Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.2005, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. maí 2005 | 11
Kanadískaskáldkonan
Margaret At-
wood sendi ný-
lega frá sér bók-
ina Curious
Pursuits: Occas-
ional Writing
eða Forvitnileg
leit: Stöku skrif
sem líkt og heiti
hennar gefur til kynna geymir safn
greina af ýmsum toga úr fórum
Atwood. Höfundur
viðurkennir þar að
forvitni sé viðvarandi
hugarástand í sínu
tilviki og varpar í bókinni frá sér
spurningu eftir spurningu á borð
við: Hvað er skáldsaga? Hví finnst
körlum þeim vera ógnað af konum?
og Hvað þýðir það að vera kan-
adískur? en þessi þema koma einnig
víða annars staðar fyrir í verkum
Atwood, en þó aldrei svo að mati
gagnrýnanda Daily Telegraph að
skáldkonan virðist hafa ofnotað
þau. Segir gagnrýnandinn Curious
Pursuits eiga eftir að falla aðdáend-
um Atwood vel í geð, enda tengt
hennar fyrri skrifum, og bætir við
að lesturinn ætti ekki síður að geta
reynst ánægjulegur þeim sem ekki
þekkja til.
Hagfræðingurinn Steven D. Levitt, vakti fyrir nokkrum
árum gífurlega athygli og jafnframt
reiði margra Bandaríkjamanna fyr-
ir að halda fram í grein nokkurri,
ásamt meðhöfundi sínum, að bein
tengsl mætti finna milli fjölgunar
fóstureyðinga og fækkunar glæpa.
Levitt sendi í félagi við Stephen J.
Dubner frá sér bókina Freakonom-
ics: A Rogue Economist Explores
the Hidden Side of Everything,
bók sem að gagnrýnandi New York
Times segir bókina einkar
skemmtilega og fræðandi. En þar
leitast þeir Levitt og Dubner við að
finna svör við öllu mögulegu og
ómögulegu.
Æskuminningar Sabine Dardenne eru einkar nöt-
urleg en jafn-
framt fangandi
lesning að sögn
gagnrýnanda
breska blaðsins
Guardian. Bókin,
sem Dardenne
skrifaði í félagi
við Marie-
Theérèse Cuny
nefnist J’avais 12
ans, j’ai pris mon
vélo et je suis parti à l’école... en
hefur í enskri útgáfu fengið heitið I
Choose to Live. Æskuminningar
Dardenne eru líka skelfilegri en
flestra, enda var hún, 12 ára að
aldri, fórnarlamb belgíska barna-
níðingsins illræmda Marc Dutroux,
sem hélt henni fanginni og mis-
þyrmdi í 80 daga – þar til lögreglan
fann hana í húsi í niðurníddu út-
hverfi. Dardenne er einkar blátt
áfram í skrifum sínum að sögn
blaðsins en bókin hefur þegar hlotið
mikla athygli í Belgíu og Frakk-
landi.
Það er nöturleg byrjunin á bókJasper Becker, Rogue
Regime: Kim Jong Il and the
Looming Threat of North Korea,
eða Svikult ríki: Kim Jong Il og yf-
irvofandi ógn af Norður-Kóreu eins
og útleggja mætti heiti hennar á ís-
lensku. En skáldsagan hefst er tug-
ir bandarískra sprengjuflugvéla
fljúga yfir Norður-Kóreu og varpa
sprengjum á hálfbyggðan Yong-
byon-kjarnakljúfinn. Með því að
bregðast fljótt við vonast bandarísk
yfirvöld til að draga úr ógninni sem
þau telja stafa af gagnárás Kóreu-
manna þó að hlutirnir fari á anna
veg. Kveikjan að þessari dómsdags-
lýsingu er ákvörðun Norður Kór-
eumanna að hefja kjarnavopna
prófanir, nokkuð sem raunverulega
gæti gerst í nánustu framtíð og hef-
ur Becker, sem lengi starfaði sem
erlendur fréttaritari, hér að mati
gagnrýnanda New York Times sent
frá sér einkar vel tímasetta sögu
sem sé ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Erlendar
bækur
Margaret Atwood
Sabine Dardenne
ÞAÐ ER merkilegt hvernig áhugi á seinni heims-
styrjöldinni kemur og fer í bylgjum. Þessa dagana,
líklega fyrir það að liðin eru 60 ár frá lokum styrj-
aldarinnar, er hann óvenju mik-
ill. Og um leið og hátíðahöld
fara fram af þessu tilefni vakna
líka deilur og óleyst mál sem
varða lok stríðsins og framferði
þjóða og einstaklinga í stríðinu
og eftir það. Eitt slíkt deiluefni
er viðhorf til sovéska hernáms-
ins í Eystrasaltslöndunum en
þess hefur verið krafist að rúss-
nesk stjórnvöld biðji Eystra-
saltsþjóðirnar afsökunar á
framferði Sovétstjórnarinnar
eftir að Rauði herinn rak Þjóðverja frá löndum
þeirra í lok stríðsins. Það gera þau ekki en fagna
stríðslokunum af jafnvel enn meira kappi en gert
var fyrir 10 árum þegar hálf öld var liðin frá stríðs-
lokum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, sá hins vegar sitt óvænna í ljósi nýjustu um-
fjöllunar um gyðinga sem fluttir voru frá Dan-
mörku til Þýskalands í stríðinu og baðst afsökunar
á framferði danskra embættismanna, þó að hann
tuldraði um leið í barminn að einhverja aðra ætti
nú ekki síður að knýja til afsökunarbeiðni – og átti
við Rússa.
Í bók sinni Medaljens bagside hjólar Vilhjálmur
Örn Vilhjálmsson í dönsk yfirvöld sem löngum
hafa hælt sér af því að hafa verið laus við andúð á
gyðingum, ekki síst á meðan landið var hersetið af
Þjóðverjum, og sýnir fram á að í raun voru við-
horfin oft á annan veg. Hann sýnir fram á að hvað
eftir annað hafi dönsk yfirvöld reynt að gera gyð-
inga sem höfðu ekki alla pappíra í lagi brottræka
frá Danmörku og koma þeim til Þýskalands á vit
örlaga sinna. Hann bendir á að í mörgum tilfellum
hafi kapp danskra embættismanna farið langt
fram úr áhuga þýskra á að taka við þessu fólki.
Bókin er stórmerkileg lesning en í henni fer Vil-
hjálmur þá leið að segja sögur einstaklinga og fjöl-
skyldna sem urðu fyrir barðinu á danska kerfinu
sem þannig sendi fólkið beint í þýskar útrýming-
arbúðir.
Bókin vekur margar spurningar um afstöðu
Dana til gyðinga og um samband embættis-
mannakerfisins við þýska hernámsliðið. En það
sem þó birtist skýrast í bókinni í margend-
urteknum tilvísunum í málskjöl og umfjöllun um
afgreiðslu mála er hve ónæmir embættismenn,
sem um málefni einstaklinga fjalla, eru fyrir því
sem bíður þessa fólks eftir að því hefur verið vísað
úr landi. Kerfið vinnur sitt verk á þessum við-
sjártímum eins og allt væri með eðlilegum hætti og
landinu stafi helst hætta af því að einstaklingum
sem í neyð sinni leita til þessa smáríkis sé leyft að
dvelja í landinu. Rétt fyrir hernám Þjóðverja var
löggjöf um ólöglega útlendinga í Danmörku hert til
muna og meðal annars komið á tilkynningaskyldu
þeirra Dana sem hýstu slíkt fólk sem gerði refsi-
vert að segja ekki til þess. Þó að svo ætti að heita
að svokallaðir raunverulegir pólitískir flóttamenn
nytu hælisréttinda þá gerðu þessi lög í raun enn
erfiðara fyrir gyðinga að leita skjóls í Danmörku,
því það að vera gyðingur þótti ekki nægjanleg
ástæða til að fá hæli í landinu. Jafnvel jafn-
aðarmannaleiðtoginn Hans Hedtoft-Hansen taldi
mjög mikilvægt að herða löggjöfina til að auðvelda
stjórnvöldum að losna við þá sem ekki væru „raun-
verulegir flóttamenn“ (bls. 260).
Medaljens bagside fjallar að langmestum hluta
um einstaklinga. Vilhjálmur Örn lætur ekki nægja
að afla sér þeirra upplýsinga um örlög fólks sem
hafa má úr málskjölum. Í mörgum tilfellum hefur
honum tekist að komast að því hvað um fólkið varð
eftir brottvísun frá Danmörku. Margir enduðu líf
sitt í útrýmingarbúðum en einnig eru dæmi um að
mönnum hafi tekist að sleppa lifandi úr hild-
arleiknum og lifa löngu og jafnvel farsælu lífi. Það
hefur bæði galla og kosti að byggja bók sem þessa
upp á fjölda sagna um einstaklinga og fjölskyldur.
Frásagnirnar verða óhjákvæmilega líkar, sömu at-
riðin endurtaka sig, fólk rekst á sömu hindr-
anirnar, sömu sljóu embættismennina, sama skiln-
ingsleysið. Þó eru einstakar frásagnir sem skera
sig úr, eins og til dæmis frásögnin af Kurt Bolz sem
hafðist við í Berlín eftir brottvísun frá Danmörku
og var síðar í hópi þeirra gyðinga sem sættu ásök-
unum fyrir að hafa bjargað sér með samvinnu við
yfirvöld í Þýskalandi. Sú leið Vilhjálms að birta
langa kafla úr sendibréfum og málskjölum hefur
mismikið gildi fyrir bókina, þó að lesningin sé oft
átakanleg. Vilhjálmur tekur ævinlega málstað
fórnarlambanna og túlkar sögu þeirra af skilningi
og samúð. Því verkar bókin fremur á lesandann
sem tilraun til að láta fólkið njóta sannmælis þó
seint sé, en sem fræðilegt verk.
Það sem situr eftir þegar hinum fjölmörgu frá-
sögnum sleppir er mynstrið. Allt það fólk sem bók-
in segir frá á það sameiginlegt að hafa mætt skiln-
ingsleysi og verið beitt ranglæti sem dönsk
yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir ef vilji hefði
verið fyrir því í kerfinu og meðal embættismanna.
Kerfið neitaði að taka tillit til persónulegra að-
stæðna þess og þeir sem um mál þess fjölluðu neit-
uðu að viðurkenna að jafnvel þó að löggjöf og
regluverk ríkisins um flóttamenn og hælisleit-
endur leyfðu að það væri sent úr landi, þá var ekki
þar með sagt að nauðsynlegt væri að gera það. Í
stað þess að embættismenn reyni að hjálpa eða
koma í veg fyrir að þetta fólk væri sent í opinn
dauðann, þá er kerfið látið vinna sitt verk og á
grundvelli laga sem leyfa að útlendingum sé úthýst
er það gert. Sú bitra staðreynd að dönsk yfirvöld
úthýstu fólki, sem átti allt annað skilið en tómlæti
og áhugaleysi, ætti að vera mönnum lærdómur enn
þann dag í dag. Það er augljóst nú að í öllum þeim
tilfellum sem Vilhjálmur fjallar um í bók sinni
hefðu yfirvöld átt að beita þeim víðtæku heimildum
sem til voru til að veita þessu fólki dvalarleyfi af
mannúðarástæðum. Þetta á að sjálfsögðu við fyrir
hernám Þjóðverja, en það sama gildir í raun á með-
an á hernáminu stóð, ef marka má túlkun Vil-
hjálms, því að mál af þessu tagi virðast lítinn áhuga
hafa vakið hjá þýskum hernámsyfirvöldum.
Oft er hægt að verja sig gagnvart ásökunum um
mannhatur með því að reglur krefjist tiltekinna að-
gerða og viðbragða og embættismaður sem hefur
það hlutverk að framfylgja þessum lögum og
reglum hafi lítið svigrúm til að fara eftir eigin sam-
visku. Hannah Arendt nefndi það lágkúru hins illa
þegar venjulegt fólk vinnur illvirki í nafni sam-
viskusemi og hlýðni við kerfi og yfirboðara. Per-
sónusögurnar sem Vilhjálmur rekur í bók sinni eru
af sömu rót. Þær lýsa því hvernig lágkúra hins illa
getur birst jafnvel í stjórnkerfi lítils lands sem
einnig hælir sér af mannúð og frelsisást.
Lágkúra hins illa í litlu landi
Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson
BÆKUR
Samtímasaga
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 472 bls.
Kaupmannahöfn: Forlaget Vandkunsten, 2005.
Medaljens bagside; Jødiske flygtningsskæbner
i Danmark 1933–1945
Jón Ólafsson
Gyðingum smalað saman á stríðsárunum. Vilhjálmur „hjólar […] í dönsk yfirvöld sem löngum hafa hælt sér af því að hafa verið laus við andúð á gyðingum, ekki síst
á meðan landið var hersetið af Þjóðverjum, og sýnir fram á að í raun voru viðhorfin oft á annan veg,“ segir Jón Ólafsson.
Á UNDANFÖRNUM árum og áratugum hafa
rannsóknir á börnum, stöðu þeirra og ævikjörum
á fyrri öldum verið mikið stundaðar á vestur-
löndum. Þessar rannsóknir eruhluti af „fé-
lagssögubylgjunni“ svokölluðu, sem víða hefur
farið, og eiga að nokkru leyti rætur í frægri bók
franska fræðimannsins Philippe Ariès, L’Enfant
et la vie familiale sous l’Ancien Régime, sem út
kom árið 1960. Hún hafði mikil áhrif á sínum tíma
og þótt margir hafi andmælt kenningum Ariès,
hefur enginn fræðimaður er fjallað hefur um
barnasögu komist hjá því að taka afstöðu til
þeirra. Það á einnig við um a.m.k. suma af höf-
undum greinarinnar í þessari.
Hér á landi hefur saga barna á fyrri öldum ver-
ið fremur lítið rannsökuð fram til þessa, en nokkr-
ar ágætar greinar og ritgerðir hafa þó birst um
efnið. Í sumum þeirra eru börnin þó aðeins eitt af
mörgum viðfangsefnum höfunda og fráleitt höf-
uðviðfangsefni.
Hér er því mikið og áhugavert rannsóknarsvið
ókannað og ekki er ótrúlegt að þessi bók opni
gáttir til nýrra rannsókna á þessu sviði. Í inn-
gangi láta ritstjórar þá von í ljós, að hún marki
„… upphaf frjórra rannsókna á íslenskum börn-
um á miðöldum. Undir þá ósk er full ástæða til
að taka, en vitaskuld þarf einnig að rannsaka
sögu barna á öðrum öldum.
Ef líta má á þessa bók sem upphaf rannsókna
verður ekki annað sagt en að vel sé af stað farið.
Bókin hefur að geyma sjö ritgerðir eftir jafn-
marga höfunda og fjalla þær allar um stöðu
barna í íslensku og norrænu samfélagi á miðöld-
um. Höfundar nálgast og ræða viðfangsefni sín
út frá ýmsum sjónarhornum og allir nýta þeir
fornar heimildir íslenskar, Íslendingasögur og
önnur fornrit, lagatexta o.s.frv., á athyglisverð-
an hátt, auk þess sem þeir leita vitaskuld einnig
til erlendra heimildar- og rannsóknarrita. Með
því tekst þeim að varpa skýru og oft forvitnilegu
ljósi á rannsóknarefni sín.
Þessi bók er ekki mikil að vöxtum, en innihaldið
er þeim mun fróðlegra. Hér er vel af stað farið og
vonandi að mjór verði mikils vísir.
Líf barna á miðöldum
BÆKUR
Hugvísindi
Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2005. 142 bls.
Ritstjórar: Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulinius.
Miðaldabörn
Jón Þ. Þór
Torfi H. Tulinius Ármann Jakobsson