Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MENNTUN ER LÍFSBJÖRG Skýrsla Carol Bellamy, yfirmannsBarnahjálpar Sameinuðu þjóð-anna, UNICEF, sem kynnt var í Genf fyrr í vikunni, leiðir í ljós að um hundrað milljón einstaklingar á barna- skólaaldri í heiminum ganga ekki í skóla. Þeim hefur fækkað um 15 millj- ónir frá því fyrir fjórum árum, sem sýnir að hægt er að stemma stigu við þessum vanda – en betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að ef ekki tekst að koma fleiri stúlkubörnum til náms en hingað til mun ekki takast að sjá til þess að öll börn í heiminum eigi kost á barna- skólamenntun árið 2015, en það er yf- irlýst markmið UNICEF. Eins og Carol Bellamy vísaði til er skýrslan var kynnt „snýst menntum um fleira en lærdóm. Í sumum löndum er hún lífsbjörg, ekki síst hvað stúlk- um viðkemur“. Hún benti á að stúlka sem er ekki í skóla er líklegri til að verða eyðni að bráð og síður fær um að sjá fyrir og ala upp heilbrigð börn. Rannsóknir sýna ennfremur að mennt- aðar stúlkur giftast seinna, eiga færri börn og eru færari um að sjá þeim far- borða þar sem þær skapa meiri verð- mæti bæði innan heimilisins og utan. Í fátækustu löndum heims er það fyrst og fremst hlutskipti kvenna að sjá um fjölskyldurnar og koma börnunum til manns, svo mjög miklu máli skiptir að þær séu læsar og skrifandi og meðvit- aðar um mikilvægi menntunar fyrir framtíð barna sinna. Gögn sem UNI- CEF hefur aflað sýna að tveir þriðju hlutar þeirra barna sem engrar skóla- göngu njóta nú eiga mæður sem ekki fengu heldur að fara í skóla. Stúlkubörn eiga mjög undir högg að sækja hvað menntunarmöguleika varðar í ýmsum heimshlutum og ráða þar rótgrónir fordómar gagnvart kon- um og hlutverki þeirra í samfélaginu ferðinni. Aðgerðir UNICEF á sviði menntamála sýna þó og sanna að ef átak er gert til að koma stúlkubörnum í skóla nýtist það drengjunum ekki síð- ur. Það er því til mikils að vinna að „brjóta niður þá múra sem koma í veg fyrir skólagöngu stúlkna“, eins og Bellamy sagði. Fyrir tæpu ári kom Cream White, yfirmaður menntamála Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hingað til lands til að halda erindi um þýðingu mennt- unar stúlkna í tengslum við þróunar- mál. Þá var haft eftir honum í samtali við Morgunblaðið að afar mikilvægt væri að allar þjóðir heims héldu „því til haga að menntun er réttur hvers barns, öll börn ættu að hafa í það minnsta möguleika á að gera eitthvað með líf sitt“. Með þeim möguleika er girt fyrir svo margvíslegan annan vanda í þróunarlöndunum; alnæmisvá, vatnsskort og skort á hreinlætisað- stöðu. Menntun barna í öllum álfum heims er því ekki einungis undirstaða fram- fara í lífi þeirra sjálfra, heldur einnig grundvöllurinn fyrir því að heilu sam- félögin séu sjálfbjarga um nauðþurftir – og eigi samhliða því möguleika á að skapa þegnum sínum þær aðstæður er bætt geta lífskjör þeirra til mikilla muna. Því fé sem Íslendingar láta af hendi rakna til menntunar í þróunar- löndunum er því svo sannarlega vel varið, menntamál eru sá málaflokkur sem hvað afdrifaríkust áhrif hefur á framtíðarhorfur heilu samfélaganna. SEINAGANGUR EÐA AFSTÖÐULEYSI? Ástæða er til að óska Háskólanum íReykjavík til hamingju með lóð þá í Vatnsmýrinni sem ákveðið hefur ver- ið að verði framtíðaraðsetur skólans. Eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á er svæðið afar verðmætt og því ekki nema eðlilegt að framsæknar stofnanir samfélagsins fagni því að fá að byggja þar upp starfsemi sína. Víst er að Háskólinn í Reykjavík er verð- ugur og verðmætur granni á miðborg- arsvæðinu – vel til þess fallinn að efla umhverfi sitt með margvíslegum hætti. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að enn og aftur er verið að bíta utan af þessu mikilvæga byggingarlandi, án þess að nokkuð liggi fyrir um heild- arskipulag þess. Markmið borgaryfir- valda við uppbygginguna og samþætt- ingu svæðisins við hinn gamla miðborgarkjarna eru enn í hæsta máta óljós. Umræða um Valssvæðið fór fram án þess að heildstæðar hugmyndir fyr- ir allt svæðið lægju fyrir og nú er verið að skipuleggja lóðina sem Háskólinn í Reykjavík fær til umráða fyrir ofan Nauthólsvík, án þess að borgarbúar hafi nokkra hugmynd um hver marg- umrædd heildarmynd þessarar verð- mætu landspildu verður. Að auki hefur þegar verið rætt um bletti undir íbúða- byggð í námunda við Skerjafjörðinn. Þrátt fyrir áralanga umræðu og átök um svæðið hafa ekki verið kynntir notkunarmöguleikar Vatnsmýrarinnar eða hvaða hlutföll eiga að ráða ferðinni við uppbyggingu á þeim ýmsu sviðum verslunar, þjónustu, íbúðabyggðar, veitingarekstrar og menningar- eða menntastarfsemi – er hugsanlega eiga eftir að mynda framhald þess miðborg- arkjarna sem nú er fyrir hendi. Ekkert hefur heldur verið kunngert er sannar að þessi tiltekni blettur í Vatnsmýrinni henti betur en aðrir bút- ar hennar undir starfsemi Háskólans í Reykjavík. Og jafnvel þótt sú reynist verða raunin er ljóst að ýmsir aðrir áhugaverðir möguleikar voru í stöð- unni varðandi nýtingu svæðisins sem auðveldara hefði verið að taka upplýsta afstöðu til innan heildarsamhengis heldur en í því samhengisleysi sem nú er ríkjandi í skipulagi þessa verðmæta byggingarlands. Það þarf ekki annað en vísa til mats ráðgefandi aðila á þeim tveimur svæð- um sem Háskólanum í Reykjavík stóðu til boða til að átta sig á verðmæti svæð- isins – ekki einungis fyrir Háskólann í Reykjavík heldur einnig þróun höfuð- borgarinnar. Skólinn rökstyður m.a. ákvörðun sína með því að í Vatnsmýr- inni sé allt sem prýða beri gott há- skólaumhverfi, t.d. nálægð við mið- borgina, hátæknisjúkrahús, fræða- og menningarsetur, listasöfn, menningar- líf og fjölbreytt þjónusta, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Uppbyggingin á þessu nýja háskóla- svæði mun verða hröð; gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist þar strax haustið 2008. Á meðan þróun þessa hluta mýr- arinnar er orðin fyrirsjáanleg bólar þó ekkert á tímaramma fyrir heildar- skipulag Vatnsmýrar. Borgarbúar hljóta að velta því fyrir sér hverju þessi seinagangur eða afstöðuleysi til heildarskipulags Vatnsmýrarinnar sætir. R íkisendurskoðun telur brýnt að brugðist verði við erfiðri fjár- hagsstöðu Háskóla Íslands í nýútkominni skýrslu sem stofnunin vann fyrir menntamálaráðuneytið um stjórn- sýslu- og fjárhag Háskóla Íslands. Styrkja þarf fjármálastýringu Há- skólans og auka eftirlit með rekstri deilda og annarra starfseininga, segir ennfremur í skýrslunni sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær ásamt þeim Páli Skúlasyni, fráfar- andi rektor HÍ, og Kristínu Ingólfs- dóttur, verðandi rektor HÍ. Þau segjast vera ánægð með skýrsluna og telja að niðurstöður hennar kalli á víðtækar umræður um fjármögnun háskólastigsins á Íslandi og skipulag íslenskra há- skóla. HÍ hefur náð góðum árangri Í meginniðurstöðum úttektarinn- ar kemur einnig fram að Háskóli Ís- lands hafi náð góðum árangri í starfsemi sinni en ástæða sé til að huga að breytingum á skipulagi skólans ásamt því að bregðast þurfi við erfiðri fjárhagsstöðu hans. Í skýrslunni kemur fram að mikill vöxtur hafi hlaupið í starfsemi HÍ á undanförnum árum. Nemendum hafi fjölgað verulega og mikil áhersla hafi verið lögð á að efla framhaldsnám og rannsóknir. Allt þetta hafi leitt til umtalsverðs kostnaðarauka í rekstri skólans sem hafi að stærstum hluta verið mætt með síauknum framlögum ríkisins til kennslu á síðustu árum. Bent er á að skólinn hafi einnig mætt vextin- um með hagræðingu í starfseminni, t.d. með stækkun nemendahópa og fjölgun stundakennara. Jafnframt kemur fram að fé til rannsókna hafi nánast staðið í stað að raunvirði, sem kunni að hafa áhrif á möguleika skólans til að þróast áfram sem öflugur rann- sóknarháskóli sem stenst alþjóðleg- an samanburð. Bent er á að viðbrögð við þessu geti einkum verið af þrennum toga. Í fyrsta lagi að takmarka nemenda- fjölda. Í öðru lagi að hemja kostnað enn frekar og í þriðja lagi að afla aukinna tekna t.a.m. með því að taka upp skólagjöld. Ríkisendurskoðun segir að þrátt fyrir að útgjöld HÍ til launa hafi aukist talsvert að undanförnu sé ljóst að skólinn verði að teljast ódýr í rekstri miðað við sambærilega há- skóla í nágrannalöndum okkar. Þetta megi skýra með mikilli skil- virkni, hlutfallslega fáum fram- haldsnemum og mörgum stunda- kennurum. Skólinn hafi m.a. brugðist við fjölgun nemenda með því að stækka hópa sem sækja fyr- irlestra og fella niður einstök nám- skeið. Þó svo að fé til rannsókna hafi nánast staðið í stað hafa afköst í rannsóknum aukist. Hlúa þarf að meistara- og doktorsnámi í Háskóla Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir það ljóst að fjárveiting til HÍ hafi aukist verulega á undanförnum árum eða úr 0,9% árið 2001 í 1,4% nú. Segist hún vera ánægð með hvernig HÍ fari með þau fjárframlög sem hann fái frá ríkinu. „Það er greinilegt að við erum að fá mikið fyrir það fjár- magn sem við setjum í Háskóla Ís- lands.“ Þorgerður Katrín segir skýrsl- una sýna fram á að HÍ sé á góðri siglingu en lengi megi gott bæta til þess að Íslendingar verði fremstir í flokki meðal þekkingarþjóða. Hún kveðst vera sammála Páli Skúla- syni í því að fjölga þurfi bæði meist- ara- og doktorsnemum en það sé ljóst að til þess að það megi verða þurfi að auka fjárútlát til HÍ. „Sem menntamálaráðherra vonast ég til, og í rauninni krefst þess, að menn skoði þessi mál gaumgæfilega. Því við verðum að hafa metnað til þess að halda ennþá hærra og stefna lengra. Það gerist ekki nema við aukum fjármagnið og það er hægt að gera með ýmsum hætti eins og skýrsla Ríkisendurskoðunar bendir á,“ segir Þorgerður Katrín. Hún mun skipa nefnd sem mun fara yfir helstu áhersluþætti skýrslunnar. Páll Skúlason fagnaði skýrslunni mjög og þakkaði menntamálaráð- herra fyrir að hafa haft frumkvæði að henni. Hann segir skýrsluna sýna fram á að starfsemi HÍ sé í góðum farvegi. Hann segir b hlúa vel að uppbyggingu og meistara- og doktorsnáms enda sé þar helsti vaxtarb háskólans. Hann telur að til HÍ verði öflugur rannsók skóli á alþjóðlegan mæl verði að koma til aukið fjárf „Við erum á ákveðnum tíma Það er ljóst að við munum ek haldið áfram þessari uppby sem nú er þegar hafin hjá nema með verulega aukn magni, það er alveg ljóst, Páll. Kristín Ingólfsdóttir, v rektor HÍ, segist gera sér v ýmsar leiðir til þess að bæ fjárhagsstöðu skólans. T.a fjárframlag ríkisins muni hæ hún bendir á að fjárframlög til HÍ séu lægri miðað við sa lega skóla í nágrannalön „Við þurfum líka að herða Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar Brýnt að bre erfiðri fjárh Menntamálaráðherra segir skólann vera á góðri siglingu – Er ódýr í rekstri miðað við háskóla í nágrannalöndunum Kristín Ingólfsdóttir P S Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FORMENN þingflokka Sjálfstæðis- flokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins taka vel í hugmyndir um að setja reglur sem skylda þingmenn til að upplýsa um hlutabréfaeign og önnur hagsmunatengsl við atvinnu- lífið, líkt og Jónína Bjartmarz upp- lýsti á Alþingi í gær að þingflokkur Framsóknarflokksins ætlaði að setja sér. Einar K. Guðfinnsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að skoða hvort rétt sé að setja reglur sem skylda þingmenn til að upplýsa um fjárhag sinn, eignir og eignarhlut í atvinnurekstri. „Mér finnst sjálfsagt að fara ofan í þessi mál,“ segir hann, en bendir á að þetta sé þó miklu flóknara en kannski virðist við fyrstu sýn. „Ég held að mjög margar áleitnar spurningar muni vakna, m.a. sem lúta að persónubundnum réttind- um fólks, ekki síst persónubundn- um réttindum til að mynda maka í þessu sambandi, sem hljóta að hafa sinn sjálfstæða rétt. Ég tel hins vegar sjálfsagt að menn fari yfir þetta og skoði t.d. í samhengi við það sem hefur verið gert annars staðar.“ Aðspurður segist Einar eiga hlutabréf, en einnig se skulda, vegna eigna sinn bönkum og sjóðum, eins lánasjóði. „Ég tel hins v að það geri mig á nok vanhæfan t.d. til að fjall efni Íbúðalanasjóðs.“ Einar kveðst einnig h stofnfjáreigandi í Spari ungarvíkur áratugum sa geri hann þó ekki vanhæ fjalla um málefni spari fjármálastofnana í landin „Það að þingmenn sé lega eigendur í fyrirtæk þá á margan hátt hæf fjalla um efnahagsmál o mál í landinu,“ segir Eina Formenn þingflokkanna á Alþingi Taka vel í upplýsingaskyld um eignir þingmanna Eftir Björn Jóhann Björnsson og Örnu Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.