Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 19 DAGLEGT LÍF                                                sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Umfjöllunarefni Ingibjarg-ar Lilju Ómarsdóttur íritgerðinni, sem lá tilgrundvallar meistara- prófi hennar í atvinnulífsfélagsfræði frá Gautaborgarháskóla sl. haust, er sveigjanlegur vinnutími og mikil- vægi hans fyrir jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá launþegum. Sveigjanlegur vinnutími hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og starfsfólki ýmissa fyrirtækja og stofnana hefur verið gefinn kostur á að inna vinnuskyldu sína af hendi innan sveigjanlegs tímaramma og/ eða vinna heiman frá sér í ein- hverjum mæli. Ýmislegt hefur bent til þess að þetta auki vinnuálag á starfsfólk en Ingibjörg komst að því að jafnvel þótt svo sé, hafi fólk já- kvæða sýn á það. Þess ber að geta að niðurstöður hennar eru úr svo- kallaðri eigindlegri rannsókn þar sem hún tók viðtöl við átta starfs- menn Íslandsbanka á síðasta ári, fjórar konur og fjóra karla. Ingi- björg valdi viðmælendur með skil- yrðunum að þeir þyrftu að vera fjöl- skyldufólk með a.m.k. eitt barn undir níu ára aldri. Aukin ánægja í starfi Ingibjörg Lilja komst að því að sveigjanlegur vinnutími virðist auka ánægju starfsfólksins í starfi og hollustu þess við fyrirtækið og minnka starfsmannaveltu. Ánægja starfsfólksins virðist auka metnað þess sem speglast í aukinni afkasta- getu fyrirtækjanna og það er í sam- ræmi við fyrri rannsóknir. „Ég spurði þriggja aðalspurn- inga: Upplifir þú samræmi á milli starfsmannastefnu og fyrirtækja- menningar? Upplifir þú sveigjan- leika í starfi sem gagnlegan til að auka jafnvægi á milli vinnu og einkalífs? Hvers konar áhrif hefur sveigjanleikinn á starfið annars veg- ar og heimilislífið hins vegar? Íslandsbanki hefur lagt áherslu á jafnvægi á milli starfs og einkalífs starfsfólks og gefur starfsfólki kost á sveigjanlegum vinnutíma. Bankinn tók þátt í verkefninu Hið gullna jafnvægi ásamt fleiri fyrirtækjum árið 2000–2001. Í kjölfarið ákvað Ís- landsbanki að bjóða öllum sínum starfsmönnum upp á sveigjanleika á einhvern hátt og hófst það formlega árið 2003. Eykur metnað í starfi Að sögn Ingibjargar kom í ljós að starfsmennirnir átta voru allir ánægðir með sveigjanlegan vinnu- tíma og fannst þeir ná fram auknu jafnvægi á milli starfs og einkalífs, jafnvel þótt þeir upplifðu aðeins meira vinnuálag. Jafnvægið á milli starfs og einkalífs varð þeim hvatn- ing til þess að leggja sig fram í starfi. Eins og einn viðmælandinn orðaði það: „Ég upplifi þetta sem sérréttindi að finna að vinnustaður- inn finnst ég mikilvægur og að hann er tilbúinn til að koma til móts við mínar fjölskylduþarfir. Þá líður þér eins á móti. Það er ekki eins og mað- ur fari bara fyrr heim á daginn og liggi uppi í sófa með tærnar upp í loft heldur eykur þetta metnaðinn í starfi. Ég er alveg viss um að þetta auki hollustu við fyrirtækið, sérstak- lega núna þegar vinnuumhverfið einkennist af samkeppni. Spurningum um starfsmanna- stefnuna, þ.e. hvort starfsmennirnir hefðu þekkingu á henni, upplifðu hana í framkvæmd og hvort hún hjálpaði þeim að öðlast jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, svöruðu starfsmennirnir almennt játandi. Einn viðmælandinn orðaði það sem svo að í vinnunni væri líka lögð áhersla á fjölskyldulífið. „Stjórn- endur bankans leggja mikla áherslu á að það eigi ekki að vera þykkur veggur á milli vinnu og fjölskyldulífs því við búum í samfélagi þar sem þessir þættir hafa áhrif á hvor ann- an og því þarf að taka tillit til þess.“ Unnið heima að hluta til Ingibjörg segir að starfsfólk Ís- landsbanka eigi kost á sveigjanleika bæði í tíma og rúmi, þ.e. vinnutími er breytilegur og það getur unnið heiman frá sér að einhverju marki. Hversu mikill sveigjanleikinn getur verið fer eftir stöðu viðkomandi, en jafnvel þótt ekki væri um að ræða meira en hálftíma sveigjanleika í vinnutíma, var litið á það sem mikil- vægt, að sögn Ingibjargar. „Fólk í æðri stöðum hefur oftar meiri sveigjanleika,“ segir Ingibjörg, þar sem hún situr og blaðar í ritgerðinni sem var skrifuð á ensku og ber titil- inn „Work-family balance – How do Employees experience Work-family Balance in Connection with Flex- ibility?“ En öllum fannst það þess virði að vinna jafnvel aðeins meira fyrir sveigjanleikann. Fólki þótti ekki neikvætt að finna fyrir auknu vinnuálagi eða þurfa að grípa til vinnunnar í frítímanum, bætir hún við. Spennandi verkefni Í námi sínu stundar Ingibjörg nú rannsóknir við Atvinnulífsfræða- stofnun Gautaborgarháskóla og hef- ur hafist handa við næsta rannsókn- arverkefni þar sem hún tekur viðtöl við karlmenn sem vinna hjá sænsku fyrirtæki í byggingariðnaði. Mark- miðið er að kanna hvernig þeir upp- lifi ábyrgðarstöðu sína sem feður og skoða reynslu vinnandi feðra af at- vinnu- og fjölskyldulífi. Hvort mönnunum þyki jafnvel óþægilegt að taka feðraorlof, hvort þeirra skoðanir á feðrahlutverkinu hafi breyst á milli kynslóða og hvort þeir upplifi aukna ábyrgð karlmanna á fjölskyldu og heimili samþykkta á vinnustað. „Þetta finnst mér mjög spennandi verkefni. Hér í Svíþjóð er mikið rætt um fjölskyldumál, vinnu og einkalíf, en yfirleitt er allt ákveð- ið með lagasetningum frekar en að einstök fyrirtæki hafi starfsmanna- stefnu sem kveður á um markmið í þessum efnum,“ segir Ingibjörg sem lagt hefur atvinnulífsfræðina fyrir sig.  MEISTARARITGERÐ | Mikilvægi sveigjanlegs vinnutíma fyrir vinnu og einkalíf Eykur ánægju í starfi og hollustu við fyrirtækið Enginn hefur átt and- látsorðin: Ég vildi að ég hefði lagt harðar að mér á skrifstofunni. Þetta eru lauslega þýdd upp- hafsorð í meistararit- gerð Ingibjargar Lilju Ómarsdóttur þar sem hún vitnar í Arlie Russel Hochschild í bókinni Time Bind eða Tíma- snaran frá árinu 1997. Morgunblaðið/Ómar Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir segir að jafnvægið á milli starfs og einkalífs hafi orðið starfsfólki hvatning til þess að leggja sig fram í starfi. steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.