Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 85. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í dynjandi galsa … Maxim Vengerov frumflytur rússneskan víólukonsert | 21 Viðskipti og Íþróttir í dag Stærra, efnismeira og öflugra 32 síðna Viðskiptablað Morgunblaðsins KAST KRINGLU Opið til í kvöld21 31.mars - 3. aprílCedar Rapids. AP. | 78 ára bandarískur kylfingur, sem hefur verið úr-skurðaður blindur, hafði heyrt það áður og þess vegna trúði hann ekki félögum sínum þegar þeir sögðu honum að hann hefði farið holu í höggi. „Þeir höfðu sagt þetta áður,“ sagði kylfingurinn, Joel Ludvicek. Í þetta skipti voru þeir þó ekki að grínast við hann. Ludvicek fór holu í höggi á elleftu braut, sem er 154 metrar, á golfvelli í Iowa. Þrír félagar hans staðfestu að hann hefði náð draumahögginu. „Þetta var hundaheppni,“ sagði Ludvicek sem missti sjónina að mestu vegna sjóndepilsrýrnunar. Blindur maður fór holu í höggi BAUGUR Group tilkynnti stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield síðdegis í gær að Baugur hefði eindreginn vilja til þess að kaupa keðjuna og hygðist leika leik- inn til enda. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann ætti von á því að stjórn Somerfield ákvæði á fundi sínum nú fyrir hádegi að opna bækur sínar fyrir til- boðsgjöfunum þremur, þ.e. Baugi, hinum írönsku Tchenguiz-bræðrum og bresku bræðrunum Ian og Richard Livingstone. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má búast við því að nýtt tilboð frá Baugi verði á bilinu 190 til 210 pens fyrir hvern hlut. Jón Ásgeir vildi ekki tjá sig um upp- hæð tilboðsins sem Baugur væri nú með í undirbúningi. „Við tilkynntum stjórn Som- erfield þennan eindregna vilja okkar til kaupa í dag og að við hygðumst leika leikinn til enda. Jafnframt greindum við stjórninni frá því að lokaverð myndi ráðast af þeim upplýsingum sem við fáum þegar bækur fé- lagsins hafa verið opnaðar,“ sagði Jón Ás- geir, „og einnig að verðið yrði aldrei lægra en það sem við buðum í febrúar.“ Upphaf- legt óformlegt tilboð Baugs í Somerfield í febrúarmánuði hljóðaði upp á 190 pens. Von á að félagið opni bækur sínar „Nú þegar þrír aðilar hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til þess að bjóða í félagið eigum við von á að það opni bækur sínar og þá fari hið formlega uppboð á Somerfield af stað,“ sagði Jón Ásgeir. Jón Ásgeir vildi ekkert segja um það hvort hann væri bjartsýnn á að Baugur Group eignaðist Somerfield, en benti samt sem áður á, að Baugur væri þriðji stærsti hluthafinn í Somerfield, með 5% eignarhlut. Frá því að Baugur Group gerði hið óformlega tilboð sitt hafa átt sér stað mikil viðskipti með hlutabréf í Somerfield, en um 150 milljón hlutir hafa skipt um eigendur. Sérfræðingar á markaði í Bretlandi telja að þar sé einkum um spákaupmennsku að ræða þar sem skammtímafjárfestar hafi keypt bréfin í þeirri von að verðið á Somer- field hækkaði þegar yfirtökutilboð kæmu fram. Samkvæmt þessu hafi margir þeir sem til langs tíma hafi átt hluti í félaginu selt og eigendasamsetning þess því breyst mjög mikið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hafa sextán verslanakeðjur skipt um eigendur á Bretlandseyjum síðan árið 2001 með yfirtökum og Baugur hefur eignast átta þessara keðja. Þrír um hituna Baugur tilbúinn að greiða allt að 210 pens fyrir hvern hlut  Yfirtaka/27B Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Somerfield VERÐI niðurstaðan svipuð og núverandi staða í svonefndum DOHA-viðræðum gefur til kynna verða íslensk stjórnvöld að gera verulegar breyt- ingar á styrkjakerfi landbúnaðarins. Styrkir og aðrar aðgerðir, sem byggjast á framleiðslu eða valda truflunum á viðskiptum með landbúnaðar- afurðir, þurfa væntanlega að minnka um helming, úr um 10,5 milljörðum í um 5–6 milljarða, fyrir ár- ið 2012. Innflutningur á erlendum landbúnaðar- afurðum mun auk þess aukast til muna. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi í utanríkisráðuneytinu í gær um stöðuna í DOHA- samningalotunni um aukið frelsi í alþjóðavið- skiptum sem nú fer fram á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO. Framleiðslutengdur stuðningur er m.a. bein- greiðslur til mjólkurbænda og viðskiptatruflandi stuðningur telst m.a. verðstýring og verndartoll- ar. Í dag má Ísland, samkvæmt samningi WTO, veita slíkan stuðning að hámarki um 13 milljarða, þar af eru 8 milljarðar vegna mjólkurframleiðslu, að því er kom fram í máli Guðmundar B. Helga- sonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Rétt er að ítreka að ekki er átt við beinan fjárhagslegan stuðning eingöngu heldur eru toll- ar og aðrar viðskiptahindranir einnig metnar til fjár. Guðmundur sagði að þetta þýddi þó ekki endilega að stjórnvöld yrðu að draga úr heildar- stuðningi við landbúnað heldur yrði að gera það með öðrum hætti, einkum með svokölluðum grænum styrkjum. Þeir væru þó háðir stífum reglum og WTO hygðist auka mjög eftirlit með því að þær væru virtar. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasam- takanna, sagði að þegar núverandi samningur WTO rynni sitt skeið á enda, árið 2007, mætti gera ráð fyrir að framleiðslu- og markaðstrufl- andi stuðningur Íslands við landbúnað næmi 10,5 milljörðum. Þó að enn væri margt óljóst um lyktir DOHA-samningalotunnar benti allt til þess að styrkirnir yrðu að lækka um helming og það hlyti að valda verulegum breytingum á landbúnaðar- kerfinu. Stefnir í að DOHA-samningalotan hafi mikil áhrif á íslenskan landbúnað Framleiðslustyrkir þurfa að lækka um helming Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Samkeppni/4 Brussel. AFP, AP. | Paul Wolfowitz, að- stoðarvarnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, verður að öllum líkindum skipaður yfirmaður Alþjóðabankans á fundi bankaráðs hans í New York í dag eftir að Evrópuríki féllust á að styðja hann. Sú ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að tilnefna Wolfo- witz í embættið vakti deilur í Evrópu- sambandinu (ESB), einkum vegna þess að hann beitti sér fyrir innrás- inni í Írak og lagði grunninn að stefnu stjórnar Bush í málefnum landsins. Wolfowitz vann þó fjármála- og þró- unarmálaráðherra ESB-landanna á sitt band á fundi í Brussel í gær. Hann fullvissaði þá um að Evrópusamband- ið yrði áhrifamikið í Alþjóðabankan- um og kvaðst ætla að setja saman „fjölþjóðlega“ yfirstjórn í stofnuninni. Wolfowitz hét því einnig að barátt- an gegn fátækt í heiminum yrði for- gangsverkefni sitt í bankanum. Fulltrúi allra aðildarríkjanna Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB sagði að hún væri ánægð með loforð hans og stefnu í þróunarmálum, einkum hvað varðar afnám viðskipta- hafta og baráttuna gegn fátækt. Heidemarie Wieczorek-Zeul, ráð- herra þróunarmála í þýsku stjórninni, sagði að afstaða ESB-ríkjanna til Wolfowitz réðist af viðhorfum hans í þróunarmálum en ekki af þætti hans í Íraksstríðinu. Wolfowitz hefði tekið skýrt fram að hann yrði ekki fulltrúi Bandaríkjastjórnar, heldur allra aðildarríkja Alþjóðabankans. Reuters STUÐNINGSMENN Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, halda á fán- um á kosningafundi í höfuðborginni Harare í gær. Mugabe sagði að ekki kæmi til greina að flokkur hans myndaði þjóðstjórn með stjórn- arandstöðunni eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. /14 ESB-ríki styðja Paul Wolfowitz Kveðst ætla að koma á fjölþjóðlegri yfirstjórn í Alþjóðabankanum Mugabe hafnar þjóðstjórn  Úlfur í Alþjóðabanka/6B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.