Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þormóður Hauk-ur Jónsson fædd-
ist í Reykjavík 31.
desember 1919.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 22. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Guðrún
Jónsdóttir, f. 17.
nóvember 1891, d.
14. mars 1986, og
Jón Guðmundur Þor-
leifsson sjómaður, f.
11. september 1893,
d. 3. nóvember 1925.
Systir Þormóðs sam-
mæðra var Svava Jónatansdóttir,
f. 15. september 1912, d. 17. októ-
ber 2000. Haukur ólst upp á
Morastöðum í Kjós hjá hjónunum
Einari Jónssyni og konu hans
Guðrúnu Jónsdóttur ásamt fimm
uppeldissystkinum.
Haukur kvæntist 31. desember
1944 Laufeyju Svanbergsdóttur,
f. 4. maí 1923. Foreldrar hennar
voru Svanberg Sigurgeirsson,
vatnsveitustjóri á Akureyri, f. 14.
júní 1887, d. 11. júní 1961, og
kona hans Guðrún Sigurðardótt-
ir, f. 7. nóvember 1899, d. 4. febr-
úar 1926. Haukur og Laufey
eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1)
Guðrún Erla, f. 7.
nóvember 1945, d.
24. júní 1982. Hún
var gift Benedikt
Benediktssyni. Þau
eignuðust tvö börn:
a) Laufeyju, gift
Tómasi Tómassyni,
þau eiga þrjú börn,
Erlu Mjöll, Tómas
Aron og Hauk Má.
b) Benedikt, í sam-
búð með Rut Þor-
geirsdóttur, þau
eiga tvö börn, Ást-
rós Erlu og Bene-
dikt. 2) Eygló, f. 14.
apríl 1950, gift Árna Matthíasi
Sigurðssyni, þau eiga tvö börn: a)
Sigurð Örn, í sambúð með Mar-
gréti Valdimarsdóttur. b) Ernu
Geirlaugu, í sambúð með Bene-
dikt Heiðari Sigurðssyni. 3)
Svanur Heiðar, f. 22. janúar
1956, kvæntur Hrefnu Guðna-
dóttur.
Haukur starfaði sem bifreiða-
stjóri, lengst af hjá Bifreiðastöð-
inni Hreyfli. Hann sat í stjórn fé-
lagsins og gegndi trúnaðar-
störfum þar um árabil.
Útför Hauks verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Haukur tengdafaðir minn er horf-
inn yfir móðuna miklu, kominn yfir á
lendur þar sem eilífur friður og ham-
ingja ríkir. Haukur var traustur vinur
og félagi. Það er mikill missir að slík-
um manni.
Kynni okkar hófust um 1962 þegar
ég á unglingsaldri fór að venja komur
mínar á heimili Hauks og Laufeyjar
konu hans en Erla elsta dóttir þeirra,
sem síðar varð eiginkona mín, var
ástæða þessara tíðu heimsókna
minna.
Frá því að ég kom fyrst inn á heim-
ili Hauks og Laufeyjar fann ég þá
miklu væntumþykju, hlýju og ein-
lægni sem þau hafa sýnt mér alla tíð í
gegnum gleði og sorg. Haukur var
alltaf léttur í skapi og hafði góða nær-
veru. Því fékk ég að kynnast í dag-
legum samskiptum og ekki síður á
þeim mörgu ferðalögum sem við fór-
um saman bæði innanlands og utan.
Það er mikill og góður sjóður minn-
inga að leita í þegar hugsað er til
baka. Ég minnist þess þegar við Erla
með börnin Laufeyju og Benna ásamt
afa Hauki og ömmu Laufeyju ferð-
uðumst saman á moldarvegum um
landið og seinna þegar þau heimsóttu
okkur til Danmerkur og fóru með
okkur á vit ævintýranna. Enn síðar
var farið á suðrænni slóðir og alltaf
var gleðin yfir að vera saman það sem
upp úr stóð þegar heim var komið.
Gleðistundanna sem við áttum
saman í Galtarlundi í Borgarfirði ber
að minnast. Þá var oft glatt á hjalla og
mikið sungið. Haukur hafði undur-
þýða lýríska tenórrödd og við þessi
tækifæri fengum við að heyra rödd
hans óma. Ég hafði oft á orði við hann
hvers vegna hann gerði ekkert með
þessa miklu Guðs gjöf, en því tali
eyddi hann á sinn hógværa hátt.
Haukur var góður skákmaður og
við tefldum oft mikið og lengi og gat
þá oft orðið mikill darraðardans og
fjör þegar spilað var eftir klukku.
Haukur var óspar á frístundir sínar
þegar kom að skákinni og gerði sitt til
að miðla þessari þekkingu til afkom-
enda sinna. Hann sat þolinmóður
löngum stundum við að kenna þeim
mannganginn og hina ýmsu klæki
skáklistarinnar. Þessar samveru-
stundir verða þeim öllum drjúgt
veganesti þegar þau fara að takast á
við lífið. Stundirnar með afa og lang-
afa verða þeim nú enn dýrmætari
þegar komið er að kveðjustund.
Í kvæði Tómasar Guðmundssonar
segir: Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Nú er Haukur lagður af stað
í sína hinstu ferð yfir móðuna miklu
eftir stutt en ströng veikindi þar sem
hann tók örlögum sínum á sinn hóg-
væra hátt studdur dyggilega af Lauf-
eyju sinni. Börnin þeirra Eygló og
Heiðar hafa misst ástríkan föður, afa-
börnin og langafabörnin elskulegan
afa og langafa. Við Helga vottum
Laufeyju og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Ég þakka Hauki tengdaföður mín-
um samfylgdina í gegnum meira en
fjóra áratugi.
Góður drengur er genginn.
Benedikt Benediktsson.
Í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn og vinur Haukur Jónsson
bifreiðarstjóri. Kynni okkar hófust er
ég kynntist dóttur hans Eygló fyrir
hartnær fjörutíu árum. Mér var vel
tekið á heimili þeirra Laufeyjar og
Hauks og var örlæti þeirra og ást á
fjölskyldunni ávallt í fyrirrúmi. Hauk-
ur ólst upp í sveit og talaði oft um lífið
í sveitinni á þeim tíma þegar hann var
að alast upp, hann hafði alla tíð mikið
dálæti á skepnum og hélt kindur hér
áður fyrr inn við Elliðaár og eru ófáir
staðirnir sem hún Eygló hefur bent á
og sagt: „Hérna vorum við í heyskap,
við pabbi.“
Það hefur örugglega verið glampi í
augum ungs manns sem fékk vörubíl
til umráða hjá vegagerðinni fyrir
miðja síðustu öld og tók þátt í að
leggja veg yfir Hellisheiðina, þá var
handmokað á bílana og hafst við í
tjöldum niðri á Sandskeiði. Þar var
lagður grunnur að ævistarfi sem hann
leysti af hendi með lipurð og öryggi
en hann ók lengst af á Bifreiðastöð-
inni Hreyfli.
Haukur var áhugamaður um
íþróttir og var ekki að sjá neitt kyn-
slóðabil þegar hann ræddi boltann við
barnabörnin, það var sama hvar
stungið var niður, alltaf var afi með
skoðun eða lausn á málinu, hann las
mikið, gat vitnað í Kiljan hvar og hve-
nær sem var, kunni Íslendingasög-
urnar utan að svo unun var á að
hlusta þegar að hann setti sig inn í
bardaga og lýsti leiknum.
Það er margs að minnast og marg-
ar glaðar stundir. Haukur átti afmæli
á gamlársdag og eru veislurnar sem
haldnar voru af þeim hjónum við þau
tækifæri ógleymanlegar þar sem öll
fjölskyldan var samankomin.
En allt tekur enda og nú er komið
að kveðjustund. Elsku Haukur, ég
þakka þér fyrir samfylgdina, minn-
ingin um þig mun fylgja mér um
ókomin ár.
Árni.
Með tárin í augunum sest ég niður
til þess að þakka fyrir liðna tíð. Þakka
fyrir kærleikann og stuðninginn í þau
ár sem við höfum verið samferða. Það
er svo margt sem hægt væri að segja
frá. Atvik og aðstæður sem gerðu líf
okkar auðugra. Þið hjón svo gestrisin
og samhent í öllu því sem þið tókuð
ykkur fyrir hendur. Hvernig þið þjón-
uðuð öðrum af svo mikilli fórnfýsi eins
og hægri höndin vissi aldrei hvað sú
vinstri gjörði. Yndislegar línur úr
ljóði eftir móður mína komu upp í
huga minn og læt ég þær fylgja hér:
Svo bráðnar ólíkt efni að engin mæti sér
í lífsins djúpu deiglu að Drottins vilja hér.
Er lít ég yfir árin á okkar genginn stig,
þá vil ég að þú vitir hve vænt mér finnst um þig.
(j.f.k.)
Til þín Laufey mín og allra þeirra
sem syrgja í dag er svo gott að minna
sig á það sem Jesús sagði. „Ég lifi og
þér munuð lifa.“
Þess vegna segi ég bara: Sjáumst
síðar, elsku vinur.
Hrefna Guðnadóttir.
Fallinn er frá hann afi minn Hauk-
ur. Það er svo stutt síðan haldið var
upp á 85 ára afmæli afa. Þann dag
áttu amma og afi einnig 60 ára brúð-
kaupsafmæli, en þau amma giftust á
afmælisdaginn hans, gamlársdag árið
1944. Það sást að afi var orðinn þrek-
minni en áður, en þó hafði góða skapið
og áhugi á íþróttum ekki látið bilbug á
sér finna.
Það rifjast svo margt upp þegar
komið er að kveðjustund. Þær verða
seint taldar allar dagsferðirnar sem
við barnabörnin fórum í með afa og
ömmu, ófáar ferðir upp í Heiðmörk
eða austur á Þingvelli að skoða haust-
litina. Þegar við systkinin fórum að
stálpast var mikil áhersla lögð á
íþróttir og var afi vel inni í öllum mál-
um þar. Hans mestu áhyggjur voru
þær að hvorugt okkar var í KR og
bauðst hann til að sjá um ferðir fram
og til baka á allar æfingar bara ef við
færum í rétt félag. Ekki varð þó úr því
að við systkinin þægjum þetta kosta-
ÞORMÓÐUR
HAUKUR JÓNSSON
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is
Elskuleg móðir mín,
KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR,
Ljósheimum 8a,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 1. apríl kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam-
legast bent á Hjartavernd.
Ólafía G. Ragnarsdóttir.
Ástkær bróðir okkar,
GUNNAR SÍMONARSON,
lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt þriðju-
dagsins 29. mars.
Svava Símonardóttir Guttadaro,
Njáll Símonarson
og fjölskyldur.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVERRIR P. JÓNASSON
vélstjóri,
Hátúni 4,
Reykjavík,
lést mánudaginn 21. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigrún Magnúsdóttir,
Reynir Sverrisson, Vilborg Jóhannsdóttir,
Símon Björnsson,
Helgi Sverrisson, Björg Guðmundsdóttir,
afa- og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA ENGILBERTSDÓTTIR,
Ísafirði,
sem andaðist miðvikudaginn 23. mars sl.,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 2. apríl kl. 14.00.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Hulda Jónsdóttir, Jón Kristmannsson,
Vignir Jónsson, Lára Helgadóttir,
Jón Þór Jónsson, Guðmundur Ingi Guðnason,
Margrét Jónsdóttir, Guðni Geir Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg föðursystir mín,
ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR,
elliheimilinu Grund,
áður Grenimel 8,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 29. mars.
Þorkell Jónsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR SIGURÐSSON,
Leirulækjarseli,
lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi páska-
dags 27. mars.
Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 2. apríl kl. 14:00.
Jarðsett verður að Borg á Mýrum.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins í
síma 543 3724.
Jóna Einarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is