Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 32

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur Frí-mannsdóttir fæddist á Akureyri 23. maí 1910. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi 22. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Anna María Ísleifsdóttir, f. 12. júlí 1883, d. 26. desember 1953, og Frímann Frímanns- son kaupmaður, f. 3. október 1871, d. 8. mars 1920. Börn Önnu Maríu og Frí- manns, auk Unnar, eru: Anna, f. 15. des. 1908, d. 5. des. 1930, Ingunn, f. 30. ágúst 1913, d. 16. apríl 1996, og Frímann, f. 27. apríl 1919, d. 14. mars 1987. Hinn 17. júní 1939 giftist Unn- ur Einari Sveinbjörnssyni frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, f. 10. september 1917, d. 14. nóvember 1974. Börn þeirra eru: 1) Svein- björn Jón, f. 24. október 1939, d. 4. desember 1939, Anna María, f. 5. febrúar 1941, gift Kjartani Gunnarssyni, f. 17. janúar 1940, eiga þau þrjú börn og sex barna- börn, búa í Kópavogi. 2) Ásta Sigrún, f. 26. maí 1943, gift Hreiðari Grímssyni, f. 9. des- ember 1936, eiga þau fjögur börn og níu barnabörn, búa þau á Grímsstöðum í Kjós. 3) Sveinbjörn Frímann, f. 22. apríl 1948, kvæntur Ingi- björgu Jónu Stein- dórsdóttur, f. 30. september 1943, eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. Sveinbjörn er bóndi á Heiðarbæ II í Þingvallasveit. Unnur vann ýmis störf, áður en hún gifti sig, en frá 1939 til 1974 bjuggu þau Einar á Heið- arbæ í Þingvallasveit. Eftir lát hans bjó hún ásamt Sveinbirni syni sínum áfram á Heiðarbæ allnokkur ár. Unnur bjó í mörg ár í Reykjavík, fyrst á Lindar- götu 57, en eftir að heilsan tók að bila flutti hún á hjúkrunar- heimilið í Víðinesi og bjó þar sl. fimm ár. Útför Unnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Máninn af bláum boga blikar á vatnið rótt, og sendir öllum sem unna andvökulanga nótt. Ég slekk á lampanum litla og legg aftur hurðarvæng; svo kinka ég kolli til mánans og kúri mig undir sæng. Það var sannarlega ekki alltaf auðvelt lífið hjá henni mömmu. Lífið gekk þó vel hjá fjölskyldunni á Strandgötu 13 þar til afi lést þegar mamma var tíu ára. Amma gat þá ekki haldið öllum börnunum og kom þá vinafólk hennar Ingunn og Björn á Kornsá í Húnavatnssýslu henni til hjálpar og tók að sér eitt barnið, Ingunni. Þannig gat amma bjargað sér með hin þrjú börnin. Þrátt fyrir þetta var alltaf bjart yfir bernsku- minningum mömmu og margar frá- sagnir af atburðum og fólki standa mér ljóslifandi fyrir sjónum. Annað áfall varð hjá fjölskyldunni er Anna eldri systir mömmu fékk berkla og lést 1930. Mamma fór ung að vinna, vann við að breiða fisk, í heimavist Menntaskólans á Akureyri, í mötu- neyti á Kristneshæli og síðan fór hún suður og vann á Vífilsstöðum. Þaðan fór hún suður með sjó til Ytri Njarðvíkur og vann í Höskuldarkoti. Þar var mikið af ungu fólki víðs veg- ar að af landinu, þar á meðal var ungur maður dökkhærður með brún augu. Hún færði honum kaffi í beitn- ingaskúrinn. Eftir það voru ekki aðrir í hennar huga. Þau unnu sam- an í Höskuldarkoti tvær til þrjár vertíðar og eitt sumarið fóru þau á síld á Siglufirði. Lífið var bjart og þau voru ástfangin, það voru þau síðan alla tíð. Árið 1939 fara þau að búa á Heið- arbæ II í Þingvallasveit. Á Heið- arbæ I bjó Jóhannes bróðir pabba og Margrét Þórðardóttir kona hans. Milli bæjanna rennur bæjarlækur- inn en hann var ekki fyrirstaða því samgangur var mikill milli heimil- anna og daglega, stundum oft á dag, var skroppið yfir lækinn. Mamma og pabbi urðu fyrir þeirri sorg 1939 að missa fyrsta barnið, dreng sem varð aðeins nokkurra vikna. Hann var skírður Sveinbjörn Jón. Seinna áttu þau eftir að eignast okkur þrjú, Önnu Maríu, Ástu Sigrúnu og Svein- björn Frímann. Það hafa verið viðbrigði fyrir mömmu að koma úr kaupstað, þar sem var rafmagn og ýmis þægindi, og setjast að í sveit þar sem ljósin voru olíulampar og eldað á kolavél. Einnig voru samgöngur erfiðar, a.m.k. á veturna. En svona var lífið í þá daga en mamma sagði alltaf að hún væri ánægð hvar sem hún væri, bara að hún væri með pabba. Það var því mikið áfall fyrir hana og okk- ur öll í fjölskyldunni þegar pabbi lést skyndilega 1974 aðeins 57 ára gamall. Þá sýndi mamma hvað hún var sterk. Sveinbjörn bróðir tók við búskap með mömmu og saman bjuggu þau á Heiðarbæ þangað til hann kvæntist Ingibjörgu Stein- dórsdóttur og bjó mamma með þeim áfram í nokkur ár. Seinna flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar á nokkr- um stöðum þar til hún fékk íbúð á Lindargötu 57 í þjónustuíbúð aldr- aðra. Þarna átti hún mjög góð ár. Hún var í sambandi við vinkonur sínar, fór mörg sumur á orlofsvikur húsmæðra og gat svo verið á Heið- arbæ um jól og páska og hvenær sem hún vildi. Haustið 2000 fékk hún pláss á Víðinesi, þá var heilsan farin að bila. Þar var hún í umsjá þessa frábæra starfsfólks sem þar vinnur. Fyrir það erum við systkinin mjög þakklát. Ég á mömmu mikið að þakka, minningarnar eru margar og allar eru þær góðar. Guð veri með þér, mamma mín. Þín dóttir Anna María. Hið göfugasta í lífi okkar er ást er móðir ber til sinna barna. Hún fórnar gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpstu kjarna. Hún veitir ljós sem ljómi bjartra stjarna. Hún veitir ljós og leysir hverja þraut. Hún lífið unga styður fyrstu sporin. Er fræðari á framvindunnar braut og fyrirmynd sem yljar best á vorin. Hinn unga stofn sem er til þroska borinn. Já, móðurást er yndi sérhvers manns og allra besta stoð á vegi hálum. Hinn dýrmætasti kjarni kærleikans sem kallar fram hið besta í vorum sálum. Hún ætti að ráða í öllum okkar málum. (Á.B.) Kær móðir mín hefur nú kvatt þetta líf og lagst til hinstu hvílu eftir langt og farsælt ævistarf tæplega 95 ára að aldri. Í Víðinesi naut hún frá- bærrar umönnunar starfsfólks þar. Sáum við systkinin það sérstaklega síðustu þrjá mánuðina þvílíku úr- valsfólki heimilið hefur á að skipa og nutum við þess einnig og þökkum við það af alhug. Tíu ára gömul missti mamma föð- ur sinn og sagði hún mér frá því þegar hann kallaði hana til sín að sjúkrabeði sínum. Þá hafði jafnaldri hennar misst föður sinn nýlega og skildi mamma það síðar að hann var að undirbúa hana undir brottför sína. Það urðu miklar breytingar á lífi og högum ömmu og barna henn- ar við lát hans. Ekki talaði mamma mikið um þennan tíma en mikil raun hlýtur það að vera svo ungum börn- um að missa föður sinn. En mamma átti samt glaðvær og góð æskuár sem hún talaði oft um og sagði okk- ur systkinum frá mörgu sem á dag- ana dreif. Önnu systur sína missti hún 22 ára gamla úr berklum. Þá var mamma tvítug. Hún saknaði hennar alla tíð. Ung að árum fór mamma að vinna fyrir sér, vann m.a. á Kristneshæli og við mötuneyti menntaskólans á Akureyri. Um 25 ára fer hún suður og vann þá fyrst á Vífilsstöðum. Síð- an fór hún suður með sjó og vann í Höskuldarkoti í Ytri Njarðvík. Þar kynntist hún pabba og þau unnu við síldarsöltun á Siglufirði einhver sumur. Ekki stefndi hugurinn til bú- skapar til að byrja með og hugðist pabbi læra netagerð. En þá losnaði jörðin Heiðarbær II úr ábúð og hófu þau búskap þar og bjuggu þar í 35 ár eða þar til pabbi dó 1974. Tók þá Sveinbjörn sonur þeirra við bú- skapnum og bjó mamma þar all- nokkur ár með honum. Það var henni mikið áfall að missa pabba svo snögglega en hann varð bráðkvadd- ur 14. nóvember 1974. Eftir 1985 leigði hún sér íbúð í Reykjavík. Naut hún þess vel að búa í höfuðborginni og sveitinni til skipt- is en alltaf var hugurinn í Þingvalla- sveitinni. Þá var Sveinbjörn kominn með fjölskyldu og hændust börnin mjög að henni. Þar var hennar ann- að heimili hjá þeim Ingibjörgu og Sveinbirni. Oft var erfitt á búskaparárum mömmu, ekkert rafmagn og engin þægindi sem hún hafði vanist á Ak- ureyri en ekki kom rafmagn í Þing- vallasveit fyrr en 1964–1965. Oft var snjóþungt á vetrum og var ófært vikum og stundum mánuðum sam- an. Þá leið henni oft illa í vondum veðrum, sérstaklega þegar símalín- ur slitnuðu í vetrarbyljum sem oft gerðist. En þó mamma væri ekki mikið fyrir skepnur þá var hún mjög kappsöm og ósérhlífin um heyskap- inn og dró þá ekki af sér. Einnig var hún mjög áhugasöm um veiði í vatn- inu, bæði silungsveiði á sumrin og svo murtuvertíðina á haustin. Mörg haust sat hún í bílskúrnum og greiddi murtu úr netum eins og það er kallað. Það var svo ríkt í henni að hjálpa til og létta undir með þeim feðgum. Þetta var alltaf mikill ann- atími þegar murtuvertíðin stóð yfir. En alltaf sagði mamma: „Ef maður er hjá þeim sem maður elskar þá er maður ánægður,“ og það var hún. Það var einstök elska og virðing sem einkenndi hjónaband mömmu og pabba. Það fundum við börnin þeirra frá unga aldri. Það sýnir best hvað við sóttum alltaf stíft að kom- ast heim allar helgar og í öllum frí- um eftir að við vorum flutt að heim- an til vinnu. En nú er komið að leiðarlokum og eru þau nú sameinuð á ný. Ég kveð móður mína með söknuði og þakka henni allt og allt. Þín Ásta Sigrún. Elsku mamma, mig langar að þakka þér allt sem þú varst og munt verða mér og okkur öllum. Það er sárt en ljúft að kveðja þig nú eftir langa ævi. Það var hlýtt í gamla, litla Heiðarbænum, þar sem þið pabbi veittuð okkur systkinum innri og ytri hlýju. Í Þingvallasveitinni okkar var eins og ætti heima ein samhent fjölskylda, margt af því góða fólki er nú gengið. Þú áttir þinn þátt í að skapa það samfélag. Jákvæðni og birta voru þér í blóð borin. Verkin þín hér og náttúran, fjöllin, vatnið, berjalyngið og sólskinið senda þér yl og birtu. Blessuð sé minning þín. Sveinbjörn Frímann Einarsson. Við Unnur hittumst fyrir tæplega 30 árum þegar við Sveinbjörn kynntumst. Þau bjuggu saman á Heiðarbæ en Unnur hafði misst mann sinn 1974. Það var henni mikið áfall eins og öllum er makamissir. Í samtölum okkar kom fram sú mikla ást og virðing sem hún bar til Einars heitins. Ég flutti að Heiðarbæ sum- arið 1981. Vissi hversu gestkvæmt heimilið var og margir við vinnu, að- allega sumar og haust. Þá voru börn í sumardvöl. Á murtuvertíðum og við heyskap þurfti mikinn mann- skap, margir aðstoðuðu. Unnur var einstaklega iðin við að greiða úr net- unum og oft greip hún hrífuna. Hún vann öll sín störf af mikilli natni og vandvirkni. Það var bæði tilhlökkun og kvíði í mér er ég flutti að Heið- arbæ, smeyk við að standa mig ekki og hélt að erfitt yrði að ganga í heimili annarrar konu. Það voru óþarfa áhyggjur, ég hef alla tíð dáðst að hvernig Unni tókst af sinni einlægni og alúð að „eftirláta“ mér heimili sitt. Hún bjó áfram með okk- ur, við hjálpuðumst að við verkin, hún kenndi mér margt. Það var ómetanlegt, ekki síður fyrir börnin, að hafa ömmu hjá sér, sem alltaf var tilbúin að tala við þau, hlusta, annast þau og gæta þeirra. Við spjölluðum oft um ótrúlegustu málefni, ekki alltaf sammála en gagnkvæm virðing og væntum- þykja. Unnur var jákvæð, glaðlynd, einlæg og vönduð kona, við erum ríkari sem þekktum hana. Við Unnur kunnum báðar vel að meta kyrrð, einstaka fegurð og gott mannlíf Þingvallasveitarinnar. Unn- ur fluttist svo til Reykjavíkur, átti þar mörg góð ár. Seinustu árin bjó hún í Víðinesi á Kjalarnesi við góða umönnun. Saknaði að komast ekki niður að tjörn og ganga Laugaveg- inn, eins og hún sagði. Unnur fylgdist alltaf vel með sínu fólki og því sem var að gerast, sauð- burði, heyskap, smalamennskum, hafði yndi af að tína bláber, fór í gönguferðir, var létt á fæti alla tíð, kom oft í heimsókn, alltaf um jól og páska. Seinni árin kom móðir mín líka, það var oft gaman, spjallað, hlegið og kátt í bænum. Ég þakka samfylgdina og allt það góða sem þú gafst mér og börnunum okkar. Hvíldu í friði, Guð veri með þér. Samúðarkveðjur til allra ástvina. Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Eftir langa bið er hún amma blessunin farin til Einars afa. Unnur amma bjó hjá okkur í sveitinni. Að fá að alast upp með ömmu sína hjá sér er ómetanlegt. Alltaf var hún tilbúin til að segja okkur sögur eða syngja með okkur, við sátum inni í ömmustofu í ruggustólnum og horfðum út um gluggann á fallega útsýnið sem við okkur blasti. Hvert ár þegar hausta tók var far- ið í berjamó.Þá var mikið gaman, teknar voru fötur og mackintosh- dollur og ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar stútfullar. Það var þó aðallega amma sem tíndi, berin vildu frekar rata upp í munn en í föt- una hjá okkur hinum. Oft heyrði maður þá söguna um Kiddu sem fór með ömmu í gamla daga í berjamó, hún var ekki eins iðin og amma, vildi helst bara sofa. Seinna meir flutti amma til Reykjavíkur. Gott var að geta fengið gistingu hjá henni þegar á þurfti að halda. Var þá stundum farið á skyndibitastaði í grenndinni, geng- inn Laugavegurinn eða farið niður að Tjörn. Ég man eftir fyrstu ferð- inni minni með strætó, þá orðin ansi gömul, líklega um 11–12 ára. Sú ferð var farin með ömmu, hún hafði allar leiðirnar á hreinu, sama hvert þurfti að fara. Amma kom alltaf til okkar um jól- in. Tilhlökkunin sem fylgdi því var mikil, fullir pokar af gjöfum sem hún kom með, vandlega valdar fyrir hvern og einn. Elsku amma mín, nú er komið að leiðarlokum. Við hittumst seinna og förum saman í göngutúr, en þangað til, guð geymi þig og vaki yfir þér. Þú lifir áfram í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði. Þín Unnur Anna. Unnur: Ég man eftir því þegar við amma og afi sátum oft saman á kvöldin við eldhúsborðið á Heið- arbæ. Amma prjónaði bekkinn, afi bolinn og ég prjónaði húfur. Þegar þau voru á leið til eða frá Reykjavík var amma líka alltaf með prjónana. Það var mikill missir fyrir ömmu og okkur öll þegar afi dó alltof fljótt. Eyþór: Ég var ekki kominn inn í fjölskylduna þá en oft heyrði ég hversu vænt henni þótti um afa þinn og saknaði hans mikið. U: Eftir að amma flutti til Reykjavíkur fórum við alltaf saman í bæinn skömmu fyrir jól í jólagjafa- kaupin og settumst svo iðulega sam- an inn á kaffihús eins og hefðardöm- ur. E: Amma þín var líka alltaf svo fín í tauinu og vel til höfð. Hún hafði gaman af því að vera vel klædd og ég er viss um að hún þekkti allar tískuvöruverslanir við Laugaveginn og þótt víðar væri leitað. U: Stundum hringdi hún líka til að láta mig vita af einhverju fallegu sem hún hafði séð sem væri fínt á mig. E: Ég man líka eftir því þegar amma þín og Ella vinkona hennar frá Kárastöðum komu til okkar á meðan við bjuggum í Þýskalandi. Ég var nú hálfkvíðinn fyrir að hafa þær en svo var það bara mjög gam- an og sérstaklega hvað þær nutu þess vel og hvernig þær hafa báðar oft verið að rifja upp þennan tíma síðan. U: Ég held í raun að þær hafi upplifað þessa ferð margsinnis í huganum síðan og átt góðar minn- ingar frá Þýskalandsdvölinni. Amma kom reyndar tvisvar til okk- ar til Þýskalands og það var gaman að því hvað hún var þakklát fyrir dvölina þar og minntist hennar oft þegar ég hitti hana, jafnvel allt und- ir það síðasta. E: Það er merkilegt að þegar maður eldist þá minnist maður helst ungdómsáranna og svo kannski hluta sem voru sérstaklega ánægju- legir á efri árum. U: En nú er komið að kveðjustund og amma og afi hafa áreiðanlega hist aftur í himnaríki. Já, við erum sannarlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera sam- vistum við ömmu og minnumst með gleði allra góðu stundanna sem við áttum saman. Kjartan Már, Ólafur Hólm og Egill Þór kveðja líka lang- ömmu sína með söknuði. Unnur og Eyþór. UNNUR FRÍMANNSDÓTTIR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er Samúðarblóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.