. Hann lifði sem munkur í Quara í Sýrlandi og settist loks að í dalnum þar sem klaustrið stendur nú og er kennt við hann. Móses leið píslarvættisdauða af völdum býzanskra her- manna. Sagan segir að þegar fjölskylda hans kom að sækja líkið hafi þumall hægri handar hans aðskilist líkamann fyrir kraftaverk og orðið eftir sem helgur gripur og er hann nú varðveittur í kirkjunni í Nebek. Fornleifar staðfesta að klaustrið hefur staðið á þessum stað frá miðri 6. öld og núverandi kirkju- bygging var reist árið 1058 samkvæmt arab- ískum áletrunum á veggjunum sem byrja á orðunum: Í nafni Guðs hins miskunnsama, hins meðaumkunarsama. Klaustrið var að hluta endurbyggt og stækkað á 15. öld en var yfirgefið í byrjun þeirrar 19. og lagðist smám saman í eyði þó einstaka gestir heimsæktu það stöku sinnum. Faðir Paulo fer fyrir klausturbúum. Hann er líkur bjarndýri að vexti, dökkleitur á hör- und og með svargrátt alskegg; vinalegur og föðurlegur maður sem hefur mjög þægilega nærveru; tyngdur á arabísku, ensku, ítölsku og eflaust fleiri mál. Hann kom hingað árið 1982, þegar miklar hörmungar áttu sér stað í nágrenninu, sem ungur Jesúíti og nemi í arabísku. Hann dvaldi hér á þessum afvikna stað í Nebekfjöllunum í tíu daga við trúar- lega iðkun. Við íhugun gerði hann sér grein fyrir þrem forgangsmálum sem snertu sam- félag kristinna manna og múslíma. Hann gerðist prestur innan sýrlensku kirkjunnar árið 1984 og stóð fyrir búðum á sumrin sem unnu við endurreisn klaustursins og bæna- hald. Klausturlifnaður hófst síðan að nýju 1991. Fyrsta viðfangsefnið var að endur- uppgötva og endurlífga hið andlega samfélag. Rústirnar báru vitni um gildi hins andlega lífsmáta á svæðinu sem átti á hættu að falla algjörlega í gleymsku. Hinn forni klaust- urlifnaður er mikilvægur þáttur í kristinni trúarhefð Austurlanda og einnig í menning- ar- og merkingarfræðilegum skilningi fyrir hinn íslamska heim. Því væri hlutverk klaust- urs heilags Móses að skapa andrúmsloft þagnar og bænar fyrir munka þess, nunnur og gesti. Annað forgangsverkefnið er einfalt: lifa í sátt við Sköpunarverkið og samfélagið utan veggjanna. Hið þriðja byggist á gest- risni, dyggð talin heilög af hinum fornu munkum og hefur alltaf verið í hávegum höfð á svæðinu. Klaustrið er skilgreint sem staður þar sem fólk með ólíkan bakgrunn getur mæst og dýpkað sjálfsvitund sína, ekki gleymt henni. Ekki er leitast við að aðskilja fólk í „trúarhverfum“, þvert á móti. Jákvæð samskipti kristinna og múslíma eru mikilvæg í augum þeirra og varð arabíska fyrir valinu sem tungumál klaustursamfélagsins sem hluti af þeirri viðleitni. Veggir kirkjunnar eru þaktir freskum frá 11. og 12. öld. Á veggnum gegnt altarinu má líta stóra mynd af efsta degi. Þeir sem verða hólpnir eru hægra megin: Adam og Eva á bæn, María mey, Abraham, Ísak og Jakob; englar blása í lúðra, Móses, Davíð og Saló- mon eru í góðum félagsskap kirkjufeðra og píslarvotta. Í miðjunni er vogarskál heilags réttlætis sem engill og púki kljást um. Engill- inn togar í skál góðra verka en púkinn, með langa rauða tungu lyga og hneykslana togar í skál illverka. Vinstra megin við vogarskálina eru þeir sem munu kveljast í regni elds: bisk- upar sem stuðluðu að sundrungu kirkjunnar, ótrúfastir munkar og nunnur; syndarar af ýmsu tagi: fégráðugir og okurlánarar, morð- ingjar, svikarar og neðst eru þeir sem sekir hafa gerst um framhjáhald, en þá umlykja snákar. Freskurnar eru víða illa farnar enda léku veður og vindar um þær óhindrað í þó- nokkurn tíma en nú hefur verið reist þak úr viði yfir kirkjuna. Gólfið er þakið teppi og upp við veggina og súlurnar eru sessur og púðar svo fólk geti setið. Viðarþiljur umlykja innsta altarið og á þeim hanga íkonar. Gestum klaustursins var boðið að taka þátt í kyrrðarstund og messu á eftir. Fyrst var farið með sálma og síðan hugleiddi fólk eða las úr Biblíunni við kertaljós; eða hvort tveggja til skiptis. Messan fór fram á arab- ísku, sálmasöngur og bænir. Blóði og líkama Krists var útdeilt úr haglega skreyttum bikar og skál. Sefandi reykelsisilmur lá í loftinu. Paulo sagði setningar á ensku stöku sinnum svo við gætum fylgt athöfninni aðeins eftir. Munkarnir voru klæddir í síða hvíta kufla og með svartar kollhúfur. Eftir athöfnina var öllum boðið til kvöldverðar þar sem dísætur grautur, ávextir og brauð voru á boðstólum. Paulo sat til móts við mig í kvöldmatnum og ég fræddi hann um ýmislegt frá heimalandi mínu, s.s. varmaorku, sólargang á vetrar- og sumarsólstöðum og ýmis ártöl í Íslandssög- unni. Skömmu eftir matinn gekk fólk til náða. Niðamyrkur, eina ljósið er frá þúsundum stjarna sem þekja næturhimininn, einstaka ljóstíra í gluggum og frá herbúðum sýrlenska hersins úti í eyðimörkinni. Ég fikra mig upp steinþrepin til svefnlofts gestanna í myrkrinu og reyni að vekja ekki hundinn sem heldur sig þar nálægt. Ég vakna nokkrum sinnum um nóttina, dofinn í þeim helmingi líkamans sem snýr að gólfinu, ekki þægilegasti svefn- máti sem ég hef kynnst. Ég vakna morg- uninn eftir við hanagal og átta mig á því að ég missti af sólarupprásinni. Rétt fyrir há- degi, hafandi þegið graut og te í morgunmat, held ég ferð minni áfram og kveð þennan magnþrungna stað. Ferðinni er haldið áfram í norður til Aleppo. Ég lít til baka út um aft- urgluggann og greini vart byggingarnar frá fjallshlíðinni lengur. Klaustur heilags Móses Deir Mar Musa El-Habashi. „Fornleifar staðfesta að klaustrið hefur staðið á þessum stað frá miðri 6. öld og núverandi kirkjubygging var reist árið 1058 sam- kvæmt arabískum áletrunum á veggjunum sem byrja á orðunum: Í nafni Guðs hins miskunnsama, hins meðaumkunarsama.“ ’Klaustrið er skilgreint sem staður þar sem fólk meðólíkan bakgrunn getur mæst og dýpkað sjálfsvitund sína, ekki gleymt henni. Ekki er leitast við að aðskilja fólk í „trúarhverfum“, þvert á móti. Jákvæð samskipti kristinna og múslíma eru mikilvæg í augum þeirra og varð arabíska fyrir valinu sem tungumál klaustursam- félagsins sem hluti af þeirri viðleitni.‘ Klaustrið Deir Mar Musa El-Habashi er rétt úr alfaraleið milli borganna Damaskus og Homs í Sýrlandi. Klaustur þetta heimsótti greinarhöfundur á ferð sinni um landið í október síðastliðnum. Höfundur er stúdentsefni í Menntaskólanum í Reykjavík. Eftir Björn Rúnar Egilsson bjorn_egils- son@hotmail.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.