Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 45
MENNING
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
0
3
. 0
5
VESTUR-ÍSLENDINGAR eru í sviðsljós-
inu í Reykjavík um þessar mundir, í
Borgarleikhúsinu er verið að sýna Híbýli
vindanna, í Þjóðminjasafninu er ljósmynda-
sýning úr Vesturheimi og í gallerí Skugga
sýna þær Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttir
listaverk sem fjalla um Vestur-Íslendinga í
Manitóba og Norður-Dakóta en á þær slóðir
ferðuðust listakonurnar sumarið 2002. Sýn-
ing þeirra nefnist Mæramerking II, en áður
sýndu þær muni tengda sama efni á sam-
sýningu í Mosfellsbæ. Hér er það hins veg-
ar myndband sem er í aðalhlutverki, tvö
myndbönd reyndar, sem sýnd eru hlið við
hlið á vegg. Auk þess eru á staðnum hlutir,
minjagripir o.fl. og ljósmyndaalbúm. Mynd-
böndin eru þó fyrirferðarmest og sýna ann-
ars vegar daglegt umhverfi, en hins vegar
er fókusinn á hlutum og listaverkum sem
tengjast uppruna Vestur-Íslendinganna.
Anna Jóa og Ólöf bregða sér þarna í hlut-
verk mannfræðingsins eins og bandaríski
hugmyndalistamaðurinn Joseph Kosuth
mælti mjög með á áttunda áratug síðustu
aldar. Átti þá listamaðurinn að starfa líkt
og mannfræðingur í eigin samfélagi en
þessi kenning hefur haft mikil áhrif á starf
fjölda listamanna sem skoða samfélagið og
birta niðurstöður sínar í listrænu formi.
Listamenn af þessum toga hér á landi væru
til að mynda Ósk Vilhjálmsdóttir og Þor-
valdur Þorsteinsson þó að hvorugt þeirra
leitaðist við að myndskreyta kenningar
Kosuth í verkum sínum. Það gera Anna Jóa
og Ólöf ekki heldur, þær leyfa fyrst og
fremst myndefninu að tala sjálfu og láta
áhorfandanum það eftir að mynda sér skoð-
un á því sem fyrir augu ber. Ekki er margt
sem kemur á óvart við skoðun myndefnis
eða muna á sýningunni, maður á ekki von á
öðru en að Vestur-Íslendingar reyni að
halda tengslum við eða jafnvel skapa ný
tengsl við uppruna sinn. Það er þess vegna
áhugaverðara að skoða þessa sýningu sem
dæmi um víðtækara fyrirbæri, hinn brott-
flutta einstakling og samfélag brottfluttra,
en slík samfélög eru jú svo ótalmörg í dag,
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Julia
Kristeva hefur skrifað áhugaverð bók um
þetta efni sem nefnist á frummálinu Etr-
angers á nous-memes, eða eitthvað á borð
við Hinn framandi í okkur sjálfum. Julia
Kristeva var sjálf aðflutt í Frakklandi en
skrifaði bækur sínar á frönsku. Málefnið
þekkir hún því af eigin raun og skrifar af
mikilli innlifun um efni á borð við heimþrá,
að læra nýtt tungumál, viðhorf innfæddra
til hins aðflutta, flest sem lýtur að því að
skapa sér nýjan heim í ókunnu landi. Það
eru iðulega ljúfsárar tilfinningar sem fylgja
umfjöllun um þetta efni, og sýning þeirra
Önnu Jóa og Ólafar nær m.a. að fanga þær
tilfinningar. Þær nálgast efnið af mikilli
virðingu og án sleggjudóma, leyfa hinu
smáa og persónulega að lifa án þess að
ganga of nærri fólki. Þær nýta sér tungu-
mál myndlistarinnar til þess að leyfa
myndefninu að tala en auk þess skrifar
Anna Jóa mjög greinargóðan pistil um
ferðina í bæklingi með sýningunni. Mynd-
efnið lifir þó alveg án lesefnis, því skír-
skotanir þess eru almenns eðlis og auð-
skiljanlegar. Það er hins vegar álitamál
hvort að persónulegri útfærsla af hálfu
listakvennanna sjálfra hefði ef til vill skilað
sýningu sem veitti sterkari listræna upp-
lifun, reynsla áhorfandans hér markast
helst af því að móttaka upplýsingar og lifa
sig inn í sammannlegar aðstæður, nokkuð
sem einnig gerist t.d. við lestur blaðagrein-
ar eða ritgerðar í félagsfræði, nema áhorf-
andinn hér tekur á móti efninu í myndrænu
formi. Leiði maður slíkar vangaveltur hjá
sér stendur áhugaverð og upplýsandi sýn-
ing eftir, sem er mjög þess virði að heim-
sækja.
Heim, heim
Áhugaverð og upplýsandi sýning.
MYNDLIST
Gallerí Skuggi
Til 3. apríl. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu-
daga frá kl. 13–17.
Mæramerking II, blönduð tækni, Anna Jóa og Ólöf
Oddgeirsdóttir
Ragna Sigurðardóttir