Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 25
UMRÆÐAN
FYRIR tæpum 27 árum gáfu þeir
sem vildu umfram allt vernda og
friða gömul hús í Reykjavík út rit
sem bar nafnið Vina-
minni, Blað um um-
hverfisverndun, 1. tbl.
1.árg. – maí 1978. Rit-
nefnd þessa blaðs skip-
uðu þau Helgi Þorláks-
son, Hjörleifur
Stefánsson og Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir. Þessu blaði var
dreift ókeypis í 12.000
eintökum í Reykjavík
og í það skrifuðu marg-
ir mætir menn sem
töldu að það yrði mið-
borg Reykjavíkur og
gömlum hverfum í höfuðborginni
helst til framdráttar að þar yrði mik-
il áhersla lögð á verndun og nýting
sem minnst aukin frá því sem þá var.
Ekki hafa mér vitanlega verið gefin
út fleiri hefti af þessu ágæta blaði,
en í dag er vel þess virði að líta yfir
þetta rit með hliðsjón af nýlegum til-
lögum um endurbyggingu milli
Laugavegar og Grettisgögu.
Nokkru áður en ofangreint rit var
gefið út höfðum ég og samstarfs-
menn mínir unnið tillögur að skipu-
lagi þessa svæðis undir vinnuheitinu
„endurnýjun eldri hverfa“ þar sem
við bentum m.a. á að
líklegt væri að fyr-
irtæki í miðbæ Reykja-
víkur og við Laugaveg
myndu lenda í harðri
samkeppni við ný
verslunarhverfi á höf-
uðborgarsvæðinu á
komandi árum og að
við þessu væri æskilegt
að bregðast bæði með
því að vernda hús á
ákveðnum svæðum,
endurnýja núverandi
hús á öðrum svæðum,
byggja samkeppn-
ishæfar byggingar, en binda miklar
framkvæmdir við ákveðin svæði, að-
allega í útkanti þess við Skúlagötu
og á hafnarsvæðinu. Jafnframt bent-
um við á leiðir til þess að ná þessum
markmiðum og lögðum m.a. til að
komið væri á laggirnar svokölluðum
„endurnýjunarsjóði“ og að byggt
væri upp að steyptum brunagöflum í
þessum hverfum sem víða eru ennþá
til mikilla lýta, m.a. við Ingólfstorg.
Að frysta borgina í þáverandi mynd
legði einungis dauða hönd á eðlileg-
ar breytingar og endurnýjun þótt
æskilegt væri að fara með gát í þeim
efnum sem öðrum.
Eftir allar skipulagsrannsóknir og
tillögugerð innlendra sem erlendra
sérfræðinga undanfarna áratugi á
þessu svæði er það meira en lítið
skrýtið að skipulagsyfirvöld í
Reykjavík séu að komast að svipaðri
niðurstöðu og við lögðum til fyrir
tæpum 30 árum. Aldrei vorum við þó
það stórtæk að okkur dytti í hug að
búa til nærri því samfellda bygging-
arlóð milli Hverfisgötu og Grett-
isgötu, frá Lækjargötu að Snorra-
braut. Evrópusamband
skipulagsfræðinga hefur líka marg-
varað við jafn stórfelldri endurnýjun
í gömlum hverfum og þarna er verið
að gefa undir fótinn með. Þetta er
sérstaklega varhugavert ef viðkom-
andi skipulagsfræðingar sýna ekki
jafnframt fram á hverjar afleiðing-
arnar verða t.d. á fólk, umhverfi, fyr-
irtæki og umferð.
Ég ber mikla virðingu fyrir þeim
aðilum sem hafa verið að reyna að
reka fyrirtæki í gömlum hverfum
Reykjavíkur undanfarna áratugi.
Þeir geta þó ekki axlað faglega
ábyrgð á skipulagi þessara hverfa
enda eru nútíma skipulagsvísindi
talsvert flókið mál ef vel á að vera.
Stjórnmálamenn geta heldur ekki
borið faglega ábyrgð á því að eitt-
hvert vit sé í skipulaginu þótt hægt
sé að kalla sveitarstjórnir til ábyrgð-
ar á fjögurra ára fresti. Skipulags-
fræðingar geta hins vegar tekið fag-
lega ábyrgð á skipulagi, en það
vekur athygli að í auglýsingabækl-
ingi um „uppbyggingu og verndun
við Laugaveg“ er ekkert reynt að
meta afleiðingarnar af þessari
stefnu og enginn slíkur sem þar tek-
ur faglega ábyrgð á skipulaginu.
Íbúar Reykjavíkur eiga auðvitað
heimtingu á að fá að vita milliliða-
laust hver sé fagleg skoðun skipu-
lagsfræðinga borgarinnar, sem eru á
launum hjá okkur íbúunum, á jafn
mikilvægum skiplagstillögum og
hver þeirra taki á þeim faglega
ábyrgð. Annars verða alltaf ein-
hverjir til að leiða líkur að því að
skipulag sé lítið annað en „díll“ milli
stjórnmálamanna og peningaaflanna
á viðkomandi stað.
Sjálfur bý ég í gömlu húsi sem
stendur í götustæði sem einn af er-
lendum „sérfræðingum“ borg-
arinnar lagði eitt sinn til. Löngu áð-
ur en opinberum aðilum datt í hug
að vernda þetta hús fyrir mér ákvað
ég sjálfur að færa það sem mest í
upprunalegt horf, en byggja við það
svo öll þau tæki sem fylgja nútíman-
um kæmust þar þokkalega fyrir.
Með þessu móti var líf hússins lengt
um hundrað ár eða meira og hugs-
anlega má á svipaðan hátt endurnýja
mörg þeirra húsa sem nú hefur verið
gefin heimild til að rífa á ofan-
greindu svæði.
Hver er fagleg skoðun skipulags-
fræðinga Reykjavíkurborgar?
Gestur Ólafsson fjallar
um skipulagsmál ’Íbúar Reykjavíkureiga auðvitað heimtingu
á að fá að vita milliliða-
laust hver sé fagleg
skoðun skipulagsfræð-
inga borgarinnar…‘
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur.
Lið-a-mót
FRÁ
Extra sterkt
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1 í Ameríku
-fyrir útlitið
Góð heilsa - Gulli betri
SAMANTEKT bæjarfulltrúa
Samfylkingarinnar í Kópavogi á
fasteignagjöldum og
öðrum gjaldskrám
sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu hef-
ur vakið athygli. Þær
upplýsingar sem koma
þar fram eru gagn-
legar og nauðsynlegar
bæði fyrir sveit-
arstjórnarmenn og al-
menning. Þó svo að
samantekt okkar sé
engan veginn tæmandi
gefur hún mjög skýrar
vísbendingar og er
góður grunnur þegar
taka á ákvarðanir um gjaldskrár.
Þar kemur fram að leikskólagjöldin
eru hæst í Kópavogi, þar er dýrast í
sund, Kópavogsbúar borga lang-
mest fyrir kalda vatnið og tekjulág-
ir aldraðir Kópavogsbúar greiða
hæstu fasteignagjöldin. Fimm
manna fjölskylda borgar meira fyrir
þjónustu sem hún notar í Kópavogi
en byggi hún í öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Gunnar I. Birgisson, bæj-
arfulltrúi í Kópavogi, bregst hér í
Morgunblaðinu við grein minni um
þetta efni sem birtist hér fyrir rösk-
um mánuði. Honum þykir miður að
ég skuli dreifa upplýsingum sem
virðist ætlað að skaða
bæjarfélagið. Við
Gunnar sitjum í bæj-
arstjórn Kópavogs sem
fulltrúar íbúa bæjarins.
Það eru þeirra hags-
munir sem við eigum
að hafa að leiðarljósi í
störfum okkar. Upplýs-
ingar og samantekt
okkar samfylking-
armanna á að nota í
efnislegri umræðu um
gjöld og álögur á bæj-
arbúa. Það skaðar ekki
bæjarfélagið að ræða
þessi mál, þeir sem valda bæj-
arfélaginu skaða eru sjálfstæðis- og
framsóknarmenn sem standa fyrir
þessum hækkunum.
Bæjarstjórnin og
Tónlistarskólinn
Gunnar bendir réttilega á að
skólagjöld Tónlistarskóla Kópavogs
séu ákvörðuð af stjórn Tónlistar-
félagsins sem á skólann. Engu að
síður hefur bæjarstjórnin afar mikil
áhrif á rekstrargrundvöll skólans
þar sem það er hennar að ákveða
fjölda stöðugilda kennara við skól-
ann og þar með hversu marga nem-
endur hann getur tekið inn. Skólinn
getur tekið við fleiri nemendum
m.a. með því að efla þá hljóðfæra-
kennslu sem hann er með nokkrum
af grunnskólum bæjarins. Til þess
þarf skólinn heimild frá bæjarstjórn
um fjölgun stöðugilda. Fáist það
nær skólinn meiri hagræðingu í
rekstri sem minnkar vægi skóla-
gjalda í rekstrinum.
Af hverju sleppir Gunnar
Seltjarnarnesi?
Gunnar fullyrðir að fast-
eignagjöld séu næstlægst í Kópa-
vogi og styðst þar við töflu sem birt-
ist í blaði sjálfstæðismanna í
Kópavogi. Gunnar sleppir reyndar
Seltjarnarnesi í samanburði sínum.
Sé miðað við sveitarfélögin á höf-
uðborgarsvæðinu eru fast-
eignagjöldin alltaf lægri í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi og oft í Garða-
bæ líka. Garðabær fer þó upp fyrir
Kópavog ef lóðin í kringum húsið er
mjög stór. Gunnar leggur mikla
áherslu á að Kópavogur sé eina
sveitarfélagið á höfuðborgarsvæð-
inu sem býður upp á 5% stað-
greiðsluafslátt borgi menn fast-
eignagjöldin öll í einu lagi fyrir 12.
febrúar. Það er vissulega góðra
gjalda vert en fáir geta nýtt sér af-
sláttinn enda lítið í buddunni hjá
flestum svo skömmu eftir jólin.
Þetta er því ekki raunhæfur val-
kostur fyrir allan þorra bæjarbúa.
Röng ákvörðun
hækkaði vatnsverð
Gunnari verður nokkuð tíðrætt
um hið háa vatnsgjald í Kópavogi.
Hann talar um okursamninga við
Orkuveituna en minnist ekki á að
vatnsgjaldið sem við erum að borga
er afleiðing rangrar ákvörðunar í
bæjarráði Kópavogs undir hans for-
ystu um miðjan síðasta áratug þeg-
ar menn vildu ekki ganga til samn-
inga við Orkuveituna um
vatnsverðið, heldur settu málið í
gerðardóm. Þessi ákvörðun veldur
því að Kópavogsbúar eru að borga
miklu meira fyrir vatnið en íbúar
annarra sveitarfélaga sem fá vatn
sitt frá Orkuveitunni. Þetta á auð-
vitað að vera búið að leiðrétta fyrir
löngu. Meðan það er ekki gert
borga Kópavogsbúar mest allra fyr-
ir kalda vatnið. Á því bera Gunnar
og meirihlutinn ábyrgð.
Bæjarstjórnin skoði málið
Það þarf að fara varlega í rekstri
sveitarfélags eins og Kópavogs og
gæta að jöfnuði milli íbúanna. Við
bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í
Kópavogi höfum sýnt fram á að
barnafjölskyldur og tekjulágir elli-
lífeyrisþegar greiða hærri fast-
eignagjöld og gjöld fyrir þjónustu
sem þeir þurfa að fá í Kópavogi en
þeir gera í öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru
staðreyndir sem blasa við og ekki
hafa verið hraktar Þessar stað-
reyndir eiga auðvitað að vera öllum
bæjarstjórnarmönnum í Kópavogi
tilefni til að kafa vandlega ofan í
málin og endurskoða allar gjald-
skrár. Kópavogur á ekki að vera
dýrasta sveitarfélagið á höfuðborg-
arsvæðinu.
Fasteignagjöld og álögur á Kópavogsbúa
Hafsteinn Karlsson svarar
Gunnari I. Birgissyni ’Það þarf að fara var-lega í rekstri sveitarfé-
lags eins og Kópavogs
og gæta að jöfnuði milli
íbúanna.‘
Hafsteinn Karlsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
ÁNÆGJULEGT er hversu vel
hefur gengið að sam-
eina jafnaðarmenn í
einn flokk. Þetta hefði
ekki tekist nema vegna
þess að góðir menn
lögðust margir á árar
undir góðri leiðsögn.
Undir forystu Össurar
Skarphéðinssonar hef-
ur tekist að yfirvinna
gamlar deilur og
flokkadrætti þannig að
íslenskir jafnaðarmenn
eru nú allir á sömu
skútunni, innanborðs í
Samfylkingunni. Þetta
hefur yljað okkur gömlum jafn-
aðarmönnum og við viljum áfram
sigla þöndum seglum. Við réðum í
upphafi ferðar til þess skipstjóra,
Össur Skarphéðinsson, sem síðan
hefur staðið í brúnni og stýrt skút-
unni í gegnum brim og boða. Hann
hefur reynst farsæll formaður, svo
fylgi jafnaðarmanna á Íslandi er nú
meira en nokkru sinni í sögunni.
Nú hafa þau tíðindi borist yfir fjöll
og sand að margir vilji
kjósa annan formann.
Þetta minnir á þá óein-
ingu sem var í gömlu
flokkunum, flokka-
drættina sem ég hélt að
við hefðum sagt skilið
við með stofnun Sam-
fylkingarinnar. Því hlýt
ég að harma að hinn
nýi og stóri flokkur
jafnaðarmanna skuli
ætla að taka þennan
gamla arf frá litlu
flokkunum, arfleifð
flokkadrátta, sundr-
ungardrauginn sem ég hélt að við
ætluðum að skilja eftir á 20. öldinni.
Að mínu mati hefur Össur staðið
sig vel sem formaður, og því lítt
skiljanlegt hvers vegna efnt skuli til
framboðs gegn honum. Sú var tíð að
menn lögðu mælikvarða á hvenær
ætti að skipta um karlinn í brúnni.
Ef illa fiskaðist misserum saman
þótti réttlætanlegt að karlinn í
brúnni tæki pokann sinn. Því er nú
aldeilis ekki að heilsa, það fiskast vel
og Samfylkingin er á góðum skriði.
Jafnaðarmanna á Íslandi bíða
mörg verkefni. Ég treysti Össuri til
að leiða Samfylkinguna áfram til
góðra verka.
Karlinn í brúnni – fiskar vel
Karvel Pálmason fjallar
um Samfylkinguna ’Við réðum í upphafiferðar til þess skip-
stjóra, Össur Skarphéð-
insson, sem síðan hefur
staðið í brúnni og stýrt
skútunni í gegnum brim
og boða. ‘
Karvel Pálmason
Höfundur er fyrrv. alþingismaður
jafnaðarmanna.
smáauglýsingar
mbl.is
Úrslitin úr
ítalska boltanum
beint í
símann þinn