Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 42

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 drekkur, 4 hag- virkum, 7 upptökum, 8 urr, 9 fita, 11 hluta, 13 klína, 14 furða, 15 vegg, 17 galdrakvendi, 20 garm- ur, 22 lágfótur, 23 vatns- fall, 24 víðar, 25 rannsaka. Lóðrétt | 1 hákarlshúð, 2 hænur, 3 sterk, 4 heitur, 5 hamingja, 6 lítill silungur, 10 bárur, 12 nöldur, 13 ambátt, 15 megnar, 16 sprungum, 18 krafturinn, 19 gabba, 20 ósoðinn, 21 frábrugðin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fornöldin, 8 lubbi, 9 kylfa, 10 tík, 11 tuðra, 13 senna, 15 flesk, 18 sussa, 21 ólm, 22 feigð, 23 eirum, 24 gleðskapi. Lóðrétt | 2 ofboð, 3 neita, 4 lokks, 5 iglan, 6 slít, 7 rata, 12 rós, 14 eru, 15 fífa, 16 Egill, 17 kóðið, 18 smeyk, 19 skróp, 20 aumt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er að springa af hug- myndaauðgi í dag. Hann langar til þess að gera allt og fara allt. Einnig langar hann til þess að hafa vit fyrir öðrum, allt vill lagið hafa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag er afar hagstæður fyrir rannsóknir af ýmsu tagi, til dæmis í mál- um sem tengjast útlöndum, útgáfu, fjöl- miðlum og framhaldsmenntun. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður í kringum tvíburann eru lif- andi og skemmtilegar. Fólki liggur mik- ið á hjarta, tvíburanum býr ýmislegt í brjósti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú óttast ekki að segja hug þinn í dag. Nú er rétti tíminn til þess að ræða við stjórnendur. Þú stendur líka uppi í hárinu á foreldrum og öðrum yfirboð- urum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Notaðu tímann og gerðu ferðaáætlanir. Þig dauðlangar að leggja land undir fót og vilt stækka sjóndeildarhringinn. Það er nú eða aldrei, láttu vaða. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Rannsóknarhæfileikar þínir eru með mesta móti núna og þú ert í stuði til þess að fara í gegnum ógrynni af þreytandi smáatriðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin vill halda friðinn, en þarf samt sem áður að geta lýst tilfinningum sínum og því sem henni líkar eða mislíkar. Nú er rétti tíminn til þess að ræða við ein- hvern nákominn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er sannfærður um að hann hafi rétt fyrir sér varðandi eitthvað sem tengist vinnunni. Ekki gera út af við samstarfsfólkið, dragðu andann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) En hvað bogmaðurinn á skemmtilegan dag í vændum. Njóttu þess að lyfta þér upp með vinunum. Farðu í bíó, skipu- legðu partí. Daðraðu við makann. O.s.frv. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú væri alveg kjörið að sinna litlum við- gerðum á heimilinu. Fjölskyldan ætti líka að setjast niður til skrafs og ráða- gerða. Geitin er í stuði til þess að gæta hagsmuna sinna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugur þinn er á fleygiferð. Þér finnst þú skýr og vakandi og í stuði til þess að læra eitthvað nýtt. Erindi, stutt skrepp og samræður við náungann einkenna daginn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er alltaf að fá hugmyndir um nýja tekjumöguleika núna. Hann er með á nótunum. Skrifaðu þær niður og vittu hvað öðrum finnst. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Um leið og þú tekur ákvörðun, víkur þú ekki af leið. Þú ert baráttumanneskja, og berð þig eftir því sem þú vilt. Staðfesta og seigla eru einkenni þitt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Hótel Borg | Skonrokk leikur frumsamda djasstónlist í Gyllta salnum. Hljómsveitina skipa þeir Sigurdór Guðmundsson bassa- leikari og hljómsveitarstjóri, Ívar Guð- mundsson á trompet, Óskar Guðjóns á sax, Sigurður Rögnvaldsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Kaffi Sólon | Magni og Sævar uppi með partísession. Dj Tommi White með electro- nic heineken session niðri – 5 grænir í fötu. Pravda | Orgeldjass- og funktríóið B3 held- ur tónleika 31. mars milli kl. 22–24. Tríóið skipa Agnar Már Magnússon, orgel, Erik Qvick, trommur, og Ásgeir Ásgeirsson, gít- ar. Myndlist Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – „Augnablikið mitt!“ Innsetning unn- in með blandaðri tækni. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hafnarborg | Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir, form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars- dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hör- und Jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive – endangered wa- ters. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns- son og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi-galleríi í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugarheimur Ástu. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 net- fang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Lindasafn | Handavinnukvöld frá kl. 17-21 fyrir handavinnukonur sem vilja koma sam- an og deila áhugamálum sínum með öðrum. Bútasaumur og önnur handavinna. Heitt á könnunni.Verið velkomnar í Lindasafn Nú- palind 7 (2. hæð Lindaskóla). Gengið inn Núpalindarmegin. Sími: 564 0621. Þjóðmenningarhúsið | Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúarbrögð og hugarheim hinna norrænu þjóða í önd- verðu. Á meðal sýningargripa eru Konungs- bækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyj- arbók og handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendingasagna. Á sýningunni er leitast við að skapa það andrúmsloft sem ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Íslands í risi Þjóð- menningarhússins þar sem það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar. Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóð- menningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur: Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslendingar í Riccione, ljós- myndir úr fórum Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Opið þrið. og fim. kl. 13–16. Al-Anon er fé- lagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Alateen er félagsskapur unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna drykkju annarra. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur alþjóðleg próf í spænsku 13. maí nk. Prófin eru haldin á vegum Menningar- málastofnunar Spánar (Instituto Cerv- antes). Innritun fer fram í Tungumála- miðstöð HÍ: 525 4593, sabine@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Fundir Grand Hótel Reykjavík | Hópvinnukerfi ehf. standa fyrir morgunverðarfundi á Grand Hóteli Reykjavík 1. apríl kl. 8.30. Þar verða mikilvæg atriði við innleiðingu kerfa rædd af stjórnendum nokkurra fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum stór verkefni af þeim toga. GSA á Íslandi | GSA-fundir eru haldnir öll fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. GSA-samtökin eru hópur fólks sem hef- ur leyst vandamál sín tengd mat. Nánari upplýsingar á www.gsa.is. Hellisheimilið | Aðalfundur Hellis er í dag kl. 20, í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Sjá nánar á www.hellir.com. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur á Háa- leitisbraut 58–60 kl. 17. Fundurinn er í umsjá Valgerðar Gísladóttur. Allar konur velkomnar. Rauði krossinn | Aðalfundur Alnæmis- barna verður haldinn í dag kl. 17.15–19 í fundarsal Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Alnæmisbörn voru stofnuð í mars 2004 en tilgangur félagsins er að stuðla að bættum hag barna sem á einn eða annan hátt eiga undir högg að sækja vegna alnæmis. www.hiv–born.is. Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla | Félagsfundur í dag kl. 13–16 á Hallveigarstíg 1. Fulltrúar atvinnulífs og skóla ræða breytta námsskipan og áhrif hennar á starfsmenntun á Íslandi. Frum- mælendur: Sigurjón Mýrdal deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Ingi Bogi Boga- son menntafulltrúi Samtaka iðnaðarins og Halldór Grönvold aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Lauf | Landssamtök áhugafólks um floga- veiki halda fræðslufund um konur, með- göngu og flogaveiki í dag kl. 20 í kaffistofu á jarðhæð í Hátúni 10b. Fyrirlesarar verða: Elías Ólafsson sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum og Arnar Hauksson sér- fræðingur í kvensjúkdómum og fæðing- arhjálp. Kaffi og meðlæti er selt til styrktar fjölskylduferð samtakanna í sumar. Allir vel- komnir. Fyrirlestrar ADHD-samtökin | Fyrirlestur um sjálfs- hjálparleiðir fullorðinna með ADHD (Athygl- isbrest með/án ofvirkni) verður haldinn kl. 20–22 í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyr- irlesari er Stefán Jóhannsson fjöl- skylduráðgjafi. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri | Borgaspjall Auð- lindadeildar Háskólans á Akureyri verður 1. apríl kl. 12 á 2. hæð (við kaffiteríu) í rann- sóknarhúsinu Borgum. Rögnvaldur Hann- esson flytur erindið Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fiskistofna í NA-Atlantshafi. Allir velkomnir. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Vornámskeið hóp- þjálfunar GÍ hefst í dag. Byrjendanámskeið fyrir einstaklinga með vefjagigt og jóga fyr- ir betra bak. Vatnsþjálfun, bakleikfimi karla og leikfimihópar. Skráning á skrifstofu GÍ, Ármúla 5, sími 530 3600. Opið öllum. Krabbameinsfélagið | Reykbindindis- námskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleið- ingar tóbaksneyslu, og mataræði. Þátttak- endur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttak- endum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 540 1900. www.ljosmyndari.is | Námskeið í stillingu myndavélarinnar verður dagana 4.–5. og 6.–7 apríl kl. 13–17 eða kl. 18–22. 3ja daga námskeið (12 klst.) fyrir stafrænar mynda- vélar verður 4., 6. og 7. apríl kl. 18–22 og 11., 13. og 14. apríl kl. 18–22. Einnig eru nám- skeið í fjarnámi. Nánari upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is. Ráðstefnur Norræna húsið | Kynntar 10 rannsóknir á málefnum innflytjenda á Íslandi. Sjá www.a- hus.is. Aðstandendur: Alþjóðahúsið, Rauði kross Íslands, Háskóli Íslands og Kenn- araháskóli Íslands. Skráning hjá Rauða krossi Íslands, s. 570 4000, central@redc- ross.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Farið kl. 18 frá bíla- stæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Allir velkomnir, ekkert þátt- tökugjald. Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upp- lýsingar á www.stafganga.is og gsm: 616 8595 og 694 3471. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is MAIJA Kovalevska sópransöng- kona og Dzintra Erliha píanóleik- ari eru margverðlaunaðar ungar og upprennandi stjörnur frá Lett- landi. Þær halda sína fyrstu tón- leika hér á landi í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. Á fyrri hluta tónleikanna flytja þær tónlist eftir fjögur þekkt lettn- esk tónskáld. Meðal annars mun Erliha leika tvo þætti úr glænýju píanóverki eftir hinn virta org- anista og tónskáld, Aivars Kalejs, en verkið frumflutti hún fyrir að- eins örfáum dögum í Lettlandi að beiðni tónskáldsins. Eftir hlé má heyra öllu þekktari tónlist svo sem aríur eftir Puccini og Bellini, auk verka eftir Chopin. Sópransöngkonan Maija Koval- evska hefur þegar vakið mikla at- hygli í Lettlandi og víðar, og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sína. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sungið stór hlutverk við Þjóðaróperuna í Lettlandi, og fyrir skömmu hlaut hún lettnesku þjóðarverðlaunin í tónlist. Kovalevska og Erliha halda einn- ig tónleika á Ísafirði laugardaginn 2. apríl kl. 17 og á Flúðum föstudag- inn 8. apríl. Þá kemur til álita að bæta einum tónleikum við að auki en þeir verða kynntir síðar. Lettneskir söngtónleikar í Salnum www.salurinn.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Re1 Re8 10. f3 f5 11. g4 c6 12. Rd3 Db6+ 13. Kg2 Rf6 14. Rf2 cxd5 15. cxd5 Bd7 16. Hb1 Hf7 17. Dd3 Haf8 18. Be3 Dd8 19. Hbc1 a6 20. b4 h6 21. b5 a5 22. Ra4 fxg4 23. fxg4 g5 24. Dc4 Rg6 25. Dc7 De8 26. Dxd6 Bxb5 27. Bxb5 Dxb5 28. Rc3 Db2 29. Db6 Rf4+ 30. Kg1 Re2+ 31. Rxe2 Dxe2 32. h3 Rd7 33. Db3 a4 34. Da3 Hf3 35. Hce1 Da6 36. Kg2 h5 37. Dd3 Staðan kom upp í Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Davíð Kjartansson (2.290) hafði svart gegn Atla Frey Kristjáns- syni (1.910). 37. – Hxf2+! og hvítur gafst upp enda drottning hans að falla í valinn. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.