Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 13

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 13 ERLENT Nias. AFP. | Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að búið væri að staðfesta að 518 manns hefðu farist í öflugum jarðskjálfta í Indónesíu sl. sunnudag. Þessi tala á þó eftir að hækka, enn er verið að leita að lifandi fólki í rústum húsa sem hrundu í skjálftanum og það verk gengur hægt vegna skorts á tækjum og tólum til að lyfta og færa til jarðveg og grjót úr húsum sem hrundu. Víst er talið að meira en 1.000 manns fórust í hamför- unum. Ekki eru nema þrír mánuðir síð- an á þriðja hundrað þúsund manns fórust í miklum náttúruhamförum í Indónesíu og fleiri ríkjum Suðaust- ur-Asíu. Hjálparstarfsfólk var þó tekið að yfirgefa svæðin. Undan- farna tvo daga hafa hjálparsamtök hins vegar verið að senda fólk sitt til baka í því skyni að bregðast við jarðskjálftanum á sunnudag. Hann átti upptök sín undan vesturströnd Súmötru og mældist 8,7 á Richters- kvarðanum. Þá var ástralska herskipinu Kan- imbla snúið við en það var statt ná- lægt Singapore, á heimleið eftir að hafa verið á hörmungasvæðunum í Indónesíu síðustu þrjá mánuðina. Ástralir hafa einnig lagt til flutn- ingavélar og þyrlur til að flytja hjálpargögn til bágstaddra. Stjórn- völd í Japan og Malasíu hafa eins og Ástralir heitið Indónesum að senda hermenn, neyðarhjálparsveitir og ýmsar vistir. Þora ekki að vera innandyra Manntjón í skjálftanum á sunnu- dag varð mest á eyjunni Nias og er stærsti bærinn þar, Gunung Sitoli, nánast í rúst eftir skjálftann. Vegir, brýr og flugvellir skemmdust líka mikið í jarðskjálftanum sem hamlar björgunarstarfi. Á eyjunni Simeulue, sem einnig varð illa úti, höfðust tugir þúsunda manna við í tjöldum. Margir höfðu misst heimili sín í skjálftanum, aðrir þorðu einfaldlega ekki að vera inn- andyra af ótta við frekari skjálfta. Skortur er á mat og lyfjum á bæði Nias og Simeulue, að sögn AFP- fréttastofunnar og hefur gengið hægt að koma vistum til eyjanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna greindu hins vegar frá því að yf- irflug hefði leitt í ljós að ekki hefði orðið mikið manntjón á Banyak-eyj- um, sem liggja allra næst upptökum skjálftans á sunnudag, en þar búa um tíu þúsund manns. Aðstæður hamla öllu hjálparstarfi Reuters Indónesísk kona gengur framhjá rústum nokkurra húsa í Gunung Sitoli á Nias-eyju í gær. Vegir, brýr og flugvellir skemmdust mikið í jarðskjálftanum í Indónesíu                 ! "#$ %" %!  &! '& % (   #)$* + ,#%    (  -. / , "+ ,# "   011                / , "+ ,#  "#$ + #         V æntanlegt hjónaband Karls rík- isarfa í Bretlandi og heitkonu hans, Camillu Parker Bowles, hefur beint sjónum manna að hefðum og lögum ensku biskupakirkjunnar hvað snertir hjónaskilnaði, segir í frétt Associated Press. Bæði eru fráskilin en kirkjan hefur ávallt verið mjög andvíg skilnaði enda þótt hlálegt sé í ljósi sögunnar: Hinrik VIII. konungur fékk ekki leyfi páfa á 16. öld til að skilja við konu sína og giftast ástmey sinni, þess vegna stofnaði hann biskupakirkjuna og sagði sig úr lögum við Róm. Konungurinn er að nafninu til æðsti yfirmað- ur biskupakirkjunnar í Englandi og því eru margir hugsi yfir væntanlegu hjónabandi. Ekki er víst hvernig túlka beri þá ákvörðun Elísabet- ar drottningar að vera ekki viðstödd sjálfa hjónavígsluna í Windsor-kastala 8. apríl en sumir heimildarmenn telja að hún sé að lýsa yfir vanþóknun sinni á ráðahagnum. Verður drottning og þó … Fyrrverandi eiginkona Karls, Díana prins- essa, er að vísu látin og því ekkert því til fyr- irstöðu að hann giftist á ný. En eiginmaður Camillu, Arthur Parker Bowles, er á lífi, þau hjónin skildu árið 1995. Því má bæta við að verði Karl konungur mun Camilla gegna hlutverki drottningar þótt hún fái að vísu ekki titilinn sjálfan heldur verði nefnd „princess consort“ sem mætti þýða lauslega með heitinu kon- ungsfrú. Karl og Camilla láta duga borgaralega vígslu en fá síðan blessun erkibiskupsins af Kant- araborg. Þetta er millivegur sem margir bresk- ir liðsmenn biskupakirkjunnar hafa fetað vegna bannsins við að skilja og giftast á ný. En ást- arsamband þeirra hefur verið alþekkt um langt skeið. Að sögn Paul Handleys, ritstjóra Church Times, telja flestir skömminni skárra að þau hætti að lifa í synd og gifti sig. Frjálslyndir liðs- menn kirkjunnar vona að giftingin verði til þess að biskupakirkjan verði framvegis fúsari að leyfa fráskildum að ganga aftur í hjónaband þegar væntanlegur yfirmaður hennar verði for- dæmi í þessum efnum. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og æðsti klerkur ensku biskupakirkjunnar, hef- ur í yfirlýsingu sagt að fyrirhugað hjónaband verði „í samræmi við reglur ensku kirkjunnar“. En íhaldssamir kirkjumenn eru á því að hjónabandið sé aðeins enn eitt dæmið um að grafið sé markvisst undan fornum hefðum og siðferðisgildum. Meðal þeirra sem eru ósáttir er David Stancliffe, biskup í Salisbury. Hann vill að Karl iðrist og geri yfirbót vegna sambands síns við Camillu áður en hún skildi við eig- inmanninn. Margir hafa kennt framhjáhaldi Karls um slitin á hjónabandi hans og Díönu prinsessu. Biskupinn bendir á að prinsinn og Camilla taka eftir borgaralegu athöfnina þátt í iðr- unarbænahaldi við athöfnina þar sem biskupinn blessar samband þeirra. „Þegar fólk býr sig undir slíkar bænir er meðal annars reynt að bæta fyrir öll særindi sem fólk hefur valdið, tengsl eru endurnýjuð og sérstök áhersla þá lögð á sambönd sem hafa skaddast vegna ótil- hlýðilegs framferðis,“ segir Stancliffe. Aðrir gagnrýnendur Karls segja að hann eigi einfaldlega að feta í fótspor frænda sína, Ját- varðs sjöunda, sem sagði af sér konungdæmi ár- ið 1936 til að geta gengið að eiga fráskilda konu. Karl eigi að láta son sinn, Vilhjálm, taka við þeg- ar Elísabet deyr. Efasemdir um nýtt hjónaband Karls Ríkiserfinginn breski sagður eiga að biðjast afsökunar á framhjáhaldi AP Karl, prins af Wales, og konuefni hans, Camilla Parker Bowles, á leið til messu í Didmarton í Englandi í febrúar. kjon@mbl.is Eftir Kristján Jónsson Tókýó. AP. | Vaxandi mannfjöldi og aukin efnahagsumsvif hafa valdið miklu álagi á lífríki jarðar síðast- liðna hálfa öld, segir í skýrslu sem unnin hefur verið með aðstoð yfir 1.300 sérfræðinga. Sameinuðu þjóð- irnar voru meðal þeirra aðila sem stóðu fyrir skýrslugerðinni en verk- ið tók fjögur ár og kostaði um 24 milljónir dollara, nær 1.500 millj- ónir króna. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, hvatti ríki heims til að notfæra sér niðurstöðurnar til að breyta um stefnu. Skýrsluhöfundar segja að búið sé að eyða um 60% af graslendi og skógum og spilla mjög lífi í ám og vötnum. Aukið álag á lífríki og hrá- efnabúskap jarðar geti komið í veg fyrir að hægt verði að ná mark- miðum sem sett voru fyrir fimm ár- um á fundi SÞ í S-Afríku um að lækka um helming hlutfall fólks sem ekki hefur aðgang að hreinu drykkjarvatni og bæta kjör fólks í fátækrahverfum. Yfir 16.000 gervihnattamyndir „Taki þjóðir heims ekki upp vist- vænni stefnu gæti farið svo að auk- in þörf manna fyrir mat, vatn og eldsneyti hraði enn eyðingu skóga, fiskstofna og vatnslinda og valdi tíðari farsóttum á næstu 50 árum,“ segir í skýrslunni. Sagði yfirmaður háskóla SÞ í Japan, A. H. Zakri, á blaðamannafundi í gær í tilefni af útgáfu skýrslunnar að framleiðsla á mat í heiminum hefði aukist en sú þróun hefði kostað sitt. Zakri sagði að hægt væri að draga úr slæmum áhrifum manna á umhverfið og minnka sóun auðlinda með því að fella niður hömlur á al- þjóðaviðskipti og niðurgreiðslur, vernda skóga og strandsvæði, ýta undir notkun vistvænnar tækni og minnka losun svonefndra gróður- húsalofttegunda en talið er að þær valdi hlýnun andrúmsloftsins. Vísindamenn notuðu yfir 16.000 bandarískar gervihnattamyndir af jörðinni við gerð skýrslunnar auk fjölmargra tölulegra gagna og greina í vísindatímaritum. Fram kemur að fimmtungi allra kóralrifa í heiminum og þriðjungi mangrove-skóga hafi verið eytt á síðustu árum. Fjölda dýra- og jurtategunda hafi verið útrýmt og þriðja hver tegund sé í útrýming- arhættu. Sjúkdómsfaröldrum hafi fjölgað, flóð og skógareldar orðið tíðari og hlutfall koldíoxíðs í and- rúmsloftinu hafi aukist mikið síð- ustu fjóra áratugi. Mikið álag á lífríki jarðar Viðamikil rannsókn leiðir í ljós að stöðugt gengur á auðlindir jarðar  Meira á mbl.is/ítarefni Washington. AFP. | Háttsettur bandarískur herforingi í Írak heimilaði að beitt yrði ógnunum og þvingunum við yfirheyrslur á föngum þar. Þetta kemur fram í minnis- blaði sem mannréttinda- samtök, ACLU, hafa fengið að- gang að. Minnisblaðið er frá því í sept- ember 2003 og undirritað af Ricardo Sanchez sem þá var yfirmaður Bandaríkjahers í Írak. Heimilar Sanchez þar að föngum sé gert að vera í erf- iðum stellingum við yfir- heyrslur, að gera megi föngum að hlýða á háværa tónlist, breyta megi lýsingu og raska reglubundnum svefni þeirra. Þá megi nota tjóðraða hunda við yfirheyrslur til að nýta „ótta Araba við hunda“. Sanchez seg- ir samþykki hans jafnan hafa þurft að liggja fyrir áður en að- ferðum þessum væri beitt, til þess hafi aldrei komið. Mánuði eftir að minnisblaðið var gert var fyrirmælunum breytt að kröfu lögfræðinga hersins. Sanchez heimilaði þvinganir Sanchez

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.