Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Á kvörðun Framsókn- arflokksins í gær um að veita almenningi upplýsingar um fjár- hag þingmanna sinna er virðingarverð. Svona geta hlutirnir komið manni þægi- lega á óvart. Einhvern veginn var Framsóknarflokkurinn manni ekki efst í huga þegar íhugaður var möguleikinn á umbótum. Gott á okkur nöldurseggina. Næst heyrum við líklega að Framsóknarflokkurinn vilji gera gangskör að því að uppræta kjördæmapot og mæli með rót- tækum breytingum til að jafna atkvæðavægi, til dæmis að landið verði gert að einu kjördæmi. Eða hann vilji tryggja að þingmenn misnoti ekki stöðugt aðstöðu sína til að hygla eigin flokksmönnum við mannaráðningar og útdeil- ingu bitlinga. En samt get ég ekki stillt mig um að gagnrýna. Það er ekki endilega best að skylda þing- menn til að upplýsa allan almenn- ing um hvert smáatriði í sam- bandi við eigin fjárhag. Við þurfum aðeins að geta verið sæmilega örugg um að ekki sitji á þingi lygnir fjárglæframenn. Þá er auðvitað átt við einkahagi þeirra. Erfitt verður að hindra bestu menn í að stuðla að rík- isreknum glæfrum sem allt of margir kjósendur virðast leggja blessun sína yfir. Oft hefur verið bent á þá ósvinnu að hér á skuli skattskrá vera lögð fram á almannafæri og öllum gefið færi á að rannsaka einkahagi annarra. Þetta er til að koma í veg fyrir að menn svíki undan skatti, segja menn fjálg- lega, þetta er aðhald af hálfu al- mennings. Hann á að fylgjast með því að þeir sem lifa eins og greifar geti ekki sleppt því að greiða skatta og látið duga að borga það sem einu sinni var kall- að vinnukonuútsvar. En þá gleymist að við viljum líka samfélag þar sem menn geta lifað í friði ef þeir brjóta ekki lög- in. Hvers vegna að gera ráð fyrir því að allir séu glæpamenn? Ef menn hafa rökstuddan grun um að verið sé að svíkja undan skatti þá geta þeir bara kært athæfið. Verst finnst mér í þessu sam- bandi að allir vita ofur vel að þetta snýst ekki um göfugt að- hald. Þetta er ekkert annað en hnýsni undir yfirskini almanna- heilla. Við öreigarnir viljum fá að gægjast aðeins inn í heim þeirra ríku en vitum fullvel að þeir sem fela eignir og tekjur gera það með aðferðum sem engin leið er fyrir okkur að rekja. Fólk af þessu tagi hefur ráð á að kaupa sér sérfræðiaðstoð til slíkra hluta. Þeir auðkýfingar sem eru stoltir af því að borga háa skatta fá sjálfkrafa alla þá fjölmiðlaum- fjöllun sem þeir vilja. Þeir þurfa ekki á því að halda að skattskráin liggi frammi. Það er rangt að gera þingmenn að einhvers konar nektardans- keppendum einkafjármálanna þar sem allt, bókstaflega allt, er sýnt. Sumum finnst ekki aðeins óþægilegt heldur varhugavert að hver sem er geti rannsakað hvað annað fólk eigi og þéni. Upplýs- ingar af þessu tagi geta þjófa- flokkar misnotað, svo að dæmi sé nefnt. Þeir geta komið sér upp gagnabanka yfir þá sem eiga mikið og síðan fylgst með ferðum þeirra og skipulagt rán með tilliti til utanlandsferða, svo að dæmi sé nefnt. Einnig geta þingmenn tengst ógæfufólki fjölskylduböndum. Það telur sig heldur betur fá tækifæri ef fjölmiðlar fara að rekja hvað þingmenn eiga. Eitur- lyfjafíklar svífast einskis og gera allt sem þeir geta til að komast yfir peninga, þeir beita fjölskyldu sína hiklaust kúgun. Einhverjum finnst kannski að þetta séu öfgafull dæmi. Þeir hafa alveg rétt fyrir sér. Lík- urnar á að þetta gerist eru litlar. Aðrir eru orðnir svo vanir því að berja á þingmönnum að fyrirlitn- ingin er orðin að vana. Þeir verða því hissa þegar einhver sýnir þingmönnum umhyggju. Fátt er skemmtilegra en að rakka niður þingmenn úr hæfi- legri fjarlægð af öllu því ábyrgð- arleysi sem við utan þings leyfum okkur. En ef við göngum of langt í þeim kvikindisskap fáum við lít- ilþæga þingmenn, alþýðu- smjaðrara sem undir niðri virða okkur einskis. Við getum látið nægja að sett verði upp ný nefnd á Alþingi með fulltrúum allra flokka sem gæti trúnaðar en fari yfir fjármál hvers þingmanns og meti hvort þau séu þess eðlis að hann/hún skuli upplýsa almenning um þau að einhverju eða öllu leyti. Við- urlög verða að vera þung ef menn skrökva að nefndinni. Málið snýst ekki síst um það hvort þingmenn séu að lenda í hagsmunaárekstrum þegar þeir greiða atkvæði. Oft er bent á að á þingi sitja kvótakóngar sem ekki hikuðu við að nota atkvæðisrétt sinn þegar mest var deilt um fisk- veiðikerfið. Þeim datt ekki í hug að sitja hjá eða biðja varamann að taka sæti sitt. Þetta er afleitt. Ekki vegna þess að við séum sannfærð um að þingmenn gæti fyrst og fremst eigin hagsmuna í stað þeirra þjóðarhagsmuna sem þeir eru kosnir til að gæta. En við vitum að allir menn eru breyskir. Nefnd með fulltrúum allra flokka yrði áreiðanlega nægilegt aðhald. Samtrygging myndast alltaf á vinnustöðum eins og Al- þingi en við getum verið viss um að sómatilfinning flestra þing- manna sé svo traust að menn segðu nefndinni yfirleitt rétt frá og forðuðust framvegis slæma hagsmunaárekstra í þingstörfum. Ef ekki gæti hún alltaf gripið til harðra refsinga sem tilgreina mætti í vinnureglum. Ógegnsæi í fjármálum þing- manna býður upp á vafa og tor- tryggni. Þess vegna er þetta gott framtak hjá þeim. En þeir þurfa ekki að krefjast þess að allir á þingi segi öllum allt. Þingmenn séu á verði Það er rangt að gera þingmenn að ein- hvers konar nektardans-keppendum einkafjármálanna þar sem allt, bók- staflega allt, er sýnt. VIÐHORF Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í MIÐBORG Gautaborgar hefur nú verið opnuð verslunin Textur í eigu Íslendingsins Kristínar Páls- dóttur sem búið hefur í Svíþjóð í rúm þrjátíu ár. Kristín verslar með vefnaðarvöru og gjafavöru og saumar auk þess gardínur eftir pöntun. „Ég hef alltaf haft áhuga á saumaskap,“ segir verslunareig- andinn brosandi. Kristín stofnaði Textur þegar hún bjó í sænsku Smálöndunum, nánar tiltekið í fimm þúsund manna bænum Anderstorp, árið 1996. Þar rak hún verslunina með góðum árangri í sjö ár en hefur unnið hjá öðrum eftir að hún flutti til fimm hundruð þúsund manna borgarinnar Gautaborgar fyrir þremur árum. Þegar henni bauðst húsnæði á besta stað í miðri Gauta- borg, ákvað hún að endurvekja Textur og verslunin var opnuð á nýjum stað í byrjun apríl. „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur,“ segir Kristín ánægð þar sem hún stend- ur við afgreiðsluborðið í Textur. Saumakonuskærin eru á sínum stað og efnisstrangar í öllum litum og mynstrum blasa við. Tvinnar og tölur eru á sínum stað í vefn- aðarvöruversluninni og lítil veski með saumadóti eru til sölu, hentug í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Auk vefnaðarvöru og saumadóts er gjafavara til sölu í Textur, þ. á m. keramik eftir íslenska leirlista- manninn Helga Björgvinsson sem búsettur er í Gautaborg. Einnig teppi, svuntur og viskustykki sem Kristín segir að sé vinsælt meðal ferðamanna. „Búðin er nú við hlið- ina á stærsta og fínasta hótelinu í Gautaborg, Elite Plaza, og ég vil reyna að höfða til ferðamannanna. Svo langar mig líka að laða að þá sem ekki kunna að sauma og gja- favaran getur lokkað þá inn,“ seg- ir Kristín, sem greinilega er með kaupmannsblóðið í æðum, en faðir hennar var Páll Sæmundsson stór- kaupmaður sem stofnaði versl- unina Liverpool á Laugavegi 18 árið 1955, en verslunin er nú rekin af systur Kristínar, Margréti Páls- dóttur, á öðrum stað við Lauga- veginn. Gaf dóttur sinni saumavél Stórkaupmaðurinn gaf dóttur sinni Kristínu saumavél þegar hún flutti að heiman 18 ára og þar með voru línurnar lagðar. Kristín hefur verið sísaumandi síðan, barnaföt, kjóla og gardínur og lifir og hrær- ist í vefnaðinum og finnst ekkert skemmtilegra. Gautaborg er ákjós- anlegur staður til að reka vefn- aðarvöruverslun því rík hefð er fyr- ir vefnaði og saumaskap í Vestur-Svíþjóð. „Hér er í Gautaborg er algengt að ungt fólk hafi áhuga á sauma- skap. Hingað koma margir hönn- unarnemar, bæði strákar og stelp- ur, strákarnir alls ekki síðri við saumaskapinn. Og þegar stelpur út- skrifast sem stúdentar eru und- antekningarlítið saumaðir á þær tveir kjólar, annar stuttur fyrir daginn og hinn síður fyrir kvöldið. Það er því nóg um heimasaum ennþá,“ segir Kristín bjartsýn á framhaldið. Hún óttast ekki heldur sam- keppnina við vefnaðarvöruversl- anakeðjur eins og Hemtex sem er stór slík í Svíþjóð. „Hér er meiri þjónusta og annað úrval og ég er samkeppnisfær í verði. En ég ætla ekki að halda því fram að ég geti keppt við Ikea,“ segir hún hlæj- andi. Nafnið á versluninni segir Kristín þannig tilkomið að Svíar taka yfirleitt eftir því að –ur er al- geng ending í íslensku. Hana lang- aði að nota eitthvað sem minnti á íslensku í nafnið og bætti því –ur við text-. Í ljós kom að sænska orð- ið textur þýðir vefnaður og nafnið því vel viðeigandi.  SVÍÞJÓÐ| Kristín Pálsdóttir opnar verslun í Gautaborg Með kaupmanns- blóð í æðum Í Textur fæst vefnaðarvara en einnig margvísleg gjafavara. Kristín Pálsdóttir, verslunareigandi í Gautaborg, í búðinni sinni Textur. Eftir Steingerðir Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Steingerður ÍSLENSKIR grænmetisbændur hafa sett á laggirnar nýjan vef, www.islenskt.is, þar sem nálgast má fróðleik og upplýsingar um ís- lenskt grænmeti. Næringargildi grænmetis er útlistað og upp- skriftir að salötum sem og heitum grænmetisréttum eru aðgengileg- ar. Hægt er að skrá sig á póstlista og fá reglulega sendar uppskriftir og fréttir tengdar íslensku græn- meti og hollustu. Birt er svokallað grænmet- isdagatal þar sem fram kemur hvenær ýmsar grænmetisteg- undir eru þroskaðar og standa til boða. Markmiðið með vefnum er m.a. að þjóna neytendum betur en áður með því að birta uppskriftir og fróðleik.  MATUR Grænmetisvefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.