Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR skákheimurinn varð vitni
að því, að upp væri að vaxa í Banda-
ríkjunum drengur sem líklegur var
til stórræða á þessum sviðum, byrj-
uðum við að bíða þess að hann yrði
fær um að taka til við að vinna stór-
veldið USSR sem lengi hafði haldið
á og einokað heimsmeistaratitilinn.
Þetta var á árabilinu 1950 til 60
og drengurinn Róbert Fischer varð
skákmeistari Bandaríkjanna aðeins
fjórtán ára gamall og síðan höfum
við sem dáðum hann strax sem lít-
inn dreng og undrabarn, fengið að
fylgjast með ferli hans, meðal ann-
ars sjá hann vinna snillinginn
Spasskí árið 1972 í Reykjavík.
Og síðan er langt um liðið og að-
eins örsjaldan hafa heimsbyggðinni
borist fréttir um líf hans og starf og
oftast í heldur svona neikvæðum
tón.
Víst er þó um það að hann virðist
hafa lent í einhverjum útistöðum við
stjórnvöld heima fyrir, sem með
öðru leiddu til þess að hann sleit öll
bönd við sína landa og hefur verið í
einhvers konar útlegð á annan tug
ára og fátt af honum frést fyrr en
hann tók áskorun um að tefla í landi
í Evrópu sem USA lagði bann við.
Man nú enginn að pólitík og
íþróttum á ekki að blanda saman?
Þessi mesti skáksnillingur allra
tíma hlýtur að eiga betra skilið.
Hann er sagður hafa alist upp við
heldur kuldaleg kjör og við getum
ímyndað okkur að hann hafi misst
af því að menntast, reyndar er ekki
ljóst hver menntaganga hans var en
heldur vafasamt að hann hafi getað
misst tíma frá skákpælingum til
langrar skólaveru og líklegt að
hann hafi ekki einu sinni lært þá
sjálfsögðu mannasiði sem fólk að-
lagast við það að umgangast annað
fólk og því sé framkoma hans svo
óhefluð.
Og þess vegna verðum við að
treysta á að þessir heiðursmenn
sem áttu þátt í að bjarga honum
núna, geti kannski leitt hann til
betri vegar á þessum sviðum.
En nú vil ég brydda upp á einum
leik sem ég bið menn að íhuga.
Maður er nefndur Ragnar Að-
alsteinsson og er þekktur lögfræð-
ingur og ekki síst fyrir skelegga
baráttu í ýmsum málum er varða
mannréttindi.
Gæti verið mögulegt að einhver
voldugur aðili hér á landi myndi
bjóða fé til að reyna að senda Ragn-
ar til USA og að kynna okkur lönd-
um Fischers hvernig mál hans
standa og kannski athuga hvað á
bak við býr þann haturshug sem
hann virðist bera til fyrrum landa
sinna þar og þá um leið, ef mál
reynast eitthvað á þann veg sem
Fisher heldur fram, að hann hafi
verið rændur eignum sínum, að
reyna þá að fá þau mál lagfærð.
Verðum við ekki að leita leiða til
að leysa þessi mál friðsamlega?
HELGI ORMSSON,
Hlynsölum 5, Kópavogi.
Mesti skáksnillingur
allra tíma hlýtur að
eiga betra skilið
Frá Helga Ormssyni:
Í TVÍGANG hefur Rás 1 útvarpað
„hagyrðingamóti á Vetrarhátíð“ frá
17. febrúar sl. Margt var þar hnytti-
lega sagt, þótt annað væri bæði
ósmekklegt og ómerkilegt. Ekki
ætla ég að gera mótið að umræðu-
efni í heild né hegðan og framkomu
einstakra hagyrðinga. En því skrifa
ég þessar línur að mér blöskraði
framkoma þáttarstjórnanda og þátt-
takenda í garð Kristjáns Jóhanns-
sonar óperusöngvara. Virðist hressi-
leg gamansemi og einlæg framkoma
hans ætla að endast fjölmiðlum og
fréttamönnum furðu lengi, og er
greinilegt að sumum mörlandanum
geðjast ekki að því að vera kallaðir
sveitalubbar og amatörar, þótt þeir
eigi það skilið, enda verður hver
sannleikanum sárreiðastur.
Sem sveitadreng austan af landi
hefur mér oft orðið hugsað um ein-
elti sem birtist í furðu mörgum
myndum í þjóðfélaginu og margir
hafa gaman af. Áður var einelti kall-
að stríðni, en stríðni hefur ásamt níði
lengi verið þjóðaríþrótt Íslendinga,
sérstaklega þeirra sem eru litlir inni
í sér. Svo rammt kvað raunar að
þessari áráttu Íslendinga, að í elstu
lögum landsins, Grágás, er sér-
stakur kafli um níð. Varðaði skóg-
gang, ef menn ortu níð um annan og
gátu menn fallið óhelgir, er mæltu
orð til háðungar öðrum ellegar ortu
um annan illmæli.
Gott er hagyrðingum á Vetr-
arhátíð að ákvæði Grágásar eru ekki
í gildi. Hins vegar stendur Kristján
Jóhannsson jafn réttur eftir sem áð-
ur, þrátt fyrir öfund íslenskra
sveitalubba og amatöra, og það er
trú mín að afrek hans eigi eftir að
lifa lengur en rógur og níð sem um
hann hefur gengið.
TRYGGVI GÍSLASON,
Blásölum 22, Kópavogi.
Íslendingar, sveita-
lubbar og einelti
Frá Tryggva Gíslasyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á bíla-
leigur eru ekki í neinu samræmi
við áður gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að skapa
betra umhverfi fyrir bílaleig-
urnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöðunni er
að láta TR ganga inn í LHÍ og þar
verði höfuðstaður framhalds- og
háskólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein
af þeim sem heyrðu ekki bankið
þegar vágesturinn kom í heim-
sókn.“
að án þeirrar hörðu rimmu og víð-
tæku umræðu í þjóðfélaginu sem
varð kringum undirskriftasöfnun
Umhverfisvina hefði Eyjabökkum
verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu og
góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða
viljum við að námið reyni á og
þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalögin,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekning-
arlítið menntamenn og af góðu
fólki komnir eins og allir þeir, sem
gerast fjöldamorðingjar af hug-
sjón. Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans
að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
MENNTAMÁLARÁÐHERRAR
Sjálfstæðisflokksins síðustu 14 árin
hafa valdið íslensku menntakerfi
miklum skaða. Skólastigunum hefur
verið haldið í fjársvelti og til dæmis
má nefna að grunn-
skólinn hefur bók-
staflega sprungið út
eftir að hann var færð-
ur til sveitarfélaganna
sem hafa staðið vel að
rekstri hans og veita
til hans miklu meiri
fjármunum en ríkið
gerði áður með metn-
aðarfulla framtíðarsýn
að leiðarljósi. Framtíð-
arsýn sem ekki örlar á
hjá menntamála-
yfirvöldum eða forystu
hægriflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valdið
menntakerfinu ómældum skaða og
til að nefna dæmi þá verjum við inn-
an við 1% af þjóðarframleiðslu til
háskólastigsins, samkvæmt skýrslu
OECD, um leið og Norðurlanda-
þjóðirnar gera allt að þrefalt betur
og Bandaríkin fimmfalt. Þetta er
dæmalaust skilningsleysi á mik-
ilvægi öflugrar menntunar sem und-
irstöðu fjölbreytts þekkingarsam-
félags framtíðarinnar. Framsókn
lætur þetta yfir sig ganga og kvittar
með þögninni upp á skaðann sem
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á
menntakerfinu.
Framganga Sjálfstæðisflokksins í
menntamálum er á meðal stærstu
vandamála þjóðfélagsins enda fjölg-
ar stóriðjustrompunum í samræmi
við sveltistefnuna í menntamálum
sem eru dapurlegir minnisvarðar
um framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks-
ins á umhverfi og atvinnumöguleika
ungra Íslendinga. Það verður eitt
helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar að efla skóla-
kerfið með miklum fjárfestingum í
framtíðarskólanum. Frelsa hann úr
svelti Sjálfstæðisflokksins.
Skerðing á stúdentsprófinu
Menntamálaráðherra fékk í arf
frá forverum sínum það verkefni að
stytta stúdentsprófið. Samkvæmt
tillögunum sem fyrir lágu átti að
skerða það einhliða með þeim afleið-
ingum að menntunin gengisfélli og
talsverðir fjármunir
spöruðust. Þeim til-
lögum var sópað undir
teppið og nýjar lagðar
fram sem nú er unnið
eftir. Þar er margt var-
hugavert að finna og
hefur Félag framhalds-
skólakennara t.d. skor-
að á ráðherra að aft-
urkalla tillögurnar og
vinna vitrænt að mál-
inu í samráði við skóla-
samfélagið sjálft.
Það markmið að ís-
lenskir nemendur út-
skrifist fyrr er gott og við eigum að
stefna að því. Öllu skiptir hins vegar
hvernig er staðið að breytingunum
og markmiðið hlýtur að vera að
námið verði betra en fyrir breyt-
ingu. Það verði stytt en ekki skert.
Ef markmiðið er að spara, fækka
störfum og skera niður er eingöngu
verið að vinna illa bætanlegt tjón á
framhaldsskólanum með þeim af-
leiðingum t.d. að kennsla í þriðja
máli minnkar umtalsvert og prófið
sem slíkt gengisfellur. Sérstaðan við
íslenska framhaldsskólann er fjöl-
breytileiki og hann á umfram allt að
varðveita. Takist það ekki hefur
styttingin mistekist.
Margt annað verður að vera í for-
grunni við styttingu á námstíma til
stúdentsprófs; samþættingu skóla-
stiga, endurmenntun kennara,
námsframboð, umfang kjarna og
valgreina og fjölda margt annað
mætti tína til. Samþætting skóla-
stiganna fjögurra er markmið út af
fyrir sig og stytting á námstíma gef-
ur gott færi á því ef rétt er að stað-
ið. Það þarfnast hins vegar aðlög-
unar og endurskoðunar á menntun
kennara. Of fáir grunnskólakenn-
arar eru með stærðfræði sem aðal-
kjörsvið og þá má stytting á náms-
tíma alls ekki verða til þess að
skerða kennslu í þriðja máli einsog
lítur út fyrir að verði.
Fjölda annarra atriða þarf að
gæta að til að markmiðið náist sem
hlýtur að vera betra skólakerfi, öfl-
ugra verknám, viðvarandi fjöl-
breytileiki skólanna og betra stúd-
entspróf.
Sveltistefnan í mennta-
málum er samfélagsvandi
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um menntamál ’Framganga Sjálfstæð-isflokksins í mennta-
málum er á meðal
stærstu vandamála
þjóðfélagsins enda fjölg-
ar stóriðjustrompunum
í samræmi við svelti-
stefnuna í mennta-
málum.‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
ATVINNUÁSTAND undanfarin
ár hefur verið með slakara móti hér
á höfuðborgarsvæðinu. Til að mynda
hefur ungt fólk átt mjög erfitt með
að fá sumarstörf, einkum þeir sem
eru 17 og 18 ára, og
tengist það einnig
hækkuðum sjálfræð-
isaldri í 18 ár. Reykja-
víkurborg hefur brugð-
ist við ástandinu og
undanfarin þrjú ár hef-
ur borgin veitt aukafé
til að unnt sé að veita
ungu fólki sumarvinnu.
Í fyrra fór svo að það
náðist að veita öllum
þeim ungmennum sem
sóttu um störf vinnu í
a.m.k. sex vikur. Í
tengslum við þetta hef-
ur starfsemi Vinnumiðlunar ungs
fólks verið efld mjög og starfar hún
nú allan ársins hring. Á sama tíma
hefur verið starfandi Samráðshópur
um atvinnumál ungs fólks þar sem
fulltrúar borgarstofnana koma sam-
an og stilla saman strengi um at-
vinnumál.
Nú í sumar má sjá fram á aðeins
betra atvinnuástand og er það fagn-
aðarefni. En atvinnuleysi er ekki að-
eins vandamál á sumrin. Hér í borg-
inni er nokkur hópur af ungu fólki
sem hefur verið atvinnulaus um
nokkurt skeið. Í desembermánuði
síðastliðnum voru 173 ungmenni á
aldrinum 16-24 ára sem höfðu verið
þrjá mánuði eða lengur á atvinnu-
leysisskrá.
Þetta ástand er áhyggjuefni enda
er það vel þekkt atvinnuleysi hefur
mjög neikvæð áhrif á fólk. Sam-
kvæmt rannsókn sem Vinnumiðlun
ungs fólks lét gera er ungt atvinnu-
laust fólk líklegra til að
reykja en ungt fólk í
námi eða starfi, áfeng-
isneysla þess er meiri
og það á frekar við sál-
ræn vandamál að
stríða. Ungt atvinnu-
laust fólk er að auki lík-
legra til að verða at-
vinnulaust síðar á
lífsleiðinni en aðrir.
Samstarf um
framtíðarlausnir
Samráðshópurinn
leitaði eftir samstarfi
við Vinnumálastofnun í því skyni að
ráðast í átak til að aðstoða þau ung-
menni sem hafa verið atvinnulaus í
lengri tíma og rjúfa þar með þann
vítahring sem langvarandi atvinnu-
leysi getur orðið. Vinnumálastofnun
var mjög áhugasöm um verkefnið og
er verið að ýta því úr vör þessa dag-
ana.
Reynt er að finna störf sem henta
áhugasviði viðkomandi ungmenna.
Ennfremur er lögð mikil áhersla á
að öll ungmennin hljóti lágmarks
starfsþjálfun og að á vinnustaðnum
séu tengiliðir sem þau geti leitað til á
starfstímanum. Vinnumálastofnun
greiðir stærstan hluta launakostn-
aðar eða sem samsvarar þeirri bóta-
upphæð sem viðkomandi ungmenni
á rétt á en Reykjavíkurborg leggur
svo viðbótarframlag ofan á það. Að
starfstíma loknum verður reynt eftir
fremsta megni að sjá til þess að ung-
menni haldi áfram að vinna, fái ný
störf eða fari í nám.
Reiknað er með því að um 30 ung-
menni fái störf í því átaksverkefni
sem er nú að hefjast. Ljóst er að
svona verkefni getur skipt miklu
máli til að rjúfa vítahring atvinnu-
leysis og því verður vonandi hægt að
halda þessu áfram ef vel tekst til að
þessu sinni.
Rjúfum vítahring
atvinnuleysis
Katrín Jakobsdóttir
ræðir um atvinnuleysi ’Samráðshópurinn leit-aði eftir samstarfi við
Vinnumálastofnun í því
skyni að ráðast í átak til
að aðstoða þau ung-
menni sem hafa verið
atvinnulaus í lengri tíma
og rjúfa þar með þann
vítahring sem langvar-
andi atvinnuleysi getur
orðið. ‘
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er formaður Samráðshóps
um atvinnumál ungs fólks.