Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 47
HLJÓMSVEITINA Vinyl þarf vart
að kynna fyrir þeim er fylgst hafa
með hinni íslensku tónlistarflóru síð-
ustu árin, en sú ágæta hljómsveit
hefur einmitt verið þar einn af helstu
vaxtarbroddunum. Hljómsveitin var
stofnuð árið 1997 og hefur á þeim
tíma gengið í gegnum ýmis tímabil,
en frá upphafi hafa bræðurnir Guð-
laugur og Kristinn Júníussynir verið
aðaldriffjaðrir sveitarinnar. Í núver-
andi mynd hefur hún starfað um all-
nokkurt skeið, og fyrsta afurð þess
samstarfs leit dagsins ljós síðastlið-
inn vetur er hin firnasterka fjögurra
laga smáskífan EP kom út, og gaf
hún fögur fyrirheit um það sem koma
skyldi.
Það sem koma skyldi er platan
sem hér um
ræðir, breið-
skífan LP. Það
verður að
segjast að
plata þessi
bætir ekki
miklu við það
sem EP skilaði. Öll fjögur lög EP er
að finna á þessari plötu, sem er mið-
ur, því öll hafa þau fengið að hljóma
vel og lengi og EP raunar öðlast
sjálfstætt líf sem miklu meira en
smáskífa. Skemmtilegra hefði verið
að fá að heyra meira af nýju efni,
enda greinilegt að hér fara menn
sem hafa alla burði til að búa til al-
vörurokk. Lögin „Miss Iceland“,
„Nobody’s fool“, „Le Ballad“ og
„Who get’s the Blame“ standa hér
fyllilega fyrir sínu líkt og þau gerðu á
EP, en besta lag plötunnar er þó tví-
mælalaust hið afar kraftmikla „Dev-
ils old hole“, með glæsilegum hljóm-
borðsleik Þórhalls. Hljómborðið
spilar einmitt stóra rullu í lögum
þessarar plötu og er það í flestum til-
vikum smekklega gert og eykur á
þéttleika tónlistarinnar, en er þó
kannski eilítið á kostnað gítarsins
sem gjarnan mætti heyrast aðeins
meira í. Hljóðfæraleikur er annars að
mestu með ágætum, bassaleikurinn
er þó heldur veiklulegur fyrir tónlist
sem þessa og því verður grunnurinn
ekki eins massífur og hann gæti ver-
ið. Yfir fléttast svo kraftmikill söng-
ur Kristins, sem hefur einkar góða
rokkrödd en verður samt á köflum
svolítið tilgerðarlegur.
Í heildina séð er þetta hin þokka-
legasta plata, þó að hún standi ekki
undir þeim væntingum sem EP
kveikti. Hér er á ferðinni rokk, und-
ir talsverðum áhrifum – í jákvæðum
skilningi orðsins – frá tónlist 9. ára-
tugarins, borið fram af mönnum
sem greinilega hafa gaman af því
sem þeir eru að gera. Hér er þó fátt
sem ekki hefur heyrst áður, sem
þarf alls ekki að vera slæmt ef með
fylgir smáhluti af tónlistarmönn-
unum. Sú er því miður ekki raunin
hér, því talsvert skortir upp á kar-
akterinn. Þetta gæti því sem næst
verið hvaða hljómsveit sem er, hvað-
an úr heiminum sem er, svo sér-
kennalítil er tónlistin í raun. Það
breytir þó ekki því að hér er um að
ræða kraftmikið rokk í áferðar-
fallegri og snyrtilegri vínylklæðn-
ingu.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Hljómsveitin Vinyl hefur sent frá sér plöt-
una LP. Hljómsveitina skipa þeir Kristinn
Júníusson (söngur), Egill Tómasson (gít-
ar), Arnar Davíðsson (bassi), Þórhallur
Bergmann (hljómborð) og Guðlaugur
Júníusson (trommur). Upptökustjórn:
Vinyl, Silli Geirdal og Sölvi B. Útgefandi:
btb ehf.
Vinyl – LP
Áferðarfalleg vínylklæðning
Grétar Mar Hreggviðsson
HIN alþjóðlega skemmtisýning sem
frumsýnd var í Borgarleikhúsinu á
miðvikudaginn fyrir páska er að
mörgu leyti kærkominn glaðningur.
Fyrir það fyrsta þá gerist það alltof
sjaldan að sjónhverfingamenn sýni
listir sínar við fullkomnar aðstæður
hér á landi. Í annan stað þá eru slíkar
skemmtisýningar sem höfða til allrar
fjölskyldunnar ennþá fátíðari og í
þriðja stað þá er hér um að ræða
heillandi gamaldags skemmtun sem
mikið hefur verið lagt í.
Metnaður er ætíð af hinu góða en
hér hefur miklu verið tjaldað til til að
gera sýninguna sem best úr garði.
Öll umgjörð, sviðsmyndin, búningar
o.fl. bera þess glögg merki.
Eflaust hafa margir átt erfitt með
að ímynda sér hvernig sýning er hér
á ferð, enda fátíður viðburður hér á
landi, eins og áður segir. Má reyndar
leiða að því líkum – með þeim fyrir-
vara reyndar að sá er þetta ritar hef-
ur því miður ekki nægilega yfirgrips-
mikla þekkingu á sambærilegum
erlendum sjónhverfingasýningum –
að hún sé býsna sérstök uppbygg-
ingin á þessari sýningu. Eflaust hafa
sumir – og undirritaður þar á meðal –
búist við fleiri og svakalegri sjón-
hverfingum, einhverju í ætt við það
sem maður hefur verið að sjá á því
sviði í sjónvarpsþáttum, með gaurum
eins og Derren Brown, David Blane,
Penn og Teller og hvað þeir nú heita.
En við nánari íhugun þá áttar maður
sig á því að sá var aldrei tilgang-
urinn, heldur sá að kynna verk og
brautryðjendastarf Harry Houdinis
á sviði sjónhverfinga og aflrauna
hugans. Það er líka ágætlega vel til
fundið að tvinna sjónhverfinga-
skemmtun saman við stutt ágrip á
sögu frægasta sjónhverfingamanns
sögunnar. Í raun mætti orða það
þannig að hér séu á ferð sýnishorn af
helstu og sögufrægustu sjónhverf-
ingum Houdinis, endursköpuð með
tilheyrandi ýktum töktum hinna lit-
ríku sjónhverfingamanna Dean
Gunnarssonar og Ayala. Ómögulegt
að koma auga á það hvar þeir Dean
og Ayala standa að vígi gagnvart öðr-
um sjónhverfingamönnum samtím-
ans en þeir komust ágætlega frá
sínu, héldu athygli manns – einkum
þó yngri áhorfenda – með nettum
stælum og nokkru vel útfærðum og
illútskýranlegum sjónhverfingum
sem Houdini kynnti fyrstur til sög-
unnar.
Þá standa aðrir sig einnig með
prýði, einkum trúðarnir Olga og
Marcel (Abi Collins og David Cass-
el), sem fóru á kostum í fyrsta atrið-
inu eftir hlé, sýndu fimi sína og fengu
að launum hávær hlátrasköll úr saln-
um.
Þá er ónefndur sjálfur sýningar-
stjórinn, sögumaður og furðufyrir-
bæri, glæsilega leikinn af Ólafi Darra
Ólafssyni. Maðurinn, eins íturvaxinn,
ógnvekjandi en bangsalegur, fyndinn
en brjóstumkennanlegur allt í senn
er sniðinn í hlutverkið og heldur sýn-
ingunni uppi á köflum, gerir hana
annað og meira en óbreytta skemmt-
un með töfrabrögðum, trúðum og til-
heyrandi.
Sem heildstæð leiksýning þá er
hún reyndar svolítið brokkgeng,
missir á stundum taktinn, að hluta
vegna glufa í fremur losaralegu
handriti. En slíkt má væntanlega
lagfæra með fleiri rennslum.
Þetta er kannski ekki rétta sýn-
ingin fyrir þá sem fýsir helst að sjá
röð af sláandi sjónhverfingum og
öðrum óútskýranlegum kraftaverk-
um, þeir ættu kannski að kynna sér
sýninguna betur áður en þeir láta til
skarar skríða. En aðrir, fjölskyldur
sem langar með börnin á öðruvísi
skemmtun, og þeir sem áhugasamir
eru um sögu sjónhverfinga og þá
einkum meistara þeirra, Houdini,
ættu að fá heilmikið fyrir sinn snúð
en eftir því sem næst verður komist
þá verður aukasýning á föstudaginn.
Þið munið hann Houdini
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Sjónhverfinga- og skemmtisýningin The
Return of Houdini. Leikstjóri Wayne
Harrison. Aðalhlutverk Ólafur Darri Ólafs-
son, Ayala, Dean Gunnarsson, David
Cassel, Abi Collins. Tónlist Hilmar Örn
Hilmarsson. Búningar Filippía Elísdóttir.
Leikmynd Stígur Steinþórsson. Lýsing
Joachim Barth.
The Return of Houdini
Dean Gunnarsson framkvæmir eitt af erfiðustu brögðum Houdinis.Skarphéðinn Guðmundsson
Sýnd kl. 4 Ísl. tal. ATH! verð kr. 500.
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
553 2075
- BARA LÚXUS
☎
Sýnd kl. 8 og 10.10
S.V. MBL.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Will Smith er
Yfir 22.000
gestir!
Sýnd kl. 5.30 ,8 og 10.30
Sýnd kl. 10.15 Síðasta sýning
S.V. Mbl.
K&F X-FM
ÓÖH DV
Sýnd kl. 4 m. íslensku tali
400 kr. í bíó!*
Kvikmyndir.is.
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I
R E E S E W I T H E R S P O O N
Stjarnan úr Legally Blonde
og Sweet Home Alabama
í yndislegri mynd.
VANITY
THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR
S.V. MBL
ÓÖH DV
Kl. 6 og 10 með ensku tali
Kl. 4 og 6 með íslensku tali
K&F X-FM
Sýnd kl. 5.45 8 og 10.30
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir l fj lsk l
S.V. MBL.
K&F X-FM
Hann trúir ekki að vinur
hennar sé til þar til fólk byrjar
að deyja!
CLOSER
Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára. Síðasta sýningSýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 B.i. 16 ára.
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne,
Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James
Purefoy, Jonathan Rhys Meyers
Ó.H.T Rás 2
Ó.H.T Rás 2
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu
Sýnd kl. 6 m.ísl. taliSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára.
ÓÖH DV
SK DV