Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 37
UMRÆÐAN
ÍSLENSK náttúra er stórbrotin,
okkar strjálbýla land er fagurt og
býður upp á fjölbreytileika í lífríki
náttúrunnar. Þetta er mikill auður.
Það er hins vegar vandi
að umgangast náttúru
landsins og nær hvar-
vetna má sjá ummerki
mannsins og búfjárins
sem nýta landið.
Því er ekki að neita
að víða hafa orðið nátt-
úruspjöll, það er heldur
ekki óeðlilegt, ekki síst
þegar horft er til sög-
unnar. Vegir hafa verið
lagðir, mikil akuryrkja
er stunduð og við þurf-
um að reisa margvísleg
mannvirki svo eitthvað
sé nefnt til að nýta landið og búa í
því. Stundum höfum við líka farið
fram úr okkur og má þar t.d. nefna
uppþurrkun votlendis sem fram-
kvæmd var sums staðar úr hófi fram.
Annars staðar hefur þess verið mikil
þörf eins og hvarvetna má sjá. Talað
er um umhverfisslys í þessum efnum
og er ég um margt sammála því.
„Allt orkar tvímælis þá gert er,“ seg-
ir máltækið.
Steingrímur J. Sigfússon hrópaði
sællar minningar á Alþingi að Kára-
hnjúkavirkjun væri mesta um-
hverfisslys Íslandssögunnar af
manna völdum. Deila má um það.
Það er hins vegar mín skoðun að
mesta umhverfisslysið af manna-
völdum sé innflutningurinn á minkn-
um til landsins og útbreiðsla hans í
okkar dýrmæta og fjölbreytta lífríki.
Skaðinn er ómetanlegur
Grenjaskyttur með margra ára-
tuga reynslu hafa sagt mér að ref
hafi farið fjölgandi á síðustu árum.
Hann er orðin mikil plága í lífríkinu.
Mink hafi jafnvel fjölg-
að líka, að minnsta
kosti ekki fækkað.
Þessa má svo sann-
arlega sjá merki á
fuglalífinu. Mófugli hef-
ur greinilega fækkað og
æðarbændur hafa þurft
að horfa upp ámikinn
skaða. Ár og vötn hafa
einnig orðið að gjalda
þessa. Minkurinn tekur
sinn toll. Þegar tófan er
farin að bíta fullorðnar
ær í byggð, svo aflífa
þurfi, eins og gerðist
hér í sveit í í hitteðfyrra, þá sjá allir
að grimmdin er mikil. Alvarlegar
fregnir af dýrbít heyrast frá nokkr-
um stöðum á landinu og mega sauð-
fjárbændur þó síst við því fjárhags-
lega. Þess utan er ömurlegt að vita til
að refir séu að rífa sundur lömbin
með tilheyrandi kvölum. Á einum bæ
hér í Hrunamannahreppi vantaði tíu
lömb síðastliðið haust af 340 lömb-
um. Gengur það fé þó í heimahögum
og lítið er um hættur, sem kalla má.
Refur er kominn hér um alla Árnes-
sýslu, enda lífsmynstur hans greini-
lega breytt, segja eldri menn, senni-
lega með kynblöndun við innflutt
alidýr sem sloppið hafa.
Bann við veiðum á ref á Horn-
ströndum frá árinu 1994 eru mikil
mistök eins og hefur sannast. Ref
hefur fjölgað mjög á Vestfjörðum og
valdið mikum spjöllum. Banninu
verður að linna, sama hvað lakks-
kóafræðingar á Náttúrufræðistofnun
segja. Þeir hafa engra hagsmuna að
gæta nema að halda vinunnu sinni
við „svokallaðar“ rannsóknir sínar.
Einhverjar rannsóknir eru nauðsyn-
legar, ekki þó sumar sem gerðar
hafa verið. Sumum finnst þessi dýr
falleg og vilja friða þau að miklu eða
öllu leyti. Slíkt er útilokað, því miður.
Þau verða að vera réttdræp hvar
sem er og hvenær sem er, svo alvar-
leg er útbreiðsla þeirra og skaðinn
mikill. Það má kalla það þjóð-
arskömm að hafa ekki gert betur við
að halda þessum grimma vargi í
skefjum.
Gera þarf þjóðarátak
Mörg sveitarfélög hafa greitt 3.000
kr. fyrir hvert minkaskott en 7.000
fyrir skottið á tófunni, þ.e. hlaupa-
dýrum. Veiðimenn þurfa síðan að
greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt
af þessari upphæð. Einhver sveit-
arfélög hafa greitt 15.000 kr. fyrir
unna minkalæðu um meðgöngutím-
ann. Er þá miðað við að læðan gangi
með fjóra yrðlinga. Nú hefur sveitar-
félagið Ölfus áveðið að greiða 6.000
kr. fyrir hvern unninn mink og
15.000 kr. fyrir skottið af refnum.
Það ber vott um skilning á vand-
anum og framsýni. Refa- og minka-
veiðimenn leggja í mikinn kostað við
veiðarnar og vegur þar þyngst akst-
ur, kaup á skotvopnum og gildrum.
Þeir fá harla lítið fyrir sína vinnu.
Sum sveitarfélög hafa gefist upp á að
standa undir þeim útgjöldum.
Ríkisstjórnin verður að taka á
þessum málum af meiri alvöru og
greiða sveitarfélögunum a.m.k.
helming af þeim kostnaði sem veiði-
mönnum ber. Það má ekki taka á
þessum málum með silkihönskum
eins og Siv Friðleifsdóttir, fyrrver-
andi umhverfisráðherra, gerði. Von-
andi tekur núverandi umhverf-
isráðherra á þessum málum af
skipulagi og festu. Miklar líkur eru á
að rjúpnaveiðibannið hefði verið
óþarft ef tekið hefði verið betur og
fyrr á minka- og refaveiðum af fyr-
irhyggju og krafti.
Hönnuð hefur verið ný tegund
minkagildra sem reynist vel. Allri
nýrri tækni við veiðarnar ber að
fagna og dreifa slíkum gildrum með-
al veiðimanna þar sem við á.
Minka- og refaplágan er mikið al-
vörumál sem fyrr er getið. Með sam-
stilltu átaki er ég sannfærður um að
hægt sé að halda þessum vargi niðri
og jafnvel ganga verulega á stofninn.
Í þeirri einstöku náttúruperlu Mý-
vatnssveit hefur það tekist. Þessum
dýrum verður þó aldrei útrýmt, á því
er engin hætta, svo harðger og
slungin eru þau í lífríki náttúrunnar.
Minkurinn, refurinn,
rjúpan og sauðkindin
Sigurður Sigmundsson fjallar
um lífríkið í íslenskri náttúru ’Mörg sveitarfélöghafa greitt 3.000 kr.
fyrir hvert minka-
skott en 7.000 fyrir
skottið á tófunni, þ.e.
hlaupadýrum. ‘
Sigurður Sigmundsson
Höfundur er blaðamaður.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111