Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 23
UMRÆÐAN
Á að hreinsa út?
Er eitthvað að á fréttastofu Út-
varpsins? Ég veit ekki
til þess. Þvert á móti.
Þar vinnur góður og
samstæður hópur.
Starfsandinn er góður.
Sumir hafa unnið þar
lengi. Aðrir gert þar
stuttan stans á frama-
brautinni. Þeir þekkja
fréttastofuna og hugsa
flestir hlýlega til
hennar. Fréttamenn
líta ekki á sig sem
heimaríka hunda. Þeir
vilja veg fréttastof-
unnar sem mestan.
Það getur verið eðlilegt að fá
stjórnanda utan úr bæ ef illa geng-
ur, traust hefur rýrnað, afköst
minnkað eða hneyksli skekið fyr-
irtækið. Þá kann að vera skyn-
samlegt að fá nýjan mann til þess
að rétta skútuna við. En ef ekkert
slíkt er að?
Reksturinn rangtúlkaður
Haft var eftir mér í blöðum á
dögunum að ég hefði verið kallaður
á stuttan fund vegna fjárhagsáætl-
unar fréttastofu Útvarpsins fyrir
árið 2005. Meira var það ekki. Út-
varpsstjóri sagði í Kastljósþætti,
sem fréttamenn fengu ekki að
svara, að það væri léttúð að tala
með þessum hætti. Er ekki fremur
léttúð að bjóða upp á svona vinnu-
brögð? Fyrrverandi fréttastjóri
segist ekki heldur hafa komið ná-
lægt fjárhagsáætlun ársins 2005.
Útvarpsstjóri nefndi einnig halla á
rekstri fréttastofunnar. Veit hann
ekki að oftar en einu sinni hefur
verið bent á skekkju í grunninum?
Áætlun um launaliði er röng.
Fréttasviðið, röng áhersla
Útvarpsstjóri studdi stofnun
fréttasviðs og árið 2002 var einn yf-
irmaður settur yfir báðar frétta-
stofur. Í vetur, fyrir áramót, kynnti
forstöðumaðurinn tillögur sínar um
breytingar á fréttasviðinu. Leggja
átti niður stöður fréttastjóra.
Skerða átti sjálfstæði fréttastof-
anna í nafni hagræðingar og sparn-
aðar. Á fjölmennum fundi frétta-
manna Útvarpsins og Sjónvarpsins
var þeim hafnað. Á fundi útvarps-
ráðs skömmu síðar var þeim einnig
hafnað.
Þetta var fyrri að-
förin að sjálfstæði
fréttastofunnar í vet-
ur. Hún mistókst og
fréttasviðið er sem
fyrr hvorki fugl né
fiskur. Skynsamlegast
væri að leggja það nið-
ur. Skipa í staðinn góð-
an rekstrarstjóra fyrir
báðar fréttastofurnar,
viðskiptafræðing eða
talnaglöggan stjórn-
unarfræðing sem héldi
utan um fjárhagsáætl-
anir, sinnti reikn-
ingum og starfsmannahaldi. Rekst-
urinn yrði gagnsærri og vitrænni,
og þetta myndi létta mjög á frétta-
stjórunum sem gætu einbeitt sér að
hinu faglega starfi. Hætt yrði að
sóa fé og það myndi skila sér í betri
fréttaþjónustu
Ráðningin
Síðari aðförin er svo fréttastjór-
aráðningin. Sannarlega er það sjón-
armið að ráða ungan mann til
starfa. Menn hafa bent á að ungt
fólk hafi komist til æðstu metorða
hjá stórfyrirtækjum, en geta þess
ekki að viðkomandi hafði unnið sig
upp í fyrirtækinu. Á fréttastofu Út-
varpsins eru nýliðar ráðnir til
skamms tíma. Ef þeir standa sig
eru þeir ráðnir áfram. Við ráðningu
fréttastjóra var menntun og
reynsla höfð að engu, en settur á
svið skrípaleikur. Öllum þeim sem
helst þóttu koma til greina var
hafnað, en ráðinn maður sem aldrei
hefur unnið á fréttastofu Útvarps-
ins og er með takmarkaða reynslu.
Síðan er reynt að réttlæta gjörning-
inn með því að vísa til rekstr-
arreynslu, eins og það sé höfuð-
atriði. Það er fjarstæða. Það þarf
einmitt að losa fréttastjórana und-
an rekstri.
Eitt af mörgu
Hin spurningin er svo, hvað er að
á Ríkisútvarpinu? Það væri óneit-
anlega kostur ef yfirmaður stofn-
unarinnar nyti virðingar fyrir yf-
irburði af einhverju tagi, t.d. fyrir
að skara fram úr á menningarsvið-
inu. Þegar svo er ekki þá hljóta aðr-
ir kostir að vega þungt, svo sem að
vera góður og styrkur stjórnandi.
Hvað skyldi prýða góðan stjórn-
anda? Menntun, lifandi áhugi á
starfseminni, en umfram allt, færni
í samskiptum við fólk. Dapurleg út-
koma Ríkisútvarpsins í vinnustaða-
könnunum VR sýnir að svo er ekki.
Þær sýna lítið álit starfsfólks á
æðstu stjórnendum. Samskipti þess
og stjórnenda eru lítil, stirð og skila
allt of litlu. Sumum er samráð ekki
tamt og verða af góðum ráðum og
frjóum hugmyndum.
Miklar kröfur um menntun eru
gerðar til millistjórnenda og stöð-
ugt meiri til fréttamanna. Því vekur
það nokkra undrun að æðsti stjórn-
andi stofnunarinnar og sumir af
þeim sem næstir honum standa
hafa einna minnsta menntun allra í
húsinu. Í þeim hópi gilda önnur lög-
mál. Það kann að skýra lítinn skiln-
ing á endurmenntun, sem er brýn
nauðsyn fyrir fréttamenn í heimi
sem verður stöðugt tæknilegri og
flóknari. Menntun skilar sér jafnan,
þótt hún ein og sér dugi ekki stjórn-
anda.
Hinn fullkomni stjórnandi er
vafalaust ekki til, en þó er hægt að
gera þá lágmarkskröfu að hann sé
fær um eðlileg samskipti við starfs-
fólkið. Hann þarf að geta haldið
fram hlut stofnunarinnar af sann-
færingu, með starfsmenn að baki.
Þarf ekki sátt um Ríkisútvarpið,
þarf ekki að endurskilgreina stöðu
þess, þarf ekki að efla dagskrána?
Hvað er að á fréttastofu
útvarpsins? Hvað er
að á ríkisútvarpinu?
Friðrik Páll Jónsson
fjallar um ráðningu
fréttastjóra á útvarpinu ’Hinn fullkomni stjórn-andi er vafalaust ekki
til, en þó er hægt að
gera þá lágmarkskröfu
að hann sé fær um
eðlileg samskipti við
starfsfólkið.‘
Friðrik Páll Jónsson
Höfundur er starfandi fréttastjóri á
fréttastofu Útvarpsins síðan í ágúst
og einn umsækjenda.
Með kveðju.
Grétar, sími 696 1126.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
EINBÝLI – STÓR-
REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ
Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlishúsi á
stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir ákveðinn kaupanda,
lágmark fjögur svefnherbergi, bílskúr ekki nauð-
syn. Verð allt að 35,0 millj.
Um ríflegan afhendingartíma getur verið að
ræða.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég
mun fúslega veita nánari upplýsingar.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
MÁLÞING um barnamenningu
verður haldið í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi hinn
5. mars nk. Þar verða
til umfjöllunar málefni
barna í menningarlegu
uppeldi á ýmsum stig-
um og sviðum.
Margir telja það
nauðsynlegt að ala upp
börnin með það fyrir
augum að þekking á
bókina sé aðalatriðið.
En hvaða þekking
skiptir máli? Þeirri
spurningu eiga margir
erfitt með að svara þar
sem til eru margar
hugmyndir um skil-
greiningu á vits-
munum. Hvað viljum
við börnum okkar til
handa þannig að þau
verði heilbrigðar per-
sónur, bæði á sál og
líkama? Að hugsa af
viti nær til fleiri þátta
en tungumálsins því
ekki verða aðskilin
hugur og hönd. Oftast
fá tilfinningar ekki
sess sem vitsmunalegt
ferli, hvernig sem á því
stendur.
Þroskandi er að fara
í gegnum ferli list-
sköpunar sem margir hafa áreið-
anlega reynt t.d. í kórstarfi. Að njóta
listar er að upplifa sjálfur til að
kunna að meta hana. Listgreina-
kennarar eiga að dýpka efnið til að
nemendur geti notið þess sbr. ís-
lenskukennari sem útskýrir ljóð og
undirtón þeirra til þess að nemendur
skilji þau betur. Hinn sjónræni
heimur verður sífellt fyrirferð-
armeiri í lífi okkar. Myndlistarkenn-
arar leitast við að kynna samband
lista og menningar. Engin önnur
grein tekur á fag-
urfræði og því þarf að
skapa aðstæður í skóla-
stofunni til að örva
nemendur til frekari
(myndræns) þroska.
Það að skapa er ekki að
apa eftir öðrum eða
öðru, skapandi hugsun
er grunnur að öllum
framförum.
Myndlistarkennsla
hefur verið flokkuð með
verkgreinum þótt hún
sé frekar huglægs eðlis
en þar sem ekki verða
skilin í sundur hugur og
hönd verður óhjá-
kvæmilega fyrirferð-
armikill þáttur námsins
að túlka hugmyndir sín-
ar með ýmsum efnum
og áhöldum. Efnið
verður miðill tjáning-
arinnar og því er ár-
íðandi að ná valdi á mis-
munandi verklegri
tækni.
Á ofangreindu mál-
þingi verður fjallað um
barnamenningu í víðu
samhengi, bæði í skóla-
starfi og þvert á svið og
geira. Megintilgang-
urinn er að efla barnamenningu í
landinu með því að koma fólki saman
til að vinna að skapandi verkefnum
með börnum þessa lands.
Hvar er
barnamenningin
á Íslandi?
Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir
fjallar um barnamenningu
Hrafnhildur
Gunnlaugsdóttir
’Hvaða þekkingskiptir máli?
Þeirri spurn-
ingu eiga marg-
ir erfitt með að
svara þar sem
til eru margar
hugmyndir um
skilgreiningu á
vitsmunum.‘
Höfundur er myndlistarkennari
og verkefnisstjóri málþings um
barnamenningu.
ÞAÐ er gömul saga og ný að sam-
göngur eru lífæð hvers samfélags.
Greiðar samgöngur auka aðgengi og
eftirspurn neytenda eftir vöru og
þjónustu og opna framleiðendum
nýja markaði. Sam-
göngur eru því grund-
völlur hagvaxtar og
framþróunar. Það þarf
því engan að undra að
samgöngubætur eru á
forgangslista allra
stjórnmálaflokka.
Eðlilegt er að skiptar
skoðanir séu um for-
gangsröðun fram-
kvæmda, sérstaklega
þegar um dýrar fram-
kvæmdir eins og jarð-
göng er að ræða. Eftir
að samgönguráðherra
staðfesti að fram-
kvæmdir við Héðinsfjarðargöng
myndu hefjast um mitt næsta ár hafa
heyrst gagnrýnisraddir um að fram-
kvæmdin sé óarðbær.
Útreikningar þeirra sem fremstir
fara í flokki gagnrýnenda byggjast á
því að deila íbúafjölda á Siglufirði í
áætlaðan framkvæmdakostnað og
telja það sanna mál sitt. Útreikningur
af þessu tagi er marklaus og segir
ekkert um arðsemi Héðinsfjarð-
arganga eða hvort framkvæmdin sé
skynsamleg. Mælikvarði á svona
framkvæmdir hefur
þegar verið settur, sem
er þjóðhagsleg arðsemi.
Samkvæmt útreikn-
ingum Vegagerð-
arinnar á þjóðhagslegri
arðsemi, sem fram
koma í skýrslu um mat
á umhverfisáhrifum, þá
er arðsemi ganga á milli
Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar 14,5%. Til sam-
anburðar má nefna að í
sambærilegri skýrslu
fyrir Fáskrúðsfjarð-
argöng er arðsemin
metin 4,3% miðað við að
farið sé í stóriðjuframkvæmdir fyrir
austan.
Arðsemi Héðinsfjarðarganga er
sambærileg þeirri sem vænta má af
Sundabraut. Í útreikningum fyrir
Héðinsfjarðargöng er gert ráð fyrir
minni umferð en nú er um Ólafsfjarð-
argöng og ekki tekið tillit til annars
sparnaðar sem af framkvæmdinni
hlýst, svo sem í opinberum rekstri og
hagræðingarmöguleikum hjá ríki,
sveitarfélögum og fyrirtækjum, íbú-
um svæðisins og landsmönnum öllum
til hagsbóta. Stækkun atvinnusvæðis
er mikið hagsmunamál fyrir allan at-
vinnurekstur á svæðinu og skapar
aukið atvinnuöryggi fyrir íbúana.
Göngin opna hringtengingu á Trölla-
skaga sem gefur sóknarfæri í ferða-
þjónustu á öllu svæðinu frá Skaga-
firði til Eyjafjarðar.
Ef lesendur vilja afla sér frekari
upplýsinga um Héðinsfjarðargöng
má benda á ágæta heimasíðu Vega-
gerðarinnar.
Héðinsfjarðargöng
eru arðsöm
Ólafur Helgi Marteinsson
fjallar um Héðinsfjarðargöng ’Arðsemi Héðinsfjarð-arganga er sambærileg
þeirri sem vænta má af
Sundabraut.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Ólafur Helgi
Marteinsson
Fáðu úrslitin
send í símann þinn