Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 49
DAGBÓK
256Mb kr. 3.490,-
512Mb kr. 5.990,-
1.0Gb kr. 9.990,-
PQI SD minniskort
Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509
www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Opið hús að Álakvísl 61
Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Opið hús að Álakvísl 61,
110 Reykjavík.,
í dag á milli 14 og 15
Höfum fengið til sölu fallegt
parhús á efri hæð við Álakvísl.
Íbúðin, sem hefur verið tekin til
ganggerðar endurnýjunar, er
öll hinn glæsilegasta.
NEÐRI HÆÐ:
Komið er inn í rúmgott hol
með flísum, falleg gestasnyrting
með sturtu. Stofan og sólskál-
inn eru með fallegu Káhrspark-
eti, Jatoba. Eldhús með glæsi-
legum kirsuberjainnréttingum
og tækjum, flísar milli efri og
neðri skápa og borðkrókur.
Flísalögð gestasnyrting með
vönduðum sturtuklefa.
GÓLFEFNI:
Á hæðinni er vandað
Káhrsparket, Jatoba.
Úr holi er vandaður hringstigi
milli hæða.
EFRI HÆÐ:
Hol. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, skápur úr kirsuberjavið í einu þeirra.
Glæsilegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með náttúrusteini, falleg
innrétting og baðkar.
GÓLFEFNI:
Káhrsparket Jatoba og náttúrusteinn á baðherbergi. Úr holi er hring-
stigi upp á risloft.
RISLOFT:
Stórt parketlagt herbergi með opnanlegum glugga. Íbúðin hefur öll
verið tekin í gegn og skipt um allar innréttingar, gólfefni, sólbekki og
rafmagn endurídregið að hluta og skipt um alla rofa og tengla svo
nánast er um nýja eign að ræða.
BÍLGEYMSLAN er 30 fm, með skilveggjum og nýtist því vel.
Verð 27,8 millj.
Sölustóri Fasteignakaupa
Páll Höskuldsson tekur
vel á móti gestum.
Gsm 864 0500
Junior Chamber International (JCI) eralþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk áaldrinum 18 til 40 ára með áhuga ogmetnað til að efla stjórnunarhæfileika
sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélags-
ins á jákvæðan hátt. Hjá JCI hafa lífsgæði
fólks forgang og undirstaða starfsins er að
byggja upp einstaklinginn, gefa honum tæki-
færi til að vaxa í starfi og leik og þannig gera
hann hæfari til að takast á við stjórnun og
ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi. Í alþjóða-
hreyfingunni (JC International) eru 200.000
virkir einstaklingar í meira en 6.000 aðildar-
félögum í 110 löndum,“ segir Gísli Elís Úlfars-
son.
Hvað gerið þið í JCI?
„Við hittumst, lærum og þroskumst. Við
sköpum jákvæðar breytingar. Við lærum að
verða betri leiðtogar. Við leiðum verkefni á
sviði viðskipta, einstaklings, samfélags og
alþjóðasamstarfs. Við trúum á framfarir al-
þjóða samfélagsins og sköpun jákvæðra breyt-
inga. Við sýnum gott fordæmi.“
Hvernig starfar JCI?
„Við hittumst á félagsfundum, landsþingum
og alþjóðlegum þingum og skiptumst á hug-
myndum og þekkingu. Við sköpum og skipu-
leggjum verkefni fyrir okkur sjálf og samfélag
okkar.
JCI á erindi við alla sem eru á aldrinum 18–
40 ára sem vilja efla sig sem leiðtogar, ræðu-
menn, verkefnisstjórar og/eða almennt í mann-
legum samskiptum. Við störfum óháð trúar- og
pólitískum skoðunum.“
Hvaða dagskrá verður í tilefni af 45 ára af-
mælinu?
„JCI Ísland var stofnað 5. september 1960 og
er því 45 ára á þessu ári. Fjölbreyttum verk-
efnum mun verða hrint úr hlaði af því tilefni.
Heimsforseti JCI, Kevin Cullinane, er í heim-
sókn þessa dagana og mun hann heimsækja
JCI félaga og samstarfsaðila og vekja athygli á
fjölbreyttum verkefnum JCI. Málþing var hald-
ið á Grand Hótel í gær, en það fjallaði um mat
atvinnulífsins á félagsstarfi starfsmanna þeirra
og hvernig félagsstarf/sjálfboðið starf er metið
í starfsumsóknum.
JCI stendur fyrir útnefningu 10 framúrskar-
andi ungra Íslendinga á ýmsum sviðum. Sú út-
nefning er forkeppni að alþjóðlegu verðlaunum
JCI sem kallast „The Outstanding Young
People of the World“, eða TOYP, þar sem á
hverju ári eru valdir 10 einstaklingar hvaðan-
æva úr heiminum sem þykja mest framúrskar-
andi. Árið 2003 komst Íslendingur fyrst í þenn-
an flokk, en það var Kristín Rós Hákonardóttir
sem JCI Ísland hafði sama ár útnefnt sem
„Framúrskarandi ungan Íslending“. JCI Ísland
leitar nú að tilnefningum á einstaklingum sem
þykja framúrskarandi á sínu sviði og hafa ekki
fengið viðurkenningu sem skyldi, munu um-
sóknir þeirra sem tilnefndir verða hér heima
sendar út í alþjóðlegu keppnina.
JCI Ísland mun nú í annað sinn standa fyrir
samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina. Sam-
keppnin er opin fyrir ungt fólk að fertugu og
við hvetjum unga frumkvöðla á Íslandi til að
senda inn sínar viðskiptaáætlanir,“ segir Gísli
Elís Úlfarsson.
Félagsstarf | JCI á Íslandi 45 ára í ár
Sköpum jákvæðar breytingar
Gísli Elís Úlfarsson
er fæddur á Ísafirði
árið 1969 og er bú-
settur þar ásamt fjöl-
skyldu sinni. Hann var
kosinn landsforseti
JCI Íslands á lands-
þingi sem haldið var á
Húsavík í september
2004. Gísli starfar
sem framkvæmda-
stjóri fjölskyldufyrir-
tækisins Hamraborgar ehf. á Ísafirði. Hann
var ásamt konu sinni einn af stofnfélögum
JCI Vestfjarða sem var stofnað á ný árið
1998. Gísli átti sæti í landsstjórn JCI Ís-
lands 2004.
Kristilegur kærleiki
ÉG sá í sjónvarpinu 17. apríl
leikna mynd um sannsögulega at-
burði. Myndin heitir Magdalenu
systurnar og fjallar um ungar
stúlkur sem áttu að hafa brotið af
sér gegn kirkjunni og voru settar í
klaustur á Írlandi til þess að vinna
þar í þvottahúsum. Þær sættu þar
mjög illri meðferð og voru gjör-
samlega brotnar niður. Þó höfðu
þær ekkert til saka unnið annað
en að hafa eignast börn utan
hjónabands, verið nauðgað eða
verið sætar stúlkur og mikil pilta-
gull og þar með voru þær lokaðar
inni. Peningarnir sem komu fyrir
þeirra þrældóm í þvottahúsinu
hirtu nunnurnar og lifðu í vellyst-
ingum. Þessi mynd hefur snert
marga og svo er um mig líka.
Þessum illræmdu þvottahúsum
sem voru víða í klaustrum á Ír-
landi var ekki lokað fyrr en 1996.
Það er skelfilegt til þess að vita að
svona skuli hafa viðgengist á ný-
liðnum árum.
Því miður hefur kristin trú þó
víða verið misnotuð í gegnum tíð-
ina og einnig var það hér á Íslandi
þegar konum var drekkt vegna
þess að þær voru ófrískar eða fólki
misþyrmt og það drepið í nafni
kristinnar trúar. Jesús er kær-
leikur fyrir mér og ef við eflum
með okkur umburðarlyndi, kær-
leik og skilning náum við langt í
lífi okkar og eins líka til að hjálpa
öðrum. Við erum ekki komin í
þennan heim til þess að vera með
hroka eða dæma aðra því guð mun
aldrei refsa okkur fyrir gjörðir
okkar heldur munum við sjálf gera
það ef við hegðum okkur illa.
Kærleikskona.
Orða vant
MÉR er orða vant um framkomu
Halldórs Blöndal en þó ætla ég að
segja þetta. Halldór Blöndal víki
úr stól forseta Alþingis þar sem
hann beitir sínu valdi á óraunhæf-
an máta. Ég hef margoft séð hann
beita þessu valdi sínu, óréttlæt-
anlega. Tvívegis gagnvart Sig-
urjóni Þórðarsyni, einu sinni gagn-
vart Helga Hjörvar og nú síðast
þegar hann gaf Lúðvík Berg-
vinssyni orðið en tók það af honum
aftur áður en tími hans var liðinn
og með þvílíku offorsi og bjöllu-
slætti að það hálfa hefði verið nóg.
Ég horfi sem sagt alltaf á útsend-
ingu frá Alþingi og ég endurtek,
Halldór Blöndal víki bara úr þessu
starfi vegna skapofsa síns. Mér
finnst bara hann vera orðinn gam-
all. Ég stend með Lúðvík.
Kristjana Vagnsdóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
21. apríl
Venjufesta er ekki siðgæði.
Charlotte Brontë 1816 (Bretland)
Önnur afmælisbörn dagsins:
Jorge Andrade 1922 (Brasilía)
Birgir Engilberts 1946
Venjufesta er ekki siðgæði.
Charlotte Brontë
Árbók bókmenntanna
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5
5. Bg5 c6 6. e3 Be7 7. Dc2 Rbd7 8. Bd3
Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. O-O-O Rb6 11.
Rf3 Be6 12. Kb1 O-O-O 13. Hc1 Kb8
14. Ra4 Rxa4 15. Dxa4 Hd6 16. Hc3
Hc8 17. Hhc1 Hc7 18. Re5 f6 19. Ha3
a6
Staðan kom upp á meistaramóti
Evrópusambandsins sem fram fór fyr-
ir skömmu í Cork á Englandi. Sig-
urvegari mótsins, ungverski stórmeist-
arinn Zoltan Gyimesi (2595) hafði hvítt
gegn Anthony Fox (2123). 20. Bxa6!
fxe5 21. Bd3 Hc8 22. dxe5 Hd7 23.
Da7+ Kc7 24. Hxc6+! Þennan leik
þurfti hvítur að sjá þegar hann fórnaði
manninum í tuttugasta leik. Svörtum
er nú öllum bjargir bannaðar þar sem
eftir 24...Kxc6 yrði hann mát eftir 25.
Hc3+ Dc5 26. Dxc5#. 24...Kd8 25.
Hxc8+ Kxc8 26. Hc3+ Hc7 27. Da8+
og svartur gafst upp þar sem eftir
27...Kd7 28. Bb5 Hc6 29. Dxb7+ er
svarta staðan að hruni komin.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Vesturlandsmót.
Norður
♠Á96
♥G86542S/Enginn
♦KD82
♣--
Vestur Austur
♠1082 ♠KD75
♥KD1093 ♥Á7
♦3 ♦10976
♣Á1093 ♣G74
Suður
♠g43
♥--
♦ÁG54
♣KD8652
Spil dagsins er frá Vesturlandsmót-
inu í tvímenningi, sem Ísak Örn Sig-
urðsson og Hlynur Angantýsson unnu
örugglega. Ísak varð sagnhafi í þremur
laufum í suður eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 lauf
1 hjarta Pass 1 spaði Pass
Pass 1 grand 2 hjörtu 3 lauf
Pass Pass Pass
Trompstuðningurinn í blindum stóð
ekki undir væntingum Ísaks, en spilið
var ekki alveg vonlaust. Vestur kom út
með einspilið í tígli, sem Ísak tók
heima til að spila laufdrottningu. Vest-
ur drap og spilaði hjartakóng. Ísak
trompaði, spilaði litlu laufi, sem austur
tók með gosa og gaf félaga sínum
stungu í tígli. Hjarta kom til baka, Ísak
trompaði og lagði niður trompkóng.
Nú var trompið komið og vörnin
hefði fengið þrjá slagi. Því mátti ekki
gefa nema einn á spaða. Ísak tók tvo
slagi á tígul og endaði heima til að spila
spaða að blindum. Vestur svaf á verð-
inum og lét lítinn spaða og Ísak níuna.
Austur tók með drottningu, en átti
ekkert eftir nema spaða og varð að
spila frá kóngnum. Sjaldgæf og lær-
dómsrík staða.
Alls spiluðu 25 pör í mótinu. Kristján
B. Snorrason og Ágúst Guðmundsson
urðu í öðru sæti, en teljast Vestur-
landsmeistarar, því Ísak og Hlynur
spiluðu sem gestapar. Þriðju urðu
hjónin Matthías Þorvaldsson og
Ljósbrá Baldursdóttir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is