Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 8
8 B FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
V
axtarmöguleikar Senu
liggja helst í því að stækka
heildarkökuna á afþreying-
armarkaðinum, að sögn
Björns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra fyr-
irtækisins. Hann segir að
Sena hafi nú þegar stóra
markaðshlutdeild hér á landi á öllum þeim
sviðum sem fyrirtækið starfar á. Því sé meðal
annars verið að huga að útrás á erlenda
markaði.
„Við erum að skoða þá möguleika sem við
höfum á erlendum mörkuðum, aðallega á
Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu,“
segir Björn. „Við tökum þessi skref eitt í einu
og förum okkur hægt. Þetta á við um flest
það sem við erum að fást við en þó með
áherslu á tónlist og kvikmyndir. Við höfum til
að mynda verið að kanna þann möguleika að
opna kvikmyndahús í öðrum löndum. Við höf-
um einnig verið að vinna að því að koma ís-
lenskum hljómsveitum á framfæri erlendis í
samstarfi við ýmis erlend fyrirtæki sem við
störfum með.
Áhuginn fyrir Íslandi er mikill og við ætl-
um okkur að nýta það brautryðjendastarf
sem unnið hefur verið af ýmsum á þessu
sviði. Við gerum okkur hins vegar fyllilega
grein fyrir því að það útheimtir gríðarlega
mikinn dugnað og mikla peninga að fylgja
þessu eftir alla leið. Þröskuldarnir eru marg-
ir. Þess vegna tökum við eitt skref í einu.“
Björn segir að auk fyrirhugaðrar útrásar
Senu hyggist fyrirtækið einnig ráðast í frek-
ari uppbyggingu hér á landi. „Við höfum ver-
ið í viðræðum við þrjá aðila um byggingu á
nýju kvikmyndahúsi á höfuðborgarsvæðinu.
Ég get ekki á þessu stigi sagt hvar það mun
rísa, en það verður í anda Smárabíós, sem
hefur frá opnun verið vinsælasta bíó landsins.
Við teljum að það sé þörf fyrir annað bíó í
líkingu við það. Kvikmyndahúsin hafa verið
að breytast með nýrri tækni og betri hús
koma í stað þeirra sem eldri eru. Þetta er því
bara þróunin.“
Afþreying í víðri merkingu
Björn hóf störf hjá Skífunni á árinu 1988 og
hefur starfað samfellt hjá fyrirtækinu frá
árinu 1995. Hjá Senu starfa nú um 25 manns,
en þar fyrir utan eru um 100 starfsmenn hjá
kvikmyndahúsum fyrirtækisins, aðallega
lausráðið starfsfólk.
„Sena nær yfir tónlist, bæði innflutning á
erlendri tónlist og útgáfu á innlendri tónlist.
Innflutningur á tölvuleikjum og umboð fyrir
PlayStation-tölvuna heyrir einnig undir Senu.
Síðan eru það kvikmyndirnar, þ.e. kvik-
myndadreifing, rekstur bíóhúsanna Smára-
bíós, Regnbogans og Borgarbíós á Akureyri
sem við rekum í samstarfi við Myndform, og
dreifing á kvikmyndum á myndbandaleigur,
sölumyndir og sala í sjónvarp. Þá höfum við
hjá Senu nýlega tekið við umboðum fyrir
Sony og Panasonic sjónvarpstæki, DVD-
spilara og annað þess háttar. Sena er því
dreifingaraðili á afþreyingarefni í sinni víð-
ustu merkingu.“
Aldrei meiri innlend útgáfa
Fyrir um það bil tveimur til þremur árum
byrjaði sala á erlendri tónlist að minnka
nokkuð hér á landi, væntanlega að stærstum
hluta fyrir tilstuðlan Netsins. Segir Björn að
svo virðist sem botninum í þessum efnum sé
náð því salan sé aftur farin að glæðast. Það
ánægjulega sé þó það að samdrátturinn í
plötusölu á umliðnum árum hafi verið veginn
upp með aukinni sölu á innlendri tónlist.
„Og við ætlum að auka söluna á íslenskri
tónlist enn meir því við munum gefa út meira
á þessu ári en nokkru sinn fyrr, eða hátt í 60
titla. Eitt af því sem er ánægjulegt við
útgáfuna í ár er hvað hún dreifist vel yfir ár-
ið, en um þriðjungur af þeim geisladiskum
sem við gefum út verður kominn í verslanir
fyrir haustið, sem er óvenju hátt hlutfall.
Tónlistarárið í ár verður mjög fjölbreytt.
Bubbi verður með plötu í júní, en í ár eru 25
ár liðin frá því hann steig fyrst fram með Ís-
bjarnarblúsinn. Þá má nefna plötur með þeim
Hildi, Heiðu og Davíð Smára úr Idol-
keppninni, en hvert þeirra verður með sína
plötu. Svo verður það Eurovision-lagið, tón-
listin úr Kalla á þakinu, Björgvin Hall-
dórsson, Nylon, Bjarni Ara, Sálin, Írafár,
Diddú, og svo mætti lengi telja. Við teljum
því að það sé mjög bjart framundan í tónlist-
arútgáfunni hjá okkur, þrátt fyrir þær ógn-
anir sem eru til að mynda í sambandi við
Netið og fleira. Þetta er nefnilega bara
spurning um að breyta þessum ógnunum í
tækifæri og nýta þau.“
Vilja frekar fræða
Að sögn Björns er mjög mikill vöxtur á tölvu-
leikjamarkaðinum. Hann segir að þetta sé
spennandi markaður en umræðan um tölvu-
leikina sé hins vegar oft mjög neikvæð vegna
þess hve ofbeldisfullir sumir leikirnir séu.
Hjá Senu hafi verið farin sú leið að setja ald-
urstakmark á leikina, sé þörf á því, eftir al-
þjóðlegu kerfi sem heitir PEGI, í samvinnu
við Smáís, sem er félag rétthafa á myndefni.
Stefnan sé hins vegar frekar í þá veruna að
fræða en að banna. Þannig sé rík áhersla
lögð á að hvetja starfsfólk verslana til að fara
eftir þeim leiðbeiningum um aldursmörk sem
fyrirtækið leggur til.
„Ég held að við Íslendingar eigum heims-
met í sölu á PlayStation-leikjatölvunni, sem
er komin á um 30% heimila í landinu eftir því
sem ég kemst næst. Þá horfum við björtum
augum til næstu mánaða en þá mun svokölluð
PSP-handtölva frá PlayStation koma á mark-
aðinn. Þetta er leikjatölva og MP3-spilari í
sama tækinu. Henni mun án efa verða vel
tekið. Annars er helsta verkefnið hjá okkur í
leikjatölvugeiranum að fá nóg magn af tölv-
um og leikjum til landsins til að anna eft-
irspurninni á hverjum tíma.“
Bjartsýn á framtíðina
Björn segir að bíóárið í ár verði líklega eitt
það stærsta hjá Senu (Skífunni) frá upphafi.
Fleiri myndir verði heimsfrumsýndar en
nokkru sinni fyrr. „Kvikmyndamarkaðurinn
er mikið að breytast. Líftími mynda er miklu
skemmri en áður. Kvikmyndaverin eru farin
að frumsýna myndirnar víða um heim á sama
tíma til að ná sem mestum tekjum af þeim í
gegnum kvikmyndahúsin á sem skemmstum
tíma. Innan fárra mánaða eru myndirnar svo
komnar á DVD. Oft á tíðum kemur tónlistin
einnig út og jafnvel tölvuleikir byggðir á
kvikmyndunum. Við erum því í góðri aðstöðu
til að samnýta hina mismunandi starfsemi
fyrirtækisins vegna þess að á öllum þessum
sviðum starfar Sena. Og þegar haft er í huga
að afþreyingariðnaðurinn fer stöðugt vaxandi
með aukinni velmegun höfum við hjá Senu
enga ástæðu til annars en að vera bjartsýn á
framtíðina,“ segir Björn Sigurðsson.
Sena tekur eitt skref í einu
Sena, afþreyingarsvið Dags
Group, sem áður hét Skífan,
annast útgáfu og dreifingu á
kvikmyndum, tónlist og
tölvuleikjum og rekur kvik-
myndahús og hljóðver.
Björn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Senu, segir í
samtali við Grétar Júníus Guð-
mundsson að Sena sé stærsta
afþreyingarfyrirtæki lands-
ins. Þessi iðnaður fari vax-
andi og því séu fjölmörg
tækifæri fyrir Senu til að
auka umsvif sín.
Morgunblaðið/RAX
Aukin umsvif Björn Sigurðsson segir að útrás, nýtt kvikmyndahús og meiri útgáfa á innlendri tónlist sé það sem blasi við Senu á næstunni.
gretar@mbl.is
/ &
0, &
>5?'7#,
#*"2# 5(-:5 $78#,
!"
##$
!
%&%#$
#'(
#)
!#*
"
%!
# ##
'( '
#*#
'("
#+
#,
#'("
#+
-"
#".