Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 48

Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 -10.20 Life Aquatic kl.5.30 - 8 - 10.30 b.i. 12 Phantom of the Opera kl.5.30 - 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 og 8 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 -10.30 b.i. 14 The Aviator (5 Óskarsv.) kl.10 b.i. 12 Ray (2 Óskarsv.) kl.10,30 b.i. 12 in a new comedy by Wes ANDERSON Hrin hefu hám H Brjál  DV HJ. MBL Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! PÁSKAMYNDIN Í ÁR Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni!  K& SEGJA má að Vertu svalur (Be Cool) sé að mörgu leyti ósvöl kvikmynd. Fyrst ber að nefna þá staðreynd að það er alls ekki svalt að vera tíma- skekkja, en framhaldsmynd sem kemur tíu árum á eftir forveranum getur sannarlega talist sein á ferð- inni. Þá vill Vertu svalur fremur líkj- ast raunverulega svölum myndum eins og Pulp Fiction (Reyfari) en sjálfum forveranum, þ.e. Get Shorty (Náum þeim stutta) sem var ágæt afþreying, en alls ekki svöl. Og það að myndin reyni svo ber- sýnilega að líkjast gömlum svölum myndum er hreint ekki svo svalt. John Travolta er að venju eins og klipptur út úr tískutímariti, stíl- hreinn og yfirvegaður, en end- urtekur sig að sama skapi í hlutverki aðalsöguhetjunnar Chili Palmer. Engu að síður er nærvera Travolta í myndinni það helsta sem hún hefur upp á að bjóða. Heilmikil ánægja felst nefnilega í því að sjá Travolta gera það sem Travolta gerir best, þ.e. að vera Travolta, og dansa. En ástæður þess að hann gerir nokkurn skapaðan hlut í myndinni eru í raun helsta ráðgátan þar sem orsaka- samhengi og skiljanlegt hegð- unarmynstur persóna er víðsfjarri, einkum þegar að Palmer kemur. Þegar myndin hefst lifir hann ljúfa lífinu, hefur náð velgengni sem kvik- myndaframleiðandi í Hollywood en langar nú til að verða tónlistarfram- leiðandi. Gullið tækifæri býðst þegar gamall vinur og tónlistarmógúll, leik- inn af James Woods er myrtur og Palmer virðist hljóta bæði tónlistar- fyrirtækið og eiginkonu mógúlsins, sem er leikin af Umu Thurman, í arf. Hlutirnir eru reyndar sjaldnast ein- faldir í skáldsögum Elmore Leonard en báðar myndirnar um Chili eru aðlag- anir á skáldsögum hans. Leonard leik- ur sér að því að útbúa þvælda sögu- þræði með alltof mörgum persónum sem alltaf ganga upp. Í kvikmyndinni er söguþráðurinn hins vegar bara þvældur og persónurnar alltof margar. Söguþráðurinn, með öðrum orðum, reynist kvikmyndinni ofviða. Vertu svalur gerir (að eigin skip- an) það sem hún getur til að vera svöl kvikmynd, handritið er uppfullt af vísunum í Hollywood samtímans og ástand afþreyingariðnaðarins, Trav- olta leikur Travolta (og dansar), og hvert einasta aukahlutverk er vermt af heimsfrægum leikara. Allt kemur þó fyrir ekki, myndin er eins konar Geirfugl, maður gerir ráð fyrir að fyribærið geti flogið en svo reynist ekki, samsetningin er of klunnaleg og ólöguleg til að geta uppfyllt lág- markskröfur sem gerðar eru til formsins. Og sú staðreynd að leik- araliðið er í megindráttum það sama og í Pulp Fiction eftir Quentin Tar- antino, dregur aðeins fram takmark- anirnar myndarinnar. Það er ekki nóg að skipa leikurum niður og skipa þeim að vera svalir. Gott handrit er nauðsynlegt og leikstjóri sem veit hvað hann er að gera, þ.e. ber skyn- bragð á talað mál, húmor, og hvernig stjörnum er best beitt, er sömuleiðis ákjósanlegur. Í þessu tilviki skortir hvort tveggja. Myndin er vonbrigði fyrir þá sem kunnu að meta fyrri myndina, og þá er mikið sagt. Ófleyg tímaskekkja KVIKMYNDIR Be Cool / Vertu svalur  Leikstjórn: F. Gary Gray. Aðalhlutverk: John Travolta, Uma Thurman, Vince Vaughn, Harvey Keitel, Christina Milian. 118 mín. Bandaríkin, 2005. Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Heiða Jóhannsdóttir TILKYNNT hefur verið að þema- myndir Alþjóðlegu íslensku kvik- myndahátíðarinnar (Iceland Int- ernational Film Festival) verði myndir frá Troma Entertainment, sem telst vera elsta starfandi óháða kvikmyndaver heimsins. Það hefur starfað í tæpa þrjá áratugi og sent frá sér myndir sem þekktar eru fyrir að vera hlaðnar ofbeldi, kynlífi, nekt, ljótu orðbragði og sjúklegri kímni- gáfu. Hátíðin hefst á fimmtudaginn í næstu viku og sýndar verða sex Troma-myndir, en eftirtaldar fimm fara í þema-flokkinn: Citizen Toxie – The Toxic Aven- ger IV, eftir Lloyd Kaufman (2000). Terror Firmer, eftir Lloyd Kauf- man (1999). Tromeo & Juliet, eftir Lloyd Kaufman (1996). Cannibal! The Musical, eftir Trey Parker (1996). The Toxic Avenger, eftir Lloyd Kaufman og Micael Herz (1985). Að auki verður sýnd splunkuný mynd frá Troma, en hún verður í miðnæturflokki. Hún heitir Trailer Town og er eftir leikarann góðkunna Giuseppe Andrews (Independence Day, Cabin Fever) og að sögn að- standenda hátíðarinnar er hún alls ekki fyrir viðkvæma. Í tengslum við þetta kemur stofn- andi og forsprakki Troma, Lloyd Kaufman, til landsins og verður gestur hátíðarinnar 8.–10. apríl. Verða „Spurt og svarað“ sérsýn- ingar í Regnboganum á myndum hans fyrstu helgi hátíðarinnar þar sem hann kynnir myndir sínar og svarar spurningum áhorfenda eftir sýningarnar. Kaufman stofnaði Troma á átt- unda áratugnum ásamt Michael Herz og var yfirlýst markmið þeirra félaga með stofnuninni að koma á heimsfriði í gegnum myndir sínar. Vinnubrögð við Troma-myndir eru einstök, allt er gert eins hratt og ódýrt og hægt er, og hefur Kaufman talað opinberlega gegn hug- myndafræði Hollywoodmynda, segir fjárausturinn, sem þar er ástund- aður, eyðileggja fyrir hinni sönnu sköpun. Kaufman fer héðan beint til Prag til að koma fram í feluhlutverki í nýj- ustu mynd Eli Roth, Hostel. Eli er mikill Íslandsvinur og aðalsöguper- sónan í nýju myndinni er íslensk, leikin af Eyþóri Guðjónssyni. Kvikmyndir | Sex Troma-myndir á Alþjóðlegu íslensku kvikmyndahátíðinni Elsta óháða kvikmyndaver heims Lloyd Kaufman við tökur á mynd sinni Citizen Toxie.                             !    "#   $ &' ' (' )' *' +' ,' -' .' &/'             ! " #$         VÉLMENNIN héldu fyrsta sætinu á íslenska kvik- myndalistanum þessa vikuna, með rúmlega 4.000 gesti, en myndin var frumsýnd á fimmtudaginn fyrir tveimur vikum. „Stóru“ myndirnar tvær sem frumsýndar voru um þessa helgi, Be Cool og Miss Congeniality 2, náðu ekki að velgja Vélmennunum undir uggum, en náðu þó ágætis árangri og voru nokkuð jafnar í öðru og þriðja sæti listans. Christof Wehmeier hjá Samfilm, sem dreifir Miss Congeniality 2, er ánægður með viðtökur myndarinnar hér á landi. „Sandra Bullock á sér trygga aðdáendur og það er langt síðan að við höfum séð til hennar síðast því hún lék á móti Hugh Grant í Two Weeks Notice fyrir tveimur árum. Fólk hefur því tekið vel á móti Miss Congeniality 2 og um 2.400 manns sáu hana í bíó um páskahelgina, en alls hafa um 6.500 manns séð hana nú,“ segir hann. Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu, sem sér um dreif- ingu á Be Cool og Vélmennum, er ekki síður ánægður með velgengni þeirra mynda. „Be Cool, framhaldið af Get Shorty, fékk fínar viðtökur bíógesta um helgina. Yfir löngu páskahelgina sáu tæplega 4.000 manns myndina en hún var frumsýnd miðvikudaginn fyrir páska. Þess má geta að Be Cool fékk fleiri opnunargesti en Get Shorty gerði í mars 1996 með rúmlega 2.200 manna að- sókn.“ Kvikmyndir | Sama mynd á toppi íslenska bíólistans og í síðustu viku Vélmennin eru vinsæl hér á landi um þessar mundir. Vélmennin enn við völd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.