Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR skömmu var skýrt frá
að búið væri að endurbyggja gam-
alt rafstöðvarhús í Glerárgilinu á
Akureyri. Rafstöð var sett þar ár-
ið 1922 og sá bæjarbúum fyrir öllu
rafmagni framan af. Húsið stóð
fram yfir 1970 en var þá brotið
niður.
Einhverjir sáu eftir
þessum menning-
arminjum og svo var
ráðizt í að byggja
nýtt hús á sama stað
og sem líkast því
gamla, sem vera skal
almenningi til sýnis
og væntanlega verður
sitthvað þar að sjá til
fróðleiks, þótt ekki
verði þar rafmagns-
verk á ný.
Það gerist oft, að
merkileg mannvirki,
ekki sízt byggingar,
hljóta fyrr en varir þau örlög að
verða brotin niður. Stundum er
ákvörðun tekin í fljótræði og van-
hugsuð.
En svo sem tuttugu árum eftir
að hluturinn er horfinn fara menn
að tala um hann með eftirsjá,
þetta er nánast lögmál. Þá er jafn-
vel ráðizt í að smíða einhvers kon-
ar eftirlíkingu af því horfna og
reynt að sefa söknuðinn að ein-
hverju leyti. – Dæmi má nú sjá við
sunnanvert Aðalstræti í Reykja-
vík. Þar er risið hús í eftirlíkingu
framhliðar Fjalakattarins horfna
og stóreflis hótel er komið á horn-
inu og á að minna eitthvað á Upp-
sali, sem þar stóðu. – Uppsalir
voru rifnir, breikka átti Túngötu
og leggja þar mikla umferðaræð,
yfir Austurvöll og upp Amtmanns-
stíg og inn Grettisgötu. Þetta var
tillaga dansks umferðarfræðings.
Hann hafði víst litlar taugar til
söguminja á Íslandi, en borgaryf-
irvöld gleyptu tillöguna og ýmis
elztu og merkustu hús Reykjavík-
ur sem lengi höfðu sett mikinn
svip á miðbæinn voru nú miskunn-
arlaust rifin. Nefna má þar lyfja-
búðina gömlu við Austurvöll og
Amtmannshúsið við enda Amt-
mannsstígs. – Þessi hraðbraut var
aldrei lögð en skaðinn var skeður.
– Menn deildu lengi um Fjalakött-
inn svonefnda. Eftirlíking hans er
eins og í yfirbótarskyni.
Nú á að setja upp sjóminjasafn
við vesturhöfnina í
Reykjavík. Staðurinn
er vel valinn. Húsið
þarf að laga en um-
hverfið getur vart
hentara verið. Hér
verður safnið við
fiskihöfnina gömlu,
þar koma vonandi
lengi enn fiskibátar
að landi með afla.
Menn beita enn línu
fyrir fiskibáta í ver-
búðum og hér eru
slippirnir, gamla
dráttarbrautin og
Daníelsslippur fast við safnhúsið.
Boðað er þó, að slippirnir fari
innan tíðar og í staðinn komi fjöl-
býlishús. Þegar það gerist mun
eitt merkasta einkenni útgerð-
arsögu Reykjavíkur hverfa. Slipp-
urinn gamli var eitthvert mesta
framfaraspor síns tíma. Nú var
unnt að taka hafskip, togara og
minni farskip til viðgerðar, mál-
unar og viðhalds, og ekki þurfti að
taka þau í slipp erlendis. Í Daní-
elsslipp eru tekin upp tréskip og
minni bátar til viðgerðar og ófáir
fiskibátar voru smíðaðir þar. –
Þessi fyrirtæki skiptu sköpum fyr-
ir skipaflota landsmanna á sínum
tíma.
Það yrði sjóminjasafninu mikil
stoð, ef áfram mætti verða til
frambúðar lítill bátaslippur rétt
við safnið. Þar ætti að vinna að
viðgerðum trébáta og þar ættu
einnig að geta staðið uppi bátar
sem eru safngripir. Kjörið væri að
Aðalbjörgin stæði þar. Hún stend-
ur nú uppi í Árbæjarsafni, langt
frá sjó og fer einhvern veginn
ekki vel.
Það væri skaði ef þessu gamla
athafnasvæði yrði öllu jafnað út og
í staðinn kæmu stórbyggingar.
Hér mun vafalaust margur vilja
búa, fallegt útsýni er yfir gömlu
höfnina, þar sem skemmtibátar og
langleguskip vagga og fiskibátar
koma að, og skemmtiferðaskip
leggjast við hafnarbakkana austar.
Það væri þó til vinnandi að
fækka um eitt hús og halda í stað-
inn agnarögn af því eðlilega hafn-
arsvæði og athafnasvæði sem hér
getur enn að líta, minnisvarða
þess sem gerði Reykjavík að borg
öðru fremur.
Hér á ekki að búa til leiktjöld
fyrir augað, heldur varðveita örlít-
inn part af raunveruleikanum, það
sem enn er til og raunverulegt.
Ef borgaryfirvöld vilja hlynna
að þessu safni ættu þau að taka
fyrri ákvarðanir til yfirvegunar.
Líklegt er að sjóminjasafn á þess-
um stað, í réttu umhverfi, muni
auka enn fjölbreytni mannlífs í
gamla borgarhlutanum. Þar yrði
merkilegt fræðslusetur um sjó-
mennsku og siglingar fyrr á tíðum
og á líðandi stundu.
Það var vel þegar höfnin réðst í
að kaupa þetta húsnæði fyrir safn-
ið. Þá var vel róið í fyrirrúmi en
nú frýr skuturinn skriðar.
Fyrrverandi borgarstjóri óskaði
að það yrði lokaverk sitt í embætti
að undirrita sáttmála um sjó-
minjasafnið. Þökk sé honum fyrir
það. Nú er komið að öðrum að
sýna sinn hug.
Sjóminjasafn og bátaslippur
Þór Magnússon fjallar um
söguminjar og skipulagsmál ’Það væri skaði efþessu gamla athafna-
svæði yrði öllu jafnað út
og í staðinn kæmu stór-
byggingar.‘
Þór Magnússon
Höfundur er fv. þjóðminjavörður.
MARKAÐSTORG innlendrar
ferðaþjónustu, sem ber nafnið Ferða-
torg 2005, er haldið af Ferðamála-
samtökum Íslands í fjórða sinn í
Vetrargarði Smáralindar nú um
helgina. Þar kynna
fulltrúar ferðaþjónustu
landsmanna hina fjöl-
breyttu ferðamöguleika
og afþreyingu sem í
boði er á ævintýraland-
inu Íslandi. Ferðatorgið
hefur áunnið sér fastan
sess meðal höfuðborg-
arbúa, sem sækja það í
síauknum mæli til þess
að kynna sér allt það
sem hægt er að gera í
afþreyingu á landinu.
Það hefur færst í vöxt
að landsmenn eyði
meiri og meiri tíma í að ferðast um
landið til að njóta fjölbreyttra val-
kosta ferðaflórunnar, sem blómstrar
sem aldrei fyrr.
Það er mikil uppbygging í ferða-
þjónustu landsins. Stöðugt bætast við
nýjungar sem höfða til almennings og
sést það best í fjölda þátttakenda t.d.
í menningartengdri ferðaþjónustu.
Mig langar að nefna nokkur dæmi úr
mínum landshluta, Vesturlandi, máli
mínu til sönnunar.
Bæjarhátíðir eru stöðugt vinsælli.
Það má nefna Borgfirðingahátíðina,
10.–16. júní í sumar, Færeyska daga í
Ólafsvík 1. til 3. júlí og Leifshátíð á
Eiríksstöðum í Dölum
8.–10. júlí. Ekki má
gleyma Grundarfjarð-
ardögum 22.–24. júlí
eða Dönskum dögum í
Stykkishólmi 12.–14.
ágúst. Í fyrra var haldin
einstök hátíð í Borg-
arnesi sem hlaut nafnið
Sauðamessa og þar var
sauðkindinni okkar
hampað með sérstökum
hætti sem vakti mikla
ánægju fjölda þátttak-
enda.
Þá má ekki gleyma
tónleikahaldinu sem verður í sumar í
Reykholtskirkju, Borgarneskirkju,
Stykkishólmskirkju og víðar í um-
dæminu. Knattspyrnuveislur verða
fyrir yngri kynslóðirnar á Akranesi
og í Borgarnesi.
Golfferðamennska eykst ár frá ári
á landinu og er það orðin mikil
skemmtun að spila á sem flestum
völlum á einu sumri. Mikið er af góð-
um golfvöllum á Vesturlandi og má
þar nefna Akranes, Borgarnes, Húsa-
fell, Stykkishólm, Grundarfjörð,
Ólafsvík og Garðavöll undir Jökli.
Í Borgarnesi er verið að byggja
nýtt hótel inni á golfvellinum, sem
golfarar sækja alls staðar af landinu.
Það er einnig verið að stækka hótelið
í Stykkishólmi og í Ólafsvík. Nóg er
af gistiaðstöðu í bændagistingu, sum-
arhúsum og hótelum. Árlega fjölgar
fjölbreyttum veitingastöðum, kaffi-
húsum og krám sem höfða til ferða-
langa. Söfn og sýningar er víða að
finna.
Ekki má gleyma sundlaugunum
sem eru ætíð jafnvinsælar og vel sótt-
ar af sumarhúsagestum og ferða-
mönnum. Þetta er aðeins brot af
ferðaflórunni á Vesturlandi sem er
sýnishorn af öllu því sem í boði er um-
hverfis allt landið. Ég hvet alla til að
heimsækja Ferðatorg 2005 til að fá
upplýsingar um það sem í boði er á
landinu okkar góða.
Ferðaflóra landsmanna
kynnt á Ferðatorginu 2005
Hjörtur Árnason fjallar
um Ferðatorg 2005 ’Ferðatorgið hefuráunnið sér fastan sess
meðal höfuðborgarbúa,
sem sækja það í síaukn-
um mæli…‘
Hjörtur Árnason
Höfundur er formaður Ferða-
málasamtaka Vesturlands,
stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum
Íslands og rekur Shellstöðina við
Brúartorg í Borgarnesi.
Á FUNDI Samfylkingarinnar
um skólamál um síðustu helgi voru
foreldrar gagnrýndir samkvæmt
frétt í Morgunblaðinu
hinn 2. mars fyrir að
hafa ekki nægan
skilning á því að lær-
dómur felst ekki ein-
vörðungu í því að sita
við borð allan daginn.
Sagt var að það væri
algengt viðhorf for-
eldra að því lengur
sem nemendur sætu
við borð sín þeim
mun betra og þeir
hefðu til dæmis ekki
skilning á vettvangs-
ferðum sem mik-
ilvægum hluta af
skólastarfinu.
Mismunandi
sýn foreldra
Foreldrar nemenda
í grunnskólum eru
fjölmennur hópur eða
um 90.000 ein-
staklingar. Þekking
og viðhorf þessara
einstaklinga er mis-
munandi eins og gefur að skilja
miðað við fjöldann.
Áralöng reynsla mín af sam-
starfi við skóla sem og seta í for-
eldrafélagi og foreldraráði hefur
kennt mér að stór hópur foreldra
hefur skilning á mikilvægi fjöl-
breyttra kennsluhátta, telur þá
mikilvæga og finnst nám hér á
landi jafnvel oft á tímum of ein-
hæft og bóknámsmiðað. Þessir for-
eldrar vilja að börn þeirra fái
tækifæri til þess að vinna með
námsefni á mismunandi hátt þar
sem þeir vita að það skilar betri
árangri, er líklegra til þess að
höfða til fleiri nemenda, fyrir utan
það hvað það verður miklu
skemmtilegra í skólanum. For-
eldrum finnst mikilvægt að börn-
unum þeirra líði vel í skólanum og
að þeim finnist viðfangsefni sín
skemmtileg. Slík kennsla skilar
betri árangri því börnin eru lík-
legri til að skilja og meðtaka það
sem þau eru að læra. Þessir for-
eldrar vilja ekki bara sjá fjöl-
breytt vinnubrögð á leikskólum og
á yngsta stigi grunnskólans heldur
vilja þeir að þau séu viðhöfð í 1.–
10. bekk sem og framhaldsskól-
unum.
Í hópi foreldra er líka fólk sem
hefur aðra sýn. Líklegast má telja
að þessum einstaklingum hafi
gengið vel að læra á bókina þegar
þeir voru í skóla, fyrir utan að það
er líklegast sú kennslufræði sem
þeir kynntust í eigin námi. Þessir
foreldrar telja að sú aðferð sem
hentaði þeim vel henti einnig
þeirra eigin börnum. Spyrja má
hvort það sé ekki á ábyrgð
kennslufræðinganna að fræða for-
eldra um þær kennsluaðferðir sem
þeir nota, af hverju þessar aðferð-
ir eru valdar og hverju þær eigi að
skila?
Samstarf heimila og skóla bygg-
ist að miklu leyti á gagnkvæmu
upplýsingaflæði. Því upplýstari
sem foreldrarnir eru um það sem
gerist innan veggja skólans því
líklegri eru þeir til að hafa skiln-
ing á mikilvægi kennarastarfsins
og þeim aðferðum sem kennarar
nota. Sá skilningur
skilar líka frekar
ánægðari foreldrum
sem tala vel um skóla-
starfið heima og efla
þannig sjálfstraust
barna sinna gagnvart
námi sem og líðan
þeirra í skólanum.
Foreldrar þekkja
börnin sín best og það
er á þeirra ábyrgð að
miðla upplýsingum um
börnin til kennara. Því
betri upplýsingar sem
kennari hefur um barn
því meiri líkur eru á
að hann geti komið til
móts við þarfir þess.
Gildi náins og jákvæðs
samstarfs fyrir nem-
endur, kennara og for-
eldra er ótvírætt.
Rannsóknir hafa
margsinnis sýnt að
samstarf heimila og
skóla skilar sér í betri
líðan nemenda, bætt-
um námsárangri, upplýstari og já-
kvæðari foreldrum, sem og betri
skólum.
Á nýlegri ráðstefnu um drengja-
menningu sem Morgunblaðið hef-
ur gert góð skil undanfarna daga
kynnti Inga Dóra Sigfúsdóttir
rannsókn sína á umhverfi og að-
stæðum grunnskólanemenda. Í er-
indi hennar kom meðal annars
fram að fjölmargir þættir utan
skólans hafa áhrif á námsárangur.
Áhrif jafningjahópsins eru þannig
töluverð og einnig hafa væntingar
foreldra, eftirlit, stuðningur
þeirra, sem og tengsl við aðra for-
eldra og vini barnanna mikil áhrif.
Hún lagði áherslu á að öflugt for-
eldrasamstarf skilar betri náms-
árangri nemenda.
Valfrelsi foreldra
Við vitum öll að börn eru eins
ólík og þau eru mörg. Þarfir
þeirra sem nemenda geta því verið
mjög ólíkar. Ef einungis er horft
til þessa hlýtur það að vera gott
fyrir foreldra að hafa val um það í
hvaða skóla barn þeirra stundar
nám. Slíkt valfrelsi hvetur auk
þess foreldra til þess að kynna sér
það starf sem skólarnir bjóða upp
á og getur ýtt undir að þeir fylgist
vel með skólastarfinu og vilji öfl-
ugt samstarf. Hingað til hefur
ekki verið auðvelt fyrir foreldra að
fá upplýsingar um stefnu og
áherslur einstakra skóla, slíkar
upplýsingar eru að minnsta kosti
ekki aðgengilegar á einum stað
þar sem þær er helst að finna á
heimasíðum skólanna sjálfra.
Kynning á skólastarfi líkt og var í
Garðabæ nýlega í annað sinn og
það valfrelsi sem foreldrar í
Garðabæ hafa er nýjung í skóla-
starfi sem ber að fagna.
Sýn foreldra
á skólastarf
Elín Thorarensen fjallar
um kennsluaðferðir
Elín Thorarensen
’… börn erueins ólík og þau
eru mörg. Þarfir
þeirra sem nem-
enda geta því
verið mjög ólík-
ar.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla.
Fáðu fréttirnar
sendar í
símann þinnVOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is