Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Síða 7
ofþroskast, svo ekki er
hægt að flytja þá á
markað, eða þeir full-
þroskast ekki. Nú er
fundið ráð til þess að
hagnýta þessa ávexti á
þann hátt að þeir eru
hraðfrystir og ýmist
látnir halda sjer, eða gert úr þeim mauk.
Vjelar til þessa eru svo einfaldar að það
má hafa þær í aldingörðum og frysta
ávextina jafnharðan.
Í stríðinu var byrjað að hraðfrysta
ávaxtamauk í stað þess að sjóða það nið-
ur, eins og áður var gert. Þótti þetta nýja
mauk miklu bragðbetra en hitt, vegna
þess að ávaxtabragðið helst óskemmt, og
auk þess var það miklu heilnæmara, því
að með þessari aðferð missa ávextirnir
sama sem ekkert af fjölefnum sínum, en
þau fara forgörðum við suðu.
Sykurskortur háir nú sem stendur
framleiðslu á þessum vörum, því að nokk-
uð þarf í ávextina af sykri til þess að þeir
haldi sjer. En búist er við að innan fárra
ára muni hraðfrystar baunir, plómur,
hindber, jarðarber o.s.frv. verða á boð-
stólum um allan heim, og muni verða
teknar langt fram yfir niðursoðna ávexti.
Þá hefir mönnum og tekist að herða
ávaxtasafa og selja hann í umbúðum. Eru
taldar líkur til þess að mikið eftirspurn
verði að þeirri vöru, því að húsmæðrum
muni þykja það fengur að fá þannig sama
sem nýa ávexti í grauta og búðinga. Og
þessi herti ávaxtasafi geymir öll fjörefni
ávaxtanna óskemd.
Meðöl úr aspargs
Fyrir nokkru var hafin leit í jurtaríkinu
að einhverri plöntu, sem hægt væri að
vinna úr nýtt meðal, sem nefnist „tyroth-
ricin“ og er ekki ósvipað penicillin. Meðal
þetta vinnur bug á ýmsum sóttkveikjum.
Efnið í þetta meðal fundu menn svo í
aspargs-leggjum. Er þar af nógu hráefni
að taka, því að árlega er fleygt um 200
millj. punda af aspargs-leggjum í Norður-
Ameríku.
Brauðsparnaður
Á hverju ári er fleygt um 150 millj, punda
af brauði í Bandaríkjunum og Kanada,
vegna þess að þau mygla. Þótti þetta
óskaplegt, þegar milljónir manna í heim-
inum vantar brauð. Var því farið að hugsa
um hvernig mætti afstýra þessari bruðl-
unarsemi, og nú hefur ráð fundist.
Myglugerlarnir eru í brauðinu þegar
það kemur frá bökurunum. Þetta vissu
allir. Það var því um að gera að drepa
þessa gerla. Og nú er það gert á þann
hátt, að afar sterkum rafmagnshitara er
beint á brauðin þegar þau koma úr bök-
unarofninum. – Brauðin þurfa ekki að
vera nema 5 sekúndur í þessum hita til
þess að allir myglugerlarnir í þeim drep-
ist.
Hugvitsmenn í Ameríku hafa nýlega fund-
ið aðferð til þess að búa til dúka og fata-
efni úr fiðri og er sagt að bráðlega muni
koma á markaðinn mikið af þessari nýju
vöru. Hænsaeigendum þykir þetta ekki al-
veg ónýtt, því að nú fá þeir nýar tekjur af
hænsabúum sínum og losna við það að
brenna öllu hænsafiðri.
Hænsafiður hefir fram að þessu ekki
þótt til neins nýtilegt. Það hefir sem sagt
orðið að henda því eða brenna því. Og þar
sem hænsarækt hefir aukist stórkostlega
seinustu 50 árin, þá eru það óhemju
birgðir af fiðri, sem menn hafa orðið að
losa sig við á einhvern hátt. Í stærstu
hænsabúum var þetta orðið hreinasta
vandræðamál, svo að hænsaeigendur voru
farnir að gera tilraunir um að rækta fiður-
laus hæns.
Þessar tilraunir mistókust, og nú hrósa
hænsaeigendur happi. Nú er fiðrið orðið
verslunarvara. Og það er ekkert smáræði
– eða um 100 millj. punda á ári í Norður-
Ameríku.
Það var í stríðinu, þegar herinn keypti
ógrynni af alifuglum, að mönnum fór að
blöskra það að flytja óreytta fugla langar
leiðir vegna þess hvað þeir voru fyrirferð-
armiklir með fiðrinu. En væri þeir reyttir,
þá kom annað vandamálið: hvernig átti að
losna við fiðrið? Yfirvöld tóku því það ráð
að senda óhemju birgðir af fiðri til efna-
rannsóknastofnana og biðja þær að reyna
að gera einhvern mat úr því. Og árang-
urinn varð þessi, að efnafræðingarnir hafa
nú fundið aðferð til þess að gera „ull“ úr
fiðrinu. Þeir vissu sem var að í fiðrinu er
mikið af því „prótein“, sem er í venjulegri
ull. Þeir byrjuðu á því að sjóða fiðrið,
þangað til það var orðið að mauki. Síðan
voru gerðir hárfínir þræðir úr þessu
mauki með svipaðri aðferð og þegar gervi-
silki er framleitt. En þegar þessir þræðir
eru komnir í dúk, verður ekki fundinn
neinn munur á honum og ullardúk.
Bændur hjer á landi vita svona hjer um
bil hvað þeir fá mikla ull af hverri kind.
En nú mun hænsaeigendum vera forvitni
á því að vita hvað þeir geta fengið mikla
„ull“ af hænsum sínum. Er þá því til að
svara, að fiður af 36 hænum nægir í
vetrarfrakka.
Grófu fjaðrirnar eru ekki notaðar til
þess að gera úr þeim ull. En menn hafa
lært að hagnýta þær á annan hátt. Úr
þeim eru búnir til diskar og bollar. Eru
þeir bæði ljettir og geta ekki brotnað.
Þá er og farið að gera ull og plastik úr
eggjahvítu og eggjaskurni. Er það einnig
hænsaræktarmönnum til hagsbóta, því að
nú geta þeir gert sjer mat úr brotnum
eggjum.
Freðnir ávextir
Á hverju einasta ári fer forgörðum geisi-
lega mikið af ávöxtum, vegna þess að þeir
Lesbók Morgunblaðsins | 24. ágúst 1947
Fatnaður
úr fjöðrum
80
ára
1925
2005
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 7
spyrja sjálfan sig: hvernig vil ég að hugsun
mín hljómi? Ég er þeirrar skoðunar að lík-
ingin við hljóðfærið gæti breytt miklu, ef
menn hefðu hana stöðugt í huga sér. Það
leikur enginn Tunglskinssónötu Beethovens
með einum fingri.
Ég óttast nefnilega að íslensk tunga sé á
tímamótum, svo alvarlegum, að sumir
myndu jafnvel tala um ögurstund. Mín kyn-
slóð man þá tíð að vandað var til málfars í
útvarpi og blöðum, en nú ber hins vegar svo
við að varla er kveikt á útvarpi eða opnað
blað án þess að við blasi ambögur og bein-
línis rangt mál. Ég hef ekki þungar áhyggj-
ur af tökuorðum eða jafnvel slettum. En
það kveikir ótta þegar fjölmiðlafólk missir
tök á fallbeygingum og þegar viðtengingar-
háttur hverfur þar sem hann á að vera og
ryðst fram þar sem hann á ekki að vera.
Rétt eins og viðtengingarháttur sé að breyt-
ast í framsöguhátt og framsöguháttur í við-
tengingarhátt. Eða eigum við að vera svo
svartsýn að halda að menn kunni ekki leng-
ur skil á þessum málfræðiheitum?
Og þó er þverrandi orðaforði ef til vill
enn alvarlegri. Vinur minn, sænski rithöf-
undurinn Per Olof Sundman, sagði ein-
hverju sinni: Það þarf að kunna mörg orð til
að geta verið stuttorður. Í því felst að það
krefst umfangsmikils orðaforða að geta orð-
að hugsun sína vandlega. Því minni orða-
forði, því færri blæbrigði. (Og ég skýt því
inn hér að ég ræddi nýlega við ungan mann
sem skildi ekki orðið blæbrigði.) Á þeim 33
árum sem ég kenndi íslenskar bókmenntir
við Háskóla Íslands hefur orðaforði nem-
enda í íslensku á háskólastigi orðið mun fá-
tæklegri. Ég get ekki fullyrt hve mikið
hann hefur dregist saman, en það kæmi
mér ekki á óvart þótt það næmi einum 30
prósentum.
Sá sem lítið les
Fátæklegur orðaforði birtist í einhæfni. Við
verðum þráfaldlega vitni að því hvernig eitt
orðtak eða orð ryður öðrum burt með ofríki.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort fólk
kunni ekki lengur önnur lýsingarorð en
rosalegur og ofsalegur. Lýsingarorð og
sagnorð eru lykill að tilþrifamiklu og mynd-
rænu málfari. Skýrt dæmi um þetta er
sögnin að labba sem virðist nánast orðin
einráð yfir þá athöfn að setja annan fótinn
fram fyrir hinn, að ganga, eins og mín kyn-
slóð hefur sagt. Menn labba alls staðar,
jafnvel á fjöll. Þar með hverfa jafn mynd-
rænar sagnir og ana, arka, eigra, haltra,
rölta, skunda, staulast, stika, strunsa, svo
að fáein dæmi séu nefnd. Ég held að flestir
geti séð til hvílíkrar fátæktar í tjáningu slík
einhæfni leiðir. Og það vil ég segja við ykk-
ur, að menn labba ekki um „tungunnar
bröttu fjöll“.
„Því læra börnin málið að það er fyrir
þeim haft“ segir í gömlum málshætti. Börn
sem heyra ekki annað en fábreyttan orða-
forða eru tæpast líkleg til að eignast auðugt
málfar. Börnin sem ekki er lesið fyrir eru
tæpast líkleg til að lesa mikið. Sá sem lítið
les kynnist litlu öðru en einföldu talmáli. Ef
til vill mun einhver álykta sem svo að ég
mikli fyrir mér þátt tungumálsins í lífi
mannsins. Við hann vil ég segja að tungu-
málið gerir okkur kleift að birta öðrum
hugsun okkar. Við hugsum meira að segja
að miklu leyti í orðum. Við sjáum að vísu
fyrir okkur myndir í huganum og getum
miðlað þeim með því að draga upp mynd á
blað eða striga, en í daglegum samskiptum
eru orðin lifandi tjáning okkar. Og fá orð
smækka sjálfkrafa hljómborð hugans. Tján-
ing hugsunarinnar verður fátæklegri, og fá-
tækleg tjáning getur jafnvel valdið fátæk-
legri hugsun. Og til hvers leiðir það?
Ég vil þó halda því fram að íslenskri
tungu stafi ef til vill einna mest hætta af
viðhorfi þjóðarinnar á okkar tímum, eða
kannski ætti ég að segja af skorti á viðhorfi.
Þjóð sem kýs fremur að heilsast og kveðjast
á amerísku en móðurmáli sínu er undarlega
stödd. Í síðustu námskeiðum mínum í ritlist
brugðust nemendur stundum við athuga-
semdum með því að segja: „er þetta ekki
bara nógu gott“ og „er ekki nóg að maður
skiljist“. Ég svaraði því til að sá sem telur
allt nógu gott er ekki líklegur til að taka
miklum framförum. Ég held því fram að
brýnasta verkefnið í móðurmálskennslu sé
nú að vekja hjá ungu fólki virðingu fyrir
tungunni, að vekja hjá því forvitni og löng-
un til að ljúka upp undrakistlum aldalang-
rar þróunar og hvetja til skilnings á þeim
takmarkalitlu tjáningarmöguleikum sem ís-
lensk tunga getur veitt þeim.
Við vitum að fólk les minna en áður og
skrifar minna en áður. Og það sem skrifað
er er mestan part tölvuskeyti og SMS-
skilaboð í snubbóttum og næsta frumstæð-
um texta. Lestur og ritun eru þó að flestra
mati lykill að lási orðageymslunnar, svo að
ég leyfi mér að grípa til myndmáls. Að lesa
vandað málfar er að nema vel ígrundaða
hugsun. Að skrifa er að setja fram hugsun
sína á hnitmiðaðan hátt, ekki að setja á blað
fyrsta orðið sem birtist í huganum, heldur
að leita í hugarforða sínum að réttum tóni
og samræmdum hljómi á hljóðfæri hugans,
að leita „eftir sem vandlegast … hversu feg-
urst er talað“ eins og segir í fyrstu mál-
fræðiritgerðinni. Um þessa leit hefur Hann-
es Pétursson ort ljóð sem heitir Orðin sem
ég aldrei finn:
Ég veit þau búa einhvers staðar öll
en aldrei finn ég þeirra djúpa helli
þó svo ég leiti fram í efstu elli
um úfna vegi: tungunnar bröttu fjöll.
Ég veit þau finnast aldrei. Engum mönnum
þau orð ég flyt sem geymi huga minn:
þágu frá aldinkjöti sætleik sinn
og særðu herzlu og styrk úr úlfsins tönnum.
Endurnýjunarmáttur tungunnar
Einmitt þetta skiptir mestu í hljóðfæraleik
hugans. Sá sem sífellt leitast við að vanda
málfar sitt gerir sér ljóst að fullkomnun
verður ekki náð. Sú vitneskja að betur má
gera knýr á um leit að því orði sem best og
skýrast birtir þá hugsun sem aðrir eiga að
nema. Sem dæmi má nefna að sögnin sitja
er almenn og ekki mjög myndræn. Sagn-
irnar húka og híma segja miklu meira, af
því að þær eru nákvæmari. Slík leit styrkir
samhengi tungunnar frá upphafi, því að
orðaforði okkar teygir sig allt frá elstu
eddukvæðum til dagsins í dag. Og jafnframt
er í þeirri leit fólginn endurnýjunarmáttur
tungunnar. Þá verða einnig til ný orð, hvort
heldur er nýyrði yfir framandi hugtak elleg-
ar sú nákvæmni í tjáningu sem býður okkur
nýjan skilning. Þegar Jóhann Sigurjónsson
talar um dauðadjúpar sprungur sem hljóða í
jöklinum, í vögguvísunni fögru og átakan-
legu, þá verður slík sprunga ekki mæld í
metrum. En hún skilst á þeim mælikvarða
sem mikilsverðari er, í tilfinningu og kennd.
Og hið sama má segja þegar hann líkir vin-
áttunni við svalandi pálmaskugga þegar
komið er líkt og þreyttur gestur utan frá
lífsins eyðihvítu söndum.
Ég held að ekki sé ósanngjarnt að segja
að í ljóðlistinni rísi hljóðfæraleikur hugans
hæst, og að þar sé endurnýjunarmáttur
málsins hvað sterkastur og frumlegastur,
enda er þar sífellt reynt á þanþol tungunnar
eins og Halldór Laxness komst einhverju
sinni að orði. Finnlandssænska skáldið Bo
Carpelan sagði að ljóðagerð væri fólgin í því
að hlusta með auganu. Í þeim orðum birtist
einmitt hið magnaða frelsi ljóðsins að þurfa
ekki að takmarka sig við eitt skynsvið, held-
ur er þar jafnan innangengt milli ytri og
innri veruleika, milli hugtaka og áþreifan-
legra mynda, í þeirri vitneskju að allt er lif-
andi sem horft er á með lifandi augum og
opnum leitandi hug. Í ljóðinu má meira að
segja komast með orðum inn úr þeirri rök-
legu merkingu sem alla jafna felst í orðum,
inn á svið innsæis og skynjunar. Mér er enn
minnisstæð undrun mín þegar ég las fyrst í
skóla Þjóðvísu Tómasar Guðmundssonar um
smámeyna „sem hugðist vera til / eins og
hitt fólkið um bæinn“ og segir svo:
Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,
og ég dey ef hann vaknar.
Allt þetta er okkur gefið í því dásamlega
hljóðfæri hugans, í íslenskri tungu, sem er í
senn forn og ný, en á þó líf sitt undir okkur,
hljóðfæraleikurunum, hugarsmiðunum.
Slíka gersemi þarf að umgangast af virð-
ingu og gát, en umfram allt af skilningi og
fögnuði þess sem vill læra að laða fram blæ-
brigði hennar úr þögn aldanna.
Í faðmi tungunnar
fæðist ljóðið
orð verða mynd
sem mælir við augu
mynd verður hljóð
sem hvíslar í eyra
hljóð verður kennd
sem kemur við hjarta
kennd verður mynd
sem minnist við huga
mynd verður orð
sem eigra um ljóð
ljóð verður líf
sem lifnar á íslenskri tungu.
’Tungumálið er hljóðfæri hugans, og á þetta hljóð-færi leikum við öll. Munurinn er aftur á móti sá,
að þeir sem leika á áþreifanlegt hljóðfæri leitast
jafnan við að vanda sig, að ná fram samræmdum
hljómum og þokkafullum laglínum. Á hljóðfæri hug-
ans leika hins vegar alltof margir án þess að gera
sér grein fyrir hljóðfærinu sjálfu og áhrifamætti
þess. Án þess að gera sér einu sinni grein fyrir að
þeir eru stöðugt að tjá sig, hugsun sína, tilfinningar,
þrá og drauma, sorg og örvæntingu, með hljóðfæri
sem hljómar fyrir eyrum annarra, hvernig svo sem
sá ómur berst þeim.‘
Nýar
uppfinningar