Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.2005, Blaðsíða 18
18 | 15.5.2005 Held mér edrú eina klukkustund í einu Akureyrsk stúlka, sem verður 22 ára á þessu ári, og er edrú um þessar mundir segist ekki hugsa um að halda sér frá eiturlyfjum einn dag í einu, það sé of mikið. „Ég tek bara einn klukkutíma í einu. Það er alveg nógu erfitt.“ Hún drakk fyrst áfengi 13 ára, byrjaði að nota fíkniefni 18 ára og hefur notað jöfnum höndum amfetamín, kókaín og e-töflur, og segist líka hafa misnotað mikið af læknalyfj- um í gegnum tíðina. Stúlkan kemur frá „góðu“ heimili, eins og það er kallað. Hvorugt foreldrið drekkur t.d. áfengi. Fyrsti áfengissopinn var fikt í partíi, en það að hún skyldi byrja að neyta fíkniefna fannst henni góð lausn á sínum tíma. „Ég var árásargjörn ef ég drakk og lamdi fólk, en eftir að ég fór að nota efnin var ég ljúf sem lamb. Þau virkuðu mjög vel framan af, lífið var satt að segja algjör draumur, en síðan fór allt í klessu og ég var lögð hvað eftir ann- að inn á Vog.“ Hún hefur þrettán sinnum verið til meðferðar á Vogi. Hefur nú verið edrú meira og minna síðan 1. október í fyrra, reyndar fallið einu sinni síðan, og alltaf þegar hún „dett- ur í það“ lætur hún sig hverfa til Reykjavíkur. Hefur á stundum búið þar á götunni um tíma. Harkan í fíkniefnaheiminum á Akureyri er mikil að hennar sögn. „Þetta er barátta um völd og peninga. Sú barátta getur orðið mjög subbuleg, en seljendur fíkniefna gera hvað sem þarf til þess að halda völdum. Og til þess að finnast vinnubrögðin í lagi eru þeir yfirleitt sjálfir í vímu alla daga.“ Hún segir það ekki hvarfla að sér að aðstoða lögregluna með því að segja frá selj- endum, þótt hún sé edrú sjálf. „Þannig stofna ég mér í hættu. Það eina sem fólk eins og ég get gert er að hugsa um sjálfan sig. Það er ekkert spaug að kjafta frá; margir mínir vinir hafa verið teknir í gegn fyrir að tala óvarlega; ekki við lögguna heldur bara fyrir að tala við venjulegt fólk. Ég hef líka verið lamin, skorin og það hefur verið stolið frá mér.“ Þessi unga kona gefur ekki mikið fyrir rauðu spjöldin, sem fólk lyfti á Akureyri og í Reykjavík að áeggjan framhaldsskólanema fyrir skömmu. „Þetta fólk hefur ekki hug- mynd um hvað málið snýst. Það er ekki hægt að losna við ofbeldi og fíkniefni með rauðu spjaldi. Málið er ekki svo einfalt. Eina lausnin væri að loka alla eiturlyfjasala í fangelsi. Ef einn er settur inn er það betra fyrir þá sem eru eftir úti, þá græða þeir meira.“ Hún segir mikið hafa breyst í undirheimum Akureyrar frá því hún var upp á sitt besta, eins og hún orðar það, fyrir tveimur árum. „Þá voru nánast engir undir 18 ára aldri sem notuðu fíkniefni og sprautufíklarnir sennilega bara þrír, og ég ein þeirra. Nú eru krakk- ar niður í 16 ára farnir að sprauta sig.“ EITUR Í BEINUM AKUREYRINGA þeirri stóru spurningu hvers vegna eiturlyfjadjöfullinn fylgi manninum. Ekki sé ráð að setja lögreglumenn á hvert horn heldur skoða uppbyggingu samfélagsins og hvað sé hægt að gera til þess að sporna við þeirri neikvæðu þróun sem hefur átt sér stað. „Mér finnst þurfa að styrkja þurfi fjölskylduna meira, ekki bara fjárhagslega heldur gera fólk meðvitaðra um ábyrgð sína gagnvart börnunum,“ sagði einn. Viðkomandi telur samfélagið þannig upp byggt að það ýti hreinlega undir leit krakka að einhverju spennandi „sem er svo ekkert spennandi þegar upp er staðið. En þeim þykir flott að ógna samfélaginu.“ Fólk er almennt sammmála um að ekki sé hægt að fullyrða að börn frá „veikum“ fjöl- skyldum séu í meiri hættu en önnur þegar eiturlyf eru annars vegar. Krakkar frá „góð- um“ fjölskyldum séu ekki síður gjörn á að ánetjast eitrinu. Þó sagði einn viðmælandi blaðsins sína reynslu þá að 80% þeirra barna sem hann ynni með kæmu úr „brotnum“ fjölskyldum, „þar sem vandamál eru fyrir hendi, margir þessarra krakka hafa jafnvel upplifað tvo eða þrjá „pabba“ – við verðum að horfast í augu við að þetta eru stað- reyndir og huga þarf að því hvernig þessu er hægt að breyta. Fólk skiptir stundum um maka nánast eins og nærföt. Það getur ekki verið gott fyrir börn þegar nýr maki annars hvors foreldris kemur oft inn í líf þess. Það er erfitt fyrir börnin að vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga.“ Bent var á að þetta væri ekki nýtt af nálinni, þróunin hefði verið í þessa átt síðustu áratugi, og vissulega væri ekki sama á hvaða aldri barn væri þegar skilnaður ætti sér stað. „Það getur verið gott fyrir börn að foreldrarnir skilji, en í mikl- um meirihluta tilfella veldu það hugarangri hjá börnum, sem getur síðan leitt til þess að þau fara út í eitthvert rugl,“ sagði þessi viðmælandi Tímaritsins. Ljóst er að notendur fíkniefna verða sífellt yngri, á Akureyri sem annars staðar, og einn viðmælenda blaðsins segir hægt að átta sig á því ótrúlega snemma hvaða krakkar séu líklegir til þess að leiðast út í neyslu. „Mér finnst óhuggulegt að við getum jafnvel séð strax í 5. eða 6. bekk hvaða krakkar eru líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu.“ Lygi og blekkingaleikur – svindlað á þvagprófi Einn þeirra sem rætt var við sagði slæmt hve lengi börn gætu blekkt foreldra sína í mörgum tilfellum. „Fólk trúir því ekki að þeirri eigin börn lendi í þessu endu eru lyg- arnar og blekkingarnar ofboðslegar. Þetta er svipað og þegar foreldrar saka krakka um að vera byrjuð að reykja; menn neita því alveg þar til þeir eru staðnir að verki. Foreldrar barna sem hafa lent í eiturlyfjaneyslu, hafa stundum sagt mér að neyslan hafi staðið yfir miklu lengur en þá gat grunað.“ Hægt er með einföldum hætti að láta rannsaka þvagsýni og svitasýni og komast þannig að því hvort viðkomandi hafi neytt fíkniefna. Þess eru dæmi að unglingar á Akureyri hafi verið búnir undir slík próf og verið með tilbúið þvag í glasi úr öðrum í fórum sínum, sem síðan var afhent foreldrunum þegar um var beðið. Haft var á orði að ýmis atriði geti gefið vísbendingar um að ekki sé allt með felldu; til dæmis að krakkar fari að mæta verr í skóla en áður, að þau þrífi sig ekki jafn vel og hugsi almennt ekki eins vel um sjálf sig. „Ef menn eru meðvitaðir er hægt að sjá ótrú- lega fljótt hvernig komið er, en fólk verður mjög oft dofið og tekur ekki eftir þessu. Segir jafnvel sem svo að svona séu unglingar í dag. En málið er ekki svo einfalt – og rétt að ítreka að lang flestir unglingar eru til sóma.“ Daníel Snorrason, fulltrúi í rannsóknarlögreglunni á Akureyri, segir engan vafa leika á því að sala og neysla fíkniefna hefði aukist síðustu misseri. Það eru fyrst og fremst hass og amfetamín sem lögreglan verður vör við, reyndar lagði hún hald á LSD fyrir skömmu, að vísu óverulegt magn, en það hafði lítið sést lengi. Hass er aðallega reykt úr svokölluðum lónum; plastflöskum sem brotið hefur verið upp á og þannig búin til pípa – og Tímaritið veit að síðustu misseri hefur það færst mjög í vöxt að hjólreiðafólk, sem leggur leið sína í Kjarnaskóg og jafnvel inn undir Kristnes í Eyjafirði, verður vart við slíkan búnað á víðavangi. Flestir seljendur á eiturlyfjamarkaðnum fást við það til þess að fjármagna eigin neyslu, að sögn Daníels. Lögreglunni finnst þeim hafa vaxið ásmegin upp á síðkastið, skammtarnir séu orðnir stærri og seljendur séu farnir að dreifa efnum víðar á Norð- urlandi en áður. „Aukinni neyslu fylgir fjölgun auðgunarbrota og ofbeldi því að hér virðist algengt að efni séu látin af hendi út á krít; söluaðilarnir gera þannig smá- sölumenn háðari sér og ef ekki er staðið í skilum er gripið til harðra aðgerða.“ Sá hópur sem lögregla hefur aðallega afskipti af vegna fíkniefnamála er á aldrinum 18 til 22 ára. Daníel er mikið í mun að fólk aðstoði lögregluna í baráttunni við fíkni- efnin: „Ég hvet alla til þess að hafa samband við okkur og kalla eftir meiri ábyrgð for- eldra og almennings. Ef fólk vill ekki vinna með okkur getum við ekki náð árangri.“ Hörður Oddfríðarson hjá SÁÁ bendir á að vaxandi neyslu fíkniefna fylgi ýmislegt miður gott. „Meira peningar skipta um hendur og fleiri lenda þá í meiri skuld en áð- ur og það þýðir grimmari innheimtu. Afleiðingarnar eru orðnar sjáanlegar í Reykja- vík; einstaklingar sem ráðast inn í sjoppur eru komnir í þrot, eiga enga aðra kosti. Ógnarjafnvægið er algjört í þessum heimi og frjálshyggjan birtist alveg hrein og ómenguð; lögmálið um framboð og eftirspurn og greiðslugeta viðkomandi ræður öllu. Enginn fylgist með að í heiðri séu höfð lög og reglur í þessum heimi sem er al- gjörlega utan við hinn „siðmenntaða“ heim. Hörður nefndi að þau ofbeldismál sem voru í fréttum nýverið séu ekki endilega alvar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.