Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 24

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÚ MIKLA gróska sem verið hef- ur í háskólalífi landsmanna und- anfarin ár hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Hið gamla landslag, þar sem Há- skóli Íslands sat nán- ast einn að kennslu í flestum hefðbundnum háskólagreinum og þar sem rannsóknum og framhaldsnámi við ís- lenska háskóla jafnt HÍ sem aðra var lítið sinnt, heyrir nú sög- unni til. Stóraukið framboð á framhalds- námi auk nýrra eða gjörbreyttra háskóla sem standast gamla stóra bróður fyllilega snúning í kennslu og rannsóknum er sá veruleiki sem þeir sem eru að leita að háskólanámi standa nú frammi fyrir. Viðskiptaháskólinn á Bifröst er einn þeirra skóla sem hafa tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Skól- inn fer á háskólastig 1988, stofnar lagadeild fyrstur íslenskra háskóla utan HÍ 2001, fer af stað með kennslu á meistarastigi 2003. Jafn- hliða þessu hefur áhersla á rann- sóknir akademískra starfsmanna stóraukist og mun aukast enn á næstu árum, enda ekki hægt að tala um háskóla þar sem ekki eru stund- aðar rannsóknir. Jafnhliða þessu hefur nemendum og starfsfólki fjölgað jafnt og þétt og gríðarleg uppbygging á kennslu- og íbúðar- húsnæði átt sér stað í háskólaþorp- inu Bifröst, sem telur nú hátt í 700 íbúa, sem allir tengjast háskólastarf- inu á einn eða annan hátt. Þau tímamót hafa nú enn orðið í skólastarfi á Bifröst að þriðja há- skóladeildin hefur verið stofnuð; fé- lagsvísinda- og hagfræðideild. Eins og nafnið gefur til kynna mun deild- in einbeita sér að breiðri menntun á sviði félags- og hagvísinda. Leitast verður við að vera ávallt með kenn- ara í fremstu röð við deildina, sem sinna jafnframt öflugum rann- sóknum og geta miðlað þeim til nem- enda sinna. Það horfir afar vel í þeim efnum fyrir fyrsta skólaárið. Við- tökur samfélagsins við þessum tíð- indum hafa líka verið vonum framar eins og við finnum fyrir með miklum fjölda umsókna sem hafa þegar borist í nýtt BA nám í heim- speki, hagfræði og stjórnmálafræði. Gert er ráð fyrir að um 40 nemendur hefji þetta nám næsta haust, en það er stefna skólans að vera með takmark- aðan fjölda nemenda, til að geta boðið upp á fyrsta flokks þjónustu. Við á Bifröst lítum á smæð skólans sem styrk hans en ekki veikleika. Skólinn hefur þróast með ís- lenskri þjóð allan fullveldis- og lýð- veldistímann og borið gæfu til að uppfæra sig í takt við þarfir sam- félags og atvinnulífs. Stofnun fé- lagsvísinda- og hagfræðideildar er liður í þeirri þróun, en eftir því sem sókn í framhaldsnám eykst stórum skrefum er sífellt meiri þörf á stað- góðu og fjölbreyttu grunnhá- skólanámi á sviði félagsvísinda. Það er skylda skólans að þjóna þeim stóra hópi Íslendinga sem vilja sækja sér slíkt nám og hafa hingað til ekki átt mikið val um skóla hér á landi til að svala þeirri þörf. BA námið í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) er skipulagt með þetta fólk í huga. Ekki er síður þörf á öflugu rann- sóknarmiðuðu félags- og hagvís- indatengdu framhaldsnámi og stendur metnaður deildarinnar til að sinna þeim þætti einnig. Undirliggjandi þáttur í námi við deildina verður að hvetja nemand- ann til að upplifa sig sem hluta af al- þjóðlegu mannlegu samhengi. Því verður talsvert horft til alþjóðamála og nemendur hvattir til að kynna sér umheiminn vel, jafnvel með því að taka hluta síns náms við erlenda há- skóla. Bifröst býr að öflugu tvíhliða sambandi við valda samstarfsskóla víða um heim og nú um stundir er tæpur helmingur grunnnema við skólann sem taka eina eða tvær ann- ir við þessa samstarfsskóla í Asíu, Ameríku eða Evrópu. Til stendur að víkka skiptinámið út enn frekar með nýrri deild. Einnig verða nemendur hvattir til að láta samfélagsmál sig varða með virkri þátttöku í starfi fyrir mannúðarsamtök og aðra þá aðila sem vilja stuðla að betri heimi. Að auki hefur færst í vöxt að erlend- ir gestakennarar sinni kennslu við skólann og munu sumarannirnar, sem boðið verður upp á í fyrsta skipti sumarið 2006 í tengslum við s.k. heilsársháskóla á Bifröst, henta afar vel til þess að ná í öfluga fræði- menn erlendis frá til að miðla sinni sérhæfðu þekkingu inn í íslenskt há- skólasamfélag. Það er von okkar að hin nýja deild á Bifröst muni auðga hið blómlega íslenska háskólasamfélag og stuðla að enn frekari vexti og viðgangi fé- lagsvísindanáms og rannsókna á Ís- landi. Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði á Bifröst Magnús Árni Magnússon fjallar um háskólann á Bifröst í Borgarfirði ’Það er von okkar aðhin nýja deild á Bifröst muni auðga hið blóm- lega íslenska háskóla- samfélag og stuðla að enn frekari vexti og við- gangi félagsvísinda- náms og rannsókna á Íslandi.‘ Magnús Árni Magnússon Höfundur er forseti félagsvísinda- og hagfræðideildar á Bifröst. Í ÁLYKTUN frá 13. full- trúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands segir: „Fulltrúaþing félagsins harmar þá augljósu staðreynd að sannfæring formanna stjórnarandstöðuflokk- anna skuli föl fyrir auð- virðilega Júdasarpen- inga.“ Orsök þeirra gíf- uryrða, að jafna for- mönnum stjórnarand- stöðuflokkanna við Júdas Ískaríot er sú, að þeir sömdu um það við oddvita ríkisstjórn- arinnar að flokkar þeirra myndu styðja frumvarp um eftirlaun þingmanna og ráðherra. Frumvarp þetta var nýlega í há- mæli vegna hundraða þúsunda króna eftirlauna til fyrrverandi ráð- herra. Frumvarpinu fylgdi sú hags- munadúsa að formenn stjórnarand- stöðuflokka á þingi fá af almannafé 250 þúsund krónur á mánuði í við- bót við u.þ.b. 600 þúsund króna þingfararkaup. Þessi hags- munadúsa, sem formenn stjórn- arandstöðuflokka njóta nú, kom lögum um eftirlaun ekkert við. Hún var sérstök þóknun. Þess vegna líkja sjúkraliðar sannfæringu for- mannanna við það að æðstuprest- arnir keyptu svikin af Júdasi Ísk- aríot. Frumvarpið hneykslaði fleiri en sjúkraliða. Flokksstjórn Samfylk- ingarinnar ályktaði um það. Þar segir: „Forréttindi ganga gegn réttlætis- og lýðræðishugmyndum þorra landsmanna, sérstaklega for- réttindi kjörinna fulltrúa.“ Einnig segir þar að þeir, sem kjörnir eru til að setja lögin, megi ekki búa sjálfum sér almenn réttindi um- fram þau, sem um- bjóðendur þeirra njóta. Launþega- samtökin í landinu fordæmdu frum- varpið og kölluðu það siðleysi. Kona utan úr bæ Samfylkingarfólki blöskraði að frumvarp, sem jók ranglæti og ögraði réttlætiskennd, væri lagt fram í þess nafni. Það sagði sig úr flokknum í hundraða vís. Ingibjörg Sólrún lagði þá leið sína í þingið og átti fundi með þing- mönnum flokksins. Í lokin greiddu sjö þeirra atkvæði gegn frumvarp- inu og aðrir (utan einn) sátu hjá. Formaðurinn fór til útlanda. Viðvera Ingibjargar Sólrúnar í þinghúsinu olli stuðningsmönnum frumvarpsins mikilli gremju og þeir sögðu að það væri varla vinnufriður í þinginu fyrir „einhverri konu utan úr bæ“, og með athæfi sínu væri hún að lítilsvirða lýðræðið. Skoðanakúgun Sú ásökun, að með veru sinni í þinghúsinu væri Ingibjörg Sólrún að lítilsvirða lýðræðið, fékk lítinn hljómgrunn. Það urðu því margir undrandi, nú rúmu ári síðar, að prestur austur á landi segir á prenti að hún hafi í þessu máli beitt skoðanakúgun í þágu fasista í verkalýðshreyfingunni. Einnig seg- ir prestur: „Varaformaðurinn (Ingi- björg Sólrún) gekk á þingmennina, hvern og einn, og þrýsti á þá til að vera á móti bara til að hafa fas- istana góða.“ Þessi ummæli prestsins eru eng- um sæmandi og þau lítilsvirða sam- þykktir flokksstjórnar og annarra samtaka. Að auki má draga af þeim þá ályktun að það heiti skoð- anakúgun þegar prestar eða dyggð- ugt fólk leiðir aðra frá þeim breiða vegi, sem kenndur er við silfur Júd- asar. Mikið held ég að bersyndugir yrðu sáttir við þá kenningu. „Skoðanakúgun“ Ingibjargar Sólrúnar Birgir Dýrfjörð fjallar um Samfylkinguna ’Þessi hagsmunadúsa,sem formenn stjórnar- andstöðuflokka njóta nú, kom lögum um eft- irlaun ekkert við.‘ Birgir Dýrfjörð Höfundur situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ er með átak í gangi til að sameina sveitarfélögin í landinu. Í uppsveitum Árnes- sýslu eru fjögur sveit- arfélög, Hrunamanna- hreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur og Blá- skógabyggð (Þing- vallasveit, Laugardalur, Bisk- upstungur). Fjögur mjög áþekk sveit- arfélög með um 2.300 íbúa. Ef stefna félags- málaráðuneytisins nær fram að ganga þá verður kosið um sam- einingu þessara sveit- arfélaganna á árinu. Hver og einn íbúi verð- ur að íhuga rækilega kosti sameiningar. Í dag eru fjórir sveit- arstjórar í umræddum sveitarfélögum, fjórir oddvitar, fjórir grunn- skólar og fjórir skóla- stjórar. Ætla má að nemendur í grunn- skóla séu um 500. Uppsveitirnar hafa sameinast um að ráða fjóra starfs- menn: Ferðamálafulltrúa, félags- málafulltrúa, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Oddvitar sveitarfélaganna eru fjór- ir og þeir hafa stofnað með sér svo- kallaða oddvitanefnd. Þessi nefnd er orðin nokkurskonar oddviti sveitarfé- laganna fjögurra. Í henni taka oddvit- arnir ákvarðanir um ýmis mál, sem síðan koma til samþykktar sveit- arstjórnanna í sveitarfélögunum fjór- um. Í síðustu kosningum settust a.m.k. 24 sveitarstjórnarmenn í stóla sína til að taka ákvarðanir og marka stefnu fyrir umrædd fjögur sveitarfélög. Þessa dagana virðast sum sveit- arfélögin keppast við að eyða pen- ingum, byggja upp hjá sér, svo þau haldi sínu, ef til sameiningar kæmi. Stefnumótunin mjög þröng. Gríms- nesingar eru t.d. mjög fram- kvæmdaglaðir, þeir hafa fengið einkaaðila til að byggja skóla og stjórnsýsluhús á Borg í Grímsnesi. Sennilega eru þeir að stefna að því að standa sterkt, þegar og ef til samein- ingar kemur, búnir að byggja stjórn- sýsluhúsið. Starfræktur er skóli á Laugarvatni sem er í um 20 kíló- metra fjarlægð frá Borg. Einnig er skóli í Reykholti, Bisk. Fjarlægð fyrir suma nemendur í Grímsnesi er styttri þangað en á Borg. Á Laugarvatni er Héraðsskóla- húsið, flotta burstabyggingin sem all- ir þekkja, byggð um 1930. Væri það ekki flott ráðhús sameinaðs sveitarfé- lags uppsveitanna? Sameinuð sveit- arfélög hljóta að horfa heildstætt á allt svæðið t.d. varðandi náms- framboð fyrir grunnskólanemendur og stjórnsýslu. Það hlýt- ur að auka hagkvæmni. Ekki hefur verið sýnt fram á mikinn fjárhags- legan sparnað í byrjun þegar sveitarfélög hafa verið sameinuð. Aftur á móti hefur þjónusta við íbúa eflst við samein- ingu sveitarfélaga. Reynslan sýnir að fag- mennska og framboð á þjónustu eykst þegar sveitarfélögin stækka. Því gæti þjónusta við t.d. aldraða eflst mjög, ef við sameinuðumst hér í uppsveitum Árnes- sýslu. Ekki veitti af. Einkahagsmunir frambjóðenda í upp- sveitum Árnessýslu gætu verið Þrándur í Götu við sameiningu sveitarfélaganna. Ég þekki best til í Blá- skógabyggð. Þar er nú starfandi einn sveit- arstjóri, ágætlega laun- aður. Oddvitinn er einn- ig í fullu starfi, sem oddviti og við önnur verkefni. For- maður byggðaráðs hefur ágæt laun fyrir sitt embætti og svo er hann ráð- inn í vinnu hjá vatnsveitum sveitarfé- lagsins. Þessir þrír menn eru allir í launuðum störfum hjá sveitarfé- laginu, sem þeir réðu sig sjálfir í, enda í meirihluta sveitarstjórnar. Sveitarstjórar eru í fullu starfi, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Hrunamannahreppi. Fjórir sveit- arstjórar í 2.300 manna samfélagi. Sveitarstjórnamenn hafa sett fyr- irvara um sameiningu sveitarfélaga í bókunum sínum. Ég tel að sameinað sveitarfélag sé ekki síður í stakk búið til að sækja betri vegi og brýr en fjög- ur minni sveitarfélög. Ég hvet því fólk til að íhuga þessi mál rækilega, höfum við efni á að bíða? Mín skoðun er að fólk í uppsveitum Árnessýslu eigi að vera framsýnt og áræðið og sameinast strax og færi gefst. Máltakið segir: „að hika er sama og að tapa“. Við viljum ekki tapa, það er ekki eftir neinu að bíða. Sameinaðar upp- sveitir Árnessýslu Drífa Kristjánsdóttir fjallar um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu Drífa Kristjánsdóttir ’Ég tel að sam-einað sveitarfé- lag sé ekki síður í stakk búið til að sækja betri vegi og brýr en fjögur minni sveitarfélög.‘ Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.