Morgunblaðið - 15.05.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 15.05.2005, Síða 3
15.5.2005 | 3 4 Flugan setti upp spæjaragleraugun og njósnaði um marga mæta menn að mingla þegar CIA var opnað. Þá lét hún sig hvorki vanta á útskrift- arhátíð Listaháskóla Íslands né samsvarandi hátíð Hússtjórnarskólans við Sólvallagötu. 6 Er þessi Liza Marklund ekki rosaleg frekja? Anna Ragnheiður Ingólfsdóttir tónlistar- kennari sneri við blaðinu, hóf að þýða bæk- ur sænsks metsöluhöfundar og stofnaði í kjölfarið útgáfufyrirtæki þar sem hún er allt í öllu. 8 Kona er ekki traktor Ástríður Helenar Halldórsdóttur í lífinu eru tvær; tangó og bókmenntir. Hún situr ekki við orðin tóm, heldur rekur tvo tangóstaði, stýrir ljóðahátíð í Lundi í Svíþjóð, kennir, þýðir og ótalmargt fleira. 12 Hugmyndaheimur Birnu Birna Karen Einarsdóttir, fatahönnuður í Kaupmannahöfn, hannar föt í fataskápinn sinn og er svo heppin að hennar stíll fellur öðrum í geð. 16 Eitur í beinum Akureyringa Skuggahliðar mannlífsins er víða að finna. Líka í höfuðstað Norðurlands þar sem fíkni- efnaneysla ungmenna hefur aukist að und- anförnu og gróft ofbeldi komið upp á yf- irborðið. 24 „Betri en bókmenntir!“ Carl Hiaasen skrifar sakamálasögur þar sem sögusviðið er oftast sólskinsfylkið Flórída. 26 Ilskór og fínar tær Sumarið er tíminn þegar tásurnar líta dags- ins ljós og sóma sér einkar vel snyrtar í il- skónum. 28 Framúrstefna og klassík í Stokkhólmi Veitingahúsamenning blómstrar víða á Norðurlöndum, ekki síst í Stokkhólmi. Lux, F12 og Wedholms Fisk teljast með betri veitingastöðum þótt víðar væri leitað. 30 Kona eins og ég Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, settur orkumálastjóri, er í þremur saumaklúbbum. 30 Saga hlutanna Richard G. Drew, verkfræðingur hjá námu- fyrirtækinu 3M í Minnesota, fann upp lím- bandið snemma á síðustu öld. 32 Krossgáta Hvaða hluti flösku er ekki gott að lendi á manni? Skilafrestur úrlausna krossgátunnar rennur út næsta föstudag. 34 Pistill Þegar tengdamóðir og mágkona Helga Snæs komu í heimsókn upphófst mikið mynda- tökuball. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, net- fang: timarit@mbl.is Útgefandi Ár- vakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jóns- dóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréf- sími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson 10. maí 2005 af hnefa, sem Guðrún Þorvarðardóttir, forstöðumaður Hár- og förðunardeildar Borgarleikhússins, farðaði. 26 28 6 „Þeim þykir flott að ógna samfélaginu,“ segir einn margra við- mælenda í umfjöllun Skapta Hallgrímssonar í Tímaritinu í dag um aukna fíkniefnaneyslu og ofbeldi meðal ungmenna á Ak- ureyri. Sá hinn sami telur íslenskt samfélag beinlínis byggt þannig upp að það ýti undir leit krakka að einhverju spennandi, sem sé svo ekkert spennandi þegar upp sé staðið. Það er svosem ekkert nýtt að unga fólkið sé í uppreisn gegn ríkjandi gildum, hafi hátt og aðhafist sitthvað, sem fer óskaplega í taugarnar á foreldrum þess og yfirleitt þeim sem eldri eru. Stælarnir og til- tækin eru þó oftast stundarfyrirbrigði, vita meinlaus og í rauninni aðeins liður í þroskaferlinu. Hins vegar horfir málið öðruvísi við ef unga fólkinu þykir það vera flott að ógna samfélaginu með því að byrja að neyta fíkniefna. Framangreind umfjöllun rennir sannarlega stoðum undir að þá fyrst sé voðinn vís. Þótt sjónum sé að þessu sinni einungs beint að ástandinu á Akureyri í framhaldi af fréttum, sem þaðan hafa borist um ofbeldisverk og samtökum bæjarbúa gegn þeim, er fráleitt að ætla að öðruvísi hátti til í öðrum sveit- arfélögum að Reykjavík meðtalinni. Að festast í fjötrum eiturlyfja er trúlega eitt mesta sjálfskaparvíti sem hægt er að hugsa sér. Ekki aðeins verður fólk þrælar eigin fíknar heldur líka ósjálfbjarga peð í baráttu sið- lausra manna um peninga og völd. Peðin mega sín einskis, þau eru bara lamin í klessu ef þau koma sér í skuldir eða kjafta frá og eru jafnvel í lífsháska. Þannig er raunveruleikinn hjá ákveðnum kreðsum jafnt á Akureyri sem í Reykjavík og stórborgum úti í heimi. Eins og fram kemur hjá tveimur af viðmælendum Skapta, sem þekkja fjötra fíknarinnar af eigin raun, hvarflar ekki að þeim að segja til skúrkanna af ótta við að verða beittir ofbeldi. Þeim og öðrum í sömu sporum þótti kannski einhvern tímann flott að ógna sam- félaginu með því að neyta fíkniefna. Þeir vissu ekki að ógnin beindist að þeim sjálfum. | vjon@mbl.is 15.05.05 8Helen Halldórsdóttir á sér tvær ástríður í lífinu; tangó og bókmenntir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.