Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005
Suðurríkin hafa lengi gegnt dálítið sér-kennilegu hlutverki í ímyndunarafliBandaríkjanna. Ástæðurnar fyrir þvíþarf svo sem ekki að sækja langt, en
það er einkum á tuttugustu öldinni sem land-
rýmið í suðri hefur fengið á sig blæ sem kannski
má kalla gotneskan, og tengist það framsetn-
ingaráherslum bæði í bókmenntum og kvik-
myndum. Hvað bókmenntirnar varðar voru það
höfundar sem rætur áttu að rekja til suðurríkj-
anna sem af hvað mestum
krafti hófu að endurtúlka
menningarlegt landakort
Bandaríkjanna með því að
smíða sögur úr og um
suðrið. Faulkner bjó sér til
sýslu sem í gegnum bæði skáldsögur og smásög-
ur varð að heilum heimi, veröld þar sem sér-
kennilegir og óhugnanlegir atburðir leystu
gjarnan dagfarslegan veruleika af hólmi.
Flannery O’Connor og aðrir höfundar juku við
arfleifð Faulkners og sérstök undirgrein got-
neska skáldverksins varð til, undirgrein sem
grundvallaðist í þeim hefðum og menningu sem
einkenndu suðurríkin. Samtímahöfundar á borð
við Joyce Carol Oates og Cormac McCarthy
hafa viðhaldið þessarar frásagnarhefð, þó á ólík-
an máta sé.
Á ofanverðum sjöunda áratugnum og þeim
áttunda tók ameríska kvikmyndin við sér og
uppgötvaði nýjar hryllingslendur. Myndir á
borð við Deliverance eftir John Boorman, Joe
eftir John G. Avildsen og TheTexas Chainsaw
Massacre eftir Tobe Hooper hófu nýja ímynd-
unarsköpun á suðurríkjunum; ímyndunarsköpun
sem var um margt ólík þeirri bókmenntahefð
sem áður var nefnd, enda þótt ýmsar staðal-
týpur hafi svo sem lifað ágætu framhaldslífi. Þá
var þeim kynferðislega hryllingi sem undir-
byggir gotneska rómantík viðhaldið, þó því sem
áður var komið á framfæri á óbeinan hátt hafi
nú verið sett í forgrunn. Ýft upp og öfgað.
Breytingin felst hins vegar fyrst og fremst í því
að í kvikmyndum tímabilsins tóku suðurríkin að
gegna áþekku hlutverki og kistan góða í Pulp
Fiction, kistan þar sem leðurklædda gimpið var
geymt. Líkt og framandi og frekar ógnandi
kenndir voru leystar úr læðingi þegar kistan var
opnuð í kvikmynd Tarantinos reyndist suðrið
ágætis sviðsetning og geymslustaður fyrir
hneigðir, þrár og ótta sem menningarbólin í
norðri jafnan bældu en brutust fram annað slag-
ið. En líkt og kistan, sem aðeins var opnuð einu
sinni, hætti Hollywood sér ekki nema með góð-
um millibilum inn í þetta ókennilega rými hvata-
lífsins.
Suðurríkin hafa þó, held ég, dottið dálítið útaf
radarnum, eða allt þar til Bush yngri varð for-
seti. Þá er sem Norðlendingar ýmsir hafi ekki
einvörðungu enduruppgötvað suðrið sem tákn-
ræna sviðsetningu heldur hafi einhvers konar
andúð á því sem þaðan kemur brotist fram. Í
kjölfarið hafa kvikmyndir oltið frá Hollywood
sem staðsetja hryllinginn á ný í „framandi“
suðrinu, og er þar athyglisverðust endurgerðin
á Keðjusagamorðunum í Texas, en utan við út-
litslegar breytingar ber mest á aukinni áherslu
á spilltar ríkisstofnanir og illgjarna erindreka
hins opinbera. Þetta eru þættir sem voru fjar-
verandi í upprunalegu myndinni og gefa til
kynna vantraust þeirra menningarstofnana í
norðri, sem ríkja yfir ímyndarmótun þjóðar-
innar á hvíta tjaldinu, á því sem úr suðrinu kem-
ur. Eða kannski, ef maður vill vera nákvæmur,
því sem kemur frá Texas.
Þá hafa síðastliðnar tvær vikur sýnt svo ekki
verður fram hjá því komist að hryllingur á sér
enn kraftmikla uppsprettu í suðrinu. Þær skelfi-
legu fréttir sem borist hafa dag eftir dag frá
Louisiana og öðrum nágrannaríkjum eru vitn-
isburður um fleira en það gríðarlega mannfall
og eignartjón sem þar hefur átt sér stað. Mynd-
irnar á forsíðu New York Times undanfarna
daga hafa sýnt fórnarlömb harmleiksins í ólík-
um kringumstæðum: örvæntingarfullt fólk uppi
á þaki byggingar þar sem skilaboð höfðu verið
máluð í steypuna; annað fólk í hnapp við sjúkra-
bíl; gríðarlega mannþröng sem illa haldin hélt til
í innanhússíþróttaleikvangi sem um stundar-
sakir hafði breytt um hlutverk og var nú líknar-
miðstöð. Sem ekki stóð undir nafni, svo vægt sé
til orða tekið. Það sem allar ljósmyndirnar áttu
sameiginlegt var að fórnarlömbin voru blökku-
menn. Harmleikurinn í New Orleans hefur
dregið fram, líkt og ekkert annað hefur gert síð-
an réttindabaráttan var í hámarki á sjötta og
sjöunda áratugnum, þá risavöxnu gjá sem skilur
milli þeirra sem hafa réttan og rangan húðlit í
Bandaríkjunum. Þeir sem gátu voru löngu farn-
ir, og það var í miklum meirihluta hvíta fólkið.
Þess vegna má segja að suðurríkin, hvort sem
þau eru framsett á hvíta tjaldinu eða birtist okk-
ur í fréttaflutningi, haldi áfram að sýna í víð-
mynd það sem alla jafnan er hulið sjónum í sam-
félagsgerðinni. Í þessu tilviki er það hið gríðar-
lega óréttlæti sem mótar líf þeirra sem ekki
tilheyra réttri stétt eða kynþætti. Og ef marka
má þá gríðarlegu gagnrýni sem fram hefur kom-
ið undanfarna daga á frammistöðu Bush forseta
í aðdraganda og eftirköstum hamfaranna á
hryllingurinn enn og aftur rætur að rekja til
Texas.
Það gerðist í Texas
’Suðurríkin hafa þó, held ég, dottið dálítið útaf radarnum,eða allt þar til Bush yngri varð forseti. ‘
Sjónarhorn
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
F
jölbreytt viðfangsefni setja svip
sinn á starfsemi Kvikmyndasafns-
ins í vetur, þar verða m.a. á boð-
stólum margvíslegar samstæður
mynda frá ólíkum heimshornum
og tímum. Allt frá skeiði þöglu
myndanna á fyrstu áratugum síðustu aldar til
hrollvekja, og nokkrum goðsögnum af stjörnu-
hvelfingunni eru gerð skil. Sýndar verða myndir í
eigu safnsins sem notið hafa vinsælda en dag-
skránni lýkur að vori með íslenskum náttúrulífs-
myndum.
Þá er fátt eitt talið en starfsemin hefst 6. og 10.
september, með sýningum á Síðustu Grænlands-
för Alfreds Wegeners – Das
Grosse Eis, stórmerkri,
þýskri mynd frá 1936. Í
henni er fylgst með leiðangri
prófessors Wegeners á Grænlandsjökul 1930.
Hann hafði m.a. viðkomu á Íslandi, þar sem hann
tók með sér bæði menn og hesta. Áfram er haldið
á Grænlandsfarinu Diskó, kannað hversdagslíf í
litlu þorpi og að lokum lagt á jökulinn þar sem
stundaðar eru margvíslegar rannsóknir. Veður öll
válynd og varð prófessorinn úti á jöklinum, þar
sem hann var lagður í hinstu hvílu.
Stjörnuskin
Ósviknar Hollywoodstjörnur af gamla skólanum
verða heiðraðar með þremur sýningum á haust-
dögum. Það gneistar á milli Audrey Hepburn og
Cary Grant, sem fara með aðalhlutverkin í
spennumyndinni Charade, hálfgleymdri klassík
eftir leikstjórann Stanley Donen. Sýnd 13. og 17.
sept.
Woman of the Year (’42), markaði upphafið að
samvinnu frægasta og snjallasta kvikmyndapars
sögunnar, Katherine Hepburn og Spencer Tracy.
Þau eru ógleymanleg í krassandi gamanmynd
George Stevens um vinnufélaga á dagblaði sem
elda löngum grátt silfur saman. Woman of the
Year er ein fremsta myndin þeirra. Sýnd 20. og
24. sept.
Risinn – The Giant (’56) er annað stórvirki eftir
Stevens, að þessu sinni með stjörnur innanborðs
sem gerast vart stærri: Elizabeth Taylor og
James Dean. Taylor, sem oft var kölluð „fegursta
kona heims“ var skærasta kvenstjarna Hollywood
í áratugi. Aðra sögu er að segja af Dean, átrún-
aðargoðið lést aðeins 24 ára gamall, árið 1955, en
Risinn var þriðja og síðasta myndin á hans stutta
en ótrúlega ferli. Sýnd 27. sept. og 1. okt.
Pólskar kvikmyndir
Pólverjar eru mikil og merk kvikmyndaþjóð og
eiga einn virtasta kvikmyndaskóla í heimi og ófáa
snillinga í leikstjórastétt. Menn á borð við Andr-
zej Wajda, Krysztof Kieslowski, Roman Polanski
og Krzyysztof Zanussi, en tveir þeir síðastnefndu
voru á sínum tíma gestir Kvikmyndahátíðar
Listahátíðar. Verk þeirra allra hafa verið í stóru
hlutverki á íslenskum kvikmyndahátíðum, m.a. er
minnisstæð Kieslowski-hátíð sem Kvikmynda-
safnið hélt í Bæjarbíói. Safnið sýnir þrjár myndir
leikstjóranna þriggja í vetrarbyrjun.
Járnmaðurinn – Czlowiek z zelaza (’81) segir
sögu þjóðar sem gengur í gegnum miklar breyt-
ingar, kveikjan að myndinni er hvernig samstaða
varð til, einn af hornsteinum síðbúins frelsis aust-
antjaldsþjóðanna undan oki sovétsins. Hún er í
aðra röndina ástarsaga og uppgjör á milli feðga.
Sýnd 4. og 8. okt.
Áhugamaður – Amator (’79) eftir Kieslowski
var eitt fyrsta verkið til að vekja athygli á leik-
stjóranum, en hann var verðlaunaður fyrir það í
Moskvu ’79. Segir af ungum manni sem kaupir
kvikmyndatökuvél þegar hann á von á fyrsta
barni sínu en kvikmyndagerðin tekur óvænta
stefnu. Sýnd 11. og 15. okt.
Hnífur í vatni – Nóz w wodze (’62) var fyrsta
mynd Polanskis og kom honum samstundis á al-
þjóðakortið, var m.a. tilnefnd til Óskars en tapaði
fyrir 8 ½ Fellinis. Ómissandi öllu kvikmynda-
áhugafólki og er sýnd 18. og 22. okt.
Uppáhaldsmyndir Friðriks
Þórs Friðrikssonar
Kvikmyndasafnið leitaði til kvikmyndaleikstjór-
ans og frumkvöðulsins Friðriks Þórs Friðriks-
sonar og bauð honum að velja þrjár myndir á
sýningarskrána. Þær eru:
Árshátíð slökkviliðsmannanna – Horí, má
panenko. Milos Forman.
Tékkóslóvakía 1967. Sýnd 25. og 29. okt.
Gabbeah. Mahsen Makhmalbaf, Íran 1996.
Sýnd 1. og 5. nóv.
Themrock. Claude Faraldo. Frakkland 1973.
Sýnd 8. og 12. nóv.
Ásgeir Long
Kvikmyndasafnið mun kynna þennan sjálf-
menntaða kvikmyndagerðarmann sem skilur eft-
ir sig mætar myndir og var virkastur á árunum
1966–78.
Tunglið, tunglið, taktu mig (’55). Leikin mynd.
51 mín.
Gilitrutt (’57). Leikin mynd. 60 mín.
Sýndar saman 15. og 19. nóv.
Sjómannalíf, á veiðum með b/v Júlí 1951.
Heimildarmynd, 30 mín.
Labbað um Lónsöræfi (’65). Heimildarmynd,
30 mín.
Virkjun (’70). Heimildarmynd, 45 mín.
Saga um Lágmynd. Heimildarmynd, 10 mín.
Myndirnar fjórar eru sýndar saman 22. og 26.
nóv.
Úr fórum safnsins
Í nóvemberlok og í desember mun Kvikmynda-
safnið sýna þrjár myndir, ólíkar að efni og upp-
runa en eiga það sameiginlegt að hafa notið á sín-
um tíma mikilla vinsælda á sýningarstaðnum
Bæjarbíói: Kvennalæknirinn dr. Sibelius –
Frauenarz Dr. Sibelius. Rudolf Jugert, Þýskaland
1962. Gekk við húsfylli á sjöunda áratugnum,
enda í mikið að sælast – eins og fram kemur í pró-
gramminu: „Stórfengleg læknamynd um skyldu-
störf þeirra og ástir … Sýnd 29. nóv. og
3. des.
Darling. John Schlesinger, Bretland 1965.
Meinfyndin ádeila á breskar myndir þessa tíma-
bils, segir af upprennandi fyrirsætu (Julie
Christie), sem er í eilífum svefnherbergjaflutn-
ingum í þeim tilgangi að pota sér áfram. Stór-
snjöll mynd sem færði Christie Óskarinn og var
farseðill Schlesingers (1926–2003) vestur um haf,
þar sem hann hélt áfram að afreka um langt
skeið. Sýnd 6. og 10. des.
Pelle sigurvegari – Pelle erobreren. Billie Aug-
ust, Svíþjóð/Danmörk 1987. Átakanlegt stórvirki
Augusts segir af kröppum kjörum feðga, sænskra
farandverkamanna sem fá vinnu í fyrirheitna
landinu, Danmörku, á hörmungarárunum á ofan-
verðri 19. öld. Snilld, hvert sem litið er, ein besta
mynd Norðurlandabúa síðustu áratugina sem
ánægjulegt verður að upplifa á upprunalegum
slóðum. Sýnd 13. og 17. des.
Vetrardagskrá Kvikmyndasafnsins
Sýningar Kvikmyndasafns Íslands á vetrardag-
skránni hefjast í Bæjarbíói í vikunni og kennir
að venju ýmissa grasa úr mörgum áttum.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndagoðsagnir Audrey Hepburn og Cary Grant
fara með aðalhlutverk í í spennumyndinni Charade,
hálf-gleymdri klassík eftir leikstjórann Stanley Donen.
Hún verður sýnd 13. og 17. sept. í kvikmyndasafninu.
Orlando Bloom leikur í kvik-myndinni Elizabethtown sem
frumsýnd var á Kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum,
sem nú er að
ljúka. Myndin er
í leikstjórn
Camerons Crowe
og fær Bloom
tækifæri til að
leika samtíma-
mann. Við erum
búin að sjá hvað
hann getur gert
með boga og örv-
um og sverði en núna er hann í nú-
tímaumhverfi.
Hann leikur hönnuðinn Drew en
nýjasta uppfinn-
ing hans er al-
veg mislukkuð.
Hann hugleiðir
sjálfsmorð en fær þá hringingu og
fréttir að faðir hans er látinn. Drew
ferðast til heimilis gamla mannsins
í Kentucky og hittir á leiðinni flug-
freyjuna Claire (Kirsten Dunst).
„Drew skilgreinir sjálfan sig út
frá vinnunni sinni. Hún er það sem
líf hans hefur snúist um. Hann hef-
ur verið aðalgæinn og er á leiðinni á
toppinn en myndin fjallar að hluta
til um hvað gerist þegar fótunum er
kippt undan þér. Hún er líka um
persónu Claire, sem í raun lífgar
hann við,“ sagði Bloom í viðtali við
októberhefti Empire.
Nú styttist í frumsýningu nýj-ustu Harry Potter-myndar-
innar en það gleymdist næstum því
í æðinu yfir nýjustu bókinni Harry
Potter og blendingsprinsinn. Harry
Potter og eldbikarinn verður
heimsfrumsýnd um miðjan nóvem-
ber. Fanginn frá Azkaban í leik-
stjórn Alfonso Cuarón þótti mjög
vel heppnuð þannig að Mike Newell
þurfti að setja markið hátt. Sumum
þykir Eldbikarinn vera besta bókin
því í henni kynnist Harry hinu kyn-
inu og alvöru hræðslu við dauðann.
„Þessi er virkilega öðruvísi. Hún
er ólíkt öllu sem ég hef nokkru sinni
gert áður, sem er að hluta til hug-
myndin á bakvið þetta. Í raun er
þitt eigið hugarafl það eina sem
takmarkar hvað hægt er að gera,“
sagði leikstjórinn Newell í samtali
við nýjasta hefti Empire.
Newell hafði gaman af því að
mynda helstu spennuatriðin úr
bókinni eins og þegar Dan Radcliff
í hlutverki Harry þarf að berjast
við eldspúandi dreka áður en hann
fer á móti óvinunum Lord Volde-
mort (Ralph Fiennes).
„Fyrstu tvær myndirnar eru
bjartar,“ bætti Newell við. „Það er
engin fullorðins áskorun. Alfonso
kom með eitthvað svoleiðis inn og
ég fer með það lengra. Sannleik-
urinn er sá að það sem þú gerir með
11 ára eða 15 ára er mjög ólíkt.“
The Producers er væntanleg íkvikmyndahús í Bandaríkj-
unum um jólin. Í helstu hlutverkum
eru margir
skemmtilegir
leikarar, Nathan
Lane, Matthew
Broaderick, Uma
Thurman og Will
Ferrell. Myndin
er byggð á söng-
leik eftir Mel
Brooks, sem er
nýbúinn að vera
á fjölunum í
Broadway og gekk vel. Leikstjóri
myndarinnar er Susan Stroman.
Myndinni er spáð velgengni á
verðlaunahátíðum.
Matthew Broderick
Daniel Radcliffe og Alfonso Cuarón.
Orlando Bloom
Erlendar
kvikmyndir