Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Síða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 7
reyndar í flestum skáldsögum Christensens og
þeir sem þekkja sig í Ósló kannast væntanlega
vel við sig í bókum hans. Hann er að lýsa
æskuslóðum sínum í Ósló, miðstéttarhverfinu
Uranienborg. Í áðurnefndu viðtali í Morgun-
blaðinu lýsti hann þessu vali á sögusviði svo:
„Minningin um æskuslóðirnar er mér ákveð-
inn ljóðrænn innblástur sem ég nýti mér í
skrifunum. Ég vil líka hafa komið á þá staði
sem ég skrifa um, ég vil vita hvernig tilfinning
það er að vera á þeim stað, vil gjörþekkja
hann, vita hvernig hann lyktar.“
Norskir gagnrýnendur hafa skemmt sér við
að leita að tengslum Christensens við aðra
merka norska höfunda, aðallega Hamsun, eins
og getið er en í nýrri skáldsögu Christensens,
Modelle, sem kom út fyrir stuttu í Noregi og
gefin verður út á íslensku í síðar í haust, kem-
ur Ibsen við sögu. Í fyrsta kafla bókarinnar
kemur Villiöndin fyrir þar sem unnið er að
uppsetningu á verkinu, en einnig hafa gagn-
rýnendur séð svip með einni persónu bók-
arinnar og Hedvig úr Villiöndinni.
Eins og getið er hefur Christensen mikinn
áhuga á tónlist, hann er meira að segja í hljóm-
sveit, blússveitinni Norsk utflukt, sem sent
hefur frá sér þrjár breiðskífur, en sú leikur
blúsað rokk. Christensen segir að þegar sveit-
in hljóðritaði þriðju plötuna í New York hafi
honum næstum liðið eins og rokkstjörnu,
nokkuð sem hann hafi alltaf dreymt um, en
hlutverk hans í sveitinni er að fara með texta.
Lars Saabye Christensen hefur áður komið
til Íslands, hann tók þannig þátt í Bókmennta-
síðdegi í Norræna húsinu í lok mars 2002.
Lars Saabye Christensen les upp úr verk-
um sínum í Iðnó á föstudag kl. 20 og tekur
síðan þátt í eftirmiðdagsspjalli í Norræna
húsinu ásamt Einari Má Guðmundssyni dag-
inn eftir kl. 15.
Þ
að sem gerði snaggaralega inn-
reið Annie Proulx (framborið
„prú“, – bæði l og x eru hljóð-
laus) á bókmennta-leikvanginn
enn merkilegri en ella, er sú
staðreynd að hún var ekki ungt
og efnilegt sagnaskáld þegar hún sló í gegn,
heldur komin hátt á sextugsaldur og tiltölu-
lega nýbyrjuð að fást við skáldskap af alvöru.
Annie Proulx fæddist í Norwich í Connecti-
cut á austurströnd Bandaríkjanna árið 1935.
Hún nam sagnfræði við University of Ver-
mont og við Concordia háskólann í Montreal í
Kanada. Vegna þess hve lít-
ið var um atvinnumöguleika
í sagnfræðinni söðlaði hún
um og starfaði um árabil við
blaðamennsku. Árum saman skrifaði hún
greinar í fjölda tímarita og birti eina og eina
smásögu á milli.
Eftir útgáfu fyrstu bókar hennar, smá-
sagnasafnsins Heart Songs and Other Stories
árið 1988, hvatti ritstjóri verksins hana mjög
til að skrifa skáldsögu. Og það gerði hún og
þar með var teningunum kastað.
Meinleg örlög margan hrjá
Í verkum Proulx má glöggt greina ýmislegt
sem hugsanlega má rekja til þessa tvískipta
bakgrunns höfundarins. Áhugi hennar á sögu
er augljós, þegar viðfangsefni hennar eru
skoðuð. Er þá bæði átt við sögu einstaklinga
og fjölskyldna, sem og sögu samfélaga og þá
ekki síst sögu Bandaríkjanna.
Proulx skrifar um lágstéttarfólk, um óham-
ingju og ólán, um ranghverfu ameríska
draumsins. Um fólk sem sannarlega leitar
hamingju, ástar og öryggis, en finnur sjaldn-
ast nokkuð af þessu og aldrei allt í senn.
Söguhetjur hennar eru sjaldnast hetjur í
nokkrum skilningi, öðrum en þeim sem felst í
orðinu „hvunndagshetja“.
Kannski má að einhverju leyti rekja þetta
val hennar á sögupersónum til reynslu hennar
af blaðamennsku, þar sem utanaðkomandi at-
burðir knýja einatt fólk til aðgerða og við-
bragða, fremur en að það sjálft hafi að eigin
frumkvæði afrekað eitthvað sem er í frásögur
færandi.
Hvort heldur um er að ræða smásögur eða
skáldsögur bera öll verk Proulx helstu ein-
kenni hennar sem höfundar. Auk þess sem
sagt var hér að ofan, hefur þessum einkennum
m.a. verið lýst þannig að hún dragi upp í texta
sínum skýrar og sterkar myndir á hugmynda-
ríku máli sem er jafnframt svo knappt og fág-
að að minnir helst á ljóð.
Annað einkenni verka Annie Proulx er afar
skýr og nákvæm persónusköpun og loks leiftr-
andi lýsingar á hversdagslegum atburðum og
aðstæðum sem við þekkjum öll en tökum
sjaldnast eftir. Í meðförum hennar verða
minnstu tilvik oft eftirminnileg skynjunars-
infónía þar sem jafnt er höfðað til allra skiln-
ingarvita. Við sjáum til að mynda fólk ræða
saman í herbergi, en auk orðaskiptanna, heyr-
um við hljóðin sem heyrast að utan, finnum
lyktina af fataplöggunum í skápnum, bragðið
af bæði kaffinu og sápuvatnssmitaðri brún
bollans, skynjum áferð borðdúksins undir
fingurgómunum og í krafti alls þessa taka að
kvikna hugmyndir um fyrri tíma og annað fólk
í þessu herbergi.
Órar og ímyndunarafl lesandans lífgast við.
Stöðnun og hrun Blood-fjölskyldunnar
Líkt og í smásögunum í fyrstu bók Proulx, er
sögusviðið í Postcards, verðlaunafrum-
rauninni á sviði skáldsagnagerðar, sveita-
héruð Vermont-ríkis.
Hér segir frá hægfara hnignun í stöðu og
högum fjölskyldu nokkurrar sem líkt og al-
gengt er um söguhetjur Proulx, ber sérstætt
og hugrenningaauðugt nafn, þ.e. „Blood“.
Sagan hefst upp úr seinni heimsstyrjöld og
lýkur á níunda áratugnum. Sonurinn á bæn-
um, Loyal Blood, neyðist til að yfirgefa sveit-
ina eftir að hann verður kærustu sinni að bana
fyrir slysni. Hann leynir sannleikanum og tjá-
ir föður sínum að hann og kærastan ætli að
halda til Kaliforníu að leita hamingjunnar.
Faðirinn lítur á brotthvarfið sem svik og
reiði gegnsýrir líf hans upp frá því. Frásögnin
er tvískipt, annars vegar eru lýsingar á því
sem fyrir ber á ferðum Loyals, eða öllu heldur
flækingi, en hins vegar fylgjumst við með því
hvernig þeir fjölskyldumeðlimir sem eftir lifa í
sveitinni reyna með misjöfnum árangri að
komast af.
Annie Proulx beitir í þessari sögu hugvits-
sömu bragði til að gefa frásögninni bæði
óvænta vídd og auka á samhengið í byggingu
hennar. Í bókinni byrja sem sagt flestallir
kaflarnir á texta eða skilaboðum á póstkorti,
oft frá Loyal Blood til fjölskyldunnar heima í
Vermont, en þó ekki alltaf. Þessir smátextar
standa augljóslega í samhengi við efni kaflans.
Þetta frásagnarbragð skýtur upp kollinum í
dálítið annarri mynd í metsölubókinni Skipa-
fréttum.
Andhetja allra tíma
Frægasta skáldsaga Proulx, Skipafréttir, seg-
ir frá ólánshlunknum Quoyle, sem er þriðja
flokks blaðamaður frá New York, sem Maður-
inn með ljáinn frelsar fyrst undan harðskeytt-
um foreldrum og síðar vægast sagt lítt ást-
ríkri eiginkonu. Hann flyst með barnungar
dætur sínar til smáþorps nokkurs í Nýfundna-
landi ásamt litríkri frænku og þrátt fyrir að
allar aðstæður virðist honum heldur mót-
drægar, líkt og slysalegt útlitið og afar vand-
séðir hæfileikar, opnast Quoyle engu að síður
nýr heimur á þessum slóðum ættfeðranna.
Vissulega er það heimur nýrra áskorana og
erfiðleika, en það er einnig heimur nýrra tæki-
færa, nýrra vona og nýrra vina og vanda-
manna.
Sem dæmi um knappan en þó myndríkan
frásagnarmáta Annie Proulx er upplagt að
grípa niður í nokkrar setningar um aðalsögu-
hetjuna, Quoyle, í upphafi bókarinnar, en sagt
hefur verið að í persónu hans sé að finna ein-
hverja einskærustu andhetju allra tíma:
Hér segir frá fáeinum árum í lífi Quoyles sem fædd-
ist í Brooklyn í New York og ólst upp í nokkrum
dauflegum bæjum í fylkinu.
Alstirndur af útbrotum og með þarmana drynjandi
af vindgangi og magaverkjum lifði hann þó bernsk-
una af. Í fylkisháskólanum lagði hann hönd yfir
hökuna og duldi þjáninguna með brosum og þögn.
Skjögraði yfir þrítugsaldurinn og lærði að greina
tilfinningar sínar frá því sem hann upplifði og að
vænta aldrei neins.
Líkt og sjá má af þessari lýsingu er Quoyle
ekki hvers manns hugljúfi í sama mund og
honum bregður fyrst fyrir. Lesandinn byrjar
þó fljótlega að kenna í brjósti um hann, síðar
verður hluttekningin innileg og er á líður sög-
una vaknar einskær áhugi á því hvað um
þennan útlitshefta mann muni verða.
Í Skipafréttum beitir Proulx aftur póst-
korta stílbragðinu, en nú þannig að í upphafi
hvers kafla eru gjarnan myndir og lýsingar úr
Hnútabók Ashleys og þegar grannt er skoðað
eru jafnan skýr og stundum innblásin tengsl
milli þessara innskota og kaflans sem á eftir
fer.
Til dæmis má taka upphaf fyrsta
kaflans, sem vitnað var til hér að fram-
an.
Kaflinn heitir einfaldlega „Quoyle“
og yfir smárri, skólabókarlegri teikn-
ingu af flatri, upprúllaðri kaðalhönk
eru eftirfarandi orð sem sannarlega
má tengja við innihald kaflans:
Quoyle: Kaðalhönk Flæmsk flaga er hönk
úr aðeins einu lagi. Hún er notuð á dekki
og höfð flöt svo unnt sé að ganga á henni
ef nauðsyn krefur.
Hnútabók Ashleys
Með útkomu Skipafrétta varð Annie
Proulx samstundis einn virtasti skáld-
sagnahöfundur Bandaríkjanna og til
marks um það má hafa að jafnan er
auðvelt að verða sér úti um bækur
hennar í bókaverslunum hvarvetna á
Vesturlöndum. Ágæt samnefnd kvik-
mynd var gerð eftir The Shipping
News í leikstjórn Lasse Hallström
með úrvalsleikurunum Kevin Spacey,
Julianne Moore, Judi Dench og Cate
Blanchett í helstu hlutverkum.
Nákvæm og gagnrýnin krufning
Annie Proulx býr bæði í Wyoming og í
Nýfundnalandi og ferðast mikið um
Norður-Ameríku. Auk tveggja safna
með smásögum frá Wyoming, hefur Annie
Proulx síðan sent frá sér tvær aðrar skáldsög-
ur. Accordion Crimes, sem kom út árið 1996
og That Old Ace in the Hole frá árinu 2002.
Accordion Crimes er löng, afar metnaðar-
full og innihaldsrík saga um tilurð og eðli
Bandaríkjanna. Skáldsagan er á ytra borði
frásögn um örlög grænnar hnappaharmon-
ikku og ferðalag hennar gegnum margar kyn-
slóðir ólíkra kynþátta bandarískra innflytj-
enda á tuttugustu öld. Í upphafi sögunnar
berst harmonikkan til hinnar nýlega vatnsósa
borgar New Orleans með sikileyskum inn-
flytjanda árið 1890, en við lok bókarinnar ekur
trukkur yfir hana á Flórída árið 1996.
Það er sameiginlegt með söguhetjunum í
bókinni að þær líta gjarnan á samferðamenn
sína sem „Ameríkana“ og finnst þær sjálfar
sem sé standa utan við einhvern óskilgreindan
kjarna í bandarísku samfélagi. Þetta verður til
þess að í skáldsögunni er bandarískt samfélag
bæði skoðað innanfrá og utanfrá, því vitaskuld
eru allar söguhetjurnar í eðli sínu líka
Ameríkanar, þótt þær telji sig fremur Pól-
verja, Ítala, Þjóðverja, Norðmenn eða
frönskumælandi Kanadamenn.
Sumum lesendum þykir sem hið mikla víð-
feðmi sögunnar í tíma og rúmi og fjöldi per-
sóna sé á köflum á kostnað möguleika lesand-
ans til að lifa sig inn í örlög söguhetjanna, en
aðrir standa á öndinni af hrifningu á þeim
sagna- og stílgaldri sem hér er fram reiddur.
That Old Ace in the Hole (2002) er um hinn
óviljuga jarðabraskara Bob Dollar, sem gerð-
ur er út af óprúttnum svínakjötsframleiðanda
til að kaupa lönd af fátækum bændum á svæði
því í Texasríki sem kallað er pönnuskeftið
vegna útlína þess á landakorti.
Bob Dollar fer á milli sveitabæja og freistar
fátæks bændafólks undir því yfirskini að til
standi að reisa á landi þeirra glæsilegar
sumarhallir. En sannleikurinn sem Bob geng-
ur æ erfiðara að gleyma, er sá, að til stendur
að reisa á svæðinu risavaxið verksmiðjusvína-
bú með tilheyrandi illaþefjandi uppistöðulóni
af svínaskít.
Vissulega er napur ádeilubroddur áberandi
í þessari sögu, en þótt hann sé hvað skýrastur
hér, er hann víða fyrir hendi í sögum Proulx.
Einkum er það mannleg græðgi og meðfylgj-
andi ófyrirleitni og meðvitað hluttekningar-
leysi sem hún beinir spjótum að, en aldrei þó á
þann veg að útkoman verði predikun.
Segja má að í verkum Annie Proulx, eins og
reyndar margra helstu rithöfunda heimsins,
sé að finna nákvæma og gagnrýna krufningu á
þeim heimi sem blasir við henni. Auk ímynd-
unaraflsins og fágaðs stílsins beitir Proulx
ekki síst húmor eða kannski öllu heldur tragí-
kómík meistaralega, ekki bara til að segja
áhrifamiklar sögur, heldur líka til að koma
hugmyndum á framfæri við okkur, að fá okkur
til að staldra við og hugsa.
Annie Proulx ræðir um verk sín við Gunn-
þórunni Guðmundsdóttur í Norræna húsinu
á mánudag dag kl. 15 og les úr verkum sín-
um í Iðnó um kvöldið kl. 20.
Ranghverfa ameríska
draumsins
Fáir rithöfundar hafa ruðst fram á hinn fjöl-
skrúðuga bandaríska ritvöll með jafn glæsi-
legum hætti og Annie Proulx. Hún hlaut hin
virtu PEN/Faulkner verðlaun fyrir fyrstu
skáldsögu sína, Postcards, árið 1992 og
fylgdi þeim áfanga eftir aðeins ári síðar með
því að hljóta bæði helstu bókmenntaverðlaun
Bandaríkjanna, Pulitzer verðlaunin og The
National Book Award, fyrir aðra skáldsögu
sína, The Shipping News, sem kom út í ís-
lenskri þýðingu hjá Máli og menningu árið
2003.
Annie Proulx „Proulx skrifar um lágstéttarfólk, um óham-
ingju og ólán, um ranghverfu ameríska draumsins.“
Höfundur er rithöfundur og þýddi
Skipafréttir á íslensku.
Eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson
tundra@vortex.is
er skrifuð í 3. persónu með mismunandi sjón-
arhorni. Sagan gerist á okkar tímum og stað-
urinn er danska þingið Christianborg. Aðal-
persónan er ung kona, Charlotte Damgård,
sem tekur við stöðu umhverfisráðherra. Við
fylgjumst með Charlotte í níu mánuði og fáum
að skyggnast bak við tjöldin í heimi stjórnmál-
anna. Hér upplifum við hvernig átök um völd,
misnotkun fjölmiðla og launráð er hluti af
hversdagslífi stjórnmálamanna. Margir telja
að fyrirmynd atburða megi finna í máli Monu
Sahlin, fyrrv. aðstoðarforsætisráðherra Sví-
þjóðar, sem var neydd til að segja af sér í kjöl-
far mikillar og óvæginnar fjölmiðlaherferðar á
hendur henni sem pólitískir andstæðingar og
óvildarmenn stóðu á bak við. Áform eru um að
kvikmynda bókina og myndin mun væntanlega
verða sýnd í sænska sjónvarpinu árið 2006.
Einnig má geta þess að Halldóra Jónsdóttir
hefur nýlega þýtt bókina yfir á íslensku og hef-
ur hún verið gefin út hjá Vöku-Helgafelli.
Á meðan og eftir að hún skrifaði Krónprins-
essuna hefur Hanne-Vibeke ferðast sem
„good-will“ sendiherra fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar og UNFPA um mest allan heim. Árang-
urinn af þessum ferðalögum eru m.a. viðtöl við
margar áberandi konur um allan heim og þau
birtast og skýrast í bókinni Da jeg blev vred
sem er síðasta bók Hanne-Vibeke frá 2004.
Þrettán konur frá Egyptalandi, Rússlandi,
Úganda, Níkaragva og Víetnam segja lífssögu
sína. Þessar sögur opna augu manns fyrir
hversu kúgaðar konur eru og að hér er um að
ræða stórt alþjóðlegt nútímavandamál.
Hanne-Vibeke Holst skrifar sig inn í bók-
menntahefð sem lengi hefur verið þekkt í Dan-
mörku. Hér er um að ræða játningarbók-
menntir í eins konar nýrri umgerð og að mörgu
leyti má skilja skrif Hanne-Vibeke sem beina
eða óbeina framlengingu af verkum eftir t.d.
Tove Ditlevsen sem einmitt var þekkt fyrir að
samtvinna líf og skáldskap.
Hanne-Vibeke hefur nýlega lokið við handrit
að nýrri skáldsögu sem nefnist Kongemordet.
Hún kemur væntanlega út í nóvember nk.
Spennandi verður að fylgjast með hvað hún
hefur að segja um þessa skáldsögu sem sam-
kvæmt lýsingum á að vera sjálfstætt framhald
af Krónprinsessunni. Kannski verður þetta
upphaf að enn einni trílógíu. Hver veit?
Anne Vibeke Holst ræðir um verk sín við
Soffíu Auði Birgisdóttur í Norræna húsinu á
fimmtudag kl. 15 og les úr verkum sínum í
Iðnó þá um kvöldið kl. 20.
Höfundur er lektor í dönsku við
Kennaraháskóla Íslands.