Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 21
MENNING
Góður gestur heimsækir Sinfón-íuhljómsveit Íslands í næstu viku.Þetta er rússneski fiðlusnillingurinnMaxim Vengerov, sem lék hér á ein-
leikstónleikum á Listahátíð fyrir þremur árum
við gríðargóðar undirtektir. Hann er ekki
nema þrítugur, hefur verið ein skærasta
stjarna tónlistarheimsins um árabil, og er að
margra mati fremsti fiðluleikari heims. Tón-
leikar hans hér nú á fimmtudagskvöld kl. 19.30
og laugardag kl. 17, verða þó með talsvert öðr-
um brag, – því auk þess að hafa nú heila hljóm-
sveit á bak við sig, – verður Stradivariusfiðlan
hans góða ekki með í för, heldur víóla og raf-
magnsfiðla, og tónlistin sem hann leikur er
ekki úr sjóðum sígildra meistara, – heldur
glæný; – svo ný að hún verður ekki formlega
frumflutt fyrr en eftir tónleikana hér. Og
hvernig stendur á því? Jú, verkið, Víólukons-
ert eftir Benjamín Júsúpov var pantað af Sin-
fóníuhljómsveitinni í Hannover í Þýskalandi til
frumflutnings þar í borg síðar í vor, – en
Vengerov og tónskáldið, – sem kemur með
honum hingað og stjórnar tónleikunum, ætla
að leyfa Íslendingum að njóta fyrst.
Langaði að kanna víóluna betur
En hver er Benjamín Júsúpov, og við hverju
megum við búast í glænýjum rússneskum
víólukonsert? Maxim Vengerov segir að þeir
Júsúpov hafi verið vinir um árabil, og að hann
hafi beðið Júsúpov að semja fyrir sig verk. „Ég
vildi hins vegar að verkið yrði ekki fyrir fiðl-
una, heldur víólu, sem ég spila ekki á reglu-
lega. Mig langaði að kanna möguleika og eig-
inleika víólunnar betur í mínum höndum, og
líka til þess að sýna að einleikarar í dag, geta
vel verið jafnfjölhæfir og hljóðfæraleikarar á
barrokktímanum, sem létu sig ekki muna um
það að spila jafnvel á nokkur hljóðfæri. Og í
dag þarf meira að segja enn meira til – því í
verki Júsúpovs þarf einleikarinn að geta dans-
að tangó! Ég leik auðvitað mestmegnis á víól-
una, en þriðji þátturinn er í svolítið rokkuðum
stíl, og þar spila ég á rafmagnsfiðlu, en loka-
þátturinn er tangó.“
Vengerov segir að verkið sé allt byggt á
tangóstefinu. Í prelúdíu áður en lokaþátturinn
kemst á skrið, gerast svo undrin. „Þar yfirgef
ég sviðið, – hljómsveitin leikur ein, og ég kem
svo inn, án hljóðfærisins, og dansa tangóinn
með dansfélaga mínum. Þetta er alvara, og ég
hef þurft að fara í sérstaka þjálfun til að læra
dansinn. Ég held að þetta hljóti að verða mest
spennandi viðburðurinn á mínum ferli í ár, og
þetta ögrar mér mjög; – ég hef aldrei dansað
tangó áður, og yfir höfuð aldrei gert svona
nokkuð á tónleikum. Ég hef heldur ekki áður
leikið á rafmagnsfiðlu á sviði áður. Hvort
tveggja er þó draumur sem ég hef átt með
mér, og nú er tækifærið komið.“
Hljóðfærið skiptir ekki máli,
heldur tónlistin
Það er ekki mjög algengt að fiðluleikarar
séu jafnframt víóluleikarar. Þótt hljóðfærin
séu náskyld, – eru þau líka talsvert ólík.
Vengerov kveðst hafa kosið að fá verk fyrir
víólu, vegna þess að hann hafi alltaf langað til
að kafa dýpra en fiðlan leyfi, og leita að þeim
myrka og mjúka tónblæ sem víólan hefur um-
fram fiðluna. „Víólan brúar á vissan hátt bilið
milli fiðlu og sellós. Dýpsti strengur hennar,
C-strengurinn er ríkur af þeim blæbrigðum
sem ég leita að, en að sama skapi þarf ég víða í
verkinu að leika hátt á efsta streng, A-
strengnum, þannig að víólan hljómar á radd-
sviði fiðlunnar. Hugmynd Júsúpovs er sú að
plata áheyrendur svolítið – þannig að þeir viti
ekki alltaf hvort hljóðfærið á í hlut – eða
gleymi því að minnsta kosti. Í hans huga er
það ekki hljóðfærið sjálft sem skiptir máli,
heldur tónlistin sem sköpuð er fyrir það.“
Það er stærðarmunur á fiðlu og víólu, og ví-
ólan hefur dýpra raddsvið. Vengerov segir að
það sé líka talsverður tilfinningalegur munur á
hljóðfærunum sem helgast af ólíkum persónu-
leika þeirra. „Víólan hefur þennan sérstaka og
ótrúlega fagra og þýða hljóm, en fiðlan er öll
skærari og tærari. Tónlistin sem samin er fyr-
ir þessi hljóðfæri litast af þessum einkennum
og hljóðfærin lita verkin að sama skapi. Ég er
viss um að Víólukonsert Júsúpovs á eftir að
verða metinn sem eitt magnaðasta verk sem
samið hefur verið fyrir hljóðfærið; – tímamóta-
verk. Ekki bara fyrir fegurð þess, heldur líka
fyrir þær gríðarlegu kröfur sem hann gerir til
einleikarans og þær kröfur sem hann gerir til
hljóðfærisins. Mér finnst Júsúpóv þenja víól-
una á sína ystu nöf. Ég get vart ímyndað mér
að hægt sé að semja erfiðara verk fyrir hana.
Samt er það svo gott og rökrétt að spila það, –
og það hljómar frábærlega með hljómsveitinni.
Þetta verður í fyrsta skipti sem verkið er leikið
á tónleikum, og það er mér mikil ánægja að
Júsúpov hafi viljað stjórna því sjálfur.“
Var sjálfur með hugmyndir í verkið
Að sögn Vengerovs er það alltaf einstakt að
fá að vinna með tónskáldi að flutningi nýs
verks þess. Hann segir það mjög gefandi, auk
þess sem hægur vandi sé að flytja verkið ná-
kvæmlega á þann hátt sem tónskáldið ætlast
til. „Júsúpov hefur mjög ákveðnar skoðanir á
því hvernig verkið á að hljóma, og það hefur
því verið stórkostlegt fyrir mig að geta gengið
að honum vísum með spurningar um úrvinnslu
og túlkun. Ég er búinn að vinna með honum að
verkinu frá upphafi og fylgjast vel með. Ég var
sjálfur með hugmyndir um atriði sem ég vildi
að yrðu með í verkinu, – bæði hvað varðar
músíkina sjálfa og formið, og hann hefur leið-
beint mér á móti. Ó, hvað það væri dásamlegt
að geta gengið að Beethoven og Mozart á
þennan hátt! Ég hefði svo gjarnan viljað
spyrja Beethoven hvort ég sé á réttri leið í
túlkun verka hans og fá ráð hjá honum. En ég
hef samt verið heppinn. Ég þekki sellóleikar-
ann Mstislav Rostropovitsj sem þekkti Sjost-
akovitsj persónulega, – og frá Rostropovitsj
veit ég nákvæmlega hvernig Sjostakovitsj ætl-
aðist til að verkin hans væru leikin. Nú verður
mitt hlutverk að miðla upplýsingum um kons-
ert Júsúpovs til minna nemenda, – þannig að
þeir viti hvernig þeir eigi að túlka verkið. Það
er mikilvægt að skapa og viðhalda slíkri hefð.“
Það er Vengerov ekki síður mikilvægt að
halda við þeirri hefð að tónskáld skapi ný verk
fyrir sinn samtíma, – og að tónlistarmenn séu
móttækilegir fyrir þeim. Hann kveðst taka það
hlutverk sitt að miðla verkum lifandi tónskálda
til almennings mjög alvarlega. „Þessi hefð má
aldrei rofna – ný verk verða alltaf að heyrast
með því sem eldra er, og það er tóm vitleysa að
ný músík geti ekki búið yfir sömu fegurð og
sama krafti og eldri músík. Ég get samt alveg
skilið viðhorf þeirra tónlistarmanna sem
treysta sér ekki til að spila nýja músík, – því
það er vandfundin tónlist sem er bæði góð og
hefur karakter. Sjálfur fer ég alltaf mjög var-
lega þegar ég er að íhuga að fá tónskáld til að
semja fyrir mig, – og tek ekki ákvörðun um
það nema að vel yfirveguðu máli. Þú getur rétt
ímyndað þér að ég fæ sendan fjölda verka frá
alls konar tónskáldum, sem vilja að ég spili
verkin þeirra. En þessa músík þarf að velja vel
eins og aðra. Í sígildu tónlistinni hefur þetta
val smám saman farið fram í tímans rás. Það
breytir því ekki að hefðinni þarf að viðhalda í
samtímanum hverju sinni. Ég finn sterkt til
ábyrgðar minnar að kynna tónleikagestum
bestu verk samtímans. Ég vona auðvitað að
mitt val sé vísbending um að þau verk sem ég
vel eigi eftir að lifa áfram, langt inn í framtíð-
ina. Samstarf tónskálda og tónlistarmanna
hefur lengi verið til staðar og því þarf að halda
áfram. Beethoven samdi sinn fiðlukonsert fyr-
ir Franz Clement, konsertmeistara leikhúss-
hljómsveitarinnar í Vín og Brahms samdi sína
fiðlutónlist fyrir Joseph Joachim. Þetta eru
kannski bestu dæmin um það hversu frjótt
samstarf tónskálda og hljóðfæraleikara getur
orðið; – tónskáldin sömdu verkin fyrir þessa
miklu fiðluleikara, – og þeir höfðu á móti áhrif
á það sem samið var. Mér finnst það mikill
heiður að þekkja góð tónskáld sem vilja semja
fyrir mig á svipaðan hátt og tónskáld fyrri alda
gerðu fyrir snillinga síns samtíma.“
Íslenski maturinn góður
Maxim Vengerov hlakkar til að koma til Ís-
lands, og segir Íslendinga opna og hlýja heim
að sækja, og lausa við yfirborðsmennsku. „Það
verður líka að segjast eins og er, – að ég elska
íslenskan mat. Hann er dásamlega góður; svo
ferskur og bragðmikill. Svo elska ég að fara í
Bláa lónið, – sem mér finnst það langbesta
sinnar tegundar. Best verður þó að rifja upp
kynnin af íslenskum tónleikagestum, sem mér
fannst frábærir. Tónleikarnir mínir á Listahá-
tíð í Reykjavík voru mér eftirminnilegir og ég
hlakka mjög til að koma aftur og spila þetta
sérstaka verk fyrir Íslendinga.“
Auk víólukonsertsins nýja, leikur hljóm-
sveitin Sinfóníu nr. 6 í h-moll eftir Pjotr
Tsjaíkovskíj. Hljómsveitarstjóri verður sem
fyrr segir rússneska tónskáldið og hljómsveit-
arstjórinn Benjamín Júsúpov.
Ó, hvað það væri dásamlegt…!
Tónleikar Maxims Vengerovs á Listahátíð í Reykjavík fyrir þremur árum verða þeim sem
þá sóttu lengi í minni. Nú er þessi rússneski fiðlusnillingur á leið hingað í annað sinn, skilur
Stradivariusfiðluna eftir heima, en er með víólu og rafmagnsfiðlu í farteskinu. Hér segir
hann Bergþóru Jónsdóttur frá verki Benjamíns Júsúpovs sem hann frumflytur með Sin-
fóníuhljómsveitinni, og mikilvægi þess að viðhalda hefðum í tónlistinni.
Morgunblaðið/Golli
„Þar yfirgef ég sviðið, – hljómsveitin leikur ein, og ég kem svo inn, án hljóðfærisins, og dansa tangóinn með dansfélaga mínum. Þetta er alvara,
og ég hef þurft að fara í sérstaka þjálfun til að læra dansinn.“ Maxim Vengerov á einleikstónleikum í Háskólabíói á Listahátíð vorið 2002.
begga@mbl.is
Miðasala á tónleikana er hafin á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg.
Tónlist | Maxim Vengerov frumflytur rússneskan víólukonsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands