Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Side 8
þannig fór einnig fyrir bókum meiri spámanna á
borð við Ian McEwan, Salman Rushdie og JM Coet-
zee. Sú frétt á því varla eftir að hafa mikil áhrif á þá
skoðun margra að þessi bók Meeks sé með at-
hyglisverðustu skáldsögum
síðustu ára.
Í nafni kærleikans gerist í
litlum bæ, Jasyk, á sléttum Síberíu í rússnesku
byltingunni árið 1919. Þetta er söguleg skáldsaga
og minnir raunar um margt á sögur af því tagi sem
skrifaðar voru í Evrópu á nítjándu öld og í byrjun
þeirrar tuttugustu. Hún er breið og straumþung,
byggir á sögulegum staðreyndum sem fjórar skáld-
aðar aðalpersónur með ofboðslegar örlagaflækjur
á bak við sig fléttast inn í. Sögulegu staðreyndirnar
eru þær að mörg þúsund tékkneskra hermanna
urðu innlyksa í nyrsta hluta Rússlands við fall ríkja-
sambands Austurríkis og Ungverjalands árið
1918, að hópar eða söfnuðir sjálfviljugra geldinga,
kallaðir skoptsy, blómstruðu á þessu svæði alla
nítjándu öldina og fram á þá tuttugustu og síðast
en ekki síst að það tíðkaðist á ferðalögum um
hrjóstruga og helkalda Síberíu að hafa granda-
lausa ferðafélaga með í því skyni að slátra þeim og
éta enda fátt annað ætilegt í túndrunni.
Ein persónanna fjögurra sem hittast í Jasyk seg-
ist einmitt vera hundelt af mannætu sem hún
slapp frá á ferðalagi. Hann kemst í kynni við unga
og fallega konu, fyrrverandi eiginmann hennar sem
hafði látið gelda sig og gengið í söfnuð skoptsya
og unnusta hennar sem er gyðingur og foringi tékk-
neskrar hersveitar í Jasyk. Undarlegar og að mörgu
leyti eldfimar aðstæður þessa fólks vekja ýmsar
spurningar um mannlegt eðli, um siðferði, trú og
samfélag, sem engin einföld svör eru við.
James Meek ræðir um verk sín við Hjálmar
Sveinsson í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 12 og
les úr verkum sínum í Iðnó á miðvikudag kl. 20.
James Meek hefur
starfað sem blaða-
maður við The
Scotsman, Guardian
og The Observer í
tuttugu ár og var
meðal annars valinn
besti blaðamaðurinn
í erlendum fréttum á
síðasta ári í Bretlandi
fyrir fréttaflutning af
Íraksstríðinu og
fangabúðunum í
Guantanamo-flóa. Á
þessu ári náði hann
svo einnig inn á langa
Booker-listann með
nýjustu skáldsögu
sinni The Peoples Act of Love sem kemur út í ís-
lenskri þýðingu Árna Óskarssonar hjá Bjarti í
næstu viku undir titlinum Í nafni kærleikans. Bókin
var skorin neðan af listanum á fimmtudaginn en
Spurningar um
mannlegt eðli
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
James Meek
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005
Auður Jónsdóttir les úr verkum sínum í Iðnó á
föstudag kl. 20.
Kristín Marja Baldursdóttir les úr verkum sínum
í Iðnó á mánudag kl. 20.
Kristín Eiríksdóttir les úr verkum sínum í Iðnó á
fimmtudag kl. 20.
Vilborg Dagbjartsdóttir les úr verkum sínum
í Iðnó á sunnudag kl. 20.
Vilborg Davíðsdóttir les úr verkum sínum í Iðnó
á þriðjudag kl. 20.
Þórunn Valdimarsdóttir les úr verkum sínum í Iðnó
á þriðjudag kl. 20.
Ólafur Gunnarsson les úr verkum sínum í Iðnó
á sunnudag kl. 20.
Óskar Árni Óskarsson les úr verkum sínum
í Iðnó á miðvikudag kl. 20.
Sjón les úr verkum sínum í Iðnó á föstudag kl. 20.
Þórunn
Valdimarsdóttir
Auður
Jónsdóttir
Kristín
Eiríksdóttir
Kristín María
Baldursdóttir
Sjón Vilborg
Dagbjartsdóttir
Vilborg
Davíðsdóttir
Ólafur
Gunnarsson
Óskar Árni
Óskarsson
Íslenskir höfundar á bókmenntahátíð
Karen Duve fæddist
í Þýskalandi árið
1961 og býr nú í ná-
grenni Hamborgar.
Hún hefur hlotið fjöl-
margar viðurkenn-
ingar fyrir verk sín
m.a. Bettine von
Arnim-verðlaunin, en
áður en Duve sneri
sér að ritstörfum
starfaði hún m.a..
sem leigubílstjóri.
Það voru smásög-
ur sem fyrst vöktu
athygli þýska bók-
menntaheimsins á
Duve, en skáldsögur
hennar Regenroman og Dies ist kein Liebenslied
hafa hlotið lof gagnrýnenda víða um heim og ver-
ið þýddar á ein 16 tungumál, m.a. á kínversku,
finnsku, ungversku, hebr-
esku og kóresku.
Duve er í hópi ungra,
þýskra kvenrithöfunda
sem hafa vakið athygli á síðustu árum fyrir frum-
leg efnistök. Hún var á Íslandi árið 2000 á vegum
Goethe-stofnunarinnar og las þá upp úr Regen-
roman, sem greinir frá ungu vestur-þýsku pari
sem kaupir sér hrörlegt hús á drungalegu mýra-
svæði í Norðaustur-Þýskalandi, skömmu eftir fall
Berlínarmúrsins. Parið er ofsótt af ýmsum draug-
um fortíðarinnar og týnir síðan sjálfu sér í stans-
lausri rigningu, ástarlífsflækjum og ofbeldi.
Nýjasta bók Duve kom út í upphafi þessa árs
og ber nafnið Die entführte Prinzessin eða Brott-
numda prinsessan. Þar leitar hún í námu æv-
intýra, sem kannski er viðeigandi á afmælisári
H.C. Andersens. Bókin fékk góðar undirtektir hjá
gagnrýnendum og sagði í blaðinu Süddeutsche
Zeitung að aðeins væri hægt að dást að tilfinn-
ingu og næmi Duve fyrir smáatriðum þegar hún
fléttar saman fortíðarþræði miðalda og Shake-
speares, heiðni og kristni, fornaldar og barokks.
Gagnrýnandi Frankfurter Rundschau gladdist
hins vegar sérstaklega yfir því að loks væri komið
svar á þýsku við flóði ævintýrabóka fyrir fullorðna
á ensku.
Karen Duve ræðir við Jórunni Sigurðardóttur
um verk sín í Norræna húsinu á þriðjudaginn kl.
15 og les upp úr verkum sínum í Iðnó þá um
kvöldið kl. 20.
Karen Duve
Eftir Önnu Sigríði
Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Karen Duve
„Í fyrstu skrifaði ég
leikrit. Það voru eins
konar „kvikmynda-
útvarps-sjónvarps-
leikrit“ og voru satt
best að segja ekkert
sérstök. Þegar ég
lauk háskólanámi
varð allt sem ég
skrifaði ósjálfrátt að
vondum ritgerðum,
svo ég taldi affara-
sælast að halda mig
við samtölin. Ég
hafði ekki lesið nóg,
a.m.k. ekki höfunda
sem ég gat hugsað
mér að sækja inn-
blástur til, þannig að það tók mig tíma, dágóðan
tíma, að finna mína rödd. Allt breyttist það hins
vegar þegar ég las Anne Tyler, Raymond Carver,
Richard Ford og Lorrie Moore, á árunum
1986–1987 – rödd, tónn, einfaldleiki, húmor,
sál, öllu þessu var ábótavant í enskum
samtímaskáldskap sem ég hafði kynnt mér. Þá
varð mér ljóst hvað ég vildi gera.“
Þannig lýsir enski rithöfundurinn Nick Hornby
vendipunktinum á ferli sínum. Hann sló í gegn fyr-
ir rúmum áratug með minningabókinni Fever
Pitch, þar sem hann gerir
grein fyrir hömlulausri ást
sinni á knattspyrnufélag-
inu Arsenal. Bókin fékk af-
bragðsdóma og vakti athygli langt út fyrir raðir
knattspyrnuáhugamanna. Lífi aðdáandans var
lýst af innsæi, hlýju og umfram allt óborganlegri
kímni. „Líf mitt í heild tekur mið af leikjum Arsen-
al,“ segir í Fever Pitch, „og yfir öllum atburðum
sem einhverju máli skipta hvílir skuggi sparksins.
Hvenær lauk fyrsta alvöru ástarsambandi mínu?
Daginn eftir svekkjandi jafntefli, 2:2, gegn Cov-
entry á heimavelli.“
Velgengni Hornbys hélt áfram með skáldsög-
unum High Fidelity, About a Boy og How to be
Good en tvær þær fyrstnefndu voru kvikmyndað-
ar við miklar vinsældir eins og Fever Pitch.
Hornby er í dag í hópi vinsælustu rithöfunda
Bretlands.
Nýjasta skáldsaga hans, A Long Way Down,
kom út fyrr á þessu ári og hefur hlotið góðar við-
tökur. Hún fjallar um fjóra ólíka einstaklinga sem
fljótt á litið virðast aðeins eiga eitt sameiginlegt,
áform um sjálfsvíg. En það reynist auðveldara um
að tala en í að komast. „Það er mergjað að fylgj-
ast með jafn hæfileikaríkum höfundi og Hornby
glíma við þetta erfiða efni án þess að hörfa. Og
takast um leið að gera það fyndið og koma les-
andanum í opna skjöldu,“ segir m.a. í umsögn í
Publishers Weekly.
Nick Hornby les úr verkum sínum í Iðnó á mið-
vikudag kl. 20 og ræðir síðan um verk sín við
Kristján B. Jónasson í Norræna húsinu daginn
eftir kl. 12.
Horfst í augu við
Hornby
Eftir Orra Pál
Ormarsson
orri@mbl.is
Nick Hornby
Karin Wahlberg er
kvensjúkdóma- og
fæðingarlæknir sem
sendi 51 árs gömul
frá sér sína fyrstu
skáldsögu, Sista
jouren eða Síðasta
næturvaktin, sem
kom út árið 2001
og hlaut umsvifa-
laust góðar viðtökur
sænskra lesenda. Í
bókinni segir frá
umhverfi sem Wahl-
berg þekkir vel til –
sjúkrahúsinu – en
efnistökin eru hlað-
in spennu; skurð-
læknir nokkur finnst myrtur og til er kallaður
rannsóknalögreglumaðurinn Claes Claesson,
sem rannsakar hið dularfulla og margslungna
mál.
Svipuð efnistök er að
finna í þeim þremur bók-
um sem Wahlberg hefur
gefið út síðan, Hon som tittade in eða Hún sem
leit inn árið 2002, Ett frusit liv eða Frosið líf ár-
ið 2003 og Flickan med majblommorna eða
Stúlkan með sóleyjarnar árið 2004. Í þessum
bókum skýtur Claes Claesson aftur upp koll-
inum, og rannsakar morð sem jafnan eru framin
á heilbrigðisstarfsfólki.
Hin sérstöku umskipti Wahlbergs til rithöf-
undar voru þó ekki þau fyrstu á lífsleið hennar.
Eftir stúdentspróf lærði hún til grunnskólakenn-
ara, starfaði um árabil sem slíkur og eignaðist
tvö börn. Á fertugsaldri hóf hún doktorsnám í
norrænum tungumálum, en hætti og hóf þess í
stað nám í læknisfræðum og hefur starfað sem
kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir í nokkur ár.
Skáldsagnaskrifanna greip hún síðan til upp-
úr fimmtugu, til að mynda mótvægi við anna-
samt starf sitt sem læknir og endurhlaða
orkuna. En skrifin hafa að hennar sögn ekki
einungis virkað sem ventill, heldur einnig sem
mikil uppspretta gleði.
Karin Wahlberg les úr verkum sínum í Iðnó á
sunnudag kl. 20 og tekur þátt í eftirmiðdags-
spjalli í Norræna húsinu á laugardaginn kemur
kl. 15.
Glæpasöguskrif-
andi læknir
Eftir Ingu Maríu
Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Karin Wahlberg
Hanan al-Shaykh
skrifar um hlutverk
kvenna í arabaheim-
inum, samband
kynjanna og hjóna-
bandið. Hún er fædd
og uppalin í íhalds-
sömu hverfi í Beirút.
Hún þurfti að lúta
vilja föður síns og
bræðra í flestum hlut-
um og segist hafa
byrjað að skrifa til
þess að fá útrás fyrir
reiði sína gagnvart
þeim og valdi þeirra.
Fyrstu skrif sín fékk
hún birt sextán ára í
dagblaðinu al-Nahar.
Fyrsta bók al-Shaykh, Intihar rajul mayyit, kom út
árið 1970. Hún er ekki venjulegt byrjendaverk,
fjallar um valdatengsl
kynjanna og feðraveldi en í
stað þess að vera sögð frá
sjónarhorni konu (eða höfundar) er sögumaðurinn
miðaldra karlmaður sem girnist unga stúlku. Al-
Shaykh hlaut þó fyrst alþjóðlega athygli með út-
komu sögunnar um Söru, Hikayat Zahrah, árið
1980. Al-Shaykh gaf bókina út sjálf þar sem engin
útgefandi vildi bendla sig við hana. Sagan segir frá
ungri stúlku, Söru, sem flýr kúgun feðraveldisins í
borgarastríðinu í Líbanon. Hún fer til Afríku þar
sem hún neyðist fyrst til að giftast manni sem hún
elskar ekki en verður síðan ástfanginn af ungum
manni sem er leyniskytta. Barnshafandi eftir hann
verður hún eitt af fórnarlömbum skota hans. Bókin
var bönnuð í flestum arabalöndum. Margir les-
endur höfnuðu bókinni á þeim forsendum að hún
gæfi ranga mynd af arabískri menningu en hún
hlaut mikið lof gagnrýnenda á Vesturlöndum.
Hanan al-Shaykh les úr verkum sínum í Iðnó á
miðvikudagskvöld kl. 20 og ræðir um verk sín við
Amal Tamimi í Norræna húsinu á fimmtudag kl.
12.
Útrás fyrir reiði
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Hanan al-Shaykh
Einn virkasti og virt-
asti núlifandi rithöf-
undur sem ritar á
kúrdíska tungu er
Mehmed Uzun. Uz-
un er af kúrdískum
uppruna, fæddur í
Siverek í Tyrklandi
árið 1953. Sem
barn lærði hann kúr-
dísku en þar sem
tungumálið var
bannað í landinu
meiri hluta síðustu
aldar lærði hann
tyrknesku í skóla. Á
unglingsárunum hóf
Uzun að rifja upp
tungumál barnæsku sinnar og menningu, sögur
og frásagnir, og varð smátt og smátt aðgerða-
sinni í þágu Kúrda án þess að vera virkur þátt-
takandi í stjórnmálum.
Árið 1976 varð Uzun
ritstjóri kúrdísks/
tyrknesks tímarits í Ank-
ara, en sökum hinnar ströngu andkúrdísku
stefnu tyrkneskra stjórnvalda leiddi það starf
hann í fangelsi. Eftir að hafa verið sleppt átta
mánuðum síðar flúði hann til Svíþjóðar, enda er
samfélag Kúrda þar í landi sterkt og sá hann
fyrir sér að geta látið verða að veruleika þann
draum að verða rithöfundur sem skrifaði á kúrd-
ísku.
Rithöfundardraumur hans átti eftir að rætast.
Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1985 og
hefur hann sent frá sér alls átta skáldsögur á
móðurmáli sínu sem sumar hafa verið þýddar á
evrópsk tungumál, þar á meðal á tyrknesku, en
stjórnvöld þar í landi hafa á undanförnum árum
gefið Kúrdum aukinn rétt til að endurreisa mál
sitt og menningu.
Kúrdísk rithefð
endurvakin
Eftir Ingu Maríu
Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Mehmed Uzun