Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 11
Á
bak við hvert skáldverk er saga
af því hvernig það varð til, oft-
ast ósögð, iðulega óspennandi
en það er gjarnan verkefni
bókmenntafræðinga eða ævi-
sagnaritara að grafa hana upp,
stilla upp þeim sögulegu, hugmyndalegu og
persónulegu kringumstæðum sem bók-
menntaverkið sprettur af, jafnan í þeirri von
að með því megi takast að ljúka upp eða kort-
leggja leyndardóm merkingarinnar.
Þó er ekki algengt að þessi þáttur bók-
menntanna sé sviðsettur og gerður að efnivið
skáldskaparins með jafn beinum
hætti og gerist í bókum spænska
rithöfundarins Javiers Cercas. Í
þriðja útgefna verki hans, skáldsögunni Solda-
dos de Salaminas (Stríðsmenn Salamis heitir
hún í þýðingu minni sem kom út á árinu), fylg-
ist lesandinn með tilurð sögunnar sem hann er
að lesa. Hann er fyrst kynntur fyrir höfund-
inum, Javier Cercas, manni sem er í kreppu á
flestum sviðum tilverunnar, hann er höfundur
tveggja nafngreindra skáldverka sem hafa
farið fyrir ofan garð og neðan í bókmennta-
samfélaginu og er um það bil að gefast upp á
frekari skriftum, hann hefur nýlega misst föð-
ur sinn og konan hans er farin frá honum.
Fyrsti hluti bókarinnar lýsir síðan aðdragand-
anum að því að hún er skrifuð, við fáum að
heyra hvernig kveikjan að sögunni kemur til
höfundarins þegar þekktur spænskur rithöf-
undur segir honum í blaðaviðtali frá því þegar
lýðveldishermaður þyrmdi lífi föður hans sem
hét Rafael Sánchez Mazas og var líka rithöf-
undur en auk þess einn helsti hugmyndafræð-
ingur spænskra fasista eða falangista; síðan
fylgjumst við með höfundinum, Cercas, afla
sér heimilda um atvikið og um manninn með
hjálp kunnra einstaklinga úr spænsku bók-
menntalífi en einkum sagnfræðings nokkurs
sem að vísu er ekki sérlega þekktur en má þó
einnig finna í veruleikanum með einfaldri net-
leit. Síðar koma við sögu alþýðumenn sem
skutu skjólshúsi yfir Sánchez Mazas á síðustu
dögum spænsku borgarastyrjaldarinnar og
björguðu með því lífi hans. Frá heimildavinn-
unni er sagt á sannfærandi hátt með frásagn-
armáta sem er í ætt við persónulega blaða-
mennsku, það er helst að dagbókarslitur sem
kemur upp úr kafinu gæti fengið ótrúgjarnan
lesanda til að staldra við, auk þess sem höf-
undurinn er einkennilega ósvífinn í lýsingu
sinni á sumum persónum: sagnfræðingurinn
minnir óneitanlega á skáldsagnapersónu og
ástkonu sem sögumaðurinn eignast er lýst
með nokkuð spaugilegum ýkjum.
En hugmyndir lesandans um trúverðug-
leika og sannfræði fara hins vegar allar á flot
þegar eða ef hann kemst að því að rithöfund-
urinn Javier Cercas er ekki að öllu leyti sami
maður og sögumaðurinn og sögupersónan
Javier Cercas því fyrstu upplýsingarnar sem
höfundurinn gefur um „sjálfan sig“ eru rang-
ar: faðir hans lifir enn og hann er óskilinn við
konuna sína.
Hér er leikið með þversögn sem kitlar hug-
ann á einkennilegan hátt, svipað og vangavelt-
ur barns um óendanleikann. Auðvitað er alltaf
bil milli sögumanns og söguhöfundar, hversu
sjálfsævisögulegt sem verkið nú er, höfund-
urinn hlýtur jú alltaf að segja söguna frá sín-
um sjónarhóli sem er aldrei sá eini. En með
því að ljúga beinlínis um æviatriði sín er Javier
Cercas að brjóta óskráða reglu sem er þeim
mun strangari þegar um er að ræða sögulega
skáldsögu sem fer með staðreyndir sem ætlast
er til að lesandinn trúi. Til hvers er hann að
þessu? Ég ætla ekki að svara fyrir hann en alla
vega finnst mér liggja nokkuð ljóst fyrir að
með því að taka sér óhikað skáldaleyfi hvað
varðar eigin persónu, blanda hiklaust saman
sannreynanlegum staðreyndum og helberum
skáldskap, sé hann líkt og að gefa sjálfum sér
grænt ljós á að nota sömu aðferð í hinu sagn-
fræðilega söguefni, það er að segja stilla upp
hlið við hlið því sem sannanlega er og hinu sem
hefði getað verið án þess að gera á því nokk-
urn greinarmun, allt er sett fram sem veru-
leiki. Þetta er ísmeygileg nýlunda og einhver
póstmódernísk angan/fýla af henni en um leið
má líta á hana sem afturhvarf eða tilvísun til
saklausari tíðar frá því fyrir það samkomulag
lesanda við höfund sem á ensku kallast
„suspension of disbelief“ að höfundurinn þyk-
ist segja satt og lesandinn þykist trúa svo
framarlega sem textinn er þekkjanlegur sem
skáldskapur. Cercas gerir okkur einmitt erfitt
fyrir að bera kennsl á textann sem skáldskap
með því að nota sjálfan sig (eða staðgengil
sinn) sem persónu í skáldsögunni og segja
sögu af manni sem var til í raunveruleikanum
með aðferðum og stíl sagnfræði og blaða-
mennsku; lesandinn þarf eiginlega að afla sér
upplýsinga utan textans til að átta sig á skáld-
skaparlegu eðli hans og þegar upp er staðið
verðum við sjálf að velja hverju við trúum í
bókinni og hverju ekki.
Annar hluti Stríðsmanna Salamis er svo
sagan sem lögð er drög að í þeim fyrsta, sögu-
maðurinn heldur sér til hlés meðan hann rekur
æviferil Sánchezar Mazas með sérstakri
áherslu á atvikið sem liggur sögunni til grund-
vallar: söguhetjunni hefur tekist að komast lífs
af úr fjöldaaftöku og lýðveldishermaður sem
leitar hans ásamt félögum sínum þyrmir lífi
hans með því að þykjast ekki sjá hann. Í þriðja
hlutanum kemst söguhöfundurinn og persón-
an Javier Cercas svo að því að sagan er ekki
nema hálfsögð ef hann hefur ekki haft uppi á
lýðveldishermanninum og nú fer að reyna
meira á samspil trúverðugleika og trúgirni.
Sagan er sem sagt þannig í forminu að fyrst er
sagt frá aðdraganda og undirbúningi sögurit-
unarinnar, síðan er útkoman, hin eiginlega
saga, og að lokum endurskoðun þeirrar sömu
sögu með tillögu að hinni nauðsynlegu viðbót.
Í fjórðu og nýjustu bók sinni (La velocidad
de la luz, Ljóshraði) gengur Cercas skrefinu
lengra í þeirri aðferð sinni að segja frá raun-
verulegum og ímynduðum atburðum úr eigin
ævi í bland við sögulega frásögn. Aftur heitir
sögumaðurinn Javier Cercas, er rithöfundur
sem hefur gefið út þrjár bækur, sú seinasta er
einmitt Stríðsmenn Salamis og lesandinn fylg-
ist með því hvernig óvænt og stigvaxandi vel-
gengni þeirrar bókar hefur vægast sagt ör-
lagarík áhrif á líf rithöfundarins; slík innrás
útgefinnar bókar í frásagnarveruleikann á sér
fordæmi í Don Kíkóta en varla mörg önnur og
er eitt af því eftirminnilegasta við bókina. Enn
er engin leið að vita hvenær veruleiki höfundar
og sögumannsins fara saman og hvenær ekki.
Í þetta sinn er viðfangsefnið sem rithöfund-
urinn í sögunni fæst við maður sem hann hefur
sjálfur kynnst, gamall samkennari hans í
Bandaríkjunum sem tók þátt í Víetnam-stríð-
inu. Söguefnið í Ljóshraða rennur meira sam-
an og myndar betri heild en í Stríðsmönnum
Salamis og ég er ekki frá því að hún sé hrein-
lega betri; það hvernig önnur sagan rennur
inn í hina sem örlagavaldur gerir það að verk-
um að manni finnst seinni sagan nánast vera
framhald af þeirri fyrri og það er gaman að
geta þess til marks um hvað Cercas er ósvífinn
við sjálfan sig að rithöfundurinn í sögunni, sá
Javier Cercas sem í fyrri bókinni var barnlaus,
skilinn og átti ástkonu, skýtur hér upp koll-
inum ári síðar sem giftur, tveggja barna faðir.
Að fjalla um Javier Cercas er að því leyti
sérstakt að allar þær upplýsingar sem venju-
lega þarf að leita utan verkanna virðist vera að
finna innan þeirra: ævisögulegar upplýsingar,
tilefni ritunarinnar og skriftarferillinn; og síð-
an þarf maður að lifa við þá staðreynd að mað-
ur getur ekki verið viss um að neitt af þessu
komi fullkomlega heim og saman við „raun-
veruleikann“.
Javier Cercas les úr verkum sínum í Iðnó á
sunnudag kl. 20 og ræðir um verk sín við Jón
Hall Stefánsson í Norræna húsinu á þriðju-
dag kl. 12.
Sagan um það hvernig
þessi bók var skrifuð
Javier Cercas er einn af áhugaverðustu höf-
undum Spánar um þessar mundir. Hér er
fjallað um verk hans.
Höfundur þýddi Stríðsmenn Salamis
eftir Cercas á íslensku.
Eftir Jón Hall
Stefánsson
Javier Cercas „Að fjalla um Javier Cercas er að
því leyti sérstakt að allar þær upplýsingar sem
venjulega þarf að leita utan verkanna virðist
vera að finna innan þeirra.“
hefur komið sjálfum sér á framfæri, vitandi að hann
þyrfti aldrei að búa sjálfur í húsinu, hvað þá að
þrífa það.
Ég vildi ekki stórt hús. Öll hús stærri en 150 fer-
metrar eru of stór, þau stinga í stúf við umhverfið
eins og skræpóttar fyrsta maí-blöðrur.
Ég vildi einfalt hús, eins og ég er sjálfur.
Matti fer meira að segja á íbúðarsýningu í
Lappeenranta til að kynna sér hvað sé á boð-
stólum af nýjum húsum. Innan um öll þessi
sérstöku og persónulegu hús sem eru með
turn og vindhana á toppnum og allskonar út-
skot og ónýtanleg rými, rennur allt í einu upp
fyrir honum að hann er bara venjuleg mann-
eskja sem vill ekki sitja með arkitektinum og
spekúlera í hvort geislar kvöldsólarinnar falli í
réttum halla á borðið á veröndinni. Hann spyr
fulltrúa verksmiðju sem framleiðir einingahús
úr timbri hvort ekki finnist eitt einasta venju-
legt hús á sölulistanum þeirra og fer fram á að
hann sýni sér almennilegt timburhús, með
fjórum herbergjum, eldhúsi og gufubaði. Hús
byggt úr almennilegum efnum og með tækni-
búnað í meðallagi. Vaskurinn þarf ekki að vera
úr bronsi né handföng úr áli, það nægir að fjöl-
skyldan og húsið hangi saman næstu þrjátíu
og fimm árin.
Dag einn hleypur Matti aðeins út fyrir
hverfið sem hann hafði verið að rannsaka og
sér þá allt í einu hús við sitt hæfi. „Ég gekk um
hundrað metra áfram og þar stóð það, eins og
það hefði beðið eftir mér. Gamalt gulmálað
hermannahús, það besta sem venjuleg timbur-
húsagerð hér í landi hefur komið til leiðar. Það
var engu við að bæta og engu ofaukið.“ Matti
ákveður að þetta sé húsið fyrir fjölskylduna og
hann gerir allt til að eignast það. Gamall her-
maður, Taisto Oksanen, á húsið og Matti
njósnar um hann og reynir með öllum brögð-
um að fá hann til að selja sér húsið. Hann ber
sín örlög stöðugt saman við örlög hermanns-
ins:
Hann fékk nýtt tækifæri eftir stríðið, lóð og tilbúnar
teikningar af stöðluðu húsi.
Ríkið hafði borgað mína menntun og vísað mér
leiðina frá litlu þorpi til höfuðborgarinnar og inn í
blokkaríbúð.
Allir áttu að vita um hans stríð, um mitt stríð talaði
enginn.
Hann kynti upp með viði, ég hafði miðstöðvarkynd-
ingu.
Hann átti kerlingu, ég átti konu.
Hann hafði gengið í skóla lífsins, ég í háskólann.
Hann var með staf, ég með gulrót.
Hann fékk sér drátt, ég lék forleik.
Hann þurfti, ef hann er einn af þeim brottfluttu, að
yfirgefa heimili sitt vegna stríðsins.
Í mínu tilfelli var þorpið tæmt og mér vísuð leiðin
til höfuðborgarinnar. Eða til Svíþjóðar.
Rauður þráður í sögunni er samanburður á
karlmönnum af þeirri kynslóð sem upplifði
seinni heimsstyrjöldina og þeim sem tilheyrðu
kynslóðinni sem tók að sér umsjá heimavall-
arins. Matti Virtanen gerist jafnvel svo djarfur
að hann líkir hugtaki eins og fallbyssuskothríð
við forræðissviptingu.
Í bókinni er dregin upp óvæg mynd af starfi
og hugsanagangi fasteignasala. Jarmo Kes-
ämaa er þreyttur fasteignasali sem hefur verið
í bransanum í meira en tíu ár. Hann er fag-
mannlegur, það tekur hann ekki nema fjórar
sekúndur að leyna ergelsi sínu. Örlar á dapur-
leika í rödd hans. Hlustar ekki á sinn innri
mann og getur því ekki metið á hvaða dýpi
hann siglir. Tilheyrir hugsanlega þeim hópi
manna sem gerir lítið úr andlegri vellíðan og
útskýrir stöðuga þreytu með vinnuálagi.
Myndi selja hvað sem er, sennilega kominn inn
í bransann eftir að hafa heyrt um há umboðs-
laun. Gömul hús í lélegu ástandi þar sem þeir
sem upphaflega byggðu húsin búa enn í þeim,
eru innan fasteignasölunnar kölluð tjernobýli.
Kesämaa veltir fyrir sér með hvaða ráðum
hann geti selt tjernobýli gamla hermannsins.
Við verðum að hafa það hugfast hvað það er sem
við erum að selja. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá
er það ekki íbúð sem við erum að selja, heldur trú,
von og stemning.
Við seljum trú á framtíðina.
Við seljum von um betri tíð.
Við seljum stemningu í garðinum.
TVS.
Fasteignasalar í Helsinki fengu hvað versta
útreið í bókinni og voru að vonum misánægðir
með verkið. En vegna gríðarlegra vinsælda
bókarinnar sáu þeir sér ekki fært annað en að
slá meintri gagnrýni upp í grín og sæmdi Fé-
lag fasteignasala ásamt Íbúðalánasjóði Kari
Hotakainen þeirri viðurkenningu að vera val-
inn „mesti áhrifavaldur í fasteignasölu árið
2002“.
Í stuttu máli sagt er Skotgrafarvegur marg-
brotin saga úr finnsku samfélagi, saga um
samband manns og konu, draum um samein-
aða fjölskyldu sem verður að áráttu, kynslóða-
skiptingu og um afskræmda íbúðapólitík.
Kari Hotakeinen les úr verkum sínum í
Iðnó á mánudag kl. 20.
Höfundur er þýðandi.
Pierre bjó. Hann segist hafa séð piltinn fyr-
ir sér sem fórnarlamb aðstæðna sem hann
skildi ekki, kryddað með „myndum og sög-
um frá heimi þar sem banvænt er að gera
mistök,“ segir hann og vísar þar til lægri
stéttar mannlífsins í Texas.
Á næstu árum fékkst Pierre við sitt hvað,
meðal annars teiknimyndagerð og hönnun.
Honum gekk illa að fá fasta vinnu, var ekki
með gæfulega ferilskrá, og því framfleytti
hann sér á köflum með prettum og fjár-
hættuspili, sem er ekki gæfuleg atvinnu-
grein fyrir spilafíkil.
Hann flæktist víða á þessum árum, frá
því hann varð þrítugur til þess að hann
hófst loks handa við skrifin fyrir alvöru
1999, þá þrjátíu og sjö ára. Fyrsta gerð
bókarinnar kom reyndar hratt, hann segist
hafa skrifað hana á fimm vikum, en síðan
tók það hann drjúgan tíma að læra að
skrifa, eins og hann orðar það.
Þó sagan af Vernon unga Little sé eigin-
lega harmleikur er bókin fjörlega skrifuð, í
sannkölluðum ýkjusagnastíl, og á köflum er
hún eins og hrein gamansaga. Pierre segist
þó síst hafa ætlað sér að skrifa gamansögu
– á meðan hann hafi verið að skrifa bókina
hafi honum þótt hún vera ofurraunveruleg
frásögn, en hávær reyndar á köflum. „Það
var ekki fyrr en smá tími var liðinn frá því
ég lauk við hana að ég áttaði mig á því að
það mætti líka lesa hana sem gamansögu,“
sagði hann í viðtali fyrir nokkru.
Sagan hefst skömmu eftir að nemandi í
skóla í smábæ í Texas myrðir sextán sam-
nemendur sína og sjálfan sig í restina. Íbú-
ar bæjarins eru eðlilega harmi slegnir en
það sem þeim þykir einna verst er að þeir
hafa engan sökudólg, engan sem hægt er að
kenna um harmleikinn, og grípa því til þess
að kenna Vernon Little, eina vini skotpilts-
ins, um allt saman.
Vernon Little er fimmtán ára gamall og
orðljótur með afbrigðum. Treggáfaðir lög-
reglumenn eru sannfærðir um að hann hafi
verið samsekur skotpiltinum, þó engar
sannanir liggi fyrir um slíkt, og hann er því
handtekinn. Hann laumast út úr fangelsinu
og kemst undan til Mexíkó, en lýsingin á
flóttanum og því sem ber fyrir augu í
Mexíkó gerir bókina að hálfgerðri píkar-
esku.
Það að Pierre skyldi hljóta Bookerinn
vakti ekki bara athygli heldur líka talsveða
hneykslan, enda fannst mörgum sem hann
ætti þau alls ekki skilið – fyrir það fyrsta
væri bókin léleg, svo væri hann hálfgerður
loddari og verðlaunanefndin hefði bara valið
hann til að vekja meiri athygli á verðlaun-
unum, sögðu margir. Breska blaðið The
Guardian líkti bókinni við klippimyndasög-
urnar um South Park og Entertainment
Weekly nefndi kvikmyndina Rushmore til
samanburðar í umfjöllun sinni.
Á kápu enskrar útgáfu bókarinnar stend-
ur að hún sé eins og Osborne-fjölskyldan
hefði boðið Simpson-fjölskyldunni í heim-
sókn að skála í rótarbjór þegar Don DeLillo
slóst í hópinn og bað þau að semja með sér
lag fyrir Eminem. „Það fylgir ekki sögunni
hvers vegna slík veisla teldist skemmtileg
eða þolanleg yfirleitt,“ skrifaði einn heldur
súr og sagði bók Pierres líflega og skemmti-
lega á köflum, en þó frekar teiknimynda-
kennda, háværa og þröngsýna. Aðrir hafa
tekið henni fagnandi fyrir líflegan og
skemmtilegan stíl, kjarnmikið málfar og
napurt háð sem beinist helst að bandarísku
samfélagi og fölmiðlum þar í landi.
DBC Pierre verður í hádegisspjalli í
Norræna húsinu nk. föstudag kl. 12 og les
upp úr verkum sínum á Iðnó um kvöldið
kl. 20.