Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
ÍSLANDSBANKI hefur gengið frá lánssamningi
til stærsta AquaChile-fyrirtækisins í laxeldi í Chile,
AquaChile í samvinnu við þarlendan banka. Um er
að ræða fjármögnun á veltufjármunum fyrirtæk-
isins. Heildarupphæð lánsins er 1,5 milljarður
króna og lánar Íslandsbanki meirihluta þeirrar
upphæðar, eða um 900 milljónir króna.
„Mikil ánægja er hjá Íslandsbanka með sam-
starfið við AquaChile, sem er eitt af leiðandi fyr-
irtækjum í laxeldi í heiminum og það fyrirtæki sem
aðrir framleiðendur bera sig saman við í Chile, seg-
ir Jón Garðar Guðmundsson, viðskiptastjóri í Al-
þjóðlegu sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.
Stærst í Chile
AquaChile er annað stærsta laxeldisfyrirtæki í
heimi og það stærsta í Chile. Fyrirtækið er einnig
þekkt fyrir góðan rekstur og hafa stjórnendur fé-
lagsins lengi verið í framvarðasveit laxeldissam-
taka Chilemanna. Velta AquaChile árið 2004 var
250 milljónir dollara og áætluð velta árið 2005 er
270 milljónir dollara. Markaðshlutdeild fyrirtæk-
isins í framleiðslu á laxfiski í Chile er um 13%. /12
Íslandsbanki
lánar 900 millj-
ónir til Chile
EIGINNAFNIÐ Blær er samkvæmt þremur
úrskurðum mannanafnanefndar karlmanns-
nafn og því má ekki gefa stúlkum það. Blær
Guðmundsdóttir hefur þó borið nafnið í 30 ár
og kveðst ánægð með það,
en hún er eina konan með
þessu nafni á landinu. Fjórir
drengir hafa Blær sem eig-
innafn, en nafnið er algeng-
ara sem millinafn hjá karl-
mönnum.
Að sögn Blævar hefur
hún aldrei lent í vandræðum
með nafnið.
María H. Þorsteinsdóttir,
móðir Blævar, segir tillöguna að nafninu
komna frá Halldóri Kiljan Laxness rithöf-
undi, en María vann á þessum tíma í Mosfells-
sveit. Halldór hafi stungið upp á nafninu Blær
en það er heiti á sögupersónu í Brekkukots-
annál. „Halldór Kiljan sagðist alltaf halda að
þetta nafn ætti bara við sérstaka tegund af
stúlku og ég sagðist halda að dóttir mín væri
þannig,“ segir María. /4
Ber ein
nafnið Blær
ÞAÐ hefur löngum verið iðja ungviðisins að
gefa öndunum á Tjörninni brauð. Veturnir
eru þó harðir fuglunum og þá má gjarnan
sjá starfsmenn borgarinnar gefa fuglunum
þegar minna er um æti. Andrés Bragason,
matreiðslumaður í Iðnó, var að gefa önd-
unum brauð þegar ljósmyndari átti þar leið
um. Andrés segist ávallt baka aukaskammt
fyrir fuglana samhliða öðrum bakstri í Iðnó.
Morgunblaðið/ÞÖK
Andrés gaf öndunum brauð
VIÐHORF íslenskra unglinga í
efstu bekkjum grunnskóla til ný-
búa eru mun neikvæðari en fyrir
nokkrum árum ef marka má nýja
rannsókn sem unnin var fyrir
Rauða kross Íslands. Um 41%
svarenda telur of marga nýbúa
vera á Íslandi og telja 27% að
nýbúar hafi ekki jákvæð áhrif á
samfélagið. Stúlkur eru almennt
jákvæðari en piltar gagnvart
nýbúum.
Ómar H. Kristmundsson, for-
maður Reykjavíkurdeildar RKÍ,
segir áhyggjuefni hversu ört við-
horfin hafa breyst. Sigrún Árna-
dóttir, framkvæmdastjóri RKÍ,
segir niðurstöðurnar sýna að efla
þurfi enn fræðslu og forvarnir
bæði í leikskólum og grunnskól-
um í því skyni að auka umburð-
arlyndi og draga úr fordómum.
Í rannsókninni kom einnig
fram að fylgni var milli umburð-
arlyndis unglinga og menntunar-
stigs foreldra og jákvæðra við-
horfa unglinganna til náms.
Ungt fólk sem Morgunblaðið
tók tali segir fordóma ekki síst
beinast að fólki sem nýkomið er til
landsins, en í minna mæli að þeim
sem hafa náð að aðlagast og læra
tungumálið. Meiri einangrun
fólks af erlendum uppruna leiði
þannig af sér aukna fordóma.
Spurning um aðlögunartíma
„Það er samt tímaspursmál
hvenær Íslendingar verða tilbún-
ir og fordómarnir minnka,“ segir
Kjartan Pétursson, einn af við-
mælendum blaðsins. „Þetta
lagast þegar krakkarnir eru búnir
að alast upp hér og aðlagast sam-
félaginu. Þetta er bara spurning
um aðlögunartíma bæði innflytj-
enda og Íslendinga. Þeir sem
flytja hingað þurfa að aðlagast
skráðum og óskráðum reglum um
það sem er gott og rétt í samfélag-
inu. Auðvitað verða menn að að-
lagast aðstæðum. Maður verður
að gefa af sér til að geta tekið út.“
Grunnskólanemarnir Guðrún
Erna Leví og Guðrún Erla
Bjarnadóttir segja rangt að for-
dæma fólk vegna litarháttar og
segja fólk verða að takast á við
fordóma sína.
Unglingar neikvæðari
í garð nýbúa en áður
Eftir Jóhannes Tómasson og
Svavar Knút Kristinsson
Meira um/6
ÖKUMAÐUR vinnuvélar í Ós-
hlíð, milli Bolungarvíkur og Ísa-
fjarðar, slapp á ótrúlegan hátt í
geysilegu grjóthruni sem eyði-
lagði þungavinnuvél hans síðdeg-
is í gær. Sigurgeir Jóhannsson
vinnuvélastjóri var að hreinsa
rásir á Óshlíðinni þegar grjót-
hrunið hófst og voru þar engir
smásteinar á ferð og atburða-
rásin var mjög hröð.
„Við vorum langt komnir með
að moka rásina þegar grjóthrunið
hófst,“ sagði hann. „Fyrsti
steinninn var 3–5 tonn að þyngd
og lenti inni í miðri vélinni og
gerði hana óökuhæfa. Annar
steinninn var álíka stór og lenti
framan á vélinni og sprengdi
hjólbarðann. Þá varð mér litið
upp og sá gríðarlegt bjarg
steypast niður. Það stefndi beint
á húsið á vélinni og ég hélt að
þetta væri mitt síðasta. En þá
beygir steinninn frá og lendir
beint ofan á moksturstækjunum
og brýtur vélina. Þetta var gríð-
arlegt högg, enda steinninn um
8–10 tonna þungur.“
Sigurgeir segir að hefði
steinninn ekki breytt um stefnu
hefði hann eflaust lent undir
honum þar sem hann gat ekki
fært sig um set. „Fyrsta hugs-
unin var sú að reyna opna dyrn-
ar upp í hlíðina en ég sá að það
var ekki möguleiki. Þá ætlaði ég
að reyna opna glugga en tókst
það ekki.“
Eins og rússnesk rúlletta
Sigurgeir marðist á fótum og
skrámaðist en slapp við alvar-
legri meiðsli. Sem von er var
honum nokkuð brugðið en segir
áfallið þó kannski meira fyrir
vegavinnuverkstjórann Guð-
mund Björgvinsson sem horfði á
atganginn og reyndi að vekja at-
hygli Sigurgeirs á hættunni.
„Óshlíðin er eins og rússnesk
rúlletta og oft hefur staðið tæpt
þar. Það er gríðarlegt álag á yf-
irmönnum Vegagerðarinnar
vegna alls þess þrýstings sem er
á þeim um að halda Óshlíðinni
opinni við mismunandi að-
stæður.“
Vinnuvélastjóri slapp naumlega í miklu grjóthruni í Óshlíð
„Hélt að þetta
væri mitt síðasta“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Vinnuvél Sigurgeirs skemmdist
mikið, eins og glöggt sjá má.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
SÍF hf. hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Ice-
land Seafood International ehf., sem stofnað var í
nóvember í fyrra um hefðbundið sölu- og markaðs-
starf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlut-
arins er fjárfestingafélagið Feldir ehf.
Jafnframt hefur SÍF selt allan eignarhlut sinn í
Trosi ehf. í Sandgerði sem hefur sérhæft sig í út-
flutningi á ferskum sjávarafurðum og verður Tros
dótturfélag Iceland Seafood International. Feldir
ehf. er í eigu Mundils ehf. (í eigu Samskipa), Bene-
dikts Sveinssonar, Kristjáns Þ. Davíðssonar,
Bjarna Benediktssonar og Hjörleifs Jakobssonar.
Samhliða þessum kaupum hafa tekist samningar
milli nýrra eigenda og eigenda fiskútflutningsfyr-
irtækisins B. Benediktssonar ehf. um sameiningu
félaganna undir nafni Iceland Seafood Inter-
national. Eftir breytingarnar verður Iceland Sea-
food International með veltu upp á liðlega 30 millj-
arða íslenskra króna. /B4
SÍF selur
Iceland Seafood
International