Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
LANDIÐ
Eskifjörður | Sævar Guðjónsson á
Eskifirði verður að teljast til hand-
laginna heimilisfeðra. Þegar hann
og kona hans Berglind Steina Ingv-
arsdóttir áttu von á sínu fyrsta
barni, ákváðu þau að smíða vöggu
undir barnið sjálf. Að sögn Sævars
sinnti hann smíðunum en Berglind
bróderaði. Undurfalleg vagga varð
útkoman úr smiðju þessara hand-
lögnu hjóna sem nú reka gistiheimili
á Mjóeyrinni á Eskifirði.
Sævar segist hafa verið að snigl-
ast úti í garði og var að bera til
hreindýrshorn sem þar voru í
nokkrum mæli, þegar hann fékk
hugmyndina að smíði vöggunnar.
Efniviðurinn eru þrjú stór hrein-
dýrshorn sem Sævar sneið til og
setti saman og gegna þau nú hlut-
verki undirvagns vöggunnar.
Yfirbyggingin er gerð úr blárri
síldartunnu, reyndar tveimur sem
eru settar saman. Því næst bróder-
aði og yfirdekkti Berglind tunnuna
með leðursútuðu hreindýraskinni.
Þegar vaggan var fullgerð eign-
uðust þau hjónin dreng sem heitir
Anton Berg og eyddi hann frum-
bernsku sinni í þessari haganlega
smíðuðu vöggu.
Þó reyndist einn galli á gjöf
Njarðar. Þegar drengurinn var orð-
in sjö mánaða var hann vaxinn upp
úr vöggunni og hefur sofið í rúmi
síðan og sannast þar hið fornkveðna
að barnið vex en brókin ekki.
Nú er ekki annað til ráða, til að
þessi fagri smíðisgripur nýtist sem
best, en að bíða eftir að annað barn
komi í heiminn til að velgja vögguna
þá arna.
Aðspurður sagði Sævar þó, að
ekki væri búið að leggja drög að
nýju barni í vögguna, þó þau hjónin
væru alltaf að æfa sig.
Eskfirsk vöggugerð úr hreindýrs-
hornum og síldartunnum
Barnið vex
en brókin ekki
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Búa sér í haginn Vaggan sem hjónin Sævar Guðjónsson og Berglind
Steina Ingvarsdóttir á Eskifirði bjuggu barni sínu.
Egilsstaðir | Lúðrasveit Reykja-
víkur heldur tvenna tónleika á
Austurlandi um næstu helgi. Bára
Sigurjónsdóttir, saxófónleikari og
tónskáld frá Egilsstöðum, á verk á
efnisskrá Lúðrasveitarinnar og
hefur spilað með henni undanfarin
ár.
„Við landsbyggðarfólk tengjum
nafn Lúðrasveitar Reykjavíkur
jafnan við höfuðborgina
eins og vera ber. Þar er heimili
hennar og starfsvettvangur. Allir
landsmenn hafa hins vegar notið
flutnings hennar í fjölmiðlum við
öll meiri háttar tækifæri í þau 83
ár sem hún hefur starfað,“ segir
Bára. Hún segir Lúðrasveitina
ekki hafa gert víðreist síðustu ár-
in, en nú hafi hún ákveðið að
heiðra Austfirðinga með tvennum
tónleikum, sem haldnir verða á
Egilsstöðum laugardaginn 2. apríl
og í Neskaupstað sunnudaginn 3.
apríl nk.
„Gestur á hvorum tveggju tón-
leikunum verður Berglind María
Tómasdóttir, einn af færustu
flautuleikurum landsins, sem
reyndar er ættuð frá Neskaup-
stað. Þá munu nokkrir austfirskir
lúðraþeytarar taka þátt í tónleik-
unum, en við hér fyrir austan eig-
um blásara, sem jafnast á við þá
bestu í landinu.
Þar má nefna Gillian Haworth,
Einar Braga Bragason og Tristan
Willems.“
Bára segir Lúðrasveit Reykja-
víkur hafa gengið í gegnum mikla
endurnýjun undanfarin ár. Á með-
an eldri meðlimir hafi verið að
hverfa af vettvangi einn og einn
hafi ungir félagar fyllt skörðin og
aldursbreiddin sé nú allt frá 12 og
upp í 80 ára.
„Meðal hinna yngri félaga eru
nokkrir Austfirðingar sem hafa
notið góðrar leiðsagnar Lárusar
H. Grímssonar hljómsveitarstjóra
og haft góðan félagsskap af sér
eldri hljóðfæraleikurum. Má þar
auk mín nefna Sóleyju Þrast-
ardóttur flautuleikara og Daníel
Friðjónsson klarínettuleikara sem
mun leika einleik á hinum aust-
firsku tónleikum.“
Efnisskrá verður í líflegri kant-
inum en þar á meðal verður tón-
verkið „Hver tók ostinn minn?“
eftir Báru og „Óður“ eftir Lárus
H. Grímsson hljómsveitarstjóra.
Brugðu sér austur Lúðrasveit Reykjavíkur hélt austur til tónleikahalds.
Blásið í lúðra á
Egilsstöðum og
í Neskaupstað
Lúðrasveit Reykjavíkur með tónleika
á Austurlandi í fyrsta sinn í 83 ár
Til Hafnar á einkaþotu | Lítil
einkaþota af gerðinni Challander
604 í lúxusútfærslu lenti á Horna-
fjarðarflugvelli annan dag páska og
hafði þar viðdvöl meðan eigendur
hennar, ensk hjón með þrjú börn
ásamt íslenskum fararstjóra, skoð-
uðu sig um og fóru að Jökulsárlóni.
Frá þessu segir á vefnum hornafjor-
dur.is.
Guðbrandur Jóhannsson fór með
fjölskylduna að lóninu og sagði hann
að það hefði verið mikill áhugi hjá
þeim að fræðast um allt og mikið
spurt um James Bond-kvikmynd-
unina. Fólkið hafði farið á Mýrdals-
jökul á páskadag, dorgað niður um
ís, flogið norður fyrir Grímsey og 66
gráðurnar og fundið einn hafísjaka
þar fyrir norðan. Síðan fóru þau frá
Akureyri í Kverkfjöll og svo var
flogið í björtu fögru veðri yfir jökl-
ana til Hornafjarðar.
Fjölskyldan ætlar að koma aftur í
sumar og líka um áramótin til að
skoða norðurljósin. Þegar þotan hélt
frá Hornafjarðarflugvelli tók flug-
maðurinn hring og flaug lágflug fyr-
ir flugvöllinn og vaggaði þotunni í
kveðjuskyni.
Hlaðhús | Landsvirkjun hefur
ákveðið að taka tilboði Fosskrafts sf.
í hlaðhús Kárahnjúkavirkjunar,
þjónustubyggingar sem rísa mun í
Fljótsdal. Fosskraft átti lægsta til-
boð í verkið, um 349 milljónir króna
að meðtöldum virðisaukaskatti, sem
er um 70% af kostnaðaráætlun.
Hlaðhúsið verður reist við munna
aðkomuganga að stöðvarhúss-
hvelfingunni og mun hýsa
stjórnstöð, verkstæði og starfs-
mannaaðstöðu Kárahnjúkavirkj-
unar. Það verður tvær hæðir og
kjallari, alls um 1.800 fermetrar, og
fellt inn í fjallshlíðina. Arkitekta-
stofan OÖ hannaði hlaðhúsið, verk-
fræðilegir ráðgjafar eru samsteypan
KEJV.
Fosskraft sf. er í eigu fjögurra
fyrirtækja: E.Phil & Sön í Dan-
mörku, Hochtief í Þýskalandi, Ís-
lenskra aðalverktaka hf. og Ístaks
hf. Fyrirtækið hefur unnið und-
anfarin misseri að umfangsmiklum
verkþætti Kárahnjúkavirkjunar,
þ.e. að gera þrenn jarðgöng inn í
Valþjófsstaðarfjall í Fljótsdal, bora
tvenn fallgöng lóðrétt úr að-
rennslisgöngum niður að
stöðvarhúsinu og grafa hellana
miklu sem hýsa munu vélar og
spenna virkjunarinnar. Jarðvinnu er
lokið en Fosskraft vinnur nú að því
að steypa upp stöðvarhúsið og
tilheyrandi mannvirki. Frá þessu
greinir á vefnum karahnjukar.is.
Hveragerði | Íslenskir aðalverktakar eru að reisa nýj-
ar íbúðir við Heilsustofnun og hefur gatan fengið
nafnið Lækjarbrún. Íbúar þeirra geta nýtt sér þá
þjónustu Heilsustofnunar sem þeir óska og hafa þörf
fyrir. Þegar hafa nokkrir keypt sér íbúðir og eru að
flytja inn eða eru fluttir.
Nú rétt fyrir páska komu hjónin Guðlaugur Ragnar
Nílsen og Erla Gústafsdóttir og fengu afhenta sína
íbúð. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heilsu-
stofnunar og Guðrún Friðriksdóttir móttökustjóri
mættu til að bjóða nýju íbúana velkomna og færðu
þeim blómvönd og ávaxtakörfu af því tilefni.
Aðspurð um ástæðu þess að flytja í Hveragerði
benti Erla á mann sinn og sagði að hann ætti hug-
myndina að þessu. Þau hjón hafa búið í Reykjavík í
stóru húsi og sögðu að kominn væri tími til að
minnka við sig. Erla sagði að þau hefðu lengi átt
sumarbústað austur í Grímsnesi og þ.a.l. oft keyrt
hér í gegn og alltaf fundist bærinn fallegur og gam-
an að koma hingað.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Nýir bæjarbúar Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ, og Guðrún Friðriksdóttir, móttökustjóri HNLFÍ,
færðu Guðlaugi Ragnari Nílsen og Erlu Gústafsdóttur blóm og ávaxtakörfu þegar nýja íbúðin var afhent.
Fluttu úr borginni í nýja íbúð
Stykkishólmur | Ekki stóð til að
hafa til frambúðar aukaferð á föstu-
dögum á leið ferjunnar Baldurs frá
Stykkishólmi að Brjánslæk, með við-
komu í Flatey, að sögn vegamála-
stjóra. Hann segir það hafa legið fyr-
ir lengi að þessi aukaferð verði felld
niður frá og með 1. apríl.
Ferjan Baldur gengur einu sinni á
dag samkvæmt vetraráætlun, og
hefur undanfarna tvo vetur verið
farin aukaferð seinnipart dags á
föstudögum, sem nú hefur verið
ákveðið að fella niður frá 1. apríl.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu í
gær að sveitarstjórn Vesturbyggðar
hafi mótmælt þessu harðlega, ekki
síst vegna stóraukinnar nýtingar at-
vinnufyrirtækja á ferjunni.
„Það lá fyrir samkvæmt áætlun að
þetta yrði bara út mars og við höfum
ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut
um þetta og ekki heyrt af áhuga frá
nokkrum aðila um að þessu verði
haldið áfram fyrr en í [gær]morgun,“
segir Jón Rögnvaldsson, vegamála-
stjóri. Hann segir aukaferðina hafa
verið hugsaða til þess að bæta upp
erfiða færð eftir vegum yfir vetrar-
mánuðina, en slíkt hafi varla verið
nein fyrirstaða síðan í janúar.
Engin ósk um frestun
Ekki hefur verið ákveðið hvort
seinni ferðin á föstudögum yfir vetr-
armánuðina verður felld út fyrir fullt
og allt, eða hvort hún verður tekin
upp aftur næsta vetur, segir Jón. Að
óbreyttu verður í það minnsta aðeins
ein ferð á dag með ferjunni frá 1.
apríl, þar til sumaráætlunin tekur
gildi hinn 1. júní nk.
Gunnar Gunnarsson, aðstoðar-
vegamálastjóri, segir að kostnaður
ríkisins við hverja ferð ferjunar
seinnipart dags séu rúmar 200 þús-
und krónur, sem séu beinn styrkur
við rekstraraðilann. Upphaflega hafi
átt að hætta aukaferðunum á föstu-
dögum í janúar, en vegna óska
rekstraraðilans hafi því veri frestað
fram í apríl. Nú hafi ekki borist frek-
ari beiðnir um frestun og því verði
ferðin felld niður.
Ferðum ferjunnar Baldurs fækkað
Aukning ekki hugs-
uð til frambúðar