Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Fjölmargir seðja hungur sittá degi hverjum með því aðskreppa í næstu versluneða í mötuneyti vinnustað-
arins og tína saman í box grænmeti,
ávexti, pasta og fleira úr salatbörum.
Allur gangur er á úrvali á því sem
boðið er upp á í slíkum salatbörum og
miklu máli skiptir hvernig fólk velur í
boxin sín þegar það fær sér máltíð úr
salatbar. Anna Sigríður Ólafsdóttir
matvæla- og næringarfræðingur
segir að margir láti allt of lítið af
„grænu“ þegar þeir velja í boxin sín.
„Fólk heldur kannski að
það hafi borðað salat í há-
deginu af því það fékk sér
eitthvað á salatbarnum,
en það heitir ekki að
borða salat þegar fólk
fær sér kannski eingöngu
pasta, túnfisk og kota-
sælu, svo dæmi sé tekið.
Salatbar getur verið frábær kostur
með tilliti til hollustu en getur líka
verið algjör kaloríubomba.“
Ekki drekkja salatinu í feitri sósu
Anna Sigríður mælir með fjölbreytni
og jafnvægi og að velja sem mest af
fersku grænmeti og ávöxtum þegar
fólk fær sér mat á salatbar. „Gott er
að hafa grænmeti og ávexti sem
grunn í boxinu hjá sér. Ágætt viðmið
er til dæmis að fylla minnst þriðjung
boxins með því. Baunir, túnfiskur,
kotasæla, hnetur
og egg eru próteinríkar vörur sem
gjarnan mega fylla annan þriðjung.
Loks er ágætt að setja kolvetnaríka
fæðu í síðasta þriðjunginn. Mest ber
á pastanu á salatbörum en það er oft
olíulegið svo það er ágætt að gæta
hófs, en vissulega gefur
pastað góða fyllingu. Sós-
urnar þarf að lesa vel
utan á því lítið box (50 g)
með feitri sósu geymir til
dæmis heilar 200 kalorí-
ur. Aðalatriðið er að
drekkja ekki salatinu í
feitri sósu því þá er holl-
ustan farin fyrir lítið. Olíulegið græn-
meti á borð við sólþurrkaða tómata
og ólívur eða hummus sem er bauna-
mauk, er líka sniðugt að nota í litlu
magni sem bragðbót í stað sósu.
Fyrir þá sem fylla boxið fyrst og
fremst með fersku grænmeti, er um
kaloríusnauða máltíð að ræða en þá
er gott að bæta við grófu brauði til
fyllingar eða jafnvel fá sér skyrdós
eða súpu með.“
Hreinlætið skiptir miklu
Ferskleiki og hreinlæti salatbarsins
skiptir miklu máli og Ingólfur Giss-
urarson fagstjóri á matvælasviði
Umhverfisstofnunar segir að Um-
hverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaganna hafi verið með eftir-
litsverkefni frá árinu 2002 þar sem
kannað er örveruástand á heitum og
köldum hlaðborðum og falla salat-
barir þar undir. „Í síðustu tveimur
rannsóknum voru aðeins tekin um
þrjátíu sýni úr salatbörum og það er
því varla marktækt og segir frekar
lítið um hvernig ástandið var. Þá fóru
aðeins tvö sýni af þessum þrjátíu yfir
viðmiðunarmörk Umhverfisstofnun-
ar með tilliti til
heildargerla við þrjátíu gráður,
sem bendir til þess að kæling hafi
ekki verið nægjanleg, varan hafi ver-
ið orðin of gömul eða hafi legið of
lengi í kælinum. Í þeim tilvikum
snýst þetta ekki um hættulegar
bakteríur heldur ferskleika og gæða-
mál.“
Þeir sem voru á undan…
„En það sem kannski helst þarf að
setja spurningarmerki við í sam-
bandi við salatbari er að þeir eru
opnir og fjöldi fólks fær sér mat þar
og fólk veit ekki hver var þar á undan
og hvort sá hafi þvegið sér um hend-
ur eða hvort hann hafi haft einhverj-
ar veirur eða matarsjúkdómaörverur
á höndunum, eða hvort hann notaði
áhöldin eða berar hendur til að ná
sér í matinn. Sá eða þeir sem voru á
undan á salatbarinn geta hafa verið
veikir og kannski hnerrað yfir mat-
inn,“ segir Ingólfur. „Og eins veit
viðskiptavinurinn ekki hvað matur-
inn er búinn að vera lengi í kæliborð-
inu. Ekki er vitað um nein tilfelli þar
sem fólk hefur veikst við það að fá
sér mat úr salatbar, en ég tek það
fram að matvæli í slíkum börum eru
viðkvæm vara og fólki ber að fara
eftir ýtrustu leiðbeiningum þegar
það nær sér í mat úr þeim.“
Þeir sem vilja kynna sér nánar
niðurstöður úr rannsóknum Um-
hverfisstofnunar geta farið inn á
heimasíðuna www.ust.is og valið
Matvæli og smellt þar á Eftirlits-
verkefni UST og HES.
MATUR | Salatboxið getur ýmist verið algjör kaloríubomba eða alveg frábær hollusta
Grænt skiptir
miklu máli
Morgunblaðið/Sverrir
Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla– og næringarfræðingur, segir að það heiti ekki að borða salat þegar fólk fær
sér kannski eingöngu pasta, fituríka sósu og kannski örlítið af túnfiski úr salatbarnum.
Aðalatriðið er
að drekkja
ekki salatinu í
feitri sósu því
þá er hollustan
farin fyrir lítið
Bónus
Gildir 31. mars-3. apríl verð nú verð áður mælie. verð
Bónus ferskir kjúklingabitar................... 269 359 269 kr. kg
Bónus eplasafi 1 ltr. ............................. 59 79 59 kr. ltr
Bónus ungnautaborgarar 10*115 gr. .... 999 0 869 kr. kg
Bónus vöfflumix 500 gr......................... 159 199 318 kr. kg
Bónus vatn 2 ltr. .................................. 79 99 40 kr. ltr
KF lambahelgarsteikur.......................... 1099 0 1099 kr. kg
KF sveitabjúgu..................................... 299 299 299 kr. kg
Gillette rakvél ...................................... 999 1399 999 kr. stk.
Colgate navigator tannburstar 2 stk. ...... 299 0 150 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 31. mars–2. apríl verð nú verð áður mælie. verð
Nauta roastbeef, kjötborð..................... 1398 1898 1398 kr. kg
Nauta gúllas, kjötborð .......................... 1198 1398 1198 kr. kg
Kryddlegnar svínahnakkasneiðar ........... 858 1198 858 kr. kg
FK grill svínakótelettur .......................... 972 1389 972 kr. kg
FK reykt folaldakjöt .............................. 431 719 431 kr. kg
Appelsínur .......................................... 95 135 95 kr. kg
Bananar.............................................. 95 149 95 kr. kg
Cheerios 992 gr................................... 398 489 401 kr. kg
FK wc pappír 12 rúllur í pk. ................... 199 365 17 kr. stk.
FK jurtakryddað lambalæri.................... 959 1599 959 kr. kg
Hagkaup
Gildir 31. mars–6. apríl verð nú verð áður mælie. verð
SS lambalæri frosið ............................. 799 1178 799 kr. kg
Holta heill ferskur kjúklingur.................. 396 695 396 kr. kg
Fyrirtaks pizza pepperoni 400 gr............ 399 568 998 kr. kg
Holta fersk kjúklingalæri ....................... 419 599 419 kr. kg
Norðanfiskur ýsubitar brauðhjúpaðir ...... 599 659 599 kr. kg
Fisksölusk. Ýsuflök roðlaus m/beini....... 489 699 489 kr. kg
Nettó
Gildir 31. mars–3. apríl verð nú verð áður mælie. verð
4 stk. Grillborgarar m. brauði ................ 299 499 299 kr. stk.
Ungnautahakk..................................... 769 1098 769 kr. kg
Ferskur kjúklingur................................. 359 598 359 kr. kg
Nettó Hrásalat 800 gr........................... 198 268 198 kr. stk.
Þurrkryddaðar lærisneiðar..................... 1139 1752 1139 kr. kg
Ýsubitar 800 gr. ................................... 389 697 389 kr. stk.
Grillkartöflur í álpappír.......................... 139 183 139 kr. stk.
Pure Heaven ávatasafar – nýtt ............... 99 0 99 kr. ltr
Rifflaðar franskar 700 gr....................... 99 259 99 kr. stk.
Wagner pizzur ...................................... 298 369 298 kr. stk.
Spar, Bæjarlind
Gildir 31. mars–5. apríl verð nú verð áður mælie. verð
Lambasaltkjöt, ódýrt ............................ 298 398 298 kr. kg
Gulrófur, íslenskar................................ 98 169 98 kr. kg
Grísakótilettur, léttreyktar...................... 998 1398 998 kr. kg
Grísagrillsneiðar, kryddaðar .................. 498 698 498 kr. kg
Nautahamborgarar 10 x 80 gr. frosnir .... 499 998 499 kr. kg
Hunts tómatsósa 907 gr....................... 129 185 142 kr. kg
Trúðakex 240 gr. .................................. 119 199 496 kr. kg
Becks bjór 0,0% 33cl. flaska ................ 78 130 236 kr. ltr
Helwa Franch Wafers kex 110 gr............ 89 148 809 kr. kg
Kjúklingur, ýsa og nautahakk
HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is
Í VIÐHALDSBÓKUM sem fylgja nýjum bíl-
um er tekið fram hvenær eigi að koma með
bílinn í smurningu og í handbók bílsins er
tekið fram hvenær rétt sé að fara með hann í
viðhaldsskoðun. Í nýjasta hefti Neytenda-
blaðsins, er rakin frásögn manns sem keypti
nýjan bíl og í viðhaldsbókinni var yfirlímd
blaðsíða frá umboðinu, þar sem fram kom að
bíllinn þyrfti að koma í smurningu á 7.500
km fresti. Hann hafði áður átt bíl sömu teg-
undar sem fór í skoðun á 15.000 km fresti.
Þegar hann leitaði skýringa fékk hann þau
svör að verkstæðisformaður hjá umboðinu
hefði ákveðið þetta, það færi betur með bíl-
inn.
Regluleg skoðun
Fram kemur að Neytendasamtökunum
berast oft fyrirspurnir um viðhaldsskoðanir
og smurningu á nýjum bílum og einnig um
ábyrgðarskilmála umboðanna, þar sem mörg
þeirra gera kröfur um reglulega skoðun til
að viðhalda ábyrgðinni. Tekið er fram að
ekkert afdráttarlaust svar sé til við þessu.
„Svarið fer í raun eftir því hvort seljandi hafi
lofað kaupanda betri réttarstöðu en hann á
samkvæmt lögum. Með nokkurri einföldun
má segja að ef kvartað er vegna galla í bíl
innan kvörtunarfrests (kvörtunarfrestur er
frestur til að tilkynna galla á hlutum) beri
seljanda samkvæmt lögum að bæta úr gall-
anum. Skiptir þá ekki máli hvort kaupandi
hafi komið með bílinn í smurningu á 15.000
km fresti eins og stóð í viðhaldsbók, nema bil-
unin í bílnum verði hreinlega rakin til þess.“
Fimm ára frestur
Tekið er fram að seljendur veiti kaupend-
um oft meiri rétt en lög kveða á um, t.d. með
því að lofa þriggja ára ábyrgð. „Kvörtunar-
frestur var tvö ár þar til fyrir skemmstu en
samkvæmt neytendakauplögum (sem tóku
gildi í júní 2003) hafa kaupendur allt að fimm
ára kvörtunarfrest ef hlutir hafa verulega
lengri endingartíma en gengur og gerist.
Neytendasamtökin telja að bifreiðir falli í
þann flokk.“
Bent er á að seljendur geti sett ýmis skil-
yrði t.d. skoðun eftir ákveðna km ef þeir
veita aukin réttindi. Kaupendur verði að átta
sig á hvað er í boði og meta hvort þjónustu-
skoðanir hafi aukinn rétt í för með sér eða
eingöngu aukin fjárútlát.
Neytendasamtökin hafa kannað ábyrgðar-
skilmála hjá bílaumboðunum og hversu oft
þurfi að koma með nýja bíla í smurningu en
það er nokkuð misjafnt eftir bílategundum,
allt frá 7.500 km til 30.000 km fresti. „Bíla-
umboðin fara oft fram á að bíllinn sé smurður
oftar en framleiðandi gerir ráð fyrir vegna
sérstakra aðstæðna hér á landi. Bílum er ekið
styttri vegalengdir í einu og hitastig hér er
lægra en víðast hvar í Evrópu.“
BÍLAR | Hvenær er rétt að fara með nýjan bíl í viðhaldsskoðun eða smurningu?
Aukin réttindi eða fjárútlát?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Misjafnt er eftir bílategundum hversu oft
þarf að fara með nýja bíla í viðhaldsskoðun.