Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 12
12 | 15.5.2005 „Komdu bara,“ segir hás rödd í símanum. Klukkutíma seinnasitjum við og borðum skúffuköku í verslun Birnu Karenar Ein- arsdóttur á Skydebanegade. „Ég er með króníska hnúta á raddböndunum og hef farið í fjölda aðgerða til að láta lagfæra þetta. Eftir hverja einustu aðgerð hef ég alltaf misst röddina og hef því þurft að læra að tala „rétt“ upp á nýtt,“ segir Birna. Hana dreymdi um að verða leikari eða dansari og reyndi að komast inn í leiklistarskólann heima og svo aftur í Kaupmannahöfn. Líklega voru það raddböndin sem gerðu dauminn að engu eða einfaldlega örlögin. Í dag starfar Birna Karen sem fatahönnuður í Kaupmannahöfn. Hún hannar undir merkinu BIRNA, hönnunin hefur vakið mikla athygli en fötin fást á yfir 20 sölustöð- um víðsvegar um heim. (BIRNA Skydebanegade 4 Köbenhavn V, www.birna.net.) Kaffið er komið í bollana og hér sitjum við í hjarta Köben, nánar tiltekið á Vest- urbrú. Hverfið er ungt og líflegt og spútnikaðar búðir spretta upp eins og fíflarnir í sveitinni. Rýmið er allt í senn saumaverkstæði, verslun og „showroom“ og allt er mjög stílhreint. Nýlega valdi danska pressan verslunina einhverja mest spennandi verslun á Vesterbro og að sögn Birnu hefur búðin gengið mjög vel allt frá því hún opnaði. Birtan flæðir inn um gluggana og lýsir allt upp, meira að segja bleikur jakki hönn- uðarins er skærari í þessu ljósi. Jakkinn er að sjálfsögðu úr nýju línunni og hann á vafalaust eftir að seljast í bílförmum eins og flest annað sem Birna hannar og kemur nálægt. Síðastliðin tólf ár hefur hún flakkað um heiminn, starfað og búið á jafn- ólíkum stöðum og í New York, London og Kaupmannahöfn. Óumdeilanlega er eitthvert flökkueðli í blóðinu þótt hún hafi nú fest rætur meðal Dananna – hér á hún sér lítið líf; mann, barn og fyrirtæki. Stíll sem rokselst | Sagan byrjaði fyrir löngu; fjórar vinkonur flugu til Danmerkur til að fara á Hróarskelduhátíðina og var ætlunin að halda síðan förinni áfram til Portú- gals. „Við eyddum næstum öllum peningunum okkar hér og snöpuðum okkur vinnu til að geta haldið ferðalaginu áfram. Síðan ílengdist ég bara,“ segir hún og hellir meira kaffi í bollana. Seinna kynntist Birna dönskum sambýlismanni sínum, Mads Themberg, en hann er grafískur hönnuður og listmálari. „Ég fann manninn og eignaðist strax barn með honum,“ segir hún. Rebekka er að verða fjögurra ára og er það besta sem gerst hefur í lífi hönnuðarins. Ef til vill er annar örlagavaldur í sögunni: Gamalt og þungt saumavélargargan sem Birna fjárfesti í skömmu eftir komuna til Köben. Þar sannaðist hið fornkveðna; neyðin kennir naktri konu að spinna. Birna hafði alltaf haft mikinn áhuga á fötum og sem stelpa var hún dugleg að gramsa á flóamörkuðum í leit að öðruvísi fötum sem pössuðu að smekk hennar. Hún fékk síðan ömmu sína til að breyta flíkunum og útkoman varð alltaf mjög sérstök. Álíka spes og stelpan með hásu röddina og nátt- úrulega viðmótið. Í Kaupmannahöfn var amma hins vegar hvergi nálæg og þannig kom saumavélin inn í myndina. Smám saman fór Birna að prófa sig áfram við að hanna og sauma sjálf. Hún fann gömul föt; náttkjóla og annað, á flóamörkuðum og saumaði upp úr þessu kjóla sem vöktu strax mikla athygli. Fólk tók að spyrja hana hvar hún hefði fengið fötin sín. Í þekktri tískuvöruverslun var Birna til dæmis beðin að hanna og sauma kjóla fyrir búðina. Þrátt fyrir reynsluleysið hikaði hún ekki eina mínútu og tók verkefnið að sér. Því næst settist hún niður, hannaði og saumaði fleiri, fleiri endurunna flóamark- aðskjóla sem allir runnu út eins og heitar lummur – þar að auki voru þeir seldir dýr- um dómum. Ef til vill lýsir þetta Birnu Karen betur en mörg orð. „Það kom loks að því að ég spurði sjálfa mig hvort ég ætti ekki að hætta að rembast við leiklistardótið og gera þetta bara,“ segir hún blátt áfram og meinar þá fatahönnunina. Í kjölfarið HUGMYNDAHEIMUR BIRNU Birna Karen Einarsdóttir er vinsæll fatahönnuður á Norðurlöndum Eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.