Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.03.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 43 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, myndlist kl. 13, vídeóhornið kl. 13.15, allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, myndlist, bókband, söngur, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 14 handavinnustofan opin, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stafgöngunámskeið hefst kl. 9 í Ás- garði, Glæsibæ, leiðbeinandi Halldór Hreinsson. Margrét Margeirsdóttir formaður FEB verður með viðtals- tíma frá kl. 10–12 brids í dag kl. 13 og félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel- komnir. Þátttökugjald 200 kr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karlaleikfimi kl. 13, opið í Garðabergi frá kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Svavar Stef- ánsson. Kl. 12.30 vinnustofur opnar, m.a. myndlist. Kl. 13.15 ,,Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Seljaskóla, ESSO veitir verðlaun. Veitingar í Kaffi Bergi. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, handavinna, kl. 13.30, boccia. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna – bútasaumur, keramik, perlu- saumur, kortagerð og nýtt t.d. dúka- saumur, dúkamálun, sauma í plast. Hjúkrunarfræðingur á staðnum, hár- greiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, pútt kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20, glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa bútasaumur o.fl. kl. 9–13 í umsjón Sig- rúnar, boccia kl. 10–11, hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30 kaffi og meðlæti, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16: Handverk og glerskurður. Sönghópur kl. 13.30. Skráning í fram- sögn og túlkun. Nýr hópur kl. 13 mánudag 4. apríl. Kennari Soffía Jak- obsdóttir. Allir velkomnir. Nánari upp- lýsingar um félagsstarfið í síma 568– 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun, föstudag, kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Bingó í dag klukkan 15. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 leir, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 10 ganga og smíði, kl. 13–16.30 leir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 13–16 glerbræðsla, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fóta- aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, gler- skurður og frjáls spil kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á eftir. Áskirkja | Opið hús milli kl. 14–17, samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. TTT-starf, samvera milli kl. 17 og 18. Ten-Sing starfið, æf- ingar leik– og sönghópa milli kl. 17 og 20. Biblíuskólinn við Holtaveg | Fræðslukvöld fyrir almenning um Jó- hannesarguðspjall kl. 20 í húsi KFUM og K við Holtaveg. Ragnar Snær Karlsson mun fjalla um guðspjallið en markmiðið er að auðvelda fólki lestur þess. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Tekið er fyrir efnið til- vist og trú. Athugið að þetta er síð- asta samvera vetrarins. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og til- veruna. Allar nánari uppl. eru á www.kirkja.is. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10 ( sjá nánar www.digra- neskirkja.is). Fella- og Hólakirkja | Helgistund í Gerðubergi í umsjá presta Fella- og Hólakirkju alla fimmtudaga kl. 10.30. Stelpustarf 3–5. bekkur kl. 16.30– 17.30. Foreldramorgnar alla fimmtu- daga kl. 10–12. Allir foreldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungabörn) eru vel- komin. Garðasókn | Kyrrða–og fyrirbæna- stund í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stund- arinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Orgel- leikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn á fimmtudögum kl. 16.30– 17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri. Lof- gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðar- stund í hádegi. Léttur málsverður á eftir. Kl. 14 samvera eldri borgara. Tveir ferðalangar segja frá Afríkuferð sinni. Kaffiveitingar. Kl. 17.30 KMS- æfing í Áskirkju og félagshúsi KFUM & K við Holtaveg. Annað kvöld hefst Samtals- og bænahelgi safnaðarins í Vatnaskógi. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldraðra og öryrkja kl. 20 í Ytri- Njarðvíkurkirkju í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur, Natalíu Chow organista og sóknarprests. AFTUR og aftur leita leikarar í smiðju Tsjekhovs til þess að spinna í kringum helstu persónur hans og nota búta úr verkum hans. Það er svo auðvelt af því að persónurnar eru svo áhugaverðar og tímalausar en það er líka erfitt og þess vegna spennandi. Persónur Tsjekhovs hafa margar hliðar en eru líka svo augljósar. Svo er það andblærinn sem hvergi er til nema hjá Tsjekhov og kannski hjá Gorki. Þessi andvarpandi blær þar sem undirtextinn segir allt og þar sem enginn er virkilega glaður nema skamman tíma í senn, þar sem ást er ekki endurgoldin en allir elska af krafti og allir eru alltaf alveg að fara en enginn fer neitt. Þetta er náttúrlega bara brot af því sem lesa má út úr verkum Antons Tsjekov en þennan blæ reyna þær Edda Björg og Marta að fanga með hinum flinku og geislandi leikurum Stúdentaleikhússins og tekst nokkuð vel upp. Verk Tsjekhovs eru tragikómedíur af því þau fá okkur til að hlæja að veikleikum mannanna. Mávurinn er senni- lega þekktasta verk hans og það velur hópurinn sem mið- punkt og persónur þess aðalpersónur þessa spunaverks. Verkið er látið gerast í nútímanum og mjög frjálslega far- ið með texta skáldsins. Margt er látið kyrrt en miklu bætt við og breytt, þau nota persónur úr Þremur systrum, úr Vanja frænda og inn læðast kunnuglegar týpur sem finna má í flestum leikritunum. Léttur og notalegur blær ríkir á leiksviðinu sem er gólf salarins en áhorfendur sitja á þrjá vegu. Ástin er sterk en sjálfsblekking og værukærð per- sónanna skilar sér vel. Og sorgin. Sorg Konstantíns og sorg Nínu, sorg umboðsmanns og vonbiðils Arkadínu/ Írenu, leikkonunnar sjálfhverfu. Og það má hafa gaman af þessum leik og hrífast með. Hins vegar er of mikið sagt sem ætti aðeins að vera í undirtextanum, of mikið af Tsjekov er hér túlkað fyrir áhorfendur. Þar sem er bland- að saman mörgum persónum í eina hættir henni til að verða of flókin til þess að tilfinningatengsl hennar við aðra skili sér. Stundum skortir líka dýptina sem aðeins fæst með því að vera trúr persónum Tsjekhovs í text- anum. Að þessu slepptu var gaman á sýningu Stúdentaleik- hússins og alveg sérstaklega að fylgjast með einstökum leikurum. Bjartur Guðmundsson var einlægur sem Konstantín og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð var yndisleg Nína sem hreif áhorfendur í gleði og sorg. Tryggvi Gunnarsson var sannfærandi vingull sem rithöf- undurinn Alex/Trígorín og Margrét Óskarsdóttir afar sterk sem leikkonan fræga. Melkorka Óskarsdóttir var dimm og sorgmædd sem Massja og Halldór Marteinsson fyndinn og aumkunarverður sem kennarinn. Hannes Óli Ágústsson var kómískur í hlutverki hins afslappaða, heimspekilega og eilítið hrokafulla læknis og Ástbjörg Rut Jónsdóttir vakti mikla samúð í hlutverki Pálínu sem elskar lækninn sinni vonlausu ást. Hinrik Þór Svavarsson var kröftugur í hlutverki vonbiðils og þjóns leikkonunnar og Snorri Hergill Kristjánsson var fallega lífsþreyttur sem bróðir hennar. Þjóninn Firs lék Gísli Rúnar Harðar- son á þann eina veg sem með réttu er hægt að kalla tsjekhovskan, angurvær og þögull. Það er margt fallegt og skemmtilegt í leik Stúdenta- leikhússins með Tsjekhov og gaman að geta litið inn í leik- hús sem er óhrætt við tilraunir og rannsóknir. Rússneska skáldið Anton Tsjekhov. LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Unnið upp úr verkum Antons Tsjekhovs. Leikstjórar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Marta Nordal. Sýning í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð, 21. mars 2005. Tilbrigði við sjófugl Hrund Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.