Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.2005, Síða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. september 2005 | 13 Í nýjasta 4hefti tónlistartímarits-ins Mojo er þess minnst að tutt- ugu og fimm ár eru liðin frá andláti trymbilsins Johns Bonham úr Led Zeppelin. Greinin er mjög yfir- gripsmikil og þar er farið yfir sögu hins villta trommara frá því hann hóf korn- ungur að berja á kaffidollur, þar til hann lést í september árið 1980. Eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, þeir Robert Plant, Jimmy Page og John Paul Jones rifja upp kynni sín af þessum oft nefnda besta tromm- ara allra tíma og þar á meðal rifjar gítarleikari sveitarinnar og hljóm- sveitarstjóri Jimmy Page upp fyrstu æfingu sveitarinnar í litlu herbergi í Vestur-London.    Ég var fullviss um að það einasem þurfti var að koma okkur saman í eitt herbergi og ég vissi að efnið sem ég var með í höndunum var eitthvað sem þeir höfðu aldrei heyrt áður, hvað þá spilað. Ég vissi líka að það rúm sem ég hafði búið til fyrir spuna, myndi höfða til þeirra því að hæfileikar þeirra og hæfni var engri lík. Þetta var í raun bara spurning um að koma þessu öllu saman. Við æfðum fyrst í litlu hljóð- veri á Lisle Street í Vestur-London, þar sem Kínahverfið er núna. Her- bergið var pínulítið og við rétt náð- um að troða græjunum inn. Við spil- uðum „Train Kept-A-Rollin“ [lag eftir Tiny Bradshaw sem Yardbirds spilaði iðulega] og ákafinn var svo gríðarlegur að eftir að við höfðum lokið laginu, litum við á hver annan og hugsuðum, „andskotinn, hvað var þetta?“ Það var eins og heildar- kraftur okkar fjögurra hefði skapað fimmta frumefnið. Það var fullkomið og svo kraftmikið að ég man ekki einu sinni hvað við spiluðum eftir það.“    Fjórmenningarnir færðu sig fljót-lega eftir þetta heim til Page við Thames-ána í Berkshire þar sem stífar æfingar hófust á lögum eins og „I’m Confused“ sem seinna varð að „Dazed and Confused“, „I Can’t Quit You Baby“ og önnur. „Þó að við værum að spila þessi lög vorum við í raun að ramma sveit- ina inn. Ég var með fullt af lögum sem mig langaði til að setja inn í þennan ramma; lög á borð við „Babe I’m Gonna Leave You“ og ég gat séð hljómsveitina vaxa og öðlast kraft á þessum æfingum. Þetta var ekki bara spurning um að spila annað- hvort blús eða rokk eða þjóðlaga- tónlist. Þetta var allt það og meira. Og John [Bonham] gat spilað það allt en um leið léð því kraft og blæ- brigði.“ Mánuði eftir þessar æfingar fóru The New Yardbirds [en það hétu þeir þá] í tónleikaferð um Skandin- avíu. Þegar þeir komu aftur til Eng- lands gerðu þeir stærsta samning sem ný hljómsveit hafði gert á þeim tíma við hljómplöturisann Atlantic og í kjölfarið breyttu þeir um nafn. Zeppelin hafði hafið sig á loft. Erlend tónlist Led Zeppelin. Page í Höllinni. James Brown var þekktur fyrir það að veramesti vinnuþjarkur tónlistarsögunnar ogárið 1973 er ágæt sönnun þess. Í upphafiárs lá hann reyndar undir miklu ámæli fyrir að hafa lýst stuðningi við þrjótinn Richard M. Nixon en náði vopnum sínum og vinsældum í janúar með plötunni Get on the Good Foot sem seldist vel. Í kjölfarið lagið hann svo lokahönd á plötu með tónlistinni við kvikmyndina Black Caesar sem kom út um miðjan febrúar. Í febrúar byrjaði Brown á upptökum á efni fyrir nýja kvikmynd sem hann vann síðan að með hléum út árið. Áður en lengra væri haldið í þeim efnum, aðeins náðist að taka upp eitt lag að svo stöddu, lagði Brown upp í langa Evrópureisu með hljómsveit sína. Í byrjun apríl var hann kom- inn í hljóðverið aftur að taka upp tónlist fyrir aðra kvikmynd, Slaughter’s Big Rip-Off. Þegar þeirri vinnu var lokið gat hann loks tekið upp þráðinn með nýju plötuna sem fyrsta lag hennar var tekið upp í febrúar eins og áður er getið. Eitt lag til var tekið upp í apríl, en áður lengra varð haldið var Brown lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á meðan hann var að jafna sig lést elsti sonur hans í bílslysi og kemur varla á óvart þó Brown hafi ekki farið í hljóðver um hríð, en plata með hluta af tón- listinni sem tekin var upp fyrir Slaughter’s Big Rip-Off kom út í júlí. Í ágúst kom svo út fjórða James Brown-plata ársins, safnplatan Soul Classics Volume 2. Í byrjun ágúst var Brown kominn í hljóðverið með hljómsveitinni og tók nú upp það sem á vant- aði fyrir kvikmyndina utan eitt lag, Stone to the Bone, sem tekið var upp rúmum mánuði síðar, í byrjun október. Það lag var gefið út sem smáskífa þegar ljóst varð að ekkert yrði af kvikmyndinni sem upptökur sumarsins áttu að fara í. Brown var þó ekki af baki dottinn og setti saman tvöfalda plötu sem hann kallaði The Payback og kom út í desember 1973, fimmta breiðskífan sem hann gaf út það ár og sú fjórða ef aðeins voru taldar plötur með nýju efni. The Payback er ein af bestu plötum sem Brown hefur sent frá sér, enda var hljómsveit hans á há- tindi getu sinnar, vel smurð fönkvél sem gat mal- að endalaust. Lögin á plötunni eru öll löng, það stysta hálf sjötta mínúta, það lengsta tæpar þrett- án. Eftir þetta tók að halla undan fæti hjá James Brown, það er bara Hell, sem kom út ári síðar, sem kemst með tærnar þar sem þessi hefur hæl- ana. The Payback kom út á vínil sem tvöföld plata 1973 eins og áður er getið en var endurútgefin á geisladisk af Polygram 1992, hljómur góður og Mind Power komið í eðlilega lengd. Platan var reyndar svo löng að hún rétt sleppur á diskinn, tæpar 73 mínútur og engin mínúta laus við stuð. Vel smurð fönkvél Poppklassík eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þ ó það sé freistandi fyrir hljóm- sveitir að selja tónlist sína í auglýs- ingar getur það verið tvíbent. Vissulega getur það skilað dágóð- um aur í kassann fyrir litla vinnu, lögin hvort eð er tilbúin og ekkert að gera nema skrifa undir samninga. Á móti kemur að ef auglýsingin verður mikið sýnd fær fólk ekki bara leið á henni heldur líka leið á hljómsveitinni, hversu ómaklegt sem það annars er. Dæmin eru mýmörg, sjá til að mynda hvernig fór fyrir Moby ræflinum sem seldi öllum sem vildi lög af Play og hefur varla selt plötur eftir það, nú eða þá Babylon Zoo sem átti geggjaða smáskífu í Levis- auglýsingu („Spaceman“) og svo ekki söguna meir – það er helst að maður sjái sveitarinnar getið í „hvar eru þau nú“. Álíka fór fyrir rokksveitinni bandarísku The Dandy Warhols þegar lagið góða „Bohemian Like You“ var nýtt í auglýsingaherferð breska símafyrirtækisins Vodafone, því sú herferð, sem stóð mjög lengi, var bæði áberandi og náði til margra landa, til að mynda hingað þar sem Og Vodafone keyrði slíkar auglýsingar. Odditorium or Warlords of Mars nefnist ný plata með The Dandy Warhols sem kemur út þriðjudaginn 13. september. Odditorium er einn- ig heiti á hljóðveri sveitarinnar í heimabæ henn- ar, Portland í Oregon-ríki Bandaríkjanna, en Odditorium er, að sögn, staður þar sem hlutir hreyfast til hægri þegar þeir virðast fara til vinstri. Nýja platan tekur nokkuð mið af þessu, á henni leggja Spjátrungarnir svolitla lykkju á leið sína og hverfa frá hljóðgervlapoppi síðustu plötu sem kom út árið 2003 og taka nú til við öllu hrárra rokk. „Vodafone-lagið“ Þau sem skipa Dandy Warhols komu saman í Portland í Oregon fyrir rúmum áratug, en í fyrstu gerð sveitarinnar voru þau Courtney Taylor sem syngur og leikur á gítar, Zia McCabe sem leikur á hljómborð, Peter Holmstrom sem leikur á gítar og Eric Hedford sem leikur á trommur. Sveitin komst snemma á samning og fyrsta breiðskífan, Dandy’s Rule OK?, kom út ári síðar. Capitol féll fyrir sveitinni og gerði við hana samning sama ár. Þegar á reyndi hafnaði fyrir- tækið plötunni sem sveitin skilaði inn, fannst hún ekki nógu poppuð, og liðsmenn þurftu að taka allt upp aftur. Dandy Warhols Come Down kom svo út 1997 og gekk bærilega heimafyrir, en öllu betur í Evrópu. Eric Hedford hætti í sveitinni 1999 og í hans stað kom Brent DeBoer sem spilaði á þriðju breiðskífunni, Thirteen Tales from Urban Bo- hemia, sem kom út 2000. Á þeirri plötu var „Vodafone-lagið“, „Bohemian Like You“, sem náði snemma gríðarlegum vinsældum. Fjórða breiðskífan, Welcome to the Monkey House, kom út 2003, en gekk ekki ýkja vel, eins og fólk væri eiginlega búið að fá nóg af sveitinni, og því er mikið í húfi að þessu sinni með Oddi- torium or Warlords of Mars. Skemmta sér, alltaf The Dandy Warhols er ekki síst þekkt fyrir það að vera gefin fyrir það að totta pyttluna, „skemmta sér, alltaf“, eins og það var orðað í Guardian í tónleikaumfjöllun fyrir nokkru. Einn- ig hefur sveitin verið fræg/alræmd fyrir það að hafa engan sérstakan stíl heldur tína til hug- myndir og stefnur frá öðrum. Á Thirteen Tales from Urban Bohemia var þannig breskt rokk frá áttunda áratugnum en á Welcome to the Monkey House var sveitin búin að miða sér um það bil áratug fram í tímann og meira heyrist af hljóm- borðum og hljóðgervlum. Á Odditorium or War- lords of Mars er rokkið aftur í hávegum, útsetn- ingar einfaldari og kraftmeiri. Hvað þetta varðar minnir platan á gamla tíma, sveitina sem var áð- ur en hún sló í gegn og gerði hvað hún gat til að slá í gegn aftur. Lögin eru úr ýmsum áttum sé litið til útsetninga og frágangs, rokk að hætti Rolling Stones í árdaga, Smokie-popp og svo líka hljóðgervlarokk og rólegheit. Ekki er langt síðan Peter Holmstrom tók sér eftirnafn eiginkonu sinnar og heitir í dag Peter Loew, en Taylor skipti einnig um nafn, heitir í dag Courtney Taylor-Taylor – honum þótti víst svo skondið hvernig blaðamaður fór með nafnið í viðtali eitt sinn. Það segir sitt um það hve hann tekur sjálfan sig alvarlega og sannaðist líka í heimildarmyndinni Dig! sem hlaut verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Í Dig! er sagt frá tveimur hljómsveitum, The Dandy Warhols og The Brian Jonestown Massacre – fyrrnefnda sveitin á stöðugri uppleið en hin síðarnefna situr föst neðanjarðar. Þessi „samkeppni“ sveitanna er merkileg fyrir ástar- hatur samband milli leiðtoga þeirra, Courtney Taylor-Taylor, sem talar yfir myndina, og Anton Newcombe. Þó sveitirnar fái báðar heldur laka útreið í myndinni, ef marka má lýsingar, þá virðist hún hafa vakið jákvæða athygli á The Dandy Warhols og því eru menn vongóðir með að platan nýja eigi eftir að seljast betur en sú síð- asta. Enginn sérstakur stíll The Dandy Warhols senda frá sér nýja plötu á þriðjudaginn kemur, Odditorium or Warlords of Mars. Þrátt fyrir misjafnt gengi hljómsveitar- innar undanfarin ár eru menn vongóðir um að nýja platan eigi eftir að seljast betur en sú síð- asta. The Dandy Warhols „Er ekki síst þekkt fyrir það að vera gefin fyrir það að totta pyttluna, „skemmta sér, alltaf“, eins og það var orðað í Guardian í tónleikaumfjöllun fyrir nokkru.“ Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.