Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Wolfowitz í Alþjóðabankann
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
verður að öllum líkindum skipaður
yfirmaður Alþjóðabankans í dag.
Ríki Evrópusambandsins féllust í
gær á að styðja hann þrátt fyrir efa-
semdir um hann vegna þáttar hans í
skipulagningu innrásarinnar í Írak.
Mikið álag á lífríki jarðar
Vaxandi mannfjöldi og aukin efna-
hagsumsvif hafa valdið miklu álagi á
lífríki jarðar síðastliðna hálfa öld, að
því er fram kemur í skýrslu sem
unnin var með aðstoð yfir 1.300 sér-
fræðinga.
Neikvæð gagnvart nýbúum
Viðhorf íslenskra unglinga til ný-
búa hafa þróast í afar neikvæða átt á
mjög stuttum tíma. Fulltrúar RKÍ
segja nauðsynlegt að efla forvarna-
starf og fræðslu gegn fordómum
Minni landbúnaðarstyrkir
Íslensk stjórnvöld þurfa að öllum
líkindum að draga mjög úr styrkjum
til landbúnaðarframleiðslu á kom-
andi árum, ef fer sem horfir með
svonefnda DOHA-samningalotu.
Baugur vill Somerfield
Baugur Group hefur lýst yfir vilja
sínum til að taka yfir bresku versl-
anakeðjuna Somerfield og býður allt
að 210 pens á hlutinn.
Y f i r l i t
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
bæklingur frá Vero Moda.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 26
Fréttaskýring 8 Viðhorf 28
Erlent 13/15 Bréf 30
Minn staður 15 Minningar 31/36
Akureyri 16 Myndasögur 40
Höfuðborgin 17 Dagbók 40/42
Austurland 18 Listir 43/45
Landið 18 Leikhús 44
Daglegt líf 19 Bíó 46/49
Neytendur 20 Ljósvakamiðlar 50
Menning 21 Veður 51
Umræðan 22/30 Staksteinar 51
* * *
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði á ársfundi Seðlabank-
ans í gær að það hlyti að koma til
skoðunar þegar sveiflur gengis væru
brotnar til mergjar hvort taka ætti
upp evruna. „Með þessu er ég ekki að
segja að upptaka evrunnar myndi
leysa öll vandamál,“ sagði Halldór.
Hún gerði það ekki að hans dómi.
Halldór sagði af þessu tilefni að ís-
lenskt efnahagslíf hefði goldið fyrir
það hve íslenskur fjármálamarkaður
væri lítill í samanburði við alþjóða-
markaðinn, og tiltölulega litlar fjár-
magnshreyfingar inn og út úr land-
inu gætu skapað miklar sveiflur í
gengi íslensku krónunnar.
Halldór sagði eðlilegt að Seðla-
bankinn mæti hvort frekari vaxta-
hækkanir væru nauð-
synlegar og væru
líklegar til að stuðla að
því að verðbólgumark-
mið næðist.
„Ég hef heyrt rök
Seðlabankans fyrir
þeim vaxtahækkunum
sem hann hefur þegar
beitt sér fyrir. Þau eru
góð og gild svo langt
sem þau ná. En ég hef
líka átt viðræður við
fjölmarga fulltrúa at-
vinnulífsins og fleiri
sem hafa efasemdir um
að stýritæki Seðla-
bankans virki eins og til
er ætlast. Ég ætla mér ekki að gerast
dómari í þessu máli. Hins vegar
finnst mér eðlilegt að hlusta á öll
sjónarmið.“
Ráðherra sagði mik-
ilvægast að ræða á
þessari stundu hvaða
verðbólgumælikvarði
gæfi besta mynd af
stöðu efnahagsmála og
hvaða viðmiðun gagn-
aðist Seðlabankanum
best. Forsætisráðherra
benti á að vísitala
neysluverðs hefði
hækkað um 4,5% á síð-
ustu tólf mánuðum, þar
af stafaði meira en
helmingur hækkunar-
innar af hækkun hús-
næðisverðs.
„Það er því eðlilegt
að spurt sé hvort vísitala neysluverðs
gefi rétta mynd af stöðu verðlags-
mála við þessar aðstæður. Í þessu
samhengi hefur verið bent á að vísi-
tala neysluverðs endurspegli ekki
nægilega vel breytingar á almennum
framfærslukostnaði heimilanna þar
sem lækkun á vöxtum að undanförnu
og minnkandi greiðslubyrði húsnæð-
islána hafi ekki að fullu komið inn í
vísitöluna,“ sagði forsætisráðherra.
Hann teldi því að full ástæða væri
til að ræða opinskátt hvort Seðla-
bankanum væri of þröngur stakkur
sniðinn með því að miða verðbólgu-
markmiðið alfarið við tólf mánaða
breytingar vísitölu neysluverðs. „Ég
tel sjálfgefið að Seðlabankinn horfi til
fjölmargra þátta efnahagslífsins þeg-
ar hann tekur sínar vaxtaákvarðanir,
þar á meðal til þróunar fasteigna-
verðs. Mér finnst hins vegar fast-
eignaverðsþátturinn hafa of mikið
vægi eins og staðan er í dag og tel
nauðsynlegt að láta skoða þetta atriði
vandlega,“ sagði forsætisráðherra.
Upptaka evrunnar hlýtur
að koma til skoðunar
Halldór Ásgrímsson
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
STARFSMANNASAMTÖK Rík-
isútvarpsins hafa boðað til starfs-
mannafundar í matsal Rík-
isútvarpsins í dag kl. 12.30.
Umræðuefnið er ástandið sem
skapast hefur innan stofnunar-
innar eftir að Auðun Georg Ólafs-
son var ráðinn í stöðu fréttastjóra
útvarps.
„Á þessum fundi ætlum við að
ræða stöðuna í þessu máli akkúrat
eins og hún blasir við okkur,“ seg-
ir Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
formaður starfsmannasamtaka
RÚV. „Einhver úr stjórn félags
fréttamanna verður með framsögu
á fundinum og svo verða almennar
umræður í kjölfarið um hvað fólki
hér í húsi finnst. Væntanlega
verður fólk bæði með og á móti.
Ég vænti þess að stuðningsmenn
Auðuns Georgs láti einnig í sér
heyra.“
Samtökin munu svo samþykkja
ályktun í kjölfar fundarins, en
texti hennar liggur ekki fyrir að
sögn Jóhönnu. Félag fréttamanna
fundaði í gær, þar sem m.a. var
rætt um hvað við tæki næstu
daga. Segir Jóhanna menn mjög
reiða og „ekki tilbúna að kyngja
þessu“.
Bogi Ágústsson, forstöðumaður
fréttasviðs Ríkisútvarpsins, segir
gert ráð fyrir því að Auðun Georg
komi til starfa á morgun, 1. apríl.
„Þegar menn koma inn á nýjan
vinnustað þurfa þeir að kynnast
fólki og starfsháttum, en hann er
fréttastjóri frá fyrsta degi.“ Bogi
segir Friðrik Pál Jónsson, starf-
andi fréttastjóra útvarps, hafa
óskað þess að fara aftur í Speg-
ilinn og muni hann taka aftur við
þeirri stöðu sinni á morgun.
Auðun Georg til
starfa á morgun
FIMMTÁN aðildarfélög BHM, sem
notuðu rafræna atkvæðagreiðslu til
að afgreiða samkomulag við ríkið
um breytingar og framlengingu á
kjarasamningum sínum, hafa öll
samþykkt samkomulagið með afger-
andi meirihluta greiddra atkvæða.
Áður höfðu þrjú
aðildarfélög
BHM samþykkt
samkomulagið í
atkvæðagreiðslu.
Aðildarfélög
BHM, sem und-
irrituðu nýtt
samkomulag við
ríkið 28. febrúar
síðastliðinn, voru
24 talsins. Þau
sex, sem enn eiga
eftir að taka afstöðu til samkomu-
lagsins, eru staðbundin félög há-
skólakennara, leikarar og sálfræð-
ingar.
Afgerandi niðurstaða
Að sögn Halldóru Friðjónsdóttur,
formanns BHM, eru kennarafélögin
jafnframt að ganga frá stofnana-
samningum við sína skóla og bjóst
hún við atkvæðagreiðslum hjá þeim
í næstu viku.
Fengu félagsmenn upplýsingar
sem þurfti að hafa til að greiða at-
kvæði sendar í pósti. Að meðaltali
neytti helmingur atkvæðisbærra
einstaklinga réttar síns í rafrænu
atkvæðagreiðslunni, eða 1.188 af
2.374. Minnst þátttaka í einstöku fé-
lagi var 35%, en mest 75%.
Þegar litið er til félaganna allra
voru tæplega 90% þátttakenda
fylgjandi samkomulaginu, tæp 10%
sögðu nei og innan við 1% skilaði
auðu. Í einu félagi var samkomulag-
ið samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum, en lægsta hlutfallið var
tæplega 78%.
„Niðurstaðan er mjög afgerandi,
mikill meirihluti þeirra sem greiddu
atkvæði er jákvæður gagnvart sam-
komulaginu,“ sagði Halldóra Frið-
jónsdóttir, formaður BHM, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Þátttakan í
rafrænu atkvæðagreiðslunni olli
henni samt nokkrum vonbrigðum.
„Með því að hafa rafræna atkvæða-
greiðslu héldum við að við fengjum
meiri þátttöku,“ sagði Halldóra.
18 aðildar-
félög BHM
samþykktu
samkomulag
við ríkið
Halldóra
Friðjónsdóttir
ALLS hafa nítján sótt um stöðu
safnstjóra Listasafns Reykjavíkur,
en umsóknarfrestur rann út 22. mars
sl. Staðan var auglýst alþjóðlega og
sækjast alls tólf íslenskir og sjö er-
lendir safnstjórar, sýningarstjórar,
listamenn og aðrir einstaklingar eft-
ir starfinu. Erlendu umsækjendurn-
ir eru starfandi í Evrópu, Bandaríkj-
unum, Kanada og Asíu.
Þeir sem sóttu um starfið eru:
Aldo Castillo, Chus Martinez,
Dieter Buchhart, Hafþór Yngvason,
Halldór Björn Runólfsson, Hannes
Sigurðsson, Hilde Teerlinck, Kinga
Araya, Kristinn E. Hrafnsson, Leon-
hard Emmerling, Margrét Sigfús-
dóttir, María Rut Reynisdóttir, Njáll
Sigurðsson, Ólöf K. Sigurðardóttir,
Rakel Pétursdóttir, Rebekka Rán
Samper, Sólveig Þórisdóttir, Yean
Fee Quay og Æsa Sigurjónsdóttir.
Í fréttatilkynningu segir að tekin
verði viðtöl við umsækjendur sem
uppfylla öll skilyrði auglýsingar, sem
m.a. kvað á um framhaldsmenntun á
háskólastigi sem tengist viðfangs-
efnum safnsins, þekkingu á myndlist
og reynslu af lista- og menningar-
starfi auk reynslu og hæfileika á
sviði stjórnunar, starfsmannahalds
og rekstrar.
Jafnframt voru gerðar kröfur um
reynslu af alþjóðlegri samvinnu á
vettvangi myndlistar og að viðkom-
andi umsækjandi gerði grein fyrir
framtíðarsýn sinni fyrir Listasafn
Reykjavíkur.
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar ræður nýjan
safnstjóra Listasafns Reykjavíkur
að fenginni tillögu sviðsstjóra.
Alþjóðlegur áhugi á stöðu safn-
stjóra Listasafns Reykjavíkur
MIKIL þensla hefur verið á byggingarmarkaði undanfarin misseri og hef-
ur hún meðal annars birst í gríðarlegri eftirspurn eftir lóðum á höfuðborg-
arsvæðinu og einnig í Fjarðabyggð.
Í Borgartúninu starfa byggingarverktakar nú í djúpum og víðum
grunni, þar sem áður voru Trésmiðjan Sögin og tækjadeild Reykjavík-
urborgar. Enginn vafi er á að viðamikil bygging mun rísa á þessum verð-
mæta reit.
Morgunblaðið/Þorkell
Grunnurinn treystur