Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 41 DAGBÓK Barnaheill eru frumkvöðlar í því aðberjast fyrir réttindum barna á Ís-landi og eru aðilar að Save theChildren Alliance sem eru með verk- efni í þágu barna í rúmlega 120 löndum segir Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barna- heilla. Í ljósi hörmunganna í Suðaustur-Asíu hafa Barnaheill þýtt 10 hollráð fyrir þá sem annast börn, um hvernig auðvelda megi börn- um að takast á við hörmungar. Kristín segir þessi hollráð hafa verið til í nokkurn tíma en þau voru samin í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Hollráðin voru yfirfarin af sálfræðingafélagi í Ástralíu,“ segir Kristín. Hollráðin eru 10 talsins og er ætlað að hjálpa börnum að horfast í augu við hamfarir. Hollráðin eru eftirfarandi: 1) Slökktu á sjón- varpinu. 2) Hlustaðu vel á barnið. 3) Veittu barninu öryggi og andlegan stuðning. 4) Leit- aðu aðstoðar fagfólks (þegar við á). 5) Vertu við öllu búin/n. 6) Verðu auknum tíma með barninu þínu. 7) Vertu barninu þínu góð fyr- irmynd. 8) Sýndu samhug. 9) Komdu lífinu aft- ur í réttar skorður. 10) Hvettu barnið til að láta gott af sér leiða. Kristín segir hollráðin eiga við aðstæður hérlendis. „Þetta eru almenn hollráð til for- eldra og forráðamanna barna,“ segir Kristín og heldur áfram: „Oft eru fréttir svo sláandi, ekki bara í þessum hörmungum eins og núna, þ.e. flóðunum, eða í hryðjuverkaárásunum 11. sept- ember heldur er stöðugt áreiti frá fjölmiðlum og samtökin sáu þörf fyrir að semja hollráð sem kæmu forráðamönnum og foreldrum að gagni. Því þessar hörmungar hljóta að hafa áhrif á börn,“ segir Kristín og bætir því við að henni þyki fyrsta hollráðið oftast best þar sem foreldrar eru einfaldlega hvattir til þess að slökkva á sjónvarpinu. Hún segir að foreldrar verði að vera meðvitaðir um það að fréttaflutn- ingur geti haft mjög djúpstæð áhrif á ung börn. „Sérstaklega ef þetta er síðan ekkert rætt,“ segir Kristín og bendir á að það sé afar mik- ilvægt hvernig umræða um slíka hluti sé innan veggja heimilanna. Þó sé ljóst að það sé ekki einfalt mál að útskýra fyrir ungu barni af hverju tvíburaturnarnir féllu eða þá að flóð- bylgja hafi skollið á land með geigvænlegum afleiðingum. „Ég man eftir því sjálf sem barn hvað ég var hrædd við að stríð bærist til Íslands. Ég held að þetta sé eitthvað sem mjög margir kannast við og það skiptir máli hvern- ig þetta er rætt við börn,“ segir Kristín og bendir á að hollráðin séu stuðningur í þeirri umræðu. Hægt er að nálgast hollráðin 10 á vefsíðu Barnaheilla en slóðin er www.barnaheill. Börn | Barnaheill gefa út 10 hollráð til foreldra og forráðamanna barna Horfst í augu við hamfarir  Kristín Jónasdóttir er félagsfræðingur frá Háskóla Íslands og frá Háskólanum í Minne- sota. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri Barna- heilla – Save the Childr- en á Íslandi síðan 1994. Kristín tók þátt í stofn- un Mannréttinda- skrifstofu Íslands og var stjórnarmaður þar í mörg ár. Kristín er fædd og uppalin í Kópavogi en býr í Reykjavík ásamt tveim dætrum sínum, þeim Ingunni Önnu og Guðnýju Rögnu Ragn- arsdætrum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 31. mars, erfimmtugur Finnbogi Leifsson, bóndi og bæjarfulltrúi, Hítardal, Borgarbyggð. Af því tilefni tekur hann og fjölskylda hans á móti gestum í Fé- lagsheimilinu Lyngbrekku föstudags- kvöldið 1. apríl frá kl. 20. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 31. mars, ersjötug Hulda Elísa Ebenesers- dóttir, hjúkrunarheimilinu Eir. Hún tekur á móti gestum í sal Sjálfsbjarg- arhússins, Hátúni 12, milli 17 og 20 á afmælisdaginn. Íslandsmótið. Norður ♠ÁD102 ♥96 A/Enginn ♦D1096 ♣KD5 Vestur Austur ♠G95 ♠K863 ♥DG1072 ♥Á4 ♦Á32 ♦74 ♣63 ♣109874 Suður ♠74 ♥K853 ♦KG85 ♣ÁG2 Í fyrstu umferð Íslandsmótsins átti vestur út gegn þremur gröndum á öll- um borðunum tólf, oftast eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Hjartadrottningin er nokkuð sjálf- gefið útspil, því hjartalengd suðurs er ekki þekkt. Tíu sagnhafar fengu út hjartadrottninguna og það dugði þeim til vinnings. Austur yfirdrap með ás og spilaði hjarta áfram, sem sagnhafi dúkkaði til vesturs. Nú mynda K8 suð- urs gaffal á G7 vesturs og þar með er allt bit farið úr vörninni. Það þarf lítið hjarta út til að hnekkja geiminu. Sigurbjörn Haraldsson fann litla hjartað út eftir þessa sagnþróun: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 tígull 1 hjarta Dobl Redobl Dobl norðurs er neikvætt og redobl austurs sýnir háspil annað í hjarta. Þar með var vörnin mörkuð. Annar spilari hitti á smátt hjarta út, en þá hafði suður vakið á veiku grandi: Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass Hér spyr norður um háliti og suður sýnir fjórlit í hjarta. Eftir þær upplýs- ingar er vandalítið fyrir vestur að byrja á litlu hjarta í þeirri von að makker sé með feitt tvíspil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Og svo er hlegið að öllu saman JÆJA, voða fyndið og gaman að festast uppi á jökli einhvers staðar, illa búinn, án fjarskiptatækja og illa undirbúinn í alla staði en það er allt í fína því auðvitað kemur einhver að leita. Þvílík vitleysa! Þetta fólk gerir sér enga grein fyrir því að allt kostar þetta peninga og það mikla, veltur sjálfsagt á milljónum, fleiri tugir manna kallaðir til, þyrla sem kostar nokkur hundruð þúsund á klukku- tímann. Og hver borgar svo? Að minnsta kosti ekki þau enda hefðu þau ekki farið svona illa búin ef þau hefðu átt von á að þurfa að borga ef til björgunar kæmi. Tökum Grænlandsjökul sem dæmi. Þangað fer enginn sem ekki hefur gengið frá öllum tryggingum ef eitthvað brygði út af. Og svo er bara hlegið framan í al- þjóð í fréttum – voða fyndið og gam- an. Já, ég segi það, láta þetta fólk borga reikninginn og svona atvikum mundi stórfækka. Skattgreiðandi. Verði ykkur Fischer að góðu ÉG tek undir orð greinarhöfundar Rocky Mountain News sem þakkaði Íslendingum fyrir að losa Banda- ríkjamenn við hann. Ég get samt ekki sagt að ég sé ánægð með að Fischer sé nú orðinn íslenskur rík- isborgari. Satt best að segja finnst mér allt þetta mál um Bobby Fischer ansi undarlegt. Maðurinn sat í fangelsi í Japan fyrir að hafa brotið við- skiptabann Bandaríkjanna á Júgó- slavíu, svo hann sendir Davíði Odds- syni og íslensku ríkisstjórninni bréf þar sem hann fer fram á að fá land- vistarleyfi á Íslandi. Málið fer svo á hraðferð í gegnum útlendingastofn- un og íslenska þingið, og endar á því að maðurinn fær íslenskan rík- isborgararétt. Þetta finnst mér ein- staklega skrýtið þar sem það er ekki hlaupið að því að fá íslenskan rík- isborgararétt eða landvistarleyfi undir venjulegum kringumstæðum. Tala nú ekki um þegar ungum hjón- um með nýfætt barn frá Austur- Evrópu er neitað um pólitískt hæli á Íslandi. Og þykir mér þó líklegt að umrædd hjón myndu aðlagast ís- lensku samfélagi betur en Fischer. Er Ísland nú orðið hæli fyrir er- lenda glæpamenn, svo framarlega sem þeir eru frægir „Íslandsvinir“? Elín Bjarnadóttir. Gleraugu í óskilum GLERAUGU með styrk í dökkri umgjörð fundust á Skólavörðustíg hinn 23. mars sl. Upplýsingar í síma 557 2007 eða 862 6562. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR týndist, líklega við sundlaugina í Mosfellsbæ. Í hringnum er áletrunin „Anna Ýr“. Skilvís finnandi hafi samband í síma 696 6989. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir al- menning um Jóhannesarguðspjall, fimmtudaginn 31. mars kl. 20–22 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Ragnar Snær Karlsson mun fjalla um guðspjallið en markmiðið er að auðvelda fólki lestur þess og að heimfæra það upp á eigið líf og að- stæður. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar eru í síma 588 8899 og á heimasíðu skólans, www.bibliuskoli.krist.is. Fræðslukvöld um Jóhannesarguðspjall EDINBORGARHÚSIÐ hefur und- anfarin ár verið í mikilli end- urreisn, en áhugahópur um end- urbyggingu þess (nú Edinborgarhúsið ehf.) keypti húsið árið 1992 og hefur síðan starfað öt- ullega að endurbyggingunni. Í Ed- inborgarhúsinu er nú rekinn lista- skóli auk þess sem þar eru leiksýningar og tónleikar. Jón Sigurpálsson, formaður fé- lagsins, segir starfið hafa verið unnið í litlum skrefum og af tölu- verðri fyrirhyggju í fjármálum og öðru. „Við höfum aldrei stigið of löng skref, segir Jón. „Við erum smám saman að endurgera húsið og bæta. Í þeim áfanga sem við erum nú að vinna verður fjöllistasalur og veitingaaðstaða auk þess sem góð búningsaðstaða verður í norður- enda hússins fyrir listamenn. Þessi gamli frystiklefi er í raun hjarta hússins og verður rekstrargrund- völlur þess. Hér hafa Nine Elevens haldið tónleika og Menntaskólinn var með sólrisutónleika. Þá setti Litli leikhópurinn upp barna- leikritið Hatt og Fatt. Það hefur vantað svona stóran fjölnota sal. Það er hér sérsmíðaður tónleikasal- ur, Hamrar, en hann er aðeins of lítill fyrir svona stærri tónleika.“ Húsið er að sögn Jóns í ótrúlega góðu ásigkomulagi miðað við að um er að ræða er grindarbyggingu frá árinu 1907. „Húsið var síðustu árin komið í dálitla niðurníðslu en það er ótrúlegt hvað viðurinn hefur haldið sér. Þegar við rifum frysti- geymsluna innan úr húsinu kom í ljós að byggingin var miklu betur farin en við þorðum að vona.“ Stanslaus notkun Jón segir vonir standa til að húsið verði í stanslausri notkun á öllum sviðum, að þar verði leikhús, tón- leikar, sýningar og ráðstefnur. „Þetta hús getur vel rúmað allt þetta. Edinborgarhúsið er eitt af þremur menningarhúsum hér í bænum, ásamt Gamla sjúkrahúsinu og Hömrum. Það er ekki síst fyrir það sem þetta hefur haldið svona vel áfram og með góðum stuðningi og velvilja almennings. Svona við- burðir eins og „Aldrei fór ég suður“ er einmitt það sem við þurfum. Þá fá allir bæjarbúar og fleiri að sjá hvað er um að vera hér, kynnast starfinu og möguleikunum, því hér er ekkert nema möguleikar. Fólk er afar hrifið af húsinu og þessari hátíð. Hátíðin er alveg frábært framtak í sjálfu sér og við myndum vilja hýsa hana til framtíðar.“ Fjölnota menningarhús Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson er komin út hjá JPV út- gáfu í kilju. Bókin kom út í innbundinni útgáfu á síðasta ári og varð ein af sölu- hæstu bókum ársins og hlaut góða dóma. Hér er rakin saga íslenskrar fjöl- skyldu með fatlað barn – sagt frá gleðinni yfir nýfæddu barni og ang- istinni yfir sjúkleika þess, tilraunum til að fá bót á meinum þess og sorg- inni yfir því sem ekkert fær breytt. Sigmundur Ernir Rúnarsson deilir með lesand- anum reynslu og sársauka sem hefur mótað hann og hans nánustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson er kunnur fjöl- miðlamaður og ljóðskáld. Barn að eilífu er fyrsta saga hans; í senn spennandi og hreinskilin frásögn af óvenjulegu lífshlaupi föður og dóttur. Jón Ásgeir hannaði kápu og Oddi prentaði. Lífsreynsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.