Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG VEIT AÐ ÉG ER FEITUR. OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? ÉG ER FEITUR OG FALLEGUR! PÍNU SJÁLFSELSKA HEFUR ALDREI SKAÐAÐ NEINN FUGLINN ER HEPPINN. HANN FLÝGUR BARA ÞEGAR HANN ER ÞREYTTUR Á ÞVÍ AÐ GANGA ÞAÐ ER KANNSKI ÖRUGGARA AÐ LABBA... TYRANOSAURUS REX GENGUR UM ÞENNAN FORNA DAL ÞESSI RISAVAXNA EÐLA ER Á STÆRÐ VIÐ ÞRIGGJA HÆÐA HÚS OG MEÐ 15 cm TENNUR SEM FARA Í GEGNUM BEIN EINS OG SMJÖR Í NOKKRUM SKREFUM TEKST RISAEÐLUNNI AÐ NÁ HEILUM HÓP AF HELLISBÚUM BORÐAÐU POPPIÐ ÞITT EINS OG MAÐUR! Litli Svalur © DUPUIS TUTTUGU OG FIMM KÍLÓMETRAR, REYKTU BREKKUSNIGLAR ÞIÐ FARIÐ AF STAÐ NÚNA OG ÉG ÆTLA AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞIÐ SÉUÐ EKKI AÐ SLÆPAST MEÐ ÞVÍ AÐ FYLGJA YKKUR SJÁLFURÍ DAG: MARAÞON REGLURNAR ERU MJÖG EINFALDAR. ALLIR ÞEIR SEM VERÐA Á EFTIR MÉR ÞURFA AÐ GERA ÞETTA AFTUR Í NÆSTU VIKU STRAX FARNIR AÐ GEFAST UPP? ÉG VONA AÐ ÞIÐ SKEMMTIÐ YKKUR BETUR Í NÆSTU VIKU JÆJA, DVERGSVERTINGI! ERTU AÐ REYNA AÐ VERA SNIÐUGUR? HELDURÐU AÐ ÞÚ GETIR KLÁRAÐ ÞETTA? ÞÚ ERT EKKERT NEMA SÝNDAR- MENNSKAN. EKKERT ÚTHALD! PFF... MÉR TÓKST AÐ STINGA AF ÞESSA... PFFF... BLEIKU BREKKUSNIGLA PFFF!! ÞVÍ MIÐUR, ÞAÐ ER ALLT FULLT Dagbók Í dag er fimmtudagur 21. apríl, 111. dagur ársins 2005 Víkverji er allur aðkomast í vorham- inn eftir að loksins tók að hlýna að marki í vikunni. Líf Víkverja hefur tekið á sig vor- mynd ekki síður en náttúran. x x x Fyrstu vormerkin áVíkverja eru þau að hann fer að fara mun fyrr á fætur en yfir veturinn, oft klukkan sex á morgn- ana. Raunar vaknar hann í birtingu nokkru fyrr en finnst fullsnemmt að fara á fætur kl. fimm á morgnana og bregður því vanalega myrkrarskjól- um, sem hann keypti góðu heilli fyrir nokkrum árum, yfir augun á sér til þess að geta sofið aðeins lengur. Önnur vormerki eru þau að úthald og orka Víkverja eykst til mikilla muna þannig að ekki er saman að jafna Víkverja í desember og Vík- verja í maí. Þetta eru bókstaflega gerólíkir menn. x x x Víkverji tekur að sækja miklumeira út í náttúruna á vorin. Þannig hefur hann verið að yfirfara veiðigræjur sínar, pússa línur, raða flug- um í boxin, fara yfir fatnaðinn, bæta vöðlur og hreinsa skó. Þeir sem stunda flugveiði þekkja að slík bú þarfnast mikils við. Það þarf að hreinsa stálbrúsann undir kaffið og veiðibollann góða, athuga prímus- inn og fleira sem þess- ari útgerð fylgir. Sér- stök og góð tilfinning fylgir því að fara í þessi vorverk og fyrir Víkverja eru þau helgisiðir líkt og fyrir trúmönnum, ímyndar hann sér. x x x Vonir um sumar og afla fylgja síð-an Víkverja í fyrstu veiðiferðinni á vorin. Allt er þetta í raun endur- tekið efni frá vorinu áður og Vík- verja finnst notalegt að finna líf sitt þannig ganga í hring með árstíðun- um í stað þess að vera bein lína og hlaupa á milli punkta á henni eins og líf nútímamannsins virðist vera orð- ið. Þannig gera þessi tengsl við árs- tíðarnar Víkverja hluta af hringrás náttúrunnar, hann verður hluti af einhverju stærra verki. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Ungir listamenn | Upprennandi myndlistarmenn sýna afrakstur vinnu sinn- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur um þessar mundir, en í gær var opnuð sýning á verkum barna á leikskólanum Sæborg í húsinu. Full ástæða er til að vera bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar myndlistar ef sköpunargáfan og -gleðin er virkjuð svo vel á unga aldri, eins og hér er gert. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorið í listinni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp. (Préd. 1, 5.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.