Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 37
FRÉTTIR
FULLTRÚAR atvinnulífsins og
skóla munu ræða breytta námsskip-
an og áhrif hennar á starfsmenntun
á félagsfundi Menntar, sem haldinn
verður í dag, 31. mars.
Fundurinn verður haldinn á Hall-
veigarstíg 1 og hefst kl. 13. Frum-
mælendur verða Sigurjón Mýrdal
deildarstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, Ingi Bogi Bogason mennta-
fulltrúi Samtaka iðnaðarins og Hall-
dór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís-
lands. Einnig verður kynnt evrópskt
samstarfsnet í starfsmenntun sem
opnar leiðir til upplýsingaöflunar og
samstarfs fyrir íslenskt menntasam-
félag.
Í fréttatilkynningu um fundinn
segir að stytting framhaldsskólans
muni hafa víðtæk áhrif á skipulag
starfsmenntunar og með þríhliða
umræðum aðila vinnumarkaðarins
og skólakerfisins á félagsfundi
Menntar muni koma fram viðhorf
hvers um sig til breytts skólaum-
hverfis. Frummælendur kynna
hvernig málið horfir við frá sjónar-
hóli samtaka atvinnurekenda, laun-
þega og menntamálaráðuneytisins.
Einnig koma tveir fyrirlesarar frá
CEDEFOP – Miðstöð Evrópusam-
bandsins um þróun starfsmenntun-
ar. Marc Willem yfirmaður upplýs-
ingadeildar mun kynna sam-
starfsnetið og Dóra Stefánsdóttir,
íslenskur starfmaður CEDEFOP,
mun kynna metnaðarfyllsta verkefni
stofnunarinnar til þessa sem er
heildstætt og samanburðarhæft yfir-
lit menntakerfa allra Evrópuland-
anna aðgengilegt á vefnum. Þessu
tengt mun Gylfi Einarsson, frkvstj.
Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðar-
ins, segja frá hvernig hann nýtir slík-
ar upplýsingar í starfi.
Hönnunarsamkeppni
Ísland hefur nú tekið þátt í Leon-
ardo da Vinci-styrktaráætlun ESB í
10 ár. Í fréttatilkynningu Menntar
kemur fram að af þessu tilefni verð-
ur efnt til samkeppni um hönnun
gripa Leonardos meðal nemenda
verkmenntaskólanna. Verðlaunin
eru ferð til Parísar og heimsókn í
Louvre-safnið til að berja handverk
meistarans augum. Verður sam-
keppnin einnig kynnt á félagsfund-
inum.
Fulltrúar atvinnulífs og skóla
ræða breytta námsskipan
STJÓRN Ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík hefur samþykkt ályktun
þar sem lýst er mikilli ánægju með
áform borgaryfirvalda í Reykjavík
um að fella niður leikskólagjöld
fyrstu sjö stundirnar á dag á næstu
árum.
„Ungir jafnaðarmenn telja þó afar
brýnt að tímagjald fyrir umfram-
stundir hækki ekki frá því sem nú er
þrátt fyrir þessa breytingu, enda er
það ljóst að langflestir foreldrar
munu áfram hafa börnin sín í 8–9
tíma vistun. UJR vona að lækkun
leikskólagjalda sé byrjunin á enn
betri leikskóla og í náinni framtíð sjá
UJR fyrir sér að skólaskylda verði
færð niður um eitt ár.
Öll börn eigi kost á
heilsdagsvistun
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
telja einnig að skilyrðislaust beri að
stefna að því að allir foreldrar geti
komið börnum sínum í heilsdagsvist-
un ekki síðar en við eins árs afmæl-
isdag þeirra. UJR benda sérstaklega
á mikilvægi þess að hraða uppbygg-
ingu leikskólaplássa í borginni til
þess að ná megi þessu marki, en
einnig til að koma til móts við þá
fjölgun sem væntanlega mun verða á
leikskólum í borginni samfara lækk-
un leikskólagjalda.
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík
telja að veruleg lækkun leikskóla-
gjalda og áframhaldandi uppbygg-
ing leikskólanna sé stórt framfara-
spor fyrir íslenskt samfélag. UJR
vona að samstaða náist meðal allra
flokka um lækkun gjaldanna, eins og
varð á Þingi unga fólksins 11.–13.
mars síðastliðinn.
Þá vonast UJR til þess að sam-
komulag takist milli ríkis og sveitar-
félaga með hvaða hætti sé hægt að
tryggja að öll sveitarfélög hafi bol-
magn til þess að lækka gjöldin og
breyta íslensku samfélagi til hins
betra.“
Fagna
lækkun leik-
skólagjalda
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
Er löggiltur fasteignasali
a› selja eignina flína?
sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17
Hjá Heimili fasteignasölu starfa
fjórir löggiltir fasteignasalar sem
hafa áralanga reynslu af fasteigna-
vi›skiptum. fia› er flví löggiltur
fasteignasali sem heldur utan um
allt ferli›, allt frá flví eignin er
sko›u› og flar til afsal er undirrita›.
Metna›ur okkar á Heimili er a›
vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu-
brög› sem tryggja flér besta ver›i›
og ábyrga fljónustu í samræmi vi›
flau lög og reglur sem gilda um
fasteignavi›skipti.
Finbogi Hilmarsson
lögg. Fasteignasali
Einar Gu›mundsson
lögg. Fasteignasali
Anney Bæringsdóttir
lögg. Fasteignasali
Bogi Pétursson
lögg. Fasteignasali
Hafdís Björnsdóttir
Ritari
NÚ er nýlokið umfangsmiklum
breytingum á allri 1. hæð útibús
SPRON á Skólavörðustíg 11. Mark-
miðið með breytingunum er að geta
boðið viðskiptavinum enn betri
þjónustu í björtum og glæsilegum
húsakynnum, eins og segir í frétta-
tilkynningu.
Arkitektar að þessum breyting-
um eru þær Heiða Elín Jóhanns-
dóttir og Dóra Hansen á arkitekta-
stofunni Innanhússarkitektar eitt A.
Sparisjóðurinn hefur verið til
húsa á Skólavörðustíg 11 frá árinu
1968 en það ár var starfsemin flutt
frá Hverfisgötu. Höfuðstöðvar
SPRON voru við Skólavörðustíg þar
til í janúar 2002 er þær fluttust að
Ármúla 13a, en eftir það hefur verið
rekið þar stærsta útibú SPRON.
Starfsfólk á Skólavörðustíg er um
20 manns í 17 stöðugildum. Þjón-
ustustjóri er Sigríður Einarsdóttir.
Útibúið tilheyrir s.k. vestursvæði og
er útibússtjóri svæðisins Þorvaldur
F. Jónsson.
Endurbótum hjá SPRON lokið
SKÍÐA- og útivistarnámskeið fyrir
fatlaða verður haldið í Hlíðarfjalli
við Akureyri dagana 14. til 17. apr-
íl. Verkefnið er samstarfsverkefni
Challenge Aspen, Íþróttasambands
fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðv-
ar Íslands.
Fjórir sérþjálfaðir leiðbeinendur
frá Aspen í Colorado í Bandaríkj-
unum verða í Hlíðarfjalli þessa
daga, stýra námskeiðinu og kynna
nýjungar sem lúta að vetraríþrótt-
um og alhliða útiveru fatlaðra.
Námskeiðið er ætlað fyrir mænu-
skaðaða, fjölfatlaða þroskahefta,
hreyfihamlaða, sjónskerta og
blinda og er bæði verklegt og fé-
lagslegt.
Fatlaðir íbúar á sambýlum, leið-
beinendur, íþróttakennarar og
áhugafólk um útiveru fatlaðra er
sérstaklega hvatt til að taka þátt.
Skráning á námskeiðið stendur yfir
og lýkur 8. apríl næstkomandi.
Útivistarnámskeið fyrir
fatlaða í Hlíðarfjalli